Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 23 Leynisanmingur Sov- étmanna o g nasista verði felldur úr gildi Moskvu. Reuter. Vísindamenn og lögfræðingar frá ýmsum löndum efiidu um helgina til ráðstefnu í Tallinn, höfuðborg Eistlands, til að ræða leynisamning Sovétmanna og þýskra nasista frá árinu 1939, en hann varð til þess að stór svæði í Austur-Evrópu voru innlimuð í Sovétríkin. Hvöttu þeir sovésk stjórnvöld til þess að lýsa því opinberlega yfir að samningurinn væri ekki lengur í gildi. Fulltrúar frá ýmsum lýðveldum Sovétríkjanna, Finnlandi, Vest- ur-Þýskalandi, Póllandi og Kanada tóku þátt í ráðstefnunni. Þeir vísuðu á bug staðhæfingum sovéskra stjórnvalda um að svo- kölluð „leyniákvæði" samningsins væru ekki til. Leyniákvæðin voru hluti af griðasáttmála Sovét- manna og þýskra nasista, sem Joachim von Ribbentrop, utanrík- isráðherra Þýskalands, og starfs- bróðir hans í Sovétríkjunum, Vjatsjeslav Molotov, undirrituðu 23. ágúst árið 1939. í griðasátt- málanum var kveðið á um að Lit- háen félli undir áhrifasvæði nas- ista, en Sovétmenn fengju hins vegar Eistland og Lettland. Sam- kvæmt vináttu- og landamæra- samningnum, sem Sovétmenn og nasistar undirrituðu 29. septem- ber sama ár, féll Litháen einnig undir áhrifasvæði Sovétmanna. Sovétmenn fengu ennfremur svæði, sem nú er hluti af Sovét- lýðveldinu Moldavíu, svo og stór- an hluta Austur-Póllands. V estur-Þýskaland: Rannsókn á Qárreiðum leiðtoga repúblikana Miinchen. Reuter. SAKSÓKNARI í Miinchen, höfuðborg Bæjaralands, hefiir hafið rannsókn á íjárreiðum Franz Schönhubers, leiðtoga Repúblikana- flokksins í Vestur-Þýskalandi. Schönhuber hefiir verið kærður fyrir að vafasama meðferð á fjármunum að upphæð sem svarar 40 milljónum íslenskra króna, er flokkur hans fékk vegna kostnað- ar við kosningabaráttu í fylkiskosningum árið 1986. Repúblikanar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ásak- anir á hendur Schönhuber eigi ekki við rök að styðjast. Sjálfur segist Schönhuber líta á kæruna sem tilraun til að sverta nafn sitt og fjölskyldu sinnar. „Ég hef aldr- ei þegið eyri frá flokknum umfram eðlilegan kostnað. Ólíkt leiðtogum gömlu flokkanna ferðast ég ekki um í glæsikerrum með rándýrum lífvörðum. Ég tek lestina og framvísa afsláttarkorti ellilífeyris- þega og oft fæ ég að gista hjá vinum mínum,“ sagði Schönhuber. Reuter Buthelezi segist vera Mðarstillir Mangosuthu Buthelezi, höfðingi súlúa í Suður-Afríku og leiðtogi Inkatha-hreyfingarinnar, sem sést á myndinni, sagðist á flölda- fúndi á sunnudag vera friðarstillir og vilja leita sátta við Samein- uðu Iýðræðisfylkinguna, UDF. Um 2.000 manns hafa fallið í átök- um milli þessarra hreyfinga frá árinu 1984. Þrátt fyrir friðarboð- skap höfðingjans voru þúsundir fylgismanna hans á fúndinum vopnaðir spjótum og bareflum. SVEINN EGILSSON HÚSI FRAMTÍÐAR FAXAFENI 10 SlMI 689622 OG 685100 Suzuki VÍTARA 4xj SportbOI á malbikinu -jmmr ^ j Jeppi i óbyggðum Kruftmikill, sterkur og Jullegur jujnt ud utun sem innun. Suzuki Vituru I sumeinur ullu kosti lipurs Jólksbíls 0g aivoru Jerdubíls. Aksiurseigiti- leikur huns eru einstukir, jujni innunbœjar sem ú regin- Jjöllum. Hunn kemur síjelll ói óvurt |IL1B 1 fyrir spurneytni, hagkvutmni og hug- pjk mynduauðgi í búnuði. Suzuki Viluru I hœfírþeim Settt hugSU Utn gteði Og Stíl. mmm—immmm Suzuki Vituru - tveir bílur sem þú treyslir - í einum! Verð Jrú kr. 1.088.000,- Útborgun 25%, ejiirstöðvar ú ullt uð 36 múnuðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.