Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 4{ J0IiíiJ989 ii Sigríður Sigurðar- dóttir — Minning Er sólin skín í draumadýrð við dagsins gröf og varpar Ijóma og lífi yfir lönd og höf, þá reika eg með fórustafinn um pll og sveit. - Allt mitt líf er pílagrímsins ganga og.leit. Hvert blóm, sem grær við götu mína, er gjöf frá þér, og á þig minnir allt hið fagra, sem augað sér. Sól og jörð og svanir loftsins syngja um þig. Hvert fótspor, sem eg færist nær þér, friðar mig. Þú ert mín bjarta brúður í blíðu og ást og sólskinsbam og systir allra, er syrgja og þjást, sú dís, sem varpar dýrðarljóma á draumkvöld löng, sú guðsmóðir, sem fyllir líf mitt ljóði og söng... Þessi erindi úr ljóði Davíðs Stef- ánssonar koma í huga er við nú kveðjum elskulega frænku okkar, Sigríði Sigurðardóttur, Ölduslóð 27, Hafnarfirði, en hún lést á Land- spítalanum þann 25. júní sl. eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm um 2 ára skeið. Sigga eins og við kölluðum hana var fædd á Hnjóti í Rauðasands- hreppi, þann 20. febrúar 1915, dótt- ir hjónanna Sigurðar Jónssonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Guðmundsdóttur. Var hún yngst 4 barna þeirra hjóna, er upp komust og var hún eina systirin í hópnum, en bræður hennar voru: Einar, Guðmundur og Bergmann og eru þau systkini nú öll látin. Sigga giftist eftirlifandi manni sínum, Joni Jónssyni, skipstjóra frá Stokkseyri, þann 20. júlí 1946, 0g eignuðust þau einn son, Sigurð, en hann er kvæntur Margréti Stefáns- dóttur og eru ömmubörnin orðin þrjú, en þau eru: Sigríður, Eva María og Jón Stefán. Hefur nú verið höggvið stórt skarð í hópinn, en minningin um lífsfjör hennar og birtu, sem hún átti í ríkum mæli og miðlaði þeim sem hún umgekkst, mun verða huggun í harmi nú, þegar kveðju- stundin er komin og leiðir skilja um sinn. Er margs að minnast og þakka er við nutum frá bernsku til fullorð- ins ára, og ekki verður tínt til hér, en öll eigum við þá minningu um Siggu að hún var okkur sem móðir og missti aldrei sjónar af hópnum, þó stór væri orðinn og víða færi. Sigga stundaði lengst af vinnu utan heimilis, og þá mest við sauma, var dugnaði hennar þar sem annars staðar við brugðið, komu þar best í ljós hæfileikar hennar til að hrífa samstarfsfólk sitt með til góðra verka og var henni oftar en ekki falin verkstjórn á þeim vinnustöð- um, sem hún starfaði á, fyrst og fremst vegna þeirra augljósu mann- kosta sem hún hafði til að bera. Fyrir utan metnað hennar, að búa sem best í haginn á heimili þeirra hjóna, sem er ekki bara fal- legt, réðu ávailt frískir straumar, birta og ylur og mikil rausn, sem allir nutu er þangað komu. Átti sönglífið stóran þátt í lífi hennar, en söngnum unni hún mjög. Má þar nefna söngfélagið Hörpu, Fílharmoníu og Pólýfónkórinn og nú síðast en ekki síst Söngfélag eldri borgara, en þar söng hún sinn svanasöng og eyddi sínum síðustu kröftum í söngferð til Norðurlands í um miðjan þennan mánuð. Að þeirri ferð lokinni voru kraftar þrotnir, vafalaust vildi hún hafa það þann- ig, að hljómur söngsins og að sól gengi hæst á norðurhveli, yrði punkturinn aftan við lífshlaup hennar, úr því sem komið var. Við bræðrabörnin og ijölskyldur þeirra sendum þér Jón og fjölskyldu þinni innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Siggu. Guð blessi ykkur öll. H.G. Opna Kaup- mannahaftiar- mótið: * Islending- arímiðj- um hópi JÓHANNES Ágústsson fékk 6 vinninga af 10 á opna Kaupmannahafharmótinu í skák sem lauk í vikunni. Það dugði honum þó ekki til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Karl Þorsteins fékk 5 vinninga. Jóhannes átti lengst af góða möguleika á að ná áfanga að alþjóðlegum titli, en undir iok mótsins tefldi hann við þijá stigalitía menn og missti af lestinni. Karli gekk vel í upp- hafi mótsins, en undir lokin gerði lasleiki vart við sig og hann fékk 1 vinning úr fjórum síðustu skákunum. Sænski stórmeistarinn Lars Karlson og pólski alþjóða- meistarinn Zsapik unnu mótið. Löng hrísgrjón með ristuðu heilhveitiklíði, núðlumog bragðgóðu grænmeti. Ljúf- fengur fjölskylduréttur. Fyrir 4 - suðutími 8 mín. Heildsölubirgðir: KARI. K. KARLSSON.vCO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 Fagurt umhverfi bætir mannlífið! Málningardagar 10% afsláttur af allri málningu þessa viku! HÚSA SMIDJAN SKÚTUVOGI 16 Sl'MI 6877 00 Efni, áhöld og góðar hugmy ndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.