Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ.JUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 12 um of. Þannig var súrefnismettun eldisvatnsins lengi vel sá þáttur sem sagði til um hvert lágmarksrennsli, við hvern þéttleika, þyrfti að vera. Eftir að mögulegt. varð á ódýran hátt að súrefnisbæta vatnið, kom í ljós að ekki var hægt að draga úr vatnsnotkuninni nema að litlu leyti. Næsti þröskuldur sem menn ráku sig á var ammoníak, sem skilst út um tálkn fiskanna. Mögulegt er að fjar- lægja ammoníak úr vatninu án þess þó að það leiði til vatnssparnaðar. Óvíst er hver verður næsta hindrun, en hugsanlega verða það meltingar- hvatar sem, vegna þess að fiskarnir lifa í „einu efni“, eiga greiða leið að viðkvæmum tálknunum. Niðurstaðan er sú, að á sama hátt og fiskarnir þurfa sitt „lebensraum", þurfa þeir sitt lágmarks vatnsrennsli. Þessari staðreynd virðast því miður allt of fáir gera sér grein fyrir. Vatnshiti og daglengd/birtuskil- yrði eru þættir sem í náttúrunni eru nátengdir, þ.e. vatnshiti hækkar með hækkandi sól o.s.frv. Enn er mjög óljóst hver áhrif séríslensku aðstæð- urnar, jarðhitinn, mun hafa á þrif fiskanna. Það er þekkt að auka má vöxt laxfiska með því að hækka hita- stig eldisvatnsins. Hins vegar virðist svo vera að árstíðasveiflur séu nauð- synlegar. Sbr. að seiðin sjóbúast að vori og laxinn gengur í árnar að sumri og hrygnir að hausti. Margt bendir einnig til, að hina mismun- andi þætti árstíðasveiflunnar sé var- hugavert að slíta í sundur. Margar íslenskar fiskeldisstöðvar búa við þá sérstöðu að eiga erfitt með að stjórna hitastigi eldisvatnsins, þar eð allt vatn kemur úr borholum og hefur sama hitastig allan ársins hring. Fáar tilraunir á eldi við slikar kring- umstæður hafa hingað til verið gerð- ar og réttlæta þær tæplega alla þá íjárfestingu sem átt hefur sér stað í strandeldi hér á landi. Eldi lax í sjókvíum við þau veðurfars- og sjáv- arhitaskilyrði, sem ríkja hér við land, er efni í aðra grein ef lýsa á öllum þeim vanköntum sem þar eru á. Strandeldisstöðvar sem nýta jarðsjó (volgan) eiga við mikla erfið- leika að stríða svo sem nýleg dæmi eru um. Hvernig ætli þær stöðvar sem nú eru í byggingu og dæla upp sjó frá 0°C-2°, í marga mánuði á ári eigi eftir að ganga? Rekstrarlán til fiskeldis eru bráð- nauðsynleg eins og margoft hefur verð bent á í fjölmiðlum. Orfá dæmi um það hversu vopnin, þ.e. hinar „séríslensku aðstæður", geta og hafa snúist í höndum manna. Stjórnmálamenn og almenningur ættu að vera raunsæir og gera sér grein fyrir því að þær fiskeldisstöðv- ar sem ekki hafa getað látið fiskinn lifa, hvað þá skilað afurðum, eiga við önnur og alvarlegri vandamál en fjármagnsskort að stríða. Frumskilyrði fyrir því að almanna- fé sé stofnað í hættu í þessari mjög svo áhættusömu atvinnugrein hlýtur að vera að þeir sem lánin fá hafi sýnt fram á lágmarksþekkingu á því, hvemig hægt er að stunda físk- eldi. Höfundur er dýralæknir Gsksjúkdóma. MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst f nœstu sportvöruverslun. Fiskeldi; Ríkisábyrgð = eftir Lars Hansen Rekstrarörðugleikarfískeldisfyrir- tækja hafa mjög verið ofarlega á baugi undanfarið. Einkum hefur umræðan snúist um nauðsyn þess að ríkisvaldið aðstoði á einhvem hátt fyrirtækin og þá helst í formi ábyrgð- ar á rekstrarlán, svipað og viðgengst í samkeppnislöndunum. Fyrir veitingu slíkra rekstrarlána, að ekki sé talað um ríkisábyrgðir, hlýtur krafa um að rekstrargrund- völlur þessara fyrirtækja sé þekktur, helst öruggur, að vera sjálfsögð. Áætlanir um rekstrarafkomu (engin fyrirtæki virðast hafa slíka afkomu) íslenskra fiskeldisfyrirtækja hafa mjög verið gylltar undanfarin ár. Oft hefur heyrst að loksins hafí íslendingar eignast sitt eigið „Clondyke". í öllum útreikningum um skjótan gróða eru forsendur svo hnökra- lausar og útkoman eftir því, að jafn- vel togaraútgerðin, sem velferðar- þjóðfélagið byggir þó á, verður í sam- anburði sem bamagaman. » Mann undrar hvers vegna fjár- magnsstraumurinn til þessarar at- vinnugreinar er ekki óstöðvandi, eða vill ekki féð þangað sem fé er fyrir!!! Skýringin er eflaust sú m.a. >að aðferðir þær sem beitt hefur verið, ávallt af hagsmunaaðilum, em ein- hveijar þær óvönduðustu sem sést hafa lengi, enda á niðurstaðan meira skylt við óskhyggju en raunveruleik- ann. í áætlunum sínum hafa flestir físk- eldismenn og allar ráðgjafarþjón- ustur byggt á að séríslenskar að- stæður (jarðhiti, „smitfrítt vatn“ og fáir alvarlegir fisksjúkdómar) mætti nýta til stórkostlegra hagsbóta fyrir íslenskt fiskeldi og gera það allvel samkeppnisfært. Það sem athygli vekur er það, að allar þessar áætlanir varðandi eldi físksins (laxins), eru gerðar að hon- um forspurðum. Litlar eða engar „Stjórnmálamenn og almenningur ættu að vera raunsæir og gera sér grein jfyrir því að þær fiskeldisstöðvar sem ekki hafa getað lát- ið fiskinn lifa, hvað þá skilað afiirðum, eiga við önnur og alvarlegri vandamál en ijár- magnsskort að stríða. Frumskilyrði fyrir því að almannafé sé stofinað í hættu í þessari mjög svo áhættusömu at- vinnugrein hlýtur að vera að þeir sem lánin fá hafi sýnt firam á lág- marksþekkingu á því, hvernig hægt er að stunda fiskeldi.“ rannsóknir hafa verið gerðar á hversu mikið og á hvern hátt nátt- úrulegum lífsferli og lífsumhverfí laxins má breyta við eldisaðstæður, án þess að skaði hljótist af. í þessu sambandi er vert að benda á það, að að baki eldi flestra ann- arra húsdýra, liggur aldalöng reynsla, rannsóknir og kynbætur, sem gera að húsdýrin þrífast þolan- lega, við þær aðstæður sem við þó bjóðum þeim. Af fjölmörgum lífeðlisfræðilegum þáttum sem íslenskir fiskeldismenn, fremur öðrum, hafa breytt, frá því sem getur talist laxinum „eðlilegt", skulu hér aðeins nefndir örfáir. Þ.e. þeir sem undirritaður er sannfærður um að þegar hafa, og eru enn, að Ríkisstyrkur?? valda stórtjóni í íslenskum laxeldis- stöðvum. Seltustig eldisvatns; laxaseiði al- ast bæði upp í fersku og söltu vatni, hrognin klekjast í fersku vatni, svo sem kunnugt er, og þar er fýrsta uppeldisskeiðið. Þegar laxaseiðið hefur náð vissri stærð (20-50 g), mismunandi er hvað það tekur mörg ár, tekur það á sig sjógöngubúning, „smoltast" þessar breytingar sem eiga sér stað að vorlagi eru meðal annars fólgnar í útlitsbreytinum, hegðunarbreytingum og síðast en ekki síst verður seiðinu eiginlegra að lifa í söltu vatni en fersku. Mjög hagkvæmt væri, ef hægt væri að stjóma þessu ferli og hafá margar fískeldisstöðvar gert ráð fyr- ir að það væri hægt, að miklu eða öllu leyti. Fáar og mjög haldlitlar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar á því, hvaða áhrif það hefur á fiskana að vera settir í sjó fyrir eða eftir hinn eðlilega sjógöngutíma. „Niðurstöður" þessara rannsókna, þar sem fiskamir hafa vissulega lifað af, hafa óspart verið túlkaðar og þá yfirleitt úr öllu samhengi við aðra lífeðlisfræðilega þætti. Þannig virðist augljóst að það álag sem seiðin verða fyrir á þennan hátt geri þau verr í stakk búin til að mæta öðram óæski- legum umhverfísþáttum, t.d. sjúk- dómum, sem óumflýjanlega fyrir- fínnast við eldisaðstæður. Margar strandeldisstöðvar hafa, í þeim tilgangi að fjárfestingar nýtist sem best, áætlað og jafnvel fram- kvæmt svo umfangsmiklar „tilraun- ir“ á þessu sviði að furðu sætir. Ríkisábyrgðir á afurðalán til slíkra stöðva ætti að kalla styrk til til- rauna. í sumum þeirra stöðva sem þannig hafa staðið að eldinu hefur reyndar þegar komið til stórkostlegs tjóns sem ekki er séð fyrir endann á. Vandi þessara stöðva er ekki fjár- magnsskortur eða skortur á ríkis- ábyrgðum heldur vankunnátta. Ásetningur/þéttleiki; það liggur í augum uppi að fjöldi fiska eða „lífþungi" fiska á hveija eldiseiningu, hvort sem það er rúmmálseining, eða vatnsrennsliseining, er afar mikilvæg eining í útreikningum á framleiðslu, kostnaði við framleiðslu, kostnaði við vatnsdælingu o.s.frv. Ásetningur í mörgum íslenskum fiskeldisstöðvum ber þess glögg ein- kenni að þar hefur heilbrigð skyn- semi ekki ráðið ferðinni. Heyrst hef- ur að svokallaða „tálknveiki" mætti eins kalla íslandsveiki, sbr. Hitra- veiki. Svo einfalt atriði, að fjöldi ein- staklinga og ekki eingöngu saman- lögð þyngd þeirra hefur áhrif á hve ásetningur má vera mikill, vefst fyr- ir mörgum. Oftlega er farið mjög fijálslega og umhugsunarlaust með tölur er lúta að ásetningi. Margir trúa að gulltrygging fyrir góðum þrifum fiskanna sé að hafa þéttleik- ann ekki yfir 20 kg á hvern rúm- metra vatns. Engu virðist skipta hvort einstaklingarnir eru 2.000 (10 g) eða 500 (40 g). Sú staðreynd, sem varla þarf að rökstyðja, að hver ein- staklingur þarf sitt „lebensraum", virðist öllum gleymd. Sú afleiðing of mikils ásetnings sem greinanleg er með berum augum era ugga- skemmdir. Þegar flestir uggar seið- anna era því sem næst rotnaðir af, er auðvelt að ímynda sér hver líðan og þrif fiskanna era. Eldismenn tala í gríni um að uggarot sé vöramerki á íslenskum laxaseiðum. Þegar gerð- ar era athugasemdir við að eldisseiði séu uggalaus hafa tilsvörin oftar en einu sinni verið, að þau séu ekki ætluð til hafbeitar! Þurfa önnur seiði ekki á uggunum að halda? í íslenskum fiskeldisstöðvum er algengt að sjá ásetning frá 30 til 60 kg (jafnvel meira) á hvem rúm- metra. Fiskar taka upp súrefni og nær- ingu úr vatninu, og skila þangað aftur öllum úrgangsefnum. Af þessu leiðir að í eldi þar sem fiskarnir ganga mjög þétt geta úrgangsefni frá efnaskiptum haft áhrif á heilsu- far ef þau safnast upp. Við slíkar kringumstæður liggur í augum uppi að öll smitdreifíng verður mjög hröð. Til að eldisfiskar geti þrifist eðli- lega þarf vatnsstreymi að vera yfir því lágmarki að nægt súrefni sé til staðar og ekki síður að úrgangsefni nái að skolast nógu hratt út. Vegna tilkostnaðar við dælingu og/eða vegna vatnsskorts í eldisstöðvum er tilhneiging til að halda vatnsrennsli í lágmarki. Þegar vatnsrennsli er takmarkað hefur mönnum reynst mjög hált á því að einfalda hlutina vé\ ^ 9espa^e^n' sfiSSs* . Leitið til okkar: SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.