Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ■ÞRIÐJUÐAGUR- 4. JÚLÍ 1989 19 Börn Páls Briem: F.v. efri röð: Þórhildur, Þórdís, Kristinn. F.v. neðri röð: Helgi, Eggert, Frieda. Frieda ásamt Ásgeiri Guðmundssyni, eiginmanni sínum. Hann heldur á eldri syninum, Eggert, en Frieda heldur á Páli. Hafstein átti stærsta bátinn á Tjörninni. Margir áttu róðrarbáta og við vorum alltaf dinglandi í bát- um á Tjörninni. í þá daga voru engir fuglar á Tjörninni og óskap- legt slý í henni. Það var hreinsað einu sinni á sumri en það var ekki nóg, við festum okkur oft í slýinu. Píanónám í Kaupmannahöfii Ég lærði vélritun heima hjá Egg- ert bróður mínum. Eftir að ég hafði lokið námi í Kvennaskólanum fór ég að vinna hjá Eimskip við skrif- stofustörf og einnig gerði ég svolít- ið af því að kenna stúlkum vélritun. Þegar ég var tuttugu og eins árs fór ég til Danmerkur til þess að læra á píanó hjá Haraldi Sigurðs- syni. Mamma byijaði að kenna mér á píanó þegar ég var átta ára göm- ul og svo var mér komið til náms hjá Katrínu Viðar. Með Danmerkur- ferðinni fetaði ég í fótspor mömmu. Hún fór ung til Danmerkur til þess að nema ýmsar kvenlegar dyggðir, svo sem útsaum, hljóðfæraleik og söng. Hún hafði mjög mikla og fal- lega rödd. Einu sinni í Danmerkur- dvöl hennar var hún fengin til þess að fara niður á Fjón til þess að kenna presti þar, sem hét Stahlfest Möller, að tóna. í þeirri dvöl lærði hún margt skemmtilegt. Ég heiti eftir konu þessa prests. Hún bað mömmu að láta heita í höfuðið á sér, ef hún giftist og eignaðist fleiri en eina dóttur. I Kaupmannahöfn útvegaði ég mér húsnæði og fæði hjá danskri fjölskyldu og mátti æfa mig að vild á stofupíanóið þeirra. En sjaldan hef ég verið loppnari en sitjandi við þetta hljóðfæri. Ofn var í stofunni ókyntur, svo ég varð að kaupa mér olíuofn til að hita sofuna. Þarna þraukaði ég af veturinn, en naut dvalarinnar í kaupmannahöfn ríku- lega, fór á alla tónleika að ráður Haraldar Sigurðssonar kennara míns og er þessi vetur mér ógley- manlegur. Svo fór ég í sumardvöl til hjóna sem bjuggu í gömlum fer- justað á Lálandi og Palstri. Þau áttu fimm syni sem allir urðu góðir vinir mínir. Hjá þessi fólki hafði Þórhildur systir mín dvalið um tíma áður. Ég vann einnig ígripavinnu hjá Eimskip í Kaupmannahöfn. Vegna reynslu minnar héðan að heima spurði forstjórinn, Fano, mig hvort hann mætti leita til mín þeg- ar mikið væri að gera og ég hélt það nú. Þetta kom sér vel fyrir mig því ég var ekkert of vel fjáð. Ég hafði safnað mér til fararinnar og einnig sendi mamma mér peninga. Vélritun og hjónaband Þegar ég kom heim fór ég aftur að vinna hjá Eimskip. En sú skipan hélst ekki til frambúðar. Einn dag- inn hélt stjórn félagsins fund og ákvað að lengja afgreiðslutímann um eina klukkustund á degi hvcrj- um. Ég vildi ekki una því að stjórn- in íyrirskipaði að lengja vinnutíma minn án þess að ég fengi meira kaup og fór til Emils Nielsen til þess að mótmæla en það þýddi ekki neitt. Þá sagðist ég ætla að hætta og stóð við það þegar þeir héldu sínum ákvörðunum til streitu án þess að vilja borga meira. Ég var svo heppin að fá undireins vinnu á lögfræðiskrifstofu hjá Sveini Björnssyni, Guðmundi Olafssyni og Pétri Magnússyni. Sveinn hafði áð- ur verið formaður stjórnar Eimskip og hann vissi að ég var góður vélrit- ari. Mér er minnisstætt frá þessu starfi að ég fór oft með ritvélina inn til Guðmundar og hann Ias mér fyrir en ég skrifaði jafnóðum. Hann hafði svo slæma rithönd að ég átti í erfiðleikum með að lesa hana, svo við höfðum þennan hátt á og gekk vel. Þetta sama sumar, 1927, gifti ég mig Ásgeiri Guðmundssyni frá Nesi við Seltjörn. Hann var lög- fræðingur og einu ári eldri en ég. Við höfðum kynnst áður en ég fór til Danmerkur, hann bauð mér oft á böll og að „koma í takt“ sem merkti að fara saman á skauta. En skömmu áður en ég fór út kom til mín maður sem ég þekkti og sagði mér að Ásgeir væri alltaf á Mensa Akademika að staupa sig þar ásamt fleirum. Staður þessi var mats.tofa stúdenta og var þar sem nú er Café Strætó og áður var kaffistofan Mensa. Þessi maður sat við kaffi- borðið heima og nánast rakkaði Ásgeir niður í minni áheyrn og móður minnar. Þetta gerði mig svo hrædda að ég kvaddi Ásgeir ekki. Ég vildi ekki skipta við drykkfellda menn. En um veturinn eftir að ég kom til Danmerkur fékk ég bréf frá Ásgeiri þar sem hann bar af sér drykkjuskapinn og sagði að slíkt tal væri rógur illviljaðra manna. Hann sagði jafnframt að hann vonaðist til að ég gæfi honum tækifæri til þess að sýna að hann væri ekki drykkfelldur. Ég svaraði og sagðist ekki trúa neinu illu um hann og svo varð það ekki meira fyrr en ég kom heim. Þá fékk hann tækifæri .til þess að sanna að hann væri ekki drykkfelldur. Við vorum svo trúlof- uð í nokkur ár og það var mjög skemmtilegur tími. Við ferðuðumst mikið saman hér innanlands. Meðal annars fórum við einu sinni ríðandi upp í Borgarfjörð með hesta sem við áttum að skila. Við gistum að Hvítárvöllum og þurftum að fara yfir Hvítá sem þá var óbrúuð. Áður en við giftum okkur var Ásgeir búinn að stofna lögfræði- skrifstofu með Stefáni Jóhanni Stefánssyni í húsi sem kallað var Veltan og var í eigu Kristínar Olafs- dóttur, móður Ásgeirs. Guðmundur Einarsson, faðir hans, sem var út- vegsbóndi, hafði keypt það hús. löngu áður. Guðmundur drukknaði þegar Ásgeir var sjö ára gamall, en húsið var áfram í eigu fjölskyld- unnar. Á þessum tímum giftu ábyrgir menn sig ekki fyrr en þeir þóttust þess fullvissir að geta séð fyrir ijölskyldu. Við giftum okkur í Dómkirkjunni, Jón Helgason, móð- urbróðir minn, gifti okkur. Á eftir var haldin,stór veisla og svo geng- um við niður í Tjarnargötu 24. Við hófum búskap að Vesturgötu 16. Þar var maður að byggja og hann leyfði Ásgeir að byggja eina hæð ofan á húsið og þetta hús stendur enn. Þetta var ágætt húsnæði en því fylgdi ekkert þvottahús svo ég varð að fara með þvottinn niður í Tjarnargötu til mömmu. Ég fékk dönsk stofuhúsgögn frá mömmu í brúðargjöf. í minni fjölskyldu tíðkaðist að stúlkur fengju heiman- mund og þá oftast í formi stofu- og svefnherbergishúsgagna. Á Vesturgötunni fæddist Eggert eldri sonur okkar árið 1929 en skömmu síðar leiguðum við okkur hæð í nýbyggðu húsi við Bergstaða- stræti. Þórhildur systir mín var þá nýflutt að Bergstaðastræti 76. Hingað fluttum við 1. desember 1930. Sama daginn sem við flytjum inn fórst skip sem annar eigandi hússins var á. Skipið fórst á sjónum milli Bretlands og íslands og með því allir sem á því voru. Nokkru síðar var húsið auglýst til sölu og við Ásgeir keyptum það. Hér leið okkur mjög vel og hér fæddist yngri sonur okkar Páll árið 1931. Ekkja 35 ára gömul Ásgeir var í nokkra mánuði í námi í París sem ungur maður og var góður frönskumaður. Hann langaði mikið til að ég færi með honum til Parísar. Árið 1935 lögð- um við af stað með Kötlu til Genúa á Ítalíu. Þar tók á móti okkur Hálf- dán Bjarnason sem allt vildi fyrir okkur gera, lánaði okkur meira segja bíl og bílstjóra. Meðeigandi hans, Marabotti, bauð okkur að skoða hinn yndislega Pódal. Svo fórum við með strætisvagni með- fram Miðjarðarhafinu þar sem við höfðum áður siglt um og séð alla flugfiskana. Við stoppuðum í Nice og vorum þar í tíu daga og við komust líka til Monte Carlo þar sem ég lagði undir og tapaði í fjár- hættuspili en það kom ekki að sök því Ásgeir vann allt upp sem ég hafði tapað. Við stönsuðum einnig í Barcelona og þar fórum við á nautaat. Þá komst ég á bragðið að drekka koníak. Músikin sem spiluð var átti að trylla nautin en hún tryllti mig líka. Ég hef aklrei komið á aðra eins samkundu. Ég horfði með skelfingu á nautabanann flækjast í silkiklæði og detta og hélt að nú væri hans hinsta stund upprunnin en þá komu aðrir til og leiddu athygli nautsins til sín. Verst af öllu var að sjá hvernig hestarnir voru leiknir, innylfin héngu út úr þeim. Ég varð svo miður mín að ég vildi komast strax burtu. Allir virtust furða sig á því vegna þess að við. sátum í svo dýrum sætum í forsælu. Þá var beinlínis hellt í mig koníaki svo ég héldist við, ég var hreinlega í „sjokki“. Síðan hef ég aldrei komið á nautaat. Loks fórum við með lest til Parísar og vorum þar á 35 ára afmælisdaginn minn 7. október. Að vera með honum Ásgeiri þarna og sjá allt sem þar var að sjá, það var guðdómlegt. Þegar við komum heim fagnaði Þórhildur systir mín mér eins og hún hefði heimt mig úr helju. Hana hafði dreymt að ég væri búin að missa hægri handlegginn og hún hafði því verið mjög áhyggjufull. Nokkru eftir að við komum heim fór Ásgeir eitt sinn sem oftar að spila við kunningja sína í húsi einu við Sóleyjargötu. Séint um kvöldið datt hann þar i stiga og meiddi sig, en ekki meira en það að hann fór heim og háttaði og fór að sofa. Um morguninn þegar ég vaknaði ætlaði ég að vekja hann en gekk það illa. Þá fór ég framúr og dró frá glugg- unum og sá þá að hann var mjög fölur. Ég fór þá fram og kallaði í stúlku sem var okkur til hjálpar í húsinu og Olga hét. Ég sagði við hana: „Olga, mér sýnist helst að Ásgeir sé dáinn. Það er eitthvað mikið að honum.“ Svo hringdi ég í Hannes Guðmundsson vin hans og hann sagði strax við mig að Ásgeir væri dáinn. Ég trúði því ekki að hann væri dáinn, en það var nú. Ég gat ekki grátið, mikið lifandis ósköp leið mér illa. Eftir að þessir atburðir gerðust hafði ég íbúðaskipti við Eggert bróður minn sem bjó þá á hæðinni niðri hjá mömmu. Ég flutti því aft- ur í Tjarnargötuna til mömmu og þar var ég í 26 ár og þar ól ég upp drengina mína með aðstoð móður minnar sem varð 94 ára gömul. Fljótlega eftir að ég fiutti setti ég á stofn fjölritunarstofu. Ég byijaði á að auglýsa að ég tæki vélritun heim, þá gat ég unnið heima hjá drengjunum. Árið 1936 stofnaði ég fjölritunarstofuna og seinna réði ég Þórdísi systur mína í vinnu til mín og hún vann hjá mér í 25 ár. Ás- geir var formaður lögfræðingafé- lagsins þegar hann féll frá og lög- fræðingarnir skiptu mikið við mig, þeir vildu allt fyrir mig gera. Mér gekk því mjög vel með þetta litla fyrirtæki enda var mikið unnið. Éftir að mamma dó flutti ég aftur hingað á Bergstaðastrætið og Egg- ert sonur minn hefur búið á hæð- inni fyrir ofan mig í öll þessi ár. Heyrnarstöðin og Dr. Ole Bentzen Frá því ég missti manninn minn hafði ég allan hugann við að hugsa um drengina mína og reka fýrirtæk- ið og auðvitað hafði ég náin tengsl við fjölskyldu mína. En einn er sá þáttur í lífi mínu sem ég get ekki látið hjá líða að geta um. Árið 1942 var Zontaklúbbur Reykjavíkur Klúbburinn var stofnaður af fá- mennum hópi kvenna úr jafnmörg- um starfsstéttum enda megintil- gangur félagsins kynning á milli starfsstétta. í þessum •hópi" var skólastjóri Málleysingaskólans, Margrét Th. Bjarnadóttir. Hún hafði kennt við fyrsta málleysinga- skóla landsins, sem séra Ólafur Helgason frændi minn starfrækti að Stóra-Hrauni í Stokkseyrarpre- stakalli. Margrét tók við stjórn þess skóla eftir að Ólafur dó langt fyrir aldur fram. Hún lét af skólastjórn árið 1944 fyrir aldurs sakir en við tók Brandur Jónsson. Árið 1944 stofnaði Zontaklúbbur Reykjavíkur sjóð til heiðurs Margréti Th. Bjarna- dóttur Rasmus og var tilgangur hans að styrkja bágstadda málleys- inga að aflokinni skólavist. Á Zontamóti í Kaupmannahöfn árið 1959 kynntumst við Ingibjörg Bjarnadóttir, ferðafélagi minn, Bo- dil Willemoes, brautryðjanda í kennslu og málþróun heyrnar- skertra barna og sérfræðingi við heyrnarstöð danska ríkisins í Árós- um. Fyrir hennar tilstuðlan skoðuð- um við starfsemina í Árósum og þar kynntumst við yfirlækninum dr.med. Ole Bentzen. Hann hvatti okkur mjög til þess að koma því til leiðar að Zontaklúbburinn í Reykjavík notaði Margrétarsjóð til þess að koma á laggirnar heyrnar-. stöð sem þá var ekki til á Islandi og bauð fram aðstoð sína. Þessi orð dr. Bentzens urðu upphaf merkra starfa hans í þágu íslendinga. Frá þessari stundu varð nánast bylting í félagsstarfi Zontaklúbbsins, allt snerist eftir það um heyrnarmál. Þegar Iitið er til baka furðar mig á hve mikið og erfitt starf var lagt á herðar dr. Bentzens við að koma á fót heyrnarstöð hér á landi. Auð- vitað lögðu margir aðrir hönd á plóg en farsælt starf hans var ekki síst til þess að heyrnarstöðin var opnuð 1. nóvember 1962. Dr. Bentzen kom hér oft í heimsókn eftir þetta og fékk notið þess að sjá heyrnarstöðina þróast í merka sérfræðistofnun, Heyrnar- og tal- meinastöð íslands. Yfirlæknir stöðvarinnar, Einar Sindrason, og forstöðumaður hennar, Birgir Ás Guðmundsson, voru báðir undir handleiðslu dr. Bentzens á námsár- unum. Annar forystumaður, Stefán Skaftason, sem er yfirlæknir háls-, nef-, og eyrnadeildar Borgarspítal- ans dvaldi einnig um skeið undir handaijaðri dr. Bentzen við nám í Árósum. Ég get þessa hérna til þess að fólki megi Ijóst vera hið mikla starf sem Zontaklúbbur Reykjavík hefur lagt af mörkum í þágu heyrnaskertra á íslandi og mikilvægt framlag dr. Ole Bentzen til þeirra mála. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Foreldrar Friedu, Páll Briem og Álfheiður Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.