Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 A Uthafskarfaveiðar: Morgunblaðið/KGA Tíu ára afmæli Lundarsels KRAKKARNIR í Lundarseli héldu upp á tíu ára afmæli leikskólans á laugardaginn. A hverju sumri hefiir verið haldin grillveisla á leikskólanum, en af tilefiii afinælisins var hátí- ðin nú öllu veglegri. Tveir starfsmenn leikskól- ans, sem þar hafa starfað frá upphafi, voru heiðraðir; þær Auður Magnúsdóttir og Erla Böðvarsdóttir. Þá afhentu börnin leikskólanum rólur að gjöf, en þær voru keyptar fyrir fram- lag foreldra í foreldrasjóð. Að sjálfsögðu var sungið af hjartans lyst og börnin settu upp leikrit um litlu Gunnu og litla Jón. Grilluðu pylsurnar voru einkar vinsælar og hurfii þær fjölmargar ofan í svanga maga. Yfir tvö hundr- uð manns voru mættir í aftnælið, krakkarnir, pabbar og mömmur og afar og ömmur og tókst hátiðin í alla staði mjög vel. Mánaberginu frá Olafs- firði gekk þokkalega Sléttbakur hélt til veiða í gær MÁNABERGIÐ frá Ólafsfirði kom að landi á sunnudag með 98 tonn af frystum karfaflökum, en skipið hefur stundað úthafskarfaveiðar undanfarnar þijár vikur. Síðdegis í gær hélt Sléttbakur, firystitogari Útgerðarfélags Akureyringa, á sömu mið. Ekki er reiknað með að skip Útgerðarfélags Dalvíkinga muni fara á þessar veiðar nú í sumar. BYGGING stúdentagarða við Skarðshlíð er um mánuði á undan áætlun, en á morgun verða reistar síðustu veggeiningarnar á þriðju hæðinni og seinnipart næstu viku verður hafist handa við þakið. Eins og áður hefur komið fram er pláss fyrir 34 fúllorðna einstaklinga á stúdentagörðunum, ýmist í einstaklingsherbergjum eða tveggja og þriggja herbergja íbúðum. Þegar hafa á milli 30 og 40 umsóknir um vist á görðunum borist og Ijóst að ekki fiá allir þeir sem vilja þar inni. Hólmsteinn Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Malar og sands hf., sem sér um byggingu hússins ásamt fyrirtækinu SS-byggir hf., sagði að framkvæmdum hefði mið- að mjög vel áfram, það væri sam- hentur hópur manna sem að bygg- ingunni stæði og mikið kapp að standa sig, en áætlanir gera ráð fyrir að íbúar hússins flytji inn 1. október næstkomandi. I kringum 15-20 manns vinna við framleiðslu vegg- og gólfeininga, sem er sá hluti byggingarinnar sem Möl og sandur sjá um, en menn SS- byggis eru á vettvangi og þar eru álíka margir við vinnu. Sigurður P. Sigmundsson for- maður Félagsstofnunar stúdenta sagði að búið væri að ganga frá úthlutunarreglum vegna íbúð- anna, m.a. hvaða skilyrði stúdent- ar þurfa að uppfylla og hveijir eru í forgangshópi. Hann sagði að umsækjendum yrði svarað innan skamms varðandi það hvort þeir fengju inni í húsinu. Jón Þórðarson formaður bygg- ingarnefndar sagði að á milli 30 og 40 umsóknir hefðu borist um vist á görðunum, þannig að ljóst væri að ekki fengju allir pláss sem vildu. í húsinu er 14 einstaklings- herbergi, 8 tveggja herbergja íbúðir og 2 þriggja herbergja, þannig að einungis 24 af umsækj- endum fá inni. „Það skiptir sköp- um fyrir uppbyggingu háskólans að fólk sem sækja vill sitt nám hér geti fengið húsnæði. Því miður er mikill skortur á húsnæði í bæn- um og því brýn þörf fyrir að byggja fleiri stúdentagarða. Við erum búin að fylla þetta hús og vildum gjarnan að framboðið væri meira,“ sagði Jón. Hann sagði að samkvæmt áætlunum væri gert ráð fyrir að um 80-90% stúdenta við skólann þyrftu á leiguhúsnæði að halda og því væri mikil þörf fyrir að halda áfram byggingu stúdentagarða. Stúdentagarðar við Skarðshlíð hafa rokið upp og er verkið nú um einum mánuði á undan áætlun, en fyrstu íbúar hússins flylja inn í húsið 1. október næstkomandi. Þegar hafa borist á milli 30 og 40 umsóknir um vist á görðunum, en einungis unnt að veita tuttugu og fjórum jákvætt svar. Gróðursetningarátak á Dalvík: Bæjarbúar gróður- setja 14.000 plöntur Dalvík. Gróðursetningarátak stendur nú yfir hjá Dalvíkurbæ. Ráðgert er að planta út 14.000 plöntum í opin svæði í bænum eða sem jafhgildir tíu plöntum á hvem íbúa. Til verksins mun verða varið um einni millj- ón króna sem Hitaveita Dalvíkur gaf til verksins. Gunnar Sigvaldason hjá Sæbergi hf. á Ólafsfirði sem gerir Mánaberg- ið út sagði að veiðarnar hefðu geng- ið þokkalega, en þó hefði veður verið óhagstætt hluta þess tíma sem skipið var að veiðum. Mánabergið var úti í þijár vikur og ekki er ætlunin að það fari aftur á þessar veiðar í sumar. Stærsti hluti aflans er seldur á Japansmarkað. Gunnar sagði að kostnaður vegna þessara veiða væri mikill, en um tilrauna- veiðar væri að ræða og því þyrfti einhveiju að kosta tii. Um 700 mílna sigling var fyrir Mánabergið —, af miðunum og til Ólafsfjarðar. „Við höfum haldið að okkur höndunum og eftir þvi sem lengra líður á eru minni Iíkur á að við send- um skip á þessar veiðar og ég reikna ekki með að þau muni reyna fyrir sér á þessu sumri,“ sagði Valdimar Bragason útgerðarstjóri Útgerðar- félags Dalvíkinga, sem gerir út tog- arana Björgvin og Björgúlf. Hann sagði að kvótastaða fyrirtækisins væri orðin mjög þröng og það væri orðið að reglu að skipin veiddu ekki meira en 100 tonn í hveijum túr. „Mér sýnist allt stefna í það að eitt- hvert uppihald verði með vinnu með haustinu," sagði Valdimar. Hann sagði að reynt yrði að halda úti verkefnum fyrir skip og áhafnir og þau látin sigla í haust. „Það er því miður ekki hægt að skipta litlu þannig að allir fái mikið.“ Björgúlfur á eftir innan við 600 tonn af þorski af sínum kvóta, en Björgúlfur um 1.000 tonn. Valdi- mar sagði að öllum auglýsingum þar sem kvóti er auglýstur til sölu hefði verið svarað og haldið væri uppi fyrirspurnum, en lítið væri um svör. „Við erum vonlitlir um að nokkur kvóti verði keyptur í ár, en það þýðir ekkert að gefast upp. Við verðum bara að treina það sem til er.“ Sléttbakur EA hélt seinnipartinn í gær á úthafskarfamiðin suðvestur af Reykjanesi. Skipið kom inn á föstudag með 230 tonn af frystum flökum, mest karfa. Jón Aspar skrifstofustjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa sagði að fyrirhugað væri að skipið yrði úti í allt að fjórar vikur. Þegar hafa 30-40 umsóknir borist um vist á stúdentagörðunum við Skarðshlíð: Verkið mánuði á undan áætlun Annir hjá lögreglu á sunnu- dagskvöld FIMM ára drengur var flutt- ur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri á laugardag efitir að hafa fallið ofan í skurð. Hann hlaut meiðsl á höfði við fallið. Nokkuð mikið var að gera hjá lögreglunni á Akureyri á sunnudagskvöldið og mun meira en var á laugardags- kvöldinu, sem var rólegt að sögn varðstjóra. Fimm gistu fangageymslur lögreglunnar aðfaranótt mánudags og sagði varðstjóri að eitthvað af fólki sem var að koma úr helgarferð- um hafi haldið skemmtun sinni áfram fram á nótt. Þrír voru teknir fyrir ölvun við akstur aðfaranótt laugar- dags og sex óku of hratt á sunnudagskvöldið, þar af einn sem mældist á yfir 100 kíló- metra hraða í bænum. I tilefni þess að í ár eru liðin tutt- ugu ár frá því að fyrstu húsin á Dalvík vour tengd veitukerfi Hitavei- tunnar samþykkti veitunefnd að veija einni milljón króna til gróður- setningar tijáplantna í opin svæði á Dalvík og jafnframt að næstu fimm ár skuli árlega varið ákveðnu hlut- falli af tekjum veitunnar til þessa verkefnis. Gróðursetningin er að öllu leyti unnin í sjálfboðavinnu af bæjarbúum, en Garðyrkjufélag Dalvíkur sér um framkvæmd og skipulag. Plönturnar eru fengnar frá Gróðrarstöðinni Rein í Eyjafirði og leggur stöðin einnig til faglega ráðgjöf og hönnun svæð- anna sem plantað er í. Gróðursetning sem þessi hefur verið mikið áhugamál íbúa Dalvíkur og hefur oft verið rætt um að gera átak sem þetta við fegrun opinna svæða en ekki reynst kleift að hefja það fyrr en nú. Þátttaka í gróður- setningunni hefur því verið góð og mikil stemmning meðal fólks sem lætur sig ekki muna um að mæta til útplöntunar þrátt fyrir erilsaman vinnudag. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.