Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 50
'^O MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JULI 1989 Fjórðungsmót austlenskra hestamanna: Fá hross á góðu mótssvæði Hestar Valdimar Kristinsson HESTAMENN á Austurlandi héldu um helgina í]órðungsmót á svæði 'nestamannaféiagsins Freyfaxa, Iða- völlum. Mótið stóð yfir í fjóra daga og er talið að um 1.200 manns hafi komið á mótsstað. Um tvöhundruð hross mættu til keppni og sýningar og vakti athygli hversu fá kynbóta- hross voru á mótinu. Á sunnudag þegar kynbótahross voru sýnd og dómum lýst gerði Þor- kell Bjarnason hrossaræktarráðu- nautur að umtalsefni hversu fá kyn- bótahross komust inn á mótið og taldi hann þar mestu um valda að Austlendingar áttuðu sig ekki á þeirri staðreynij að þjálfa þurfi hrossin frá áramótum ef árangur — ætti að nást. Sagði Þorkell að sumir hvetjir hefðu verið að járna hrossin - f fyrsta skipti þegar komið var fram á vor og jafnvel viku fyrir forskoð- un. Þá kom einnig fram að mörg skráð hross mættu ekki til leiks vegna ýmiskonar óhappa. Einn stóðhestur, Flosi 966 frá Brunnum, var sýndur með afkvæm- um og náði hann ekki fyrstu verð- launum. Þorkell sagði hinsvegar að ekki væri komin reynsla á hvernig Flosi reyndist í óskyldum hrossum því þau hross sem dómurinn byggð- ist á væru öll af hornfirskum meiði. .'^Flosi hefur notið vinsælda síðustu árin og má reikna með að innan tveggja ára verði komin marktækari reynsía á klárinn í afkvæmasýningu þegar hross úr öðrum héruðum verða komin í gagnið. Aðeins tveir stóðhestar voru sýnd- ir sem einstaklingar og báðir fjög- urra vetra. Annar þeirra, Bjartur frá Egilsstöðum, kom prýðilega fyrir og virðist nothæfur hestur þótt hálsinn sé nokkuð sver. Hinn folinn, Dofri frá Höfn, kom aftur á móti mjög illa fyrir og sagði Þorkell að hann hefði ekki verið sjálfum sér líkur vegna ágripa sem hann hlaut daginn fyrir mótið. Er alltaf bagalegt ef kynbótahross og þá sérstaklega stóðhestar detta niðun. á stórsýning- um því mikið er í húfi. Hryssusýningarnar voru eins og oft áður besti hluti kynbótasýningar þótt fáar væru. Tvær hryssur náðu fyrstu verðlaunum, þær Vissa frá Hálsi í Kjós sem var með 8.43 fyrir hæfileika og Lamba frá Lambleiks- stöðum sem var með tveimur komm- um minna fyrir hæfileika. Þá vakti efsta hryssan í ljögurra vetra flokki, ingu, með 815 í aðaleinkunn og 8.44 fyrir hæfileika. Má einnig geta þess að Muni hlaut 9.5 fyrir tölt hjá kyn- bótadómnefndinni enda vann hann opna töltkeppni mótsins örugglega. Voru það utanhéraðsmenn sem röð- uðu sér þar í efstu sætin. Upp komu deilur nokkru áður en töltkeppnin hófst þar sem nokkrir eyfirskir hestamenn höfðu skráð sig tii leiks en ýmsir vildu meina að þeir væru ekki gjaldgengir þar sem þeir væru Trausti Þór Guðmundsson sigraði í töltkeppninni á Muna frá Ketils- stöðum sem vann það afrek að fá 9.5 fyrir tölt hjá kynbótadómnefhd- inni. Morgunblaðið Valdimar Kristinsson I dómsorði um Flosa segir m.a.: FIosi er lengst til vinstri ásamt Vakning frá Ketilsstöðum, einnig athygli þótt ekki næði hún fyrstu verðlaunum að þessu sinni. Ekki var útkoma Ketilsstaðabúsins eins góð nú og á síðasta Ijórðungsmóti en eigi að síður geta þeir Ketilsstaða- menn vel við unað með fjöldann all- an af hrossum í verðlaunasætum bæði í gæðingakeppni og kynbóta- dómum. Það hross sem hæstan dóm hlaut hjá kynbótadómnefndinni var einmitt Muni frá Ketilsstöðum sem fylgdi móður sinni í afkvæmasýn- GÆDINGAKEPPNI ARSINS Nú geta allir knapar leitt saman hesta sina i opinni keppni. Kepmsgreinar: Tölt, A-flokkur gaeöinga. B-flokkurgæöinga.150 m skeið. 250/n skeið Lágmarkstimi verður ákveöinn siðar Enn- fremur veröur haldm skeiömeistarakeppm þar sem 3 efstu knapar keppa mnbyröis og fara einn sprett á hesti hvors annars. Saman- lagöur sigurvegan veröur skeiömeistari Unglingar keppa í tólti, A-flokki gæömga og B-flokki gæömga Bóm keppa i tölti og B-flokki gæömga Skráningarfrestur er til 3 júli Skránmg fer fram hjá Trausta Þör i sima 91-666821. Svembimi i sima 91-666560. Valdimar i sima 91-666753 og Hinrik i sima 91-666988 3 itMÍMétltrlir iurépwolit i A|«xt fjrir lilf A t| B llikk kýtki tkúékupÍM BRUNO TOOLECH Kippir ti« jitlur é wlmu Kmiíó eg sfáiö fyrxlu opnu gzðfngakeppnina sunnan heiða i hinu glæsilega mótsvæði hestamannafélagsins Harðar i Mnrfdtste. Allnr ánéði * mótinu rewnur til hwoinqar félaqsheimilis Harðat Laugardagur 15. |úli 09.00 B-fl gæöinga. fullorömr. 300 m vóllur 1000 Tólt. bóm og unglingar. 200 m vóllur 12 00 Matarhlé 13.00 150 og 250 m skeiö. tyrn umferö 14 00 Bóm og unglmgar, gæöingakeppm, 300 m vollur 14.00 Tólt. fullorómr, 200 m völlur 1500 A-fl gæöinga. fullorönir. 300 m völlur 1800 150 Ofl 250 m skeiö. semni sprettur Sunnudagur 16. júli 12.00 Llrslit, gæöingakeppm. barnaflokkur 12.30 Urslit. gæómgakeppni. unglmgaflokkur 13 00 Urslit, B-fl gæöinga, fullorömr 1330 Úrslit, A-fl gæöinga, fullorönir 14.00 Urslit. tólt, barnaflokkur 14 30 Urslit. tölt, unglingaflokkur 1500 Urslit. töll, fullorönir 1530 Skeiömeistarakeppm 16.30 Verölaunaalhendmg I VAGNHOFÐA 14 A SIMI 685266 Örvar frá Ketilsstöðum efetur í A-flokki gæðinga, knapi er Bergur Jónsson. Flosi geíur þunga og ekki fríða reiðhestsbyggingu en þróttmikill vilji og Qölhæfni einkenna afkvæmi hans. afkvæmum sínum. ekki félagsbundnir innan LH. Það sjónarmið að hér væri um opna tölt- keppni að ræða og þar af leiðandi öllum heimilt að keppa var látið ráða. Sviptingar í B-flokki Keppni í B-flokki gæðinga var bæði jöfn og spennandi enda urðu töiuverðar breytingar á röð í úrslit- unum. Prati, sem Gunnar Arnarsson sat, missti fyrsta sætið til Gauta sem Ragnar Hinriksson sat og var í þriðja sæti eftir forkeppnina. Varð Prati reyndar fyrir meiðslum eftir for- keppnina og var tvísýnt hvort hann yrði með í úrslitunum. Örvar sem Bergur Jónsson sat sigldi lygnan sjó í úrslitum A-flokks og sigraði örugglega enda með mikla yfirburði í forkeppninni. Þótt ekki sé um opinbera keppni milli hesta- mannafélaga að ræða í gæðinga- keppninni er alitaf spáð í það hvaða félag kemur flestum í úrslit og nú sem fyrr voru Freyfaxamenn at- kvæðamestir með samtals sjö, þijá í A- og fjóra í B-flokki, Blær kom næstur með fimm, tvo í A- og þrjá í B-flokki. Ekki er alltaf auðvelt að meta hvort framfarir í reiðmennsku eigi sér stað milli ijórðungsmóta. Ekki fer þó milli mála að unglingar á Austurlandi hafa sýnt ótvíræðar framfarir og voru þarna nokkrir krakkar úr báðum flokkum sem eru vel samkeppnisfærir við krakka úr öðrum landshlutum. Ef vel verður á málum haldið ættu Austlendingar að geta teflt fram sterkum keppend- um á Landsmótinu á næsta ári. Afbragðs aðstaða en skipulagið gleymdist Freyfaxamenn sáu um allan undir- búning og framkvæmd mótsins að þessu sinni. Mikið hefur verið unnið á mótssvæðinu sem ber þess greini- leg merki. Eiga Freyfaxamenn eitt af bestu mótssvæðum landsins og er óhætt að segja að vel hafi farið um mótsgesti. Húsakostur er mjög góður og áhorfendabrekkan í sér- flokki. Vellir alveg þokkalegir. Það seiji betur hefði mátt fara á þessu annars ágæta móti er skipulagning og framkvæmd mótsins. Hafa skipu- leggjendur eitthvað feilreiknað sig þegar dagskráin var gerð því á laug- ardeginum var tvisvar hlé í einn og hálfan tíma og einu sinni í klukku- stund eða samtals fjórir tímar svo dæmi sé nefnt. Gott er að hafa hlé á milli dagskrárliða en þetta er full mikið af því góða. Þá var ekki laust við að hringlandaháttur réði stund- um ríkjum við framkvæmdina. Hér má vafalaust um kenna reynsluleysi þeirra sem sáu um skipulagningu. En þrátt fyrir þetta leið fólki vel á mótinu og ekki annað að sjá en allir færu glaðir heim eftir ágæta skemmtun. Er það ekki fyrir mestu? Úrslit mótsins urðu annars sem hér segir: Stóðhestar með afkvæmum 1. Flosi 966 frá Brunnum, f.: Ófeig- ur 818 frá Hvanneyri, m.: Svala 3258 frá Brunnum, eigandi Hrossa- ræktarsamband A-Skaft. Einkunn sex afkvæma fyrir byggingu 7.73, hæfileika 8.00, aðaleinkunn 7.87 og önnur verðlaun. Hryssur með afkvæmum 1. Bára 4471 frá Ketilsstöðum, f.: Hrímnir 585, Vilmundastöðum, m.: Gietta 3384 frá Ketilsstöðum, eig- andi Hallgrímur Bergsson, Egils- stöðum, einkunn þriggja afkvæma fyrir byggingu 7.80, hæfileika 7.84, aðaleinkunn 7.82 og önnur verðlaun. 2. Ljónslöpp 3882 frá Skorrastað, f.: Giæsir, Móakoti, m.: Fína 4492, Skorrastað, eigandi Ágúst Guðröð- arson, Sauðanesi, einkunn þriggja afkvæma fyrir byggingu 7.71, hæfi- leika 7.52, aðaleinkunn 7.61 og önn- ur verðlaun. Stóðhestar fjögurra vetra 1. Bjartur frá Egilsstöðum, f.: Hrafn 802, Holtsmúla, m.: Úa frá Kamp- holti, eigandi Vigdís M. Sveinbjörns- dóttir, Egilsstöðum, einkunnir fyrir b.: 7.70, h.: 7.87, aðale.: 7.79. 2. Dofri frá Höfn, f.:Fiosi 966, m.: Hrefna 5297, Höfn, eigandi Guð- mundur Jónsson, b.: 7.80, h.: 7.39, aðale.: 7.59. Hryssur sex vetra og eldri 1. Vissa frá Hálsi, f.: Feykir 962, Hafsteinsst., m.: Brún, Kolkuósi, eigendur Elín Sveinbjörnsdóttir og Haraldur Guðmundsson, Móbergi, b.: 7.83, h.: 8.43, aðale.: 8.13. 2. Lamba frá Lambleiksstöðum, f.: Flosi 966, m.: Vaka 3943, Lambl.st., eigandi Stefán Steinarsson, Höfn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.