Morgunblaðið - 06.03.1999, Page 18

Morgunblaðið - 06.03.1999, Page 18
18 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ . Morgunblaðið/Guðrún Vala FRA sýningu nemenda í Laugagerðisskóla. Þemadagar í Lauga- gerðisskóla Búðardalur - Þemadagar um heimabyggðina voru í Lauga- gerðisskóla á dögunum. Hefð- bundin kennsla og stundaskrá var felld niður og unnu nemend- ur í litlum hópum að verkefnum sfnum. Verkefnin voru fjölbreytt og miðuðust við áhuga og getu hvers og eins. Nemendur athug- uðu m.a. eyðibýli í sveitinni, bú- fjárfjölda, ferðaþjónustu, land- nám, fjármörk, boðleiðir og gamla símakerfíð svo eitthvað sé nefnt. Yngstu börnin unnu að verkefnum tengdum sínum bæj- um. Þemadögunum lauk á því að sveitungum var boðið að koma á sýningu og skoða afraksturinn ásamt því að drekka kaffi sem nemendaráð seldi. f^FASTEIGNA íf (láJ MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ í DAG FRÁ KL. 12-14. Netfang: http://habil.is/fmark/ OPIÐ í DAG FRÁ KL. 12- 14. SERBYLI Spítalastígur. Heil húseign á góðum stað í Þingholtunum. Húseignin er 170 fm og skiptist f kjallara, hæð og ris. 3-4 íbúðir eru í húsinu í dag. Mikið endurnýjuð, t.d. allar lagnir, rafmagn og gluggar að mestu og nýtt þak. Eign sem gefur mikla möguleika. Mjög falleg lóð. Bauganes - Skerjafirði. Nýlegt 250 fm einbýlishús með innb. bílsk. Niðri: Góð stofa, eldhús, snyrting, þvottah. og búr. Uppi: 4 stór svefn- herb., sjónvarpshol, fataherb. og bað. Skjólgóðar suðursvalir, stór sólpallur út af stofu. Flísar og parket. Áhv. byggsj. 3,1 millj. Kjarrvegur. Glæsilegt 327 fm einbýl- ishús, tvær hæðir og kjallari auk 32 fm bíl- skúrs á frábærum stað í Fossvogi. Litlagerði. Fallegt120fmvelstað- sett einbýlishús sem er tvær hæðir og kjallari. Rúmgott eldhús, saml. stofur, 3 svefnherb. Mjög vönduð gólfefni. Nýtt rafmagn. Nýtt þak. Glerhús I garði. Áhv. byggsj./húsbréf 3,1 millj. Verð 13,5 millj. Eign i góðu ástandi. Vogasel - með vinnu- aðstöðu. 339 fm einbýlishús með góðri vinnuaðst. ca 70 fm, góð lofthæð. Á hæðinni eru stórt baðherb., eldhús, þvot- tah., stofa og 1 herb. Uppi eru 3 herb. auk fjölskylduherb. Snyrting. Gott útsýni. Verð 22,0 millj. (M HÆÐIR Barmahlíð. 5 herbergja 108 fm efri hæð í fjórbýli ásamt 25 fm bílskúr á þessum vinsæla stað. 2 samliggjandi stofur. 2 svefnherb. auk forstofuherb. Verð 11,5 millj. % 4RA-6 HERB. Fálkagata. 98 fm íbúð á jarðh. í tvíbýli. Ekkert niðurgrafin. Saml. stofur, 2 svefnherb. Baðherb. nýtekið í gegn. Þvottaherb. í íbúð. Áhv. húsbr. 3,3 millj. Verð 7,1 millj. Hraunbær. Góð 100 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð. fil 3JA HERB. Bæjarholt - Hf. 103 fm 3ja herb. ibúð á 1. hæð í nýlegu húsi á fínum stað í Hafnarfirði. 5 ibúða hús. Stór stofa. Útg. á lóð úr stofu. 2 svefnherb. Áhv. húsbr. 5,5 millj. Verð 9,0 millj. Flétturimi. Nýkomin í sölu falleg og björt 3ja-4ra herb. íbúð á 3. hæð að gólf- fleti 74 fm auk ca. 15 fm millilofts. Góðar innréttingar, parket. Stórar svalir. Áhv. hús- br. 5,8 millj. Mögul. að taka ibúð upp í kaupverð. (M 2JA HERB. Víðimelur - laus strax. Snyrti- leg 2ja herb. kjallaraíbúð í þríbýlishúsi á þessum vinsæla stað. Parket. Nýlegt gler. Laus strax. Verð 5,5 millj. Flyðrugrandi. Falleg 2ja-3ja herb. 81 fm íbúð á 2. hæð. 2 svefnherb. Stórar suðvestursvalir. Parket. Verð 7,3 millj. GÓÐ ÍBÚÐ. Bólstaðarhlíð. 48 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Ibúðin er öll nýmáluð. Gott útsýni. Verð 5,1 millj. Sj ATVINNUHÚSNÆDI Bragagata. Falleg 89 fm íbúð á efri hæð og í risi ásamt 26 fm bilskúr. Tvibýiis- hús. Saml. stofur 3 svefnherb. Furugólf- borð og dúkar á gólfum. Áhv. 4,2 millj. Verð 8,3 millj. Brautarholt - laust strax. 73 fm verslunarhúsnæði. Góðir gluggar. Verð 7,5 millj. Lyklar á skrifstofu. Síðumúli - góð skrifst. hæð. 250 fm vel staðsett skrifstofuhúsnæði á 3. hæð. Krókháls. Nýkomin í sölu heil hús- eign við Krókháls um 7.000 fm að stærð. Getur selst i einingum. Frábær staðsetn- ing. Nánari uppl. á skrifstofu. J Fréttir á Netinu mbl.is 4KLLTAf= e/TTH\#\£y A/YT7 Nemendur Borgarhóls- skóla kynna sér landbúnað juaxamýri - Kynning á landbúnaði hófst hjá grunnskólanemendum á Húsavík í vikunni með ferðalagi um Reykjahverfi þar sem heimsótt voru bændabýli. Kynning þessi hefur verið árleg- ur viðburður í skólastarfi Borgar- hólsskóla og jafnan verið kærkomin tilbreyting. Nemendur heimsóttu fjóra bæi og fengu að sjá nautgripi, sauðfé, geitur, íslensk hænsni, endur, hunda o.fl. og allir fengu að fara á hestbak á hestabúinu í Saltvík. Þetta kunnu nemendur vel að meta, en auk þessa var komið við í félags- heimilinu Heiðarbæ þar sem boðið var upp á pylsuveislu og þar staldr- að við nokkra stund. Daginn eftir hófst svo vinna við landbúnaðarverkefnið heima í skól- anum og var byrjað á ullarvinnu þar sem nemendum voru kynntir ýmsir þættir er varðar ullina. Fengu þá allir að kemba og taka ofan af og hefur skólinn komið sér upp góðu safni af gripum til ullarvinnslu. Inn í þetta fléttast bóklegar greinar svo sem lestur, reikningur og skrift og vinna nemendur sér- stakt verkefnahefti um landbúnað, Morgunblaðið/Atli GEITURNAR gerðu mikla lukku. auk þess sem nemendur skrifa ljóð og sögur um búfénaðinn. Myndlist, föndur og tónlist koma inn í og að verkefninu loknu munu skólastofur bekkjanna bera augljósan vott um það námsefni sem fjallað hefur ver- ið um. Verkefni þetta mun taka nokkurn tíma og í næstu viku munu starfs- menn Mjólkursamlags Kaupfélags Þingeyinga taka á móti nemendum og kynna vinnsluferli mjólkuraf- urða. Vilja betri vinnuaðstöðu Egilsstöðum - Aðstöðuleysi ríkir í Tónlistarskóla A-Héraðs og eru kennarar orðnir langþreyttir á því að vinna við þröngan húsakost og lélega vinnuaðstöðu. Skólastjórn, skólastjóri og kennarar hafa beint þessu erindi sínu til bæjarstjórnar A-Héraðs og benda á að finna þurfí varanlega lausn á húsnæðisvanda skólans. Mikill tónlistaráhugi er á Héraði og eru kennarar og nemendur skól- ans að vinna að ýmsum stærri tón- listarviðburðum. Má þar nefna að kennarar sjá um tónlist í söngleikn- um My Fair Lady sem Leikfélag Fljótsdalshéraðs er að setja upp. Charles Ross, kennari við skólann, er að semja tónverk fyrir 25 flautur sem nemendur skólans flytja á sér- stökum flautudegi sem haldinn verður í Reykjavík. Julian Hewlet hefur verið að vinna með bamakór í samstarfí við kirkjuna og er hann að semja verk fyrir kórinn. Kam- merkór Austurlands undir stjórn Keith Reed söngkennara er að æfa Töfraflautuna sem flutt verður í júní auk verksins Requiem eftir Mozart. Kennararnir benda á algjört að- stöðuleysi bæði við kennslu og æf- ingar fyrir þessi verkefni sem unnið er að. Dæmi eru um að kennarar þurfi stundum að kenna frammi á gangi og jafnvel inni í eldhúsi. Hús- næði Tónlistarskólans er í tveimur samliggjandi íbúðum sem voru lag- aðar að þörfum skólans fyrir um 10 árum. Að sögn Brodda Bjarnasonar, forseta bæjarstjómar A-Héraðs, liggja fyrir miklar mannvirkjafram- kvæmdir af hálfu bæjarins en ný- lega var samþykkt að ljúka síðasta áfanga við byggingu grunnskólans á Egilsstöðum þannig að hægt verði að taka hann í notkun næsta haust. Það er líka á stefnuskrá að Ijúka byggingu íþróttahúss og er gert ráð fyrir að það verði tekið í notkun haustið 2000. Þessar framkvæmdir em stórar og fjárhagsþörfin við þær er meiri en framkvæmdafé bæjarins leyfir. Framkvæmdir settar á áætlun Broddi segir pólitískan vilja fyrir því að leysa húsnæðismál Tónlistar- skólans og að fullur skilningur bæj- aryfirvalda sé á þessu aðstöðuleysi. Þessi framkvæmd verður sett inn á Morgunblaðið/Anna Ingólfs CHARLES Ross kennari við störf með ungum nemanda sem er að Iæra á trommur. Kennt er í kjallara húsnæðisins og eins og sjá má strýkst hár kennar- ans við loft skólastofunnar. þriggja ára áætlun en hún verður gerð nú í vetur. Þar mun koma skýrt fram hvenær hafist verði handa við framkvæmdirnar. Broddi telur hins vegar brýnt að bregðast þurfi skjótt við aðstöðuleysinu og fínna bráðabirgðalausn sem getur leyst vandann tímabundið. Hann bendir þó á að þó svo að farið verði í að leysa þennan bráðavanda með skammtímalausn þá muni það ekki að neinu leyti fresta eða seinka þeim framkvæmdum sem skólinn þarf raunverulega á að halda. Alfar og tröll á árshátíð Hvolsskóla Morgunblaðið/Steinunn VELVAKANDI og bræður hans. F.v.: Hjörvar Sigurðsson, Rúnar Smári Jensson, Jón Viðarsson, Brynjólfur Þorsteinsson og Alexand- er Davíð Rafnsson. Hvolsvelli - Fjölmargar kynjaverur úr gömlum íslenskum þjóðsögum spruttu fram á árshátíð 1.-7. bekkj- ar Hvolsskóla á Hvolsvelli. Þar mátti sjá álfa og tröll, afturgöngur og drauga, presta og konungafólk, bræðurna frá Bakka og einnig Vel- vakanda og bræður hans. Skemmtu áhorfendur sér hið besta og margir könnuðust við persónur sem voru vel þekktar í námsefni grunnskól- ans á árum áður. Árshátíðarhald og undirbúningur hennar er liður í námi nemenda og er ætíð reýnt að velja efni sem hef- ur bæði skemmti- og fræðslugildi. Kennarar sjá um í samvinnu við nemendur að vinria sögur og Ijóð í leikrænt form og fjölmargir tónlist- arnemendur sjá um tónlistarflutn- ing, enda mikið sungið og spilað á hátíðinni. Ævinlega fá allir nemend- ur í 1.-7. bekk hlutverk og fá því all- ir tækifæri til að þjálfast í að koma fram og leika. Það er Margrét Tryggvadóttir kennari sem er leikstjóri árshátíð- arinnar og vinnur verkið í samvinnu við umsjónarkennara bekkjanna en Ingibjörg Erlingsdóttir sér um að velja og útsetja tónlistina. Ingvar Helgason myndmenntakennari hef- ur einnig látið nemendur útbúa myndir úr þjóðsögunum og séð um sviðsmynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.