Morgunblaðið - 06.03.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 06.03.1999, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 Þótt síestan sé rótgróin hefð hér á Spáni hefur hún þó þurft að láta undan í hraða nú- tímans og í dag notar hana aðeins um einn fímmti hluti Spánverja í eiginlegum skiln- ingi. Margrét Arna Hiöðversdóttir segir að það gæti hins vegar breyst með nýstárleg- um hugmyndum um að selja síestuna. Hver vill kaupa SÍESTA í Pamplóna á Spáni. Maðurinn með byssuna hefur ekkert illt í hyg'gju, heldur bregður á leik við börnin sem hvfla sig í skugganum. Morgunblaðið/Einar Falur KOKKAR taka sér sfestu á Spáni eins og aðrir. ÞAÐ er langt síðan vísinda- menn komu ii-am með kenningar um að að heili mannsins þyrfti ekki bara á því að halda að hvílast að nóttu til, heldur líka um miðjan daginn, eða á sama tíma og Spánverjar taka sér síestu. Síestan passar þó varla inn í lífsmynstur margs nú- tímamannsins sem oftar en ekki kvartar yfír því að hafa allt of mik- ið að gera og engan tíma til neins. Því heyrðist nýlega fleygt hér í Barcelona að það væri aðeins tvennt sem þeir sem starfa í fjár- málageiranum töluðu um; í fyrsta lagi hvað þeir ynnu lengi frameftir og í öðru lagi hversu miklum pen- ingum þeir eyddu um helgar. Eitt er að minnsta kosti víst, fólk sem starfar þar sem hraðinn er allsráð- andi gefur sér síst tíma til að taka sér síestu, þó það sé einmitt það fólk sem þarf mest á henni að halda. Letiímynd Margir hafa þá mynd af síestunni að hún sé tími hrota og draumfara, en slík letiímynd á lítið skylt við raunveruleikann. Síestan sem er al- mennt á milli klukkan 2 og 4 á dag- inn er aðalmatmálstími Spánverja sem ekki borða helstu máltíðina klukkan 7 eða 8 á kvöldin eins og tíðkast víða annars staðar. Flestar verslanir eru lokaðar á þessum tíma en mörg fyrirtæki, sérstak- lega þau stærri, hafa opið alla síest- una. Þannig fer það gjaman eftir vinnustað fólks hvort það geti yfír- höfuð haldið síestuna í heiðri. Einn kennara minna hér í Barcelona segir að sá fímmtungur fólks sem fer heim um miðjan dag til þess að borða, noti síestuna líka til þess að slaka á og hvíla heilann dálitla stund. Faðir hennar komi sér til dæmis alltaf þægilega fyrir inni í stofu eftir matinn og slaki á í svona 20 mínútur. Þetta sé eitthvað sem hún og flestir sem hún þekki hafi alist upp við og í þeirra augum sé þetta því eitt af sterkari menn- ingareinkennum þjóðarinnar. Það gefur því auga leið að ef maður vill virða venjur og hefðir Spánverja er algert tabú að trufla þá akkúrat á meðan á síestunni stendur, sér- staklega seinni klukkutímann sem þeir nota til þess að slaka á. Síesta á nuddstofum Þeir fjölmörgu sem fara út að borða í síestunni fara oftar en ekki í fylgd vinnufélaga. Þar eru vinnu- málefnin yfírleitt í brennidepli og ekki aðstaða til að fá sér miðdegis- blund. Á þessu gæti hins vegar orðið breyting fljótlega þar sem einum Spánverjanum datt nýlega í hug það snjallræði að opna stað fyrir þá fjölmörgu sem vilja taka sér síestu en hafa ekki tækifæri til þess. Hann opnaði 18 nuddstofur hér í Barcelona, eina í Madríd, eina á Mallorka og stefnir að því að opna fleiri í öllum helstu borgum Spánar. Það eina sem menn þurfa að gera er að borga að jafnvirði 500 króna fyrir 5-10 mínútna nudd og stutta miðdegishvíld í þar til gerð- um stól. Spánverjar eiga við ákveðið vandamál að glíma sem er lengd venjulegs vinnudags. Kenningar eru uppi um að það stafí af því að Spánverjar séu Evrópubúar á morgnana en Spánverjar á kvöld- in. Áður fyrr hafi vinnudagur þeiiTa byrjað síðar en nú tíðkist og menn því unnið fram á kvöld. Nú fylgi þeir hins vegar dæmigerðum vinnudegi Evrópubúa og byrji milli 8 og 9 á morgnana en hætti hins vegar ekki fyrr en um 8 eða 9 á kvöldin. Þetta sé að miklu leyti síestunni að kenna, því að á sama tíma og henni ljúki, þá sé hinum almenna vinnudegi Evrópubúa að ljúka. Vegna þessa langa vinnu- dags er jú nauðsynlegt að hafa sí- estu, sérstaklega þegar heitt er í veðri. Áðurnefndir vísindamenn fagna því eflaust hugmyndinni um að selja mönnum síestuna svo að fleiri heilar nái tilskilinni hvíld. í hraða nútímans veitti nútíma- manninum ekki af að slaka örlítið meira á en hann gerir. Að minnsta kosti mætti stundum taka hvíldina fram yfir þá engilsaxnesku venju að þamba kaffi eða aðra koffín- drykki til þess að halda sér vak- andi og kraftmiklum. Þá sem ekki þykjast koma hvíldinni við vegna anna, má minna á að fyrrum forseti Bandaríkjanna, Lyndon B. John- son, var þekktur fyrir að fá sér hænublund eða dotta þegar tæki- færi gafst, svo sem í leigubílum á leið milli staða. Þessar hvíldir urðu til þess að hann þurfti ekki að sofa nema 5 klukkutíma á nóttu. Marg- ur ætti því að hafa það í huga að með því að slaka örlítið meira á og hvíla heilann er ekki síður verið að vinna tíma en tapa. Höfundur er mímsnmður í Barcelona. Hvað er Asperger-heilkenni? GYLFI ASMUNDSSON SALFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvað er Asperger- heilkenni? Á það eitthvað skylt við einhverfu hjá börnum? Svar: Asperger-heilkennið er heiti yfir þroskatruflun sem lýsir sér í sérkennilegri hegðun, sem kemur fram á barnsaldri, en set- ur oftast mark sitt á einstakling- inn alla ævi. Hún leiðir til sam- skiptaerfíðleika við aðra og til- hneigingar til að einangrast. Ein- kenni Asperger svipar um margt til barnaeinhverfu, en í hinu síð- amefnda eru einkennin mun al- varlegri, einangrunin oftast miklu meiri og kemur í veg fyrir að sjúklingarnir geti lifað eðlilegu lífí. Fólk með Asperger-einkenni getur staðið sig ágætlega í lífinu á sinn sérkennilega hátt og sýnir oft framúrskarandi hæfíleika á af- mörkuðum sviðum. Árið 1944 birti austurrískur læknir, Hans Asperger, grein þar sem hann lýsti þessum einkenn- um. Það var þó ekki fyrr en á ní- unda áratugnum, sem aftur var vakin athygli á þessu heilkenni, og var þá farið að nefna það Asp- erger-heilkennið. Síðan hefur at- hyglin beinst að því við greiningu og meðferð á börnum með geð- ræna erfíðleika, mikið verið fjall- að um það í greinaskrifum og far- aldsfræðilegar rannsóknir gerðar. Ein fyrsta rannsókn af því tagi var gerð hér á landi af fræði- mönnum við barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans, og eru upplýsingar í þessum pistli byggðar á fræðsluefni þaðan. Helstu einkenni Asperger-heil- kennisins eru: 1) Truflun á félags- legum samskiptum. Börn með Asperger-heilkenni eiga erfitt með að setja sig í spor annarra og hafa lítinn áhuga á að umgangast jafnaldra sína og einkennileg og oft spekingsleg hegðun þeirra verður til þess að þau verða út- undan. 2) Máltruflanir og tjá- skiptaerfíðleikar. Þau eru gjarn- an sein til máls og tal þeirra er blæbrigðalítið. Bergmálstal er al- gengt, þar sem síðustu orð í setn- ingu eru endurtekin. Svipbrigði Þroskatruflun þeirra eru takmörkuð og þau eiga á sama hátt erfítt með að skilja tjáningu annarra. 3) Óhemju mik- 01 áhugi á einhverju sérstöku og oft óvenjulegu viðfangsefni, t.d. að leggja á minnið alls konar töl- fræðilegar upplýsingar, þekkja og kunna skil á öllum flugvélateg- undum í heiminum, eða kunna áætlun strætisvagnanna utan að. Margir einstaklingar með Asp- erger-heilkenni hafa orðið þekktir fyrir ofurminni af þessu tagi eða óvenjulega reiknihæfíleika. Greindarskerðing er ekki ein- kenni á Asperger-einstaklingum og sumir þeirra hafa ofurhæfi- leika á vissum sviðum, þótt þeir nýtist þeim illa í lífínu. 4) Klunna- legar hreyfingar og sérkennileg- ar, vanabundnar handahreyfíngar eru ekki óalgengar. Tíðni Asperger-heilkennisins var könnuð á 2.000 skólabörnum í Kópavogi og fundust 3,6 tilvik af hverjum 1.000. Nokkru hærri tíðni fannst við rannsókn í Sví- þjóð, 7,1 tilvik af 1.000, en aðferð- ir við rannsóknirnar voru nokkuð mismunandi. Ætla má að tíðnin liggi einhvers staðar á milli þess- ara tveggja niðurstaðna. Því má gera ráð fyrir að á milli 1.000 og 2.000 einstaklingar á íslandi hafí þessi einkenni. Orsakir Asperger-heilkennisins eru óþekktar, en flestir eru á þeirri skoðun að þær séu líffræði- legar og arfbundnar. Meðferð við Asperger-heilkenninu felst í hvers konar félagsþjálfun og beinist að því að koma í veg fyrir einangrun þessara einstaklinga. Kennsla í tjáningu og tali er liður í þessari þjálfun. Iðjuþjálfar, sjúkraþjálfar og íþróttakennarar eru mikilvægir meðferðaraðilar, en samtalsmeðferð hjá sálfræð- ingi eða öðrum trúnaðarmanni getur einnig verið gagnleg. Lyfja- meðferð er sjaldan eða ekki beitt, nema önnur einkenni eins og þunglyndi séu til staðar. Mikil- vægt er að hefja meðferð sem fyrst eftir greiningu, svo að sjúk- lingurínn festist síður í farinu fyr- ir lífstíð. Ekki eru til rannsóknir um batalíkur. Sumir Asperger- sjúklingar ná sér greinilega á strik og lifa farsælu lífi, en flestir verða að einhverju leyti áfram sérkennilegir einstaklingar, þótt þeir aðlagist að einhverju eða verulegu leyti. Islendingar hafa alltaf haft áhuga á sérkennilegu fólki og margar sögur hafa verið skráðar um slíka einstaklinga. Meðal þeirra eru margir þekktir menn, sem hafa skýr einkenni Asperger-heilkennisins. • Lesendur Morfrunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á bjarta. Tekið er á mríti spurn- ingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17ís/hia 5691100 ogbréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Ennfremur símbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.