Morgunblaðið - 06.03.1999, Side 59

Morgunblaðið - 06.03.1999, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 59 FRÉTTIR FRÁ vígslu á fyrstu hæðinni á ABC-kornabarnahúsinu sem byggð var fyrir söfnunarfé síðasta árs. Söfnunarátak ABC Opið hús í Háteigs- skdla OPIÐ hús verður í Háteigsskóla við Bólstaðarhlíð frá klukkan 13 í dag, laugardag, í tilefni af afmæli skól- ans. Sérstök afmælisdagskrá verð- ur kl. 14-14.30. Háteigsskóli er grunnskóli með 382 nemendur og þar af eru 23 nem- endur í móttökudeild fyrir nýbúa. Kennarar eru 39 og aðrir starfs- menn 15. Skólinn var rekinn sem æfínga- deild við Kennaraskólann allt frá stofnun 1908 og átti þvf 90 ára af- mæli í fyrra. En vegna fram- kvæmda við nýbyggingu í fyrra var afmælishaldi frestað þar til nú. Frá árinu 1998 hefur skólinn verið rek; inn sem hver annar grunnskóli. I fyrra urðu þau tímamót í sögu skól- ans, að hann varð einsetinn. Boðið verður upp á veitingar í dag í opnu húsi í boði skólans og foreldrafélags hans. LEIÐRÉTT Halldór ekki aðalsamningamaður HALLDÓR Þorgeirsson, deildar- stjóri í umhverfisráðuneytinu, var ranglega sagður aðalsamningamaður íslands í viðræðum um Kyoto-bók- unina í grein í blaðinu á fimmtudag. Halldór á sæti í samninganefnd Is- lands, en nefndin er undir for- mennsku Eiðs Guðnasonar, sendi- herra umhverfis- og auðlindamála. Beðist er velvirðingar á þessu. Rangt foðurnafn I PRETT í blaðinu í gær um sýningu Magdalenu Margrétar Kjartans- dóttir á grafíkverkum í Hafnarborg, var Magdalena ekki rétt feðruð. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Næturgalinn í SKEMMTANARAMMANUM, A- 0, á fimmtudag var rangt farið með skemmtanir helgarinnar í Næturgal- anum. En í kvöld, laugardag, leika Hilmar Sverrisson og Anna Vil- hjálms. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Viðskiptaráðuneyti og Fjármálaeftirlit. í PORUSTUGREIN um Fjármála- eftirlitið í blaðinu í gær láðist að geta þess, að viðskiptaráðuneytið auglýsti álagningu eftirlitsgjalda í ársbyrjun, en Fjármálaeftirlitið heyrir undir það. Rekstraráætlunin var hins veg- ar lögð fyrir fjármálaráðuneytið til samþykktar eftir að hafa tekið tillit til ábendinga sérstaki’ar samráðs- nefndar eftirlitsskyldra aðila. Beðist er velvirðingar á því, að hlutur við- skiptaráðuneytis skyldi falla niður í forustugreininni. BÖRN hjálpa börnum, söfn- unarátak ABC hjálparstarfs til hjálpar yfirgefnum kornabörn- um og götubörnum á Indlandi stendur yfir til 15. mars. Fram að því munu börn um allt Iand ganga í hús og safna framlög- um í sérmerkta og númeraða söfnunarbauka. Allt fé sem safnast rennur til uppbyggingar á þremur heimil- um ABC hjálparstarfs á Ind- landi, sem byggð eru fyrir ís- lenskt fé og hýsa ný samtals um 1.600 munaðarlaus og yfir- gefin börn. Þetta eru Heimili litlu ljósanna í Gannavaram f Andhra Pradesh fylki, E1 Shaddai barnaheimilið við Ma- dras og ABC-kornabarnahúsið í Hundasýning í Kópavogi ALÞJÓÐLEG ræktunarsýning Hundaræktunarfélags Islands verð- ur haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag. Dæmdir verða 290 hundar af 42 tegundum og hefjast dómar kl. 11 báða dagana. Dómarar verða Cecil- ia Holmstedt frá Svíþjóð og Terry Thorn frá Englandi. Keppni ungra sýnenda fer fram á morgun og hefst kl. 16.40. Y erkstj órafelag Reykjavíkur áttatíu ára UM þessar mundir er Verkstjórafé- lag Reykjavíkur 80 ára Af því tilefni verður efnt til af- mælishátíðar í Arsölum Radisson SAS Hótel Sögu í dag, laugardaginn 6. mars kl. 14-17. Hörður Mar for- maður afmælisnefndar setur hátíð- ina og Kristján Örn Jónsson for- Jharsuguda í Orissa-fylki. Þetta er annað árið í röð sem slík söfnun fer fram, en í fyrra söfnuðust tæpar þijár milljónir. Nægði það fé til að byggja fyrstu hæðina á ABC-korna- barnahúsinu í Orissa, eitt íbúð- arhús til viðbótar á Heimili litlu ljósanna og girða nýtt land fyr- ir utan Madras fyrir E1 Shaddai barnaheimilið þar sem nú stendur til að byggja. Allur kostnaður og vina við söfnunina er gefin, segir í fréttatilkynn- ingu. Sérstakur styrktaraðili átaks- ins er Sjóvá-Almennar trygg- ingar. Reikningur söfnunarinn- ar er í Islandsbanka nr. 515-14- 110000. maður félagsins flytur ávarp. Fé- lagar verða heiðraðir, ávörp flutt og formaðurinn mun afhenda Reykja- lundi gjöf til tækjakaupa í tilefni af- mælisins. Loks verður boðið upp á skemmtiatriði. Sýningum lýkur Ásmundarsafn SÝNINGU á verkum Ásmundar Sveinssonar lýkur á morgun, sunnudag. Sýningin víkur um sinn fyrir sýn- ingu á verkum Ragnhildar Stefáns- dóttur myndhöggvara. Aftur verður opnuð sýning á verkum Ásmundar í maí. Lok fluguhnýt- ingakeppni LOKAKEPPNI fluguhnýtinga- keppni Landssambands stanga- veiðifélaga _ verður í húsakynnum Ármanna, Árósum, Dugguvogi 13, í dag, laugardag, kl. 13. Keppt verður í unglingaflokki, al- mennum flokki og meistaraflokki. Skíðaganga í Heiðmörk FERÐAFÉLAG íslands efnir á morgun, sunnudag, kl. 10.30, til þriggja skíðagöngugerða út í blá- inn og verður farin góð skíða- gönguleið á Suðvesturlandi og tekur gangan 5-6 tíma. Kl. 13 ér í boði gönguferð um skógarstíga Heiðmerkur og á sama tíma er skíðaganga fyrir byrjendur og aðra sem vilja stutta skíðagöngu, en áætlaður göngutími eru 2-3 klst. Verð 800 kr., frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför verður frá BSÍ, austanmegin, og Mörk- inni 6. Árleg árshátíð Ferðafélagsins verður laugardaginn 13. mars í Mörkinni 6 og eru miðar seldir á skristofu FI. Myndakvöld Ferðafélagsins nk. miðvikudagskvöld, 10. mars, kl. 20.30 í Ferðafélagssalnum í Mörk- inni 6. Fyrir hlé sýnir Bergþóra Sigurðardóttir myndir af Austur- landi. Eftir hlé sýnir Haukur Jó- hannesson myndir víða að úr óbyggðum landsins. íslandsdeildin í skák SEINNI hluti Islandsdeildarinnar í skák hófst í gær og verður fram haldið í dag, laugardag, kl. 10. Keppni í 1. og 2. deild fer fram á Akureyri, en 3. og 4. deild fer fram í Faxafeni 12, Reykjavík. Á Akureyri verður teflt í hús- næði Skákfélags Akureyrar og í Háskóianum. Þar tefla 112 skák- menn, þ.á m. allir sterkustu skák- menn landsins. I Reykjavík tefla 64 skákmenn í 3. og 4. deild. ■ ■ Wm ■ ■ R! ■ AÐALFUNDUR JARÐBORANA HF. Aðalfundur Jarðborana hf. verður haldinn þriðjudaginn 9. mars 1999 í Þingsal A, á Radisson SAS Saga Hótel og hefst kl. 16.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 45 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa hluti ífélaginu skv. 55. gr. hlutafjárlaga nr. 2/1995. 3. Breytingar á samþykktum félagsins um upptöku rafrœnnar skráningar hluta ífélaginu. 4. Onnur mál, löglega upp borín. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Skipholti 50 d, 4. hæð, frá og með 2. mars 1999, og á fundarstað við upphaf aðalfundar. Stjóm Jarðborana hf. #/j JARÐBORANIR HF SKIPHOLTI 50 d, SÍMI 511 3800, BRÉFSÍMI 511 3801 Græna teið frá Celestial Seasonings er ekkert venjulegt te. Fyrir utan Ijúffengt bragð og angan er það einnig mjög hollt og án allra aukaefna. Græna teið á rætur að rekja til Austurlanda fjær og hafa japanskir Búdda- um *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.