Morgunblaðið - 06.03.1999, Síða 63

Morgunblaðið - 06.03.1999, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 63 Mótmæli ákvörðun ríkisstj órnarinnar Frá Guðmundi Rafni Geirdal: SÚ FRÉTT birtist í Morgunblað- inu 24. febrúar síðastliðinn að ríkis- stjórnin hafi ákveðið að undirrita ekki Kyoto-bókunina ein allra OECD ríkja. Utanríkisráðherra segir á „fínu máli“ að ríkisstjórnin hafi staðið frammi fyrir tveimur kostum. Annars vegar að undirrita þessa bókun og fuilgilda hana síðar og hins vegar að vera í flokki ríkja sem stefna að því að gerast aðilar að henni síðar. Hann heldur því fram að enginn munur sé á réttar- stöðu ríkja eftir því hvor leiðin sé farin. Þetta hljómar ásættanlega en seinna kemur fram í fréttinni að undirritun gæti veikt samnings- stöðu íslands. Þetta þýðir með öðr- um orðum að undirritun hefur mik- ið gildi. Og til hvers er svo ríkisstjórnin að þessu brölti, að tefla sér gegn almennri samstöðu um hvernig taka eigi á málum í samfélagi þjóða og taka ekki þátt í undirritun líkt og allar aðrar þróuðustu þjóðir mannkynsins gera? Jú, áfram skal menga, en það á bara að gera það með svo fínum hugtökum. Vitnað er í Halldór þar sem hann segir að .. Ríkisstjórnin ... vill tryggja að við getum áfram nýtt endurnýjan- legar orkulindir landsins og lagt þannig okkar af mörkum í barátt- unni gegn gróðurhúsaáhrifum í heiminum...“ En sætt! A sem sagt að leggja enn meiri áherslu en fyrr á að hin skuldsetta Landsvirkjun fái að skemma hina hreinu og ómenguðu náttúru okkar gegn mótmælum fjölda fólks? A að auka rafmengun upp úr öllu valdi? Veit ráðherrann að félag rafvirkja hefur birt grein í fréttablaði sínu um sænska rannsókn þar sem í ljós kom að rafmagn veldur efnabreyt- ingum í líkamanum? Hér er því um mengun að ræða, sem er þeim töframætti gædd að vera ósýnileg augum manna, rétt eins og kolsýr- lingur úr púströi-um bíla. Ríkisstjórninni, og ráðherran- um, hefur sem sagt tekist að koma fínum orðum að því sem almennt er kallað brölt í samfélaginu. Hann ræðir um mikilvægi þess að viðun- andi útfærsla á hinu svokallaða ís- lenska ákvæði væri forsenda fyrir aðild okkar að bókuninni síðar. Fram kemur að íslenska ákvæðið fjalli um „... rétt smárra hagkerfa til að fara út fyrir ramma bókunar- innar ef um stór iðnaðarverkefni er að ræða“. Hvað höfum við að gera með stór iðnaðarverkefni þegar ný- lega hafa birst stórfréttir um að þensla í hagkerfinu kunni að leiða til verðbólgu? Ef eitthvað er, þá ætti að draga saman í hagkerfinu. Og hvað er þessi stóriðja nema draumar sem henta vel í kosninga- baráttu? Nýlega birti DV frétt þar sem vitnað er í upplýsingafulltrúa Norsk Hydro um að fyrirtæki hans væri ekki í kosningabaráttu uppi á íslandi heldur fyrst og fremst að aðlaga áætlanir eftir mikinn niður- skurð. Orðalag upplýsingafulltiú- ans bendir til að honum þyki málið lykta af pólítík hérlendis. Líkur á álveri á Austurlandi hafa minnkað en áfram skal akast og skakast, rétt eins og álver sé spurning um líf og dauða. Og hvernig hefur síðan gengið hjá Norðuráli? Þar er svipuð saga. Heilsíðuviðtal birtist á mið- opnu Morgunblaðsins fyrir ein- hverjum dögum við forstjóra þess Ný sending Stretch gallabuxur. Þrjár skálmalengdir. Eddufelli 2 - sími 557 1730. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. frá kl. 10—15. þar sem hann lýsti ævintýralegri björgun á einu stigi áætlunarinn- ar þar sem hann þurfti að víkja manni til hliðar, fara frá rekstri erlendis og dvelja hér í um sex mánaða skeið. Hann lýsti því fjálglega hvernig menn héldu að þetta myndi hreinlega ekki haf- ast. Er þetta einn af fyrri draum- um ráðherrans orðinn að veru- leika með þessum hætti? Á sama tíma fer álverð hríðlækkandi. Ég legg því til að ríkisstjómin endurskoði afstöðu sína og undir- riti Kyoto-bókunina og taki þannig þátt í hinni alþjóðlegu þróun að draga úr gróðurhúsaáhrifum með beinum hætti en ekki með dulinni stóriðjustefnu. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri og félagsfræðingur. HIGH DESERT PROPOUS Útsölustaðir: Blómaval Reytqavik og Akureyri, Hagkaup, Nýkaup, apótekin, verslanir KÁ o.fl. Dreifing: NIKO ehf •sími 568 0945 HASKOLABIO RACHEL EMILY GRIFFITHS WATSON TUR. TVOLIF. EINAST, ,UE STORY. FRUMSYND 12. MARS ffl í HÁSKÓLABIÓ E MEIRIHÁTTAR ANTIK HÚSGÖGN ÚR GEGNHEILUM VIÐ Durian - Maghony - Tekk Glerskápur - hæö: 1,90 cm - breidd: 90 cm - dýpt: 45 cm Verð kr. 45.000 Boristafu- eöa eldhúsborð Verð frá kr. 12.900 - 29.900 Verð kr. 18.900 Sjónvarpsskápur - hæö: 1,80 cm - breidd: 90 cm - dýpt: 51 cm Verð kr. 39.900 Skápur hæð: 1,98 cm - breidd: 1,09 cm - dýpt: 45 cm Verð kr. 39.000 Sófabori m. skúffum Verð frá kr. 6.900 -15.900 Bókaskápur fllmari - hæð: 1,98 cm - breidd: 1,06 cm - dýpt: 31 cm Verð kr. 35.900 Kommóia - hæð: 1,05 cm - breidd: 56 cm - dýpt: 41 cm Verð kr. 19.900 Skápur - hæð: 1,98 cm - breidd: 1,03 cm - dýpt: 43 cm Verð kr. 45.000 Skrifbori - hæð: 78 cm - breidd: 161 cm - dýpt: 60 cmVerð kr. 63.000 Mikið úrval af smávðru úr járni og tré. Handunnin vara. Fermingargjafir - Brúðargjafir - Tækifærisvara Opnunar tími: laugardag kl. 10.00 -18.00 sunnudag kl. 10.00 -18.00 Dekor Freemannshúsinu • Bæjarhrauni 14 Hf. Sími: 565 3710 % \ C \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.