Morgunblaðið - 06.03.1999, Síða 76

Morgunblaðið - 06.03.1999, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Slg órnarformaður Þormóðs ramma Samkomulag milli Islendinga, Rússa og Norðmanna um veiðar í Barentshafí ViII verða ^ formaður stjórnar SH RÓBERT Guðfinnsson, stjórnarfor- maður Pormóðs ramma - Sæbergs og stjórnarmaður í SH, hefur ákveðið að bjóða sig fram til for- manns stjómar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á aðalfundi fé- lagsins á þriðjudaginn. Núverandi formaður stjórnarinnar er Jón Ingvarsson og hefur hann gegnt formennskunni um árabil. Róbert segir í samtali við Morg- unblaðið, að það sé alveg ljóst að með kaupum Þormóðs ramma - Sæbergs á hlutafé í SH hafi verið , ætlunin að ná auknum áhrifum á stjórn og stefnu félagsins. Það sé nauðsynlegt að breyta áherzlum í rekstrinum og einhver hafi orðið að taka af skarið. Hann segist sjálfur ekki skipta þar meginmáli, aðal- atriðið sé að tekið sé á málunum. Núverandi forysta hafi ekki trú- verðuga stefnu. Róbert vill ekki tíunda það í hverju óánægjan með núverandi forystu felist, en leggur áherzlu á að fyrirtæki eins og SH eigi að vera öflugt og framsækið. Hann bendir á c^Ssem dæmi um stöðu SH nú, að h'til sem engin eftirspurn sé eftir hluta- bréfum í félaginu. Þormóður rammi - Sæberg er stærsti hluthafinn í SH með 15,65%. ■ Nauðsynlegt/24 Afli Islendinga verður 8.900 tonn í Smugunni SAMKOMULAG tókst í gær um veiðar íslend- inga í Barentshafi við Noreg og Rússland. Það felur í sér að Islendingum verður heimilt að veiða 8.900 tonn af þorski í Barentshafi, auk þess sem gert er ráð fyrir heimildum til þess að mæta aukaafla íslenskra skipa í lögsögum Nor- egs og Rússlands. Samkomulagið felur í sér að meira en helmingur af hlut Islands í veiðinni sé án endurgjalds, að sögn HaUdórs Asgrímssonar utanríkisráðherra. Hann sagði að sú niðurstaða sem fékkst í viðræðunum taki mið af þeim aflasamdrætti sem orðið hafi í Barentshafi frá 1996. Halldór sagði að unnið hefði verið lengi að rammasamningi milh þjóðanna um veiðar í Barentshafi. Viðræður hefðu átt sér stað um þessi mál í tengslum við fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík íyrir stuttu. Við- ræðum hefði verið framhaldið í Noregi á mið- vikudag og fimmtudag í þessari viku og hefði lokið með þessum rammasamningi. Halldór sagði að ekki hefði verið hægt að ljúka málinu í Noregi núna vegna þess að ekki væri búið að ganga frá því með hvaða hætti veiði Norðmanna og Rússa færi fram hér. Hann sagði að viðræður um þetta væru komnar mun lengra milli íslands og Noregs en milU íslands og Rússlands. „Það liggur fyrir að meirihlutinn af þessum veiðiheimildum okkar í Barentshafi verður án endurgjalds, en við höfum reiknað með því að 2-3 norskir línubátar geti veitt í okkar lögsögu, fyrst og fremst keilu og löngu,“ sagði Halldór. Hann sagði að hvað Rússa varðaði værum við aðallega að hugsa um makríl og kolmunna. Væntanlega yrði hægt að leiða það til lykta í Moskvu 22. mars. Halldór sagði að svokallaður svartur listi Norðmanna yfir skip sem veitt hafa í Smugunni væri ekki hluti af samkomulaginu, en norski ut- anríkisráðherrann hefði lýst því yfir á blaða- mannafundi í Bodö að hstinn yrði numinn úr gildi frá og með deginum í gær fram til samn- ingafundarins í lok mars. Ef samningar tækjust á þeim fundi yrði honum væntanlega endanlega eytt. „Við erum búnir að eyða gífurlegum tíma í þetta mál. Eg held að það sé ekkert eitt mál sem varðar mitt ráðuneyti sem ég hef varið meiri tíma í en þetta í þessi fjögur ár sem ég hef verið í utanríkisráðuneytinu. Það hlaut að koma að því að við þyrftum að lenda þessu máli. Það má um það deila hvort niðurstaðan er góð. Eg á von á því að það séu ýmsir óánægðir með hana, hvort sem þeir eru á Islandi, Noregi eða Rússlandi. Framtíðin ein getur svarað því hvort þetta reynist öllum þessum aðilum hag- stætt. Ég trúi því að svo sé,“ sagði Halldór. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að í þessum löngu og erfiðu deilum um veiðar í Smugunni hafi tekist að fá Norðmenn til að við- urkenna að Islendingar eigi rétt til veiða í Barentshafi. Niðurstaðan sé því sigur fyrir ís- lendinga. Vill ekki tala um sigurvegara „Það er alltaf fagnaðarefni þegar samningar takast milli þjóða, ekki síst samningar sem hef- ur tekið langan tíma að útkljá. Ég vil ekki tala um sigurvegara í þessari deilu, en ég minni hins vegar á að í upphafi deilunnar sögðu Norðmenn að við ættum engan rétt til neins afla í Smug- unni. Núna hafa þeir hins vegar falhst á að greiða okkur fyrir að veiða ekki í Smugunni með afla sem ömggt er að við náum £ landhelgi Norðmanna og reyndar einnig Rússa. Okkar sjónarmið urðu því ofan á. Það er þessi réttur, sem við töldum okkur eiga, sem leiðir til þess að samningar nást.“ Kristján Ragnarsson, fonnaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, sagði að þótt viljayfirlýsing hefði verið undirrituð væri ekki búið að ganga frá hvert endurgjald Islendinga yrði en endurgjald og svonefnt gólf skiptu miklu máli í þessu sambandi. ■ Samkomulag/14/38-39. FBA kaupir 50% í Vöku- Helgafelli FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. keypti í gær 50% eignarhlut í útgáfu- og miðlunarfyrirtækinu Vöku- Helgafelli hf. af stofnendum og eigendum félagsins, hjónunum Ólafi Ragnarssyni og Elínu Bergs og sonum þeirra. Þau munu áfram eiga helming í fyr- irtækinu. FBA telur fyrirtækið eiga mikla vaxtarmöguleika á sviði útgáfu og miðlunar og vera þar af leiðandi góðan fjárfestingar- kost. Bankinn hyggst ekki eiga til frambúðar það hlutafé sem hann hefur fest kaup á, heldur gegna því hlutverki að miðla því til nýrra eigenda og breyta fé- laginu í almenningshlutafélag sem skráð yrði á Verðbréfa- þingi Islands. Bjarni Armannsson, forstjóri FBÁ, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki hefði verið tek- in ákvörðun um það hvenær hlutabréf í félaginu yrðu boðin til sölu á almennum markaði, en það yrði vart á þessu ári. Ólafur Ragnarsson sagði að fyrir nokkrum árum hefði verið mörkuð framtíðarstefna fyrir- tækisins á sviði miðlunar og til þess að geta komið settum markmiðum hraðai- fram væru hann og fjölskylda hans mjög þakklát fyrir að fá þann banda- mann sem Fjárfestingarbanki atvinnulífsins væri. „Við munum þá geta stigið stærri skref og mai-kvissari til þess að gera þetta fyrirtæki mjög öflugt miðlunarfyrirtæki á öllum sviðum," sagði hann. ■ Ætlunin/22 Fjölmennt lið lögreglu leitaði ungs árásarmanns í Reykjavík í gærkvöld Stakk leigubflstjóra í háls- inn og rændi veski hans UNGUR maður réðst á leigubil- stjóra á sextugsaldri um klukkan 19 í gærkvöld með eggvopni og veitti honum áverka á hálsi, auk þess sem talið er að hann hafi stolið seðlaveski bílstjórans áður en hann flúði á hlaupum út í kvöldmyrkrið. Fjöl- mennt lið lögreglu leitaði árás- armannsins í gærkvöld en hann hafði ekki fundist þegar blaðið fór í prent- un. Leigubflstjórinn, sem starfar í Reykjanesbæ, hafði tekið manninn, sem talinn er vera átján ára gamall, s pupp í bifreið sína í Grindavík og ekið honum til Reykjavíkur. Eftir tals- verðan akstur um borgina lá leiðin upp i Grafarvog, nánar tiltekið í Sveighús, þar sem bifreiðin var stöðvuð. Þar virðist sem maðurinn hafi rekið oddhvasst verkfæri í háls leigubílstjórans með þeim afleiðing- um að um eins sentímetra breitt sár myndaðist. Ekki alvarlegur áverki Ekki er ljóst hvort mönnunum fór eitthvað á milli áður en þetta gerðist. Að því búnu stökk árásarmaðurinn v-^út úr bifreiðinni og bifreiðarstjórinn sömuleiðis. Sá fyrrnefiidi hvarf á brott á hlaupum samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Reykjavík, en bifreiðarstjórinn leitaði á náðir húsráðanda í nágrenninu. Haft var samband við lögreglu um klukkan 19.20 og voru sex lögreglu- bifreiðir sendar á vettvang ásamt ij^úlltrúum rannsóknardeildar lög- reglunnar og sjúkrabifreið. Mikið Morgunblaoio/lngvar FJOLMENNT lið lögreglu leitaði árásarmannsins £ gærkvöld og var meðal annars notaður leitarhundur. blæddi úr sárinu sem leigubílstjór- inn hlaut og var hann fluttur á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur þar sem gert var að sárum hans. Ekki reyndist þó um alvarlegan áverka að ræða og fór bílstjórinn aft- ur á vettvang eftir aðgerðina og tók þátt í leitinni að árásarmanninum. Þá kom einnig í ljós að seðlaveski sem legið hafði á milli framsæta í bif- reiðinni var horfið. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er litið svo á að um mjög al- varlega aðför að leigubílstjóranum sé að ræða og var árásarmannsins ákaft leitað í gærkvöld, meðal ann- ars var leitarhundur fenginn á vett- vang. Þegar haft var samband við lögreglu í Grindavík komu fram upplýsingar um þann sem talinn er standa að baki árásinni og er sá á nítjánda aldursári. Ekki er vitað hvort hann var undir áhrifum áfengis eða með öðrum hætti í ann- arlegu ástandi. Vopnið sem notað var við árásina hafði ekki fundist á tólfta tímanum í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.