Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fslendingur hannar fljótandi þyrlupall fyrir amian stofnanda Microsoft Vill losna við akstur á körfu- boltaleiki GÍSLI Ólafsson, skipa- og vélaverk- fræðingur í Seattle í Bandaríkjunum, hef- ur síðastliðið ár unn- ið að tæknilegri út- færslu við gerð fljót- andi þyrlupalls fyrir Paul AHen, annan stofnanda Microsoft og eiganda körfu- boltaliðsins Portland Trail Blazers. Gísli telur pallinn vera einsdæmi, honum sé að minnsta kosti ekki kunnugt um neinn annan slíkan. Verk- inu á að Ijúka í næsta mánuði og er áætlaður kostnaður við pallinn rúmlega 70 miHjónir króna. „Allen er dyggur stuðnings- maður körfuboltaliðsins síns og mætir á hvern einasta heimaleik þess. Hann hyggst nýta sér þyrluflugvöllinn vel á næstkom- andi körfuboltatímabili til að spara sér baráttu við síversnandi bílaumferð í borginni. Aksturinn á milli tekur um íjóra tíma en hann hefur að sjálfsögðu alltaf flogið, en vill Ifka losna við akst- ur á þyrluflugvöllinn í borginni og gera þetta eins einfalt og nokkur er kostur,“ segir hann. Gísli segir fulltrúa Allen hafa komið að máli við fyrirtæki hans, Gideo Perla & Associates Inc., fyrir rúmi ári og óskað eftir lausn á vandamáli sem hann átti við að glíma. Gat ekki lent við húsið „Allen býr við stórt vatn hér í borg og á þyrlu sem hann notar til einkanota. Húsið stendur stutt frá strönd vatnsins og er lóðin því of lítil fyrir þyrlupall, þannig að hann gat ekki lent þyrlunni, MD-900 frá McDonald-Douglas flugvélaverksmiðjunum, við hús- ið sitt. Honum hafði dottið í hug að binda pramma við bryggjuna sína og lenda þyrlunni á pramm- anum, sem var nokkuð góð hug- mynd en þurfti að útfæra betur,“ segir Gísli. Hugmyndin þróaðist síðan frá einföldum pramma í nokkurs kon- ar tvíbytnu með stýrishúsi og setustofu undir sjálfum þyrlupall- inum, eða nokkurs konar smækk- aður þyrluflugvöllur sem flýtur á vatni. Völlurinn er 11 metrar á breidd og 21 metri að lengd, eða 231 fermetrar að stærð. Skrokkur tví- bytnunnar er búinn tveimur litlum aðal- vélum og ljósavél og getur hún náð um 11 hnúta ferð. Hann kveðst jafnvel eiga von á að pallurinn verði fluttur á milli staða og þó hann sé ekki hannaður til að sigla á opnu hafi, sé hann ágætlega hæfur á vötnum og á lygn- um sjó. „Eldsneyti fyrir þyrluna er komið fyr- ir í tank í öðrum hluta „flugvall- arins“ ásamt dælu og áfyllingar- búnaði fyrir þyrluna. Slökkvi- dæla er um borð, sem dælir sjó að tveimur brunastöðum, auk þess sem kvoðukerfi er tengt slökkvikerfinu. „Völlurinn“ er vel hljóðeingraður þar sem ekki mátti vera ónæði frá vélum við bryggjuna. Ytra form og útlit er frekar einfalt. Setustofan eða biðsalurinn er innréttuð á ein- faldan en smekklegan hátt með eldhúskróki og örbylgjuofni í eini horninu. Hljómflutnings- kerfi, farsímar og sjónvarp er einnig um borð og var þar hvergi til staðar. Ef svo ber undir mætti stíga dans í biðsalnum, auk þess sem eigandinn glamrar stundum á rafmagnsgítar," segir Gísli. Ekki kunnugt um aðra Gísla var falið að annast tækni- lega útfærslu verksins og verk- efnisstjórnun eftir að fyrstu út- litshönnun var lokið, auk þess sem hann sá um verkefniseftirlit fyrir eigandann meðan á smíð- inni stóð. Hann segir um spenn- andi og skemmtilegt verkefni hafa verið að ræða. Eftir sjósetningu var flugvellin- um síðan siglt þangað sem máln- ingarvinna fór fram. Gísla kveðst ekki vera kunnugt um neina aðra fljótandi þyrluflugvelli, þó svo að hann útiloki ekki að þeir séu til einhvers staðar í heiminum. „Það eru auðvitað þyrlupallar á varðskipum, borpöllum og snekkjum svo eitthvað sé nefnt, og við studdumst við tækniatriði frá slíkum pöllum við hönnunina, en þessi er samt sem áður tals- vert frábrugðinn öðrum slíkum," segir hann. Gísli Ólafsson Refsing milduð yfír manni sem framdi fískveiðibrot Veiddi eitt tonn af fiski í leyfísleysi HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær refsingu yfir manni sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra fyrir fiskveiðibrot, en hann veiddi um það bil eitt tonn af fiski í fimm sjóróðrum án þess að hafa leyfi til annarra veiða en tóm- stundaveiða. I héraði var maðurinn dæmdur til að greiða 600 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð eða sæta ella fangelsi í 60 daga, en Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða 400 þúsund krónur í sekt eða sæta ella 50 daga fangelsi. Fékk úreldingarstyrk Málavextir eru þeir helstir að tveimur árum áður en málið kom upp hafði maðurinn afsalað sér al- mennu veiðileyfi og aflaheimildum vegna vélbáts síns, gegn úrelding- arstyrk úr Þróunarsjóði sjávarút- vegsins. Gaf hann út óafturkallan- lega yfirlýsingu í ágúst 1996, þess efnis að báturinn hefði varanlega verið tekinn úr fiskiskipastól Is- lendinga. Jafnframt staðfesti hann í samræmi við úreldingarreglur laganna, að allar veiðiheimildir bátsins hefðu verið sameinaðar aflaheimildum annarra skipa, og lýsti því yfir að réttur til endurnýj- unar bátsins yrði ekki nýttur. Sam- kvæmt þessu mátti eingöngu nota bátinn eftirleiðis til tómstundaiðju eða atvinnuþarfa sem óskyldar væru fiskveiðum. Báturinn var áfram á skipaskrá en skráður sem skemmtiskip. í júní í fyrra fór maðurinn í fimm sjóróðra frá Hafnafirði á bátnum og veiddi á handfæri samtals 934 kg af þorski og 65 kg af ufsa, sem hann færði til vigtunar og seldi á uppboði hjá Fiskmarkaðinum hf. í Hafnar- firði eftir löndun hverju sinni. Heildarandvirði aflans varð rúmar 102 þúsund krónur. Málið var tekið til rannsóknar samkvæmt kæru Fiskistofu til sýslumannsins í Hafn- arfirði 8. júlí 1998, þar sem atferli mannsins var talið varða við lög um stjórn fiskveiða. Vildi mótmæla lögum um stjórn fiskveiða Við yfirheyrslu hjá lögreglu stað- festi maðurinn að hann hefði veitt umræddan fisk og hefði andvirði aflans farið til að framfleyta honum og fjölskyldu hans. Jafnframt hefði hann vitað að hann væri að brjóta svokölluð kvótalög. Fyrir Hæsta- rétti skýrði hann veiðarnar með þeim hætti að hann hafi viljað hafa í frammi mótmæli við yfirvöld vegna laganna um stjórn fiskveiða, og þess sem af þeim hefði leitt fyrir hann sjálfan. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Hjört- ur Torfason og Hrafn Bragason. -------------------- Trillan Bensi Orsakir ókunnar EKKI er enn ljóst hvers vegna trill- unni Bensa hvolfdi um 22 mílur út af Patreksfyrði í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu á Patreksfirði er lög- reglan ásamt rannsóknarnefnd sjó- slysa að rannsaka málið, en verið er að taka skýrslur af áhafnarmeð- limunum tveimur. Reuter PAUL Allen, annar stofnandi Microsoft, hefur ítök víðsvegar í bandarískum fjármálaheiini, á kvikmyndahús, íþróttalið og ýmis önnur fyrirtæki. LÍKAN af þyrlupallinum sem Gísli Ólafsson og félagar hjá Gideo Perla & Associates Inc. í Seattle hönnuðu fyrir Paul Allen. Gísli segir að hann og starfsfé- lagar hans hjá Gideo Perla hafi talsvert rætt um möguleikann á frekari framleiðslu á þyrlupalli af þessu tagi og hugsanlegum notkunarmöguleikum hans. „Ég gæli við þá hugmynd að pallur sem þessi nýtist strand- gæslunni og í björgunarstarfi og þá hugsanlega á svæðum þar sem vötn eru en erfítt að lenda þyrl- um, svo sem í miklu skóg- eða fjalllendi. Þá myndi pallurinn lík- lega vera í mun einfaldari út- gáfu, hann myndi geyma elds- neyti fyrir þyrluna og hægt að skilja hann eftir bundinn eða við ankeri einhvers staðar," segir Gísli. „Við útilokum raunar ekki fleiri aðila og það er gaman að segja frá því að sama dag og við sjósettum pallinn var hringt í okkur frá kvikmyndafyrirtæki sem var við tökur hér á eyjunum í sundinu. Fyrirtækið vildi endi- lega fá pallinn leigðan og sögðu að hann væri nákvæmlega það sem það vantaði." Atvinnumál í Eyjum Eru bjart- sýnir á at- vinnuhorfur AÐ SÖGN Guðjóns Hjörleifs- sonar bæjarstjóra í Vestmanna- eyjum ríkir bjartsýni meðal þeirra sem vinna að atvinnumál- um starfsfólks sem missti vinn- una hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum í lok síðasta mánaðar og í lok mars þegar 25 manns var sagt upp störfum. Alls er verið að vinna að at- vinnumálum íyrir 40 manns og hefur bæjarstjóri ásamt fulltrú- um verkalýðsfélaganna í Vest- mannaeyjum átt í viðræðum við ýmis sjávarútvegsiyrirtæki í Éyjum til að kanna möguleika á vinnu fyrir fólkið. „Við erum töluvert hressari eftir þær viðræður," sagði Guð- jón Hjörleifsson bæjarstóri við Morgunblaðið í gær. „Mark- miðið er að allir verði komnir í vinnu í haust en auðvitað er ekki hægt að lofa öllum vinnu að svo stöddu.“ Loforð um vinnu fyrir 12-15 manns í haust Loforð hafa verið gefin um 12-15 störf í Eyjum í haust og segir Jón Kjartansson, formað- ur Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja, að menn séu alls ekki hættir að leita. „Þetta var reiðarslag og menn voru svolitla stund að átta sig á því hvað var að ger- ast,“ sagði Jón um uppsagnirn- ar hjá Vinnslustöðinni. „Það sem ég held að við höfum gert rétt er að við fórum og fengum fulltrúa Svæðisvinnumiðlunar Suðurlands, bæjarstjórann og fulltrúa stéttarfélaganna og trúnaðarmenn á fund á mið- vikudag með öllu því fólki sem hafði verið sagt upp. Það kom mjög vel út og það heyrðist strax að það var léttara hljóðið í fólkinu eftir þann fund. Það vissi að það var ekki eitt að stríða við þetta vandamál held- ur að það væru fleiri sem væru að taka þátt í þessu með þeim,“ sagði Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.