Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stofnun einkahlutafélags í eigu OR í undirbúningi Hlutafé verður 200 milljónir króna Vinnu við mislæg gatna- mót miðar vel VINNU við mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Skeiðar- vogs miðar vel og er samkvæmt kostnaðaráætlun, að sögn Sig- urðar I. Skarphéðinssonar gatna- málastjóra. Heildarkostnaður við verkið nemur um 550 milljónum króna. Verkið felur í sér að Skeiðar- vogur kemur til með að fara yfir Miklubraut, en Miklabraut held- ur þeirri hæð sem hún hefur núna. „Þessi gatnamót verða tek- in í notkun í haust og er um að ræða samstarfsverkefni Reykja- víkurborgar og Vegagerðarinn- ar. Þetta verk hefur gengið óskaplega vel og er í réttu horfi bæði hvað varðar tíma og pen- inga,“ segir Sigurður. Verktakarnir Völur hf. og Sveinbjörn Sigurðsson standa saman að verkinu og er gert ráð fyrir að helstu framkvæmdum verði lokið í byijun september og öllum framkvæmdum um mán- aðamótin október/nóvember. SAMÞYKKT var í borgarstjórn Reykjavíkur í gær að undirbúa stofnun einkahlutafélags í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem hafi það hlutverk að annast gagnaflutn- ing og fjarskiptaþjónustu, hlutafé verði allt að 200 milljónum króna. Sjálfstæðismenn í borgarstjóm gagnrýndu undirbúning málsins, sögðu hann ónógan og að ekki lægju fyrir arðsemisútreikningar og hagkvæmniathuganir Helgi Hjörvar, formaður stýri- hóps um undirbúning félagsins, sagði það áhugaverðan kost að koma upp ljósleiðaraneti og að að- staða Orkuveitu Reykjavíkur til þjónustu í gagnaflutningum við notendur netsins og á sviði fjar- skiptaþjónustu væri einstök. Hann sagði hraða þróun í þessari tækni erlendis og taldi fýsilegt að ráðast nú í stofnun fyrirtækis á þessu sviði, sagði hann að forskot skipti máli í þekldngarsamfélaginu. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti minnihlutans, spurði hvar það hefði verið reiknað út að fjárfest- ing í ljósleiðarakerfi yrði arðbær. Hún sagði ekki liggja á að taka ákvörðun í þessu máli nú, þetta væri ekki smámál. Taldi hún að auk 200 milljóna króna hlutafjár, væri fyrirsjáanleg fjárfesting mörg hundruð milljónir króna eða jafnvel milljarður. Hún sagði verk- efnið spennandi og minnti á þá til- lögu sjálfstæðismanna að undirbúa útboð á nýtingu á lagnakerfi borg- arinnar, sem lögð hafi verið fram í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, en felld þar. Hröð þróun Alllöng umræða varð um málið og töluðu margir borgarfulltrúar beggja lista. Borgai-fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins gagnrýndu að litlar upplýsingar hefðu fengist um málið og mörgum spurningum væri ósvarað bæði um tæknilega stöðu slíkrar þjónustu og arðsemi. Borg- arfulltrúar Reykjavíkurlistans bentu á að þróunin væri hröð á sviði hugbúnaðargerðar og tækni- lausna á þessu sviði, þar væri talað um mánuði en ekki ár og því væri brýnt að hraða stofnun fyrirtækis um þennan gagnaflutning. Sögðu þeir samningsdrög lofa mjög góðu. Morgunblaðið/Júlíus Færri skemmti- ferðaskip GRÍSKA skemmtiferðaskipið Ocean Majesty lagðist að bryggju í Reykja- vík í gærmorgun og er það fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins á þessu sumri. Ocean Ma- jesty er 10.417 brúttótonn og 131 metri að lengd. Skipið og farþegar þess höfðu þó ekki langa viðdvöl í Reykjavíkurhöfn, því um kiukkan fimm í gær voru landfestar leystar og það hélt siglingu sinni áfram. Hafnsögumenn segja að í ár sé alls 37 skemmtiferðaskipa að vænta til Reykjavíkur, en það séu mun færri skemmtiferðaskip en komu þangað í fyrrasumar. Á móti kemur að skipin sem væntanleg eru virðast stærri og hafa fleiri farþega innanborðs, þannig að fjöldi ferðamanna sem hef- ur hér viðdvöl muni því vera áþekkur og verið hefúr. Morgunblaðið/Kristinn Vefskinna - Nýr vefur á mbl.is OPNAÐUR hefur verið nýr vefur á mbl.is, Vefskinna, sem auðveldar les- endum leit að íslenskum vefjum eða efni innan þeiiTa. Þar má finna skrá yfir helstu vefi hérlendis, flokkaða eftir efnisflokkum í valmyndinni í vinstri dálki. Þegar smellt er á flokkinn birtast undirflokkar hans, sem aftur geta átt sína undirflokka. Auðvelt er að færa sig á milli flokka, en það er gert með því að smella á nöfn þeirra, sem birtast efst á síðunni. Einnig er hægt að leita að efnisorðum eða nöfnum vefja með því að slá þau inn í leita- svæðið neðst í vinstri dálki. Efst í hægri dálki eru taldir upp fimm mest sóttu vefirnir, sem skoðaðir eru frá Vefskinnu hverju sinni. Innan flokksins Vefur vikunnar má finna athyglisverðasta vefinn að mati Morgunblaðsins. Yfirlit yfir nýja vefi sem bætast við má finna þar fyrir neðan. Innan flokksins Er vefurinn þinn skráður? gefst umsjónarmönnum vefja tækifæri til þess að skrá inn vefi sem munu í framhaldi birtast innan Vefskinnu. Nú má finna rúm- lega 2.200 vefi innan Vefskinnu. Annar drengjanna kominn heim ANNAR drengjanna tveggja, sem brenndust er þeir voru að leik á Eyrarbakka, er kominn heim samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Hinn drengur- inn er enn á Landspítalanum við sæmilega heilsu, en hann brenndist í andliti, að sögn læknis. Arsreikningur Reykjavíkurborgar Aldrei fyrr jafn- mikið samræmi TEKJUR og gjöld Reykjavíkurborg- ar voru nærfellt þau sömu á síðasta ári og gert var ráð fyrir í fjárhags- áætlun, samkvæmt ársreikningi borgarinnar sem lagður var fram í gær. Skatttekjur samkvæmt fjár- hagsáætlun voru 16.350 milljónir króna en urðu samkvæmt ársreikn- ingi 16.371 milljón króna sem er 0,13% umfram áætlun. Útgjöld vegna reksturs málaflokka voru 13.949 milljónir samanborið við 13.925 millj- ónir samkvæmt fjárhagsáætlun og er frávikið 0,17%. I frétt frá Reykjavíkurborg af þessu tilefni segir að ný vinnubrögð hafi verið viðhöfð við gerð fjárhagsá- ætlunar frá og með árinu 1997. Þá hafi verið tekin upp rammafjárhagsá- ætlun sem lýsi sér í því að hver mála- flokkur fái úthlutað tilteknum heild- arfjárhagsramma og séu forsvars- menn hvers málaflokks ábyrgir fyrir því að starfsemin sé innan ramma. Þetta auki sjálfstæði rekstrareininga og líkur á að niðurstaða ársreiknings sé í samræmi við fjárhagsáætlun. Þá kemur fram að skuldir borgar- sjóðs hafi hækkað um 826 milljónir kr. Þar af séu 433 milljónir kr. bundnai- í útistandandi kröfum borg- arsjóðs. Að auki skýrist um 120 millj- ónir króna af gengismun langtíma- skulda. Þá standi eftir 273 milljónir kr. sem sé raunveruleg skuldaaukn- ing en það séu þær skuldir sem Reykjavflcurborg tók yfir af Kjalar- neshreppi við sameininguna. Dómur yfír sterasmyglara staðfestur Faldi 32 þúsund töfl- ur í tösku ástkonu HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir eiganda líkamsræktarstöðvar sem smyglaði til landsins 32 þúsund töfl- um er hann taldi innihalda karlkyns- hormón með anabóh'skri verkun, þ.e. stera, ásamt því að hafa veitt viðtöku tæplega 3.600 töflum sem innihéldu slík hormón, sem maðurinn vissi eða gat vitað að voru fluttar inn með ólög- legum hætti. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa ekið yfir leyfð- um hámarkshraða án ökuréttinda. Var maðurinn dæmdur til 45 daga fangelsisvistar, skilorðsbundinnar til tveggja ára, greiðslu 80 þúsund króna sektar, þrigga mánaða svipt- ingar ökuréttinda og upptöku lyfja, auk greiðslu málskostnaðar. Málavextir voru þefr helstir að maðurinn, sem rak líkamsræktarstöð í Reykjavík, keypti um 32 þúsund töflur í London í janúar 1997, sem hann taldi innihalda karlkynshorm- ónalyf með anabólískri verkan, og kom fyrir í farangri samferðakonu sinnar. Töflui-nar fundust við tollleit í farangri hennar á Keflavíkurflug- velli, í þremur málmdósum utan af sælgæti. Við leit í farangri mannsins fundust nokkur kíló af sælgætismol- um þeim sem áttu að vera í dósunum. Efnagreining á töflunum leiddi í Ijós að þær innihéldu mjólkursykur. 8 rnM/m Á FÖSTUDÖGUM líf Fimleikar þroska- heftra Aðgerðir boðaðar gegn ofbeldi Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá Elko „Hitabylgja Elko!“. Auglýs- ingablaðinu er dreift inn á öll heimili á Akureyri. ••••••••••••••••••••••••••••• Eyjólfur hélt að boðið væri falin myndavél/C2 Fer Jón Arnar á HM í frjálsum í Sevilla?/C1 I;;: w I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.