Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ V50 FÖSTUDAGUR 4. JIJNÍ 1999 MINNINGAR ÞÓRA PÁLSDÓTTIR + Þóra Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 23. janú- ar 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 27. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Mar- grét Árnadóttir, f. 25.5. 1877, d. 19.6. 1948, og Páll Frið- riksson, f. 10.3. 1881, d. 6.6. 1956. Systkini Þóru eru: Friðrik, f. 19.7. 1903; Þorbjörg Ragna, f. 9.8. 1904; Magnús, f. 8.8. 1905; Arni, f. 11.7. 1907; Helga Fjóla, f. 11.11. 1909; ísleifur, f. 23.10. 1912; Ragnar, f. 17.4. 1914; Bára, f. 27.3. 1916; og Sólveig, f . 5.8. 1918. Bára er ein systk- í dag íylgjum við móður okkar hinsta spölinn, þar sem hún mun hvfla við hlið hans sem áður fór, og mun endurfundur þeirra eflaust verða kærleiksríkur. Mamma kom frá Reykjavík, nán- ar tiltekið frá litla húsinu sem enn stundur fallegt og snyrtilegt við Grettisgötu 33. Systkinahópurinn var stór, fimm systur og fimm bræður, sem öll eru fallin frá nema inanna eftirlifandi. Þóra giftist Sig- uijóni Sigurðssyni frá Akbraut á Akranesi, f. 19.8. 1909, d. 16.8. 1990. Börn þeirra eru: Margrét Sigríður, f. 28.9. 1934, hún á þrjú börn; Sigrún, f. 3.8. 1937, hún á þrjú börn; Guð- mundur, f. 21.1. 1939, hann á fjögur börn; Aldís, f. 1.9. 1941, hún á íjögur börn; Ragnar, f. 11.11. 1948, hann á ijögur börn; og Sigþóra, f. 25.7. 1950, hún á ijögur börn. Utför Þóru fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Bára sem er búsett á Akranesi. Móðir okkar var mjög heilsu- hraust, kvik og nett í öllum hreyf- ingum. Eftir hana liggur gullfalleg handavinna sem hún virtist alltaf geta fúndið tíma til að sinna. Það var alltaf mikill gestagangur að Kirkjubraut 6, sem er í hjarta Akra- nesbæjar. Þar voru dægurmálin á dagskrá með tilheyrandi kaffi- drykkju og pönnukökum. SIGMUNDUR JÖRUNDSSON + Sigmundur Jörundsson fæddist í Reykjavík 3. sept- ember 1908. Hann lést á Sjúkra- húsi Patreksfjarðar 17. maí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bfldudalskirkju 22. maí. Sumir atburðir standa upp úr í minningunni öðrum fremur, ým- issa hluta vegna. Móðurbróðir minn, Sigurmundur Jörundsson, tengist einum slíkum og því lang- ar mig til að skrifa nokkur kveðjuorð til hans. Raunar þekkti ég hann ekki mikið, enda lands- hornanna á milli að fara, en ég vissi alltaf af skyldfólki mínu á Bíldudal. Fyrir allmörgum árum ^ hélt ég síðan í ferðalag vestur í leit að upprunanum, kynnast staðnum sem hafði fóstrað og mótað hana mömmu mína. Þegar á Bíldudal var komið herti ég upp hugann og barði að dyrum hjá þessum frænda mínum. Ég var hikandi því ég vissi ekki einu sinni hvort hann þekkti mig, hvað þá hvemig hann myndi taka á móti okkur. En það var ekki ástæða til að óttast, hann tók okkur með kostum og kynjum, leiddi okkur um allt þorp og sýndi okkur allt hið markverðasta. Mér er svo minnisstætt hversu vel hann tók á móti okkur, hversu ánægður hann var með að við skyldum banka upp á og hversu hreykinn hann var þegar hann sýndi okkur pláss- ið og auðsýnilegt var að honum þótti afskaplega vænt um þorpið sitt. Ég vil því að leiðarlokum þakka honum fyrir viðkynninguna og sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldu hans. Auður. GUÐRJJN GUÐRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR + Guðrún Guðríð- ur Stefánsdóttir fæddist á Setbergi í Nesjum 12. ágúst 1905. Hún lést á ■v hjúkrunardeild Skjólvangs 21. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarkirkju 29. maí. Jarðsett var í kirkjugarðin- um við Laxá. Með tímanum verða minningamar eins og stór mynd sem er sí- fellt að taka breytingum; breyt- ingum sem verða við það að ein- ^hver sem hefur verið hluti af lífí manns fellur frá. Persónur sem kvatt hafa þetta líf færast á mynd minninganna, em ýmist í baksýn eða nærmynd og vekja minningar um atburði tengda þeim. Nú hefur aftur orðið breyting, - ný viðbót á myndina. Guðrún Stef- -jánsdóttir, húsfreyja á Setbergi í U'Jesjum í Homafirði, hefur kvatt þetta líf í hárri elli. Við eyddum ekki löngum tíma saman á lífsleiðinni við Gunna. Einungis hluta úr sumri, þegar ég réðst til kaupa- mennsku að Setbergi hjá þeim Ara. En hún er í nærmynd og minningin um hana bæði hlý og sterk. Óharðnaður ung- lingur kemur á fram- andi slóðir til fram- andi fólks, veit í raun ekki hverju hann á von á, en lætur sig hafa það. Sól skín ekki alltaf í heiði og hann á sínar mis- jöfnu stundir eins og gengur. Það var hins vegar alltaf á Gunnu að treysta. Hjá henni virtist alltaf sólskin og það smitaði út frá sér. Hún var alltaf reiðubúin að styðja og veita félagsskap þegar með þurfti. Hún var alltaf í góðu skapi, full af húmor og skemmtileg í sam- ræðum. Ekki var laust við að ung- lingnum af suðvesturhorninu þætti orðfærið nokkuð skondið, en Móðir okkar starfaði í Kvenna- deild Slysavamafélags Akraness. Frú Þóra Pálsdóttir var alltaf mikill kaupmaður, rak blóma- og gjafa- vöruverslun í nokkur ár. Hún var sérstaklega glaðlynd og átti gott með allt samneyti við annað fólk, sá alltaf björtu hliðarnar, hvað sem á gekk. Þær voru ófáar ferðirnar með Akraborginni suður til Reykjavíkur, að útrétta íyrir sig og sína, en alltaf hafði hún tíma til að heimsækja systkini sín og vini í höfuðborginni. Eina reglu hafði mamma sem var heilög, hún lagði sig alltaf um miðj- an daginn. Þetta virtu allir og ekki væri nú vitlaust að taka sér þessa reglu til fyrirmyndar í þessu snar- vitlausa stressi nú til dags. Við eigum svo margar góðar minningar um móður okkar, nú síð- ustu árin sem hún dvaldi á Höfða, eftir að faðir okkar lést árið 1990. Frá henni geislaði alltaf þessari hlýju sem við erum viss um að starfsfólk og dvalargestir á Höfða kannast við. Hún var algjörlega sjálfbjarga fram að þessari stuttu sjúkrahúslegu sem ekki náði einni viku, þá var hún látin 88 ára gömul. Við sextíu og fjórir afkomendur, vinir og vandamenn viljum þakka starfsfólki á Höfða og sjúkrahúsi Akraness innilega fyrir góða um- önnun. Yfir mig barn breiddir þú bænirogvonir sérhver dagslok þegar svefninn hneig mér á hvarma. Eg sofnaði, móðir undir silfurhvítri blæju ástúðarorða þinna. (Hannes Pét.) Börnin. Kveðja frá Sjúkravinadeild Rauða krossdeildar Akraness I dag kveðjum við félaga okkar úr Sjúkravinadeildinni hér á Akranesi. Þóra var ein af stofnendum deild- arinnar og starfaði af fórnfysi og dugnaði sem einkenndu öll hennar störf meðan kraftar leyfðu. Við kveðjum góðan félaga með söknuði og sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til allra henn- ar niðja. Lækkar lífdaga sól, löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð rninn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, semaðlögðumérlið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H.A) það var bæði hressilegt og ramm- íslenskt og kryddaði alltaf sam- ræðumar. Og þegar Gunna ræddi mál sem venjulegt fólk hefði býsnast yfir æðraðist hún hvergi, en sló sér gjarnan á lær og sagði: „Ja, það er margt skrýtið í’enni veröld, - það má nú segja.“ Ekki orð um það meir. Þar með var það afgreitt. Síðan fundum okkar bar fyrst saman fyrir hartnær þremur ára- tugum hefur hugurinn margsinnis hvarflað að Setbergi. Þar á upp- runa sinn gildur sjóður góðra minninga sem aldrei fyrnist yfir þótt árin líði. Guðrún Stefánsdótt- ir á sinn stóra þátt í þeim sjóði og minning hennar mun ætíð lifa. Þegar fundum okkar bar síðar saman og ég átti þess kost að heimsækja hana að Setbergi var manni alltaf tekið fagnandi og allt það besta dregið fram. Ég þurfti að beita sérstakri lagni til að fá að setjast í mitt gamla skot í eldhús- inu, því ekki var annað við kom- andi en að opna stofuna og færa mér þangað fínasta bakkelsi. Alltaf var sama léttlyndið og skemmtilegheitin á ferðinni og samfundirnir ánægjulegir. Ég vildi ekki hafa misst af því að kynnast Guðrúnu Stefánsdóttur. Guð blessi minningu hennar. Bjarni Snæbjörn Jónsson. JÓHANN N. JÓHANNESSON + Jóhann N. Jó- hannesson var fæddur í Reykjavík 31. júlí 1906. Hann lést 5. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Há- teigskirkju 14. janú- ar. Örlögin hafa tekið yfir, einstakt góð- menni, hugsjóna og heiðursmaður er nú kominn til feðranna. Jóhann Jóhannesson hefur gefið mér það besta lífsnesti sem nokkur maður getur óskað sér. Það er skilyrðis- lausan kærleika og vináttu. Alltaf var ég velkominn gestur á heimili Jóhanns og Þórnýjar konu hans. Mér er ógleymanleg kjötsúp- an, soðna ýsan, skatan, slátrið og annar matur sem á borðum var. Ávallt buðu þau mér uppá eitthvað að borða þegar ég kom við. Jói vissi innst inni að ég var svangur og þreyttur, og hafði þörf fyrir hlýtt heimili. En á þeim árum var ég mikið á faraldsfæti, og var Blönduhlíð 12 þá mitt annað heim- ili. Það er ekki öllum gefið að opna heimili sitt eins og þau gerðu fyrir mig. En Jóhann vissi að hverju hann vann og allir voru jafnir í hans augum. Svo lengi sem ég þekkti Jóa voru starf hans og hugsjónir ávallt í fyr- irrúmi hvað sem það kostaði. Ár- mannsheimilið nánast byggði hann með sínum eigin höndum. Ég gleymi ekki þeim stundum er ég var að byrja minn íþróttaferil í Ár- mannsheimilinu og var að fara í keppnisferðir. Jói kom til mín, laumaði að mér pening og óskaði mér góðs gengis. Ég spurði af hverju hann væri að þessu, og var svarið að ég þyrfti smá vasapen- ing og að ég fengi það sama og aðrir. Þannig sýndi hann mér sinn innri kærleika. Ef eitt- hvað fór ekki eins og ætlað var, hvort sem það var í hinu daglega lífi, eða á keppnisvell- inum, var Jói alltaf já- kvæður og horfði fram á við og sagði: „Þetta kemur næst, vinur.“ Hugsun hans var ávallt fram á við. Það tel ég vera eina af ástæðunum fyrir hinu ein- staka umburðarlyndi hans og um- hyggju fyrir ungu fólki. Eftir að ég fluttist utan hafði ég reglulega samband við Jóa og spurði gjarnan hvernig hann hefði það. Aldrei kvartaði hann yfir van- líðan eða slíku. Þó sagði hann stundum að það væri einhver árinn með þetta eða hitt, en ekkert til að tala um, eða „þetta lagast". Jóhann eyddi ekki miklum tíma í að tala um sjálfan sig, en reyndi ávallt að leiða talið annað og upphefja aðra. Þó Jó- hann væri harður félagsmaður, kom hann ætíð fram sem heiðursmaður bæði í hugsun og gjörðum. Elsku Jói, kæri vinur, félagi og andlegur faðir, þú hefur nú yfirgefið þessa jörð. Ég mun sakna þín en allt það sem þú hefur skilið eftir, starf þitt, hugsjón og kærleiki mun ávallt lifa í mínu hjarta. Sendi að- standendum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Einarsson, Tuscaloosa, Alabama. LAUFEY SIG URPÁLSDÓTTIR + Laufey Sigur- pálsdóttir fædd- ist á Höfða á Höfða- strönd, Skagafjarð- arsýslu, 23. desem- ber 1913. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 12. maí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyr- arkirkju 21. maí. Jarðsett var í Tjarnarkirkjugarði í Svarfaðardal. Það er alltaf sárt að þurfa að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Elsku Laufey, það eru í mínum huga ákveðin forréttindi að hafa átt þess kost að kynnast þér. Leiðir okk- ar lágu fyrst saman fyrir rúmlega 20 árum þegar þú bjóst í Reykjavík. Ég var þá nýlega búinn að kynnast Lilju systurdóttur þinni og komum við í heimsókn til þín á leið okkar austur á land. Það var aldrei neinn vafi í huga Lilju um að við ættum að gista hjá henni Laufeyju frænku. Eins og þín var von og vísa, lagðir þú blessun þína yfir ráðahaginn og hefur fylgst vel með okkur og börnunum okkar frá fyrstu tíð. í þessari fyrstu heim- sókn okkar til þín myndaðist á milli okkar vinskapur, sem hefur fylgt okkur alla tíð. Þú áttir þér alltaf þann draum að kaupa lítið hús á Dalvík og flytja þangað í ellinni með henni Kristínu systur þinni. Ekki keyptir þú húsið, en til Dalvíkur fluttir þú og bjóst hér í nokkur ár. Við minnumst þeirra ára með ánægju og fastan sess í þeirri minningu eiga heim- sóknir okkar til þín og þínar til okkar. Mér hefur alltaf þótt undravert hversu vel þér lét að fylgjast með öllu þínu fólki. Var þá alveg sama hvort um var að ræða þína af- komendur eða afkom- endur systkina þinna. Þú fylgdist svo vel með öllu þínu fólki og lýsir það þeim kærleika og góðmennsku sem þú bjóst yfir. Aldrei heyrð- ist þú hallmæla nokkrum manni, enda varstu dáð og virt af öllum. Það var okkur Lilju mikilvægt að eiga þess kost að eiga með þér stund á sjúkrahúsinu á Akureyri í lok aprfl. Þá hafðir þú verið svo veik, en eins og alltaf sannfærðir þú okkur um að ekkert væri að þér og að þú værir að fara heim. Þessi stutta samveru- stund og orð þín lifa með okkur en, eins og alltaf, hafðir þú þitt fram og fórst heim. Elsku Laufey, þú sagðir alltaf að þú óttaðist ekki dauðann, það væri svo margt sem þú ætlaðir þér að gera hinum megin. Við vitum að það verður tekið vel á móti þér þar og hver veit nema við eigum eftir að hittast aftur. Við Lilja, börnin okkar Kristinn, Kolbrún, Júlíana og Jökull þökkum þér fyrir yndislegar stundir. Við sendum öllum ættingjum þínum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð vernda þau og styrkja. Kristján Aðalsteinsson, Lilja Kristinsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 669 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.