Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 51 v UMRÆÐAN gamaldags að framleiða mat á ís- landi, því að auðvitað megi flytja inn allan mat og að úrelda megi sveita- búskap á Islandi. Hann hefur ekki hugsað um það að milli Evrópu- bandalagsins og Bandaríkjanna rík- ir viðskiptastríð vegna notkunar vaxtarhvetjandi hormóna og fúkka- lyfja í búfjárrækt. Notkun skor- dýra- og illgresislyfja er gífurleg báðum megin hafsins. Notkun eitur- efna við matvælaframleiðslu á Is- landi er mjög takmörkuð og oft ekki fyrir hendi. Notkun vaxtarhvetjandi efna er bönnuð. Þegar íslendingar kaupa heimafengna framleiðslu geta þeir verið óhræddir í þessum efnum. Þeir eru að kaupa þá holl- ustu matvöru sem völ er á í heimin- um. Er það „gamli tíminn“? Að ofan var minnst á að korn- framleiðsla heims myndi ekki mæta eftirspurn í ár. Þegar það gerðist fyrir þremur árum brá Evrópusam- bandið skjótt við og takmarkaði kornútflutning og lagði á útflutn- ingsskatt. í neyð er hver sjálfum sér næstur. Að undanförnu hafa fulltrúar landbúnaðarráðuneytisins setið nokkra alþjóðafundi á vegum OECD, FAO og ríkjahóps um fæðuöryggi. í þessum hópi ríkja ^ sem ísland hefur fundað með eru t.d. Frakkland, Þýskaland, Austur- ríki, Sviss, Japan, S-Kórea og Nor- egur. Á þessum fundum hefur þessi ríkjahópur og fjölmargar aðrar þjóðir lagt ríka áherslu á að eigin framleiðsla matvæla geti séð við- komandi þjóð fyrir nægum matvæl- um til að lifa af, eí/eða/þegar inn- flutningur matvæla skerðist. Undir engum ki’ingumstæðum megi sjálf- stæð þjóð treysta eingöngu á inn- flutning matvæla. Þessi stefna er veigamikið veganesti þessara þjóða í næstu lotu WTO samningavið- ræðna sem hefst í Seattle í nóvem- ber n.k. Á alþjóðafundi um lífræna rækt- un matvæla í sl. viku, lögðu land- búnaðar- og umhverflsráðherrar Evrópusambandsins áherslu á að hvert svæði fullnægði sem mest af matvælaþörf sinni með fæðufram- leiðslu á staðnum. Flutningur mat- væla heimshorna á milli væri orku- frekur og ylli mikilli mengun. Efling heimaframleiðslu hollra matvæla er því ekki gamli tíminn og landbúnaður er sannarlega mik- ilvægasta atvinnugrein framtíðar- innar. Landbúnaður - atvinnu- vegur framtíðarinnar Um ástæður breytinga á ið- gjöldum ökutækjatrygginga Ljóst má vera, segir Gunnar Felixson, að ekki var undan því vikist að hækka iðgjöld félagsins í lögboðnum ökutækj atryggingum og þær hækkanir eru síst of miklar. vegna breytinga á skaðabótalög- unum 1996 og 1999 og leiðrétta þær iðgjaldalækkanir sem urðu í nóvember 1996. Það verður heldur ekki séð að þær nægi til að rétta við rekstrargrundvöll greinarinn- ar að fullu. Tryggingamiðstöðin vonast til þess að umræður um iðgjöld öku- tækjatrygginga verði málefnalegri en verið hefur. Vátryggingar eru í eðli sínu flókin starfsemi sem er háð mikilli óvissu og því er mikil- vægt að umræður byggi á rökum og séu án fordóma. Tryggingamið- stöðin hefur ávallt leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum sann- gjörn iðgjöld fyrir þá áhættu sem tekin er og vonar að þeir geri sér grein fyrir nauðsyn ofangreindrar hækkunar iðgjalda.“ Höfundur er forstjóri Trygginga- miðstöðvarinnar. Höfundur er landbúnaðarráðherra. 9 „Vegna þeirrar miklu umræðu sem farið hefur fram undanfar- ið um hækkun ið- gjalda ökutækja- trygginga vill Trygg- ingamiðstöðin koma eftirfarandi á fram- færi: Félagið hefur nú hækkað iðgjöld al- gengustu flokka einkabíla um 32-36%. Til þess að gera grein fyrir ástæðum þeirra iðgjaldsbreytinga sem nú eru gerðar er nauðsynlegt að fjalla lítillega um rekstrar- umhverfi ökutækjatrygginga á undanförnum árum. Á árunum 1993 til 1996 má segja að rekstur ökutækjatrygg- inga hjá viðunandi. Þann 1. júlí 1996 var skaðabóta- lögunum breytt á þann veg að slysabætur hækkuðu að meðaltali um 13%, en þegar slysa- og muna- tjón eru vegin saman var hækkun tjóna í lögboðnum ökutækjatrygg- ingum metin u.þ.b. 8,5%. Hafa verður í huga, að iðgjöldum var ekki breytt af þessu tilefni. Um haustið 1996 kom eins og alkunnugt er erlendur vátryggj- andi inn á markaðinn og birti ið- gjaldaskrá í ökutækjatryggingum sem var talsvert lægri en gjald- skrá Tryggingamiðstöðvarinnar. Það var ekki ætlun félagsins að lækka gjaldskrána til jafns við hið erlenda félag, enda töldu stjórn- endur Tryggingamið- stöðvarinnar að þau iðgjöld stæðust ekki og hinn erlendi aðili myndi sjá það áður en langt um liði. Þegar stærsta vátrygginga- félag landsins lækkaði iðgjöld sín um rúm- lega 20% stuttu síðar sá félagið sig tilneytt að lækka iðgjöld á svipaðan hátt, þótt fé- lagið teldi ekki ástæðu til að ganga svo langt. I því sambandi er vís- að til umfjöllunar í ársskýrslu Trygginga- miðstöðvarinnar síð- astliðin tvö ár. Þann 10. mars síðastliðinn sam- þykkti Alþingi lög um breytingar á skaðabótalögum með gildistöku 1. maí síðastliðinn. Tryggingamið- stöðin hefur metið kostnaðaráhrif þessara breytinga út frá tjóna- safni sínu þannig að fjárhæð slysatjóna hækki um 38% að með- altali, en þegar slysa- og munatjón eru vegin saman er hækkun tjóna í lögboðnum ökutækjatryggingum metin u.þ.b. 25%. Þá er ljóst að launaskrið undanfarinna ára hefur leitt til hækkunar slysabóta. Þegar dregin eru saman þau at- riði sem hér hafa verið nefnd má ljóst vera, að ekki var undan því vikist að hækka iðgjöld félagsins í lögboðnum ökutækjatryggingum og þær hækkanir eru síst of mikl- ar. Þessar hækkanir duga ekki til að koma til móts við hækkun tjóna Gunnar Felixson BH - fóðraöur A-B 75-85 BH - ófóöraður B-C 75-85 Buxur - tai string ^ 38-44 Kringiunni 8 simi _ * 'Jríiuniih Iðgjöld í REYKJAVÍKURBREFI Morgunblaðsins sunnudaginn 30. maí 1999 var fjallað um komu og fyi'irlestur prófessors Anthony Giddens og var umfjöll- un blaðsins hin athygli- verðasta. Hins vegar virðist hafa slegið út í fyrir greinarhöfundi í síðasta kaflanum þegar fjallað er um landbún- að, en sú umsögn virð- ist í engu samhengi við annað efni greinarinn- ar. Þar er talað um að uppbygging og þróun upplýsingatækni sé „hinn nýi tími. Land- búnaðurinn er gamli tíminn". Anthony Giddens hefði getað uppfrætt greinarhöfund um að landbúnaður er langstærsti atvinnuvegur heimsins og fæðuframleiðsla landbúnaðarins undirstaða undir allri annarri mannlegri starfsemi og tilvist, þ.á m. að notfæra sér upplýsinga- tækni nútímans. Með auknum mannfjölda í heiminum, sem nær væntanlega 10 milljörðum á næstu þremur áratugum, eykst mikilvægi þessa atvinnuvegar ennfremur. Samkvæmt upplýsingum frá FAO (aprfl 1999) er ekki búist við að korn- framleiðslan árið 1999 sé nægileg til að mæta þörfum markaðarins 1999/2000 og að nauð- synlegt verði að grípa til varabirgða til að mæta þörfinni. FAO telur að erfitt sé að auka fæðuframleiðslu nægilega til að metta alla jarðarbúa um mið- bik næstu aldar og verði því að leggja mikla áherslu á þróun nýrrar tækni og Guðni bættra plöntuafbrigða Ágústsson og búfjárstofna í fram- tíðinni til að mæta þörfinni. Landbúnaðurinn er því sannarlega nýi tíminn og framtíðin en ekki gamli tíminn, eins og grein- arhöfundur heldur fram. Ekki er dregið í efa mikilvægi upplýsingatækni og það að stjórn- völd ættu að huga enn frekar að Landbúnaður Efling heimafram- leiðslu hollra matvæla er því ekki gamli tím- inn, segir Guðni Ágústsson, og landbún- aður er sannarlega mikilvægasta atvinnu- grein framtíðarinnar. þróun þeirra mála. Minnt er samt á að það er hægt að lifa löngu og góðu lífi án þess að hafa aðgang að veraldarvefnum (og jafnvel án far- síma), en ekki er hægt að ímynda sér nokkurn mann njóta þessarar upplýsinga- og samskiptatækni í meira en eina viku, jafnvel í einn dag, á fastandi maga. Kannski var höfundur Reykjavík- urbréfs bara að hugsa um Island þegar hann sagði landbúnaðinn vera „gamla tímann". Að það sé ertu nokkuð að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.