Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ »«|wmuwmwh| N mi » Olitnir |ij|| SIEMtNS Ijíjl 1 i 1 ÞRÍR skólastjórar Grunnskólans í Boi garnesi. F.v.: Kristján Þ. Gísla- son, Guðmundur Sigurðsson og Sigurþór Halldórsson. Morgunblaðið/Lilja Olafsdottir BORN í biðstöðu. Fljótlega kemur að þeirra atriði. 90 ára afmæli grunnskólans fagnað í Borgarnesi Borgarnesi - Grunnskólinn í Borg- amesi hélt upp á 90 ára starfsaf- mæli sitt fimmtudaginn 27. maí sl. Skólinn var stofnsettur árið 1908 í kjölfar fræðslulaganna sem sett voru 1907. Hefur skólastarf verið óslitið í Borgarnesi síðan. Afinæl- ishátíðin var haldin í Iþróttamið- stöðinni í Borgamesi og var vel sótt. Áætlað er að um 750 manns hafi verið á samkomunni. í máli skólastjóra, Kristjáns Þ. Gíslasonar, kom fram að skólastarf í Borgamesi væri fjölbreytt og skólinn hefði á að skipa hæfu starfsfólki. I vetur stunduðu um 330 nemendur nám í skólanum. Unnið er að því að gera skólann einsetinn, en nokkuð vantar á að skólinn ráði yfir nægu húsnæði til að svo megi verða. Er ætlunin að byggja við skólann á næstu tveim- ur ámm þannig að hann þjóni sem best hlutverki sínu í framtíðinni. Dagskrá afmælishátíðarinnar var fjölbreytt og stóð í tvær klukkustundir. Var þar blandað saman töluðu máli og skemmtiat- riðum fluttum af nemendum skól- ans. Sérstaka athygli vöktu atriði yngstu nemendanna, sem byggð- ust á því sem þeir höfðu lært í skólanum. Þá komu fram þrír kór- ar og fjölmörg önnur atriði vom á dagskrá. Skólanum bámst góðar gjafir og kveðjur. I lok vel heppnaðs kvölds komu nemendur 1.-9. bekkjar fram á gólfið í skrúðgöngu og fengu afhentar einkunnir sínar. í lokin þáði fólk veitingar í boði bæjarstjómar Borgarbyggðar. Lionskonur gefa til dvalar- heimilisins Stykkishólmi - Lionsklúbburinn Harpa í Stykkishólmi er að ljúka vetrarstarfi sínu. Nýlega færðu Lionskonur dvalarheimili aldr- aðra í Stykkishólmi að gjöf full- komna hárþurrku handa íbúum heimilisins. Það var Kristín Björnsdóttir forstöðukona sem tók á móti gjöfinni og sagði hana koma að góðum notum. Starfsemi klúbbsins hefur ver- ið öflug og fjölbreytt í vetur og hefur hann m.a. staðið fyrir fjár- öflun til styrktar ýmsum góðum málefnum í bænum. Klúbburinn gaf St. Franciskusspítala stóla í setu- stofu í vetur og á sumardaginn fyrsta færði klúbburinn öllum nemendum í 1. bekk grunnskól- ans reiðhjólahjálma að gjöf og hvatti nemendur til að vera dug- lega að venja sig á að nota þá í umferðinni. Formaður Lionsklúbbsins Hörpu er Ingibjörg Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Arsgamlir þríburar Drangsnesi - Hinn 31. maí sl. áttu þríburabræðumir á Drangsnesi eins árs afmæli. Þeir em hressir og duglegir og þegar þessi mynd var tekin vom þeir að koma inn eftir að hafa verið að leika sér á róló með mömmu og stóm systur. Þeir heita, talið frá vinstri: Gunn- ar Már, Þórir Orn og Guðfinnur Ragnar, og stóra systir sem með þeim er heitir Stella Guðrún og er orðin þriggja ára. STÓRSÝNING Bíla- og búvélasýningar Ingvars Helgasonar og Bílheima um landió Föstudaginn 4. júní Laugar..............10-11.30 Mývatn................ 13-15 Húsavík............... 17-20 Laugardaginn 5. júní Ásbyrgi................. 10-12 Þórshöfn................ 15-17 Vopnafjöróur............ 19-21 Bílheimar ehf. SavorhófOa 2a ■ Slml S 2S 9000 www.biOtelmar.ls Morgunblaðið/Albert Kemp STARFSFÓLK Landsbanka íslands á Fáskrúðsfirði. 25 ára afmæli Landsbanka Islands Fáskrúðsfirði - Útibú Landsbanka íslands, Fáskrúðsfirði, hélt upp á 25 ára aftnæli sitt þar sem öllum við- skiptavinum og velunnurum bank- ans var boðið til veislu. Útibú bankans tók til starfa 29. maí 1974 með yfirtöku á Sparisjóði Fáskrúðsfjarðar. Fyrstu árin var starfsemin í leiguhúsnæði í Félags- heimilinu Skrúð en árið 1981 var flutt í nýtt húsnæði í eigu bankans. Húsið er á tveimur hæðum. í kjall- ara hússins er starfrækt seðla- bankageymsla í eigu Seðlabanka ís: lands sem þjónar Suðurfjörðum. I upphafi störfuðu við bankann 6-7 manns en í kjölfar nýrrar tækni og endurskipulagningar eru þar nú fjögur stöðugildi. Útibússtjóri er Tryggvi Karlsson. Gjafir og samstarfssamningar í tilefni afmælisins afhenti úti- bússtjórinn skólastjóra Grunnskól- ans bókargjöf og gjafabréf fyrir fjórum tölvum. Einnig var samstarfssamningur undirritaður á milli bankans og björgunarsveitarinnar Geisla á Fá- skrúðsfirði og Ungmennafélagsins Leiknis á Fáskrúðsfirði. Báðum þessum samningum íylgdu peningar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason LIONSKONUR í Stykkishólmi færðu dvalarheimilinu hárþurrku að gjöf. Kristín Björnsdóttir forstöðukona tekur á móti gjöfinni og með henni á myndinni eru Kristín Ósk Sigurðardóttir, Þórný Axelsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir úr Lionsklúbbnum Hörpu. Hjúkrunarfræðingar á N orðurlandi funda Húsavík - Norðurlandsdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga efndi til samveru- og heilsueflingardags á Húsavík fyrir hjúkrunarfræðinga á Norðurlandi 29. fyrra mánaðar. Kristín Bjarnadóttir, formaður deildarinnar, ávarpaði viðstadda í upphafi dagsins en Salbjörg Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í geðhjúkrun, flutti erindi sem hún nefndi Hugar- þjálfun. Elín Sigurborg Harðardótt- ir næringarráðgjafi talaði um heilsusamlegt mataræði og Arný Runólfsdóttir jógakennari skýrði jóga íyrir fundarmönnum. Sem eðlilegt er gerðu fræðing- arnir fundarhlé til að fara heilsuefl- ingargöngu um Húsavík. Fræðing- arnir töldu að markmiði dagsins hefði verið náð, þ.e. að fræðast og að huga að eigin líðan og heilsu auk þess að eiga saman ánægjulega samverustund. MorgunblaðiySilli HJÚKRUNARFRÆÐINGARNIR sem tóku þátt í samveru- og heilsu- eflingardeginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.