Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 64
J- 64 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG » J Ábyrgðarleysi í verðlagsmálum ógn- ar stöðugleikanum A FUNDI miðstjórnar Alþýðusam- bands Islands sl. miðvikudag var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Miðstjóm Aiþýðusambands ís- lands bendir á að þær verðlags- hækkanir sem kynntar hafa verið undanfarna daga munu draga úr kaupmætti launafólks. Þessar hækkanir eiga flestar rætur sínar að rekja til ákvarðana Alþingis og framkvæmd þeirra er á ábyrgð rík- isstjórnarinnar. Stjórnvöld verða að sýna vilja sinn í verki til að viðhalda stöðugleikanum. Að gefnu tilefni vill miðstjórn ASÍ árétta að stöðugleiki í efna- hagsmálum verður ekki til af sjálfu sér - honum var komið á með fóm- um launafólks í upphafi þessa ára- tugar og honum þarf að viðhalda með ákveðni og ábyrgri hagstjóm. Þær hækkanir sem nú hafa orðið vom flestar fyrirsjáanlegar og því er eðlilegt að krefjast þess að stjómvöld axli ábyrgð og grípi til viðnámsaðgerða. Launafólk á almennum vinnu- markaði hefur axlað ábyrgð á stöð- ugleikanum, með því að taka tillit til aðstæðna í þjóðfélaginu og þess svig- rúms sem efnahagslífið þolir, við gerð kjarasamninga. Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á að horfa á flesta aðra taka tO sín allt sem þeir geta án tillits til afleiðinganna sem era auknar byrðar á almennt launa- fólk vegna hækkana á útsvari, þjón- ustugjöldum, vöraverði og vöxtum. Þessari þróun verður að snúa við. Það gengur ekki að stórir aðilar í samfélaginu gangi á undan og valdi ábyrgðarleysi í verðlagsmálum þar sem hver getur elt annan í verð- hækkunum uns stöðugleikanum hef- ur verið fórnað. Miðstjóm ASÍ varar við því að verðhækkanir á rafmagni, bensíni og bifreiðatryggingum geta leitt til enn frekari hækkana á vöra og þjónustu annarra fyrirtækja. Sýni opinberir aðilar ekki vilja sinn til að tryggja stöðugleikann í verki mun verkalýðshreyfingin ekki geta beitt sér fyrir félagslegri sátt um launa- og verðlagsstefnu sem er grandvöllur stöðugleikans. Fyrir utan beinan útgjaldaauka almennings vegna verðhækkana undanfarinna daga munu þær einnig þyngja greiðslubyrði lána vegna hækkunar á vísitölu neyslu- verðs og auka skuldir heimilanna. Það getur ekki talist góð hag- stjórn að kynda undir verðbólgu þegar þjóðfélagið er á toppi hag- sveiflunnar með auknum sköttum á bensín. Telji ríkisstjómin nauðsyn- legt að hækka skatta verður hún að tryggja að sú skattheimta hafi sem minnst áhrif á almennt verðlag og á skuldir heimilanna. Það er ábyrgð- arleysi að taka ekki mið af aðstæð- um og fela sig á bak við löngu úrelt- ar vísitölutengingar eða að segja að aðeins sé verið að fylgja áður gerð- um áætlunum. Þar sem Fjármálaeftirlitið telur að bótasjóðir tryggingafélaganna séu of stórir krefst miðstjóm ASÍ að þessar inneignir greiðenda séu notaðar til að lækka iðgjöld." Gengið um slóðir Jóns Ara- sonar í Viðey DAGSKRÁ komandi helgar í Viðey er á þá leið, að á laugardag kl. 14.15, verður gönguferð um slóðir Jóns Arasonar Hólabiskups, en nokkur ömefni og minjar í Viðey tengjast honum. Byrjað verður í kirkjugarð- inum, en þaðan haldið niður í Helj- arkinn, en síðan framhjá Ráðskonu- bás suður fyrir Sjónarhól yfir að Virkinu sem Jón Arason ákvað, að byggt skyldi. Þaðan verður haldið meðfram Áttæringsvör og Sauð- húsavör, um Hjallana yfir á veginn og loks gengið á Klausturhólinn. Þetta er stutt ganga og henni lýkur með því að skoða fomleifagröftinn og fleira heima við. Á sunnudag messar sr. Hjalti Guðmundsson kl. 14 með aðstoð Dómkórs og dómorganista en eftir messu verður svo staðarskoðun. Hún hefst í kirkjunni, þar sem saga eyjarinnar er rakin í stóram drátt- um og kirkjan skoðuð. Síðan er far- ið út, fomleifagröfturinn sýndur og fleira þar í grennd, einnig útsýnið af Heljarkinn, hæðinni austan Stof- unnar. Að lokum verður Stofan sjálf sýnd. Staðarskoðun tekur innan við klukkustund og er öllum auðveld. Veitingahúsið er opið og hesta- leigan er tekin til starfa. Um helgar fer Viðeyjarferjan á klukkustundar- fresti frá kl. 13-17 úr landi og á hálfa tímanum í land aftur. Sérstök ferð er með kirkjugesti kl. 13.30. Opið hús Haf- rannsóknastofn- unar í Olafsvík OPIÐ hús verður laugardaginn 5. júní í útibúi Hafrannsóknastofnun- ar við Norðurgarð í Ólafsvík. Kynnt verður starfsemi stofnunarinnar og allar helstu rannsóknir sem þar era unnar. Kynningin verður í tengsl- um við hátíðarhöld sjómanna og í samstarfí við Fiskmarkað Breiða- fjarðar. Forstjóri Hafrannsóknastofnun- ar, Jóhann Sigurjónsson, mun flytja fyrirlestur á Hótel Höfða í Ólafsvík og hefst hann kl 11. Útibúið verður síðan opnað kl. 12:30 og þar verður veggspjalda- sýning, víðsjár sem hægt er að skoða í ýmis smádýr, myndbanda- sýning auk ýmiss fróðleiks um starfsemina. Á Fiskmarkaði Breiðafjarðar í Ólafsvík verður fiskasýning og kynning á helstu nytjafískum. Þar verða einnig lifandi dýr í búri sem vafalaust munu gleðja yngstu kyn- slóðina, segir í fréttatilkynningu. Veggspjöld og víðsjár verða uppi við vikuna á eftir, fyrir þá sem hafa áhuga en komast ekki þennan dag. Jarðfræði- ganga í Brenni- steinsQöll FERÐAFÉLAG íslands efnir til gönguferðar laugardaginn 5. júní kl. 10.30 í brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum með Ægi Sig- urðssyni, jarðfræðingi. Brottfór er frá BSI, austanmegin, og Mörkinni 6 og verður ekið að Kristjánsdalahomi við nýja Blá- fjallaveginn og er gengið að Þrí- hnúkum með gígnum og þaðan í brennisteinsnámumar. Til baka verður haldið um Grindarskörð en áætlað er að gangan taki um 6 klst. í ferðinni verða m.a. skoðaðar sér- stæðar jarðmyndanir. Málfundur um baráttu bænda við gjaldþrot MÁLFUNDAFÉ LAG aðstandenda vikublaðsins Militant stendur að málfundi fóstudaginn 4. júní kl. 17.30 að Klapparstíg 26,2. hæð. Fundarefni er barátta bænda við gjaldþrot: Kaupfélag Þingeyinga hlutað sundur, inneign skuldugra bændafjölskyldna í hættu, kreppan í landbúnaði og viðhorf bænda. Sigurður J. Haraldsson, félagi í Eflingu í Reykjavík og Ungum sósí- alistum, flytur frásögn af vettvangi. VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Greiðslukort tekin fram yfir peninga ÓÁNÆGÐUR viðskipta- vinur hafði samband við Velvakanda og sagði farir sínar ekki sléttar þegar hún hugðist taka bfla- leigubfl. Hún sagðist hafa haft næga peninga en fékk ekki bflinn þar sem hún hafði ekki greiðslu- kort. Varð hún bæði hissa og reið og fannst hart að peningamir hennar skuli hafa verið einskis virði. Sagði hún þetta einkenni- lega viðsldptahætti og innti eftir því hvort ekki væri hægt að setja þessa bíla í kaskó. Hún sagði viðskiptahætti af þessu tagi fyrirfinnast víðar og að viðskiptavinir ættu að eiga frjálst val um hvort þeir notuðu peninga eða greiðslukort en ekki að setja staðgreiðslufólk út í horn í samfélaginu. Hún spyr hvursu langt þetta eigi að ganga og hvort það renni upp sá dagur að ekki sé hægt að kaupa í matinn ef greiðslukort séu ekki fyrii' hendi. Hundaeigendur athugið VELVAKANDA barst eftirfarandi: Ég bý í Mosfellsbæ. Á hverju ári þríf ég garðinn minn og í leiðinni gjaman fyrir utan lóðina á stígn- um, en þar er útivistar- svæði. I gær þegar ég var að þrífa fann ég einn plastpoka á lóðinni minni en hundaeigandi hafði sett skít í pokann eftir hund- inn sinn og hent inn á lóð- ina hjá mér. Sama dag fann ég tvo aðra poka á stígnum. Fólk virðist taka skítinn frá hundunum, setja í poka, en henda síð- an pokanum frá sér eða setja hann undir steina. Finnst mér betra að hundurinn fái að gera þarfir sínar á göngustíg- inn frekar en að setja það í poka sem eyðist ekki. Kona í Mosfellsbæ. Tapað/fundið Barnareiðhjól fannst LÍTIÐ reiðhjól, rautt og gult, af enskri gerð, fannst í garði í Austur- bænum. Uppl. í síma 568 6781. Dúnúlpa tapaðist DÖKKBLÁ og svört dún- úlpa og rauð húfa tapaðist við íþróttahúsið Austur- berg í Breiðholti sl. mið- vikudag. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 587 7232. Sólgleraugu/ sjóngleraugu týndust DÖKK sólgleraugu sem einnig eru sjóngleraugu týndust kringum 20. maí milli Hverfisgötu og Laugavegs - Klapparstígs um miðjan dag líklega. Þeirra er sárlega saknað. Fundarlaun. Vinsamlega hafið samband við Jón Helga í síma 552 7549. Armbandsúr í óskilum ARMBANDSÚR fannst við skýli nr. 4 á Reykja- víkurflugvelli. Upplýsing- ar í síma 554 2226. Ullarkápa tekin í misgripum DÖKKBLÁ ullarkápa, ný- leg, hefur verið tekin í misgripum, gæti hafa ver- ið í safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar. Kápunnar er sárt saknað. Sá sem kann- ast við kápuna hafi sam- band við Ástu í síma 552 9716. Dýrahald Kettlingar fást gefíns TVEIR kettlingar fást gefins, læða og fress. Upplýsingar í síma 482- 3027. Kettlingur fæst gefins SEX mánaða fallegur kettlingur, högni, fæst gefins á gott heimili vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Kisan er bólusett og fylgja henni ýmsir hlutir. Úppl. gefur Valerie í síma 562 6301 og talar hún ensku. Kettlingur í óskilum í Hafnarfírði KETTLINGUR, grár með hvíta bringu og lopp- ur, er í óskilum. Fannst í nágrenni klaustursins í Hafnarfirði íyrir 3 vikum síðan. Upplýsingar í síma 862 8192. hótuninni 31. Bg7 og 32. Dh6 með máti á svörtu reitunum) 30. - Dc5 31. He5 - Hfc8 32. Hxc5 - Hxc5 33. Re5 - Hxe5 34. Dxe5 - b3 35. Bcl - Hc8 36. Df4 og svartur gafst upp. Nikolic var eini skákmaðurinn með fullt hús eftir þrjár umferðir. Piket var HVÍTUR leikur og vinnur. annar með tvo og hálf- an vinning og Van STAÐAN kom upp á hol- Wely þriðji með tvo vinn- lenska meistaramótinu í inga. SKAK Umsjón Margeir Pétursson ár. Predrag Nikolic (2.633) hafði hvítt og átti leik gegn Loek Van Weiy (2.632). 27. Hxd7! - Dxd7 28. Rf6+ - Bxf6 29. exf6 - Da7 30. Dg5 (Svartur á nú enga viðunandi vöm við COSPER VIÐ erum í skattstjóraleik. Víkverji skrifar... UTGÁFA nýrra vegabréfa hófst í vikunni og samkvæmt þjóðleg- um venjum var nýjum ráðherra dómsmála, Sólveigu Pétursdóttur, afhent fyrsta eintakið að viðstöddum fulltrúum fjölmiðla. Víkverji veltir því fyrir sér hvort finna megi mörg lönd í heiminum þar sem varla má opna ísbúð án þess að ráðherra sé þar mættur til að gefa slíkum „stór- atburði“ verðugan þunga. Nýja vegabréfíð ku sniðið að nú- tímanum. Það mun vera tölvulesan- legt auk þess sem öryggisþættir þess eiga að vera eins fullkomnir og möguleiki er á. Þannig mun að finna hvorki fleiri né færri en átta myndir af handhafanum í vegabréfinu. Víkverji, sem aldrei ferðast út fyr- ir landsteinana og hefur aðeins einu sinni komið í Stykkishólm, hefur ákveðið að bíða með að endurnýja vegabréfið sitt þar til hann hefur fengið fullnægjandi tryggingar fyrir því að ekki sé að finna myndir af öll- um tólf ráðherram ríkisstjórnarinn- aríþvínýja. I fréttum af þessum merkisat- burði kom ekki fram hvort Sólveig Pétursdóttir hefði greitt fyrir vega- bréfið sitt nýja. Það verður nefnilega ekki gefið almenningi. Framvegis munu menn þurfa að reiða fram 4.600 krónur fyrir nýtt vegabréf. Liggi þeim hinum sama ósköpin öll á að yfirgefa fósturjörðina kostar rúm- ar 9.000 krónur að komast yfir þetta nauðsynlega plagg. Víkveiji veltir því íyrir sér hvern- ig réttlæta megi þetta verð fyrir þessa þjónustu. Reyndar hefur verð á alls kyns skírteinum, sem hið opin- bera gefur út og þvingar menn til að bera, hækkað gífurlega á síðustu ár- um. Virðist svo sem hér sé fundin tekjuöflunarleið fyrir ríkisstofnanir, sem almenningur geti engan veginn andæft. Að minnsta kosti hefur Vík- verji ekki heyrt að neytendafrömuð- ir og verkalýðsleiðtogar hafi mót- mælt þessum rándýra þvingunum. XXX ÍKVERJI hefur ekki nýtt sér góðærið með því að festa kaup á jeppa til Jiess að geta unnið náttúra- spjöll á Islandi vetur, sumar, vor og haust. Hann undrast hins vegar tíðar fréttir í íslenskum fjölmiðlum af ferðum jeppamanna. Nú nýverið hef- ur fyrirferðarmikill fréttaflutningur af ferð íslenskra jeppaeigenda yfir Grænlandsjökul tröllriðið fjölmiðl- um. Víkverji fær ekki séð að þetta uppátæki sé áhugavert eða svo frétt- næmt í sjálfu sér að ástæða sé til að fylgjast með þessum leiðangri eins og um tunglferð væri að ræða. Vafa- laust munu íslenskir jeppamenn fá tækifæri til að spilla ósnortinni feg- urð tunglsins í góðæri framtíðarinn- ar. Eru öll áhugamál manna frétt- næm hér í fámenninu? xxx • • OLLU athyglisverðari þótti Vík- verja frétt í Morgunblaðinu þess efnis að Tal hf. hefði gefið nokkram heyrnarskertum nemendum við Vesturhlíðaskóla og foreldram þeirra GSM-síma. Komið hefur í ljós að þessi nýja tækni hentar heyrnar- skertum sérlega vel því þeir geta nýtt sér þá möguleika sem símarnir gefa til að senda textaskilaboð á milli þeirra. Víkverja þótti þetta lofsvert framtak af hálfu símafyrirtækisins og ánægjuleg sönnun þess hvernig ný tækni getur breytt lífi margra sem eiga við einhverja fótlun að stríða. XXX YFIRGENGILEGAR hækkanir vátryggingafélaga á iðgjöldum bifreiðatrygginga hafa eðlilega vakið mikla reiði í þjóðfélaginu enda hafa fullnægjandi rök íyrir þeim ekki ver- ið borin fram. Víkverji skilur reynd- ar ekki þennan nýja veruleika inter- nets og frjálsra viðskipta en hann hefði haldið að menn gætu einfald- lega leitað til erlendra fyrirtækja í þessu skyni. Hafa fulltníar alþjóð- legra tryggingafélaga, FÍB og Neyt- endasamtökin kannað þá möguleika sem gefast erlendis á heildartrygg- ingum? Sú spurning vaknar hvort erlend tryggingafélög séu ekki tilbú- in til að bjóða lægri iðgjöld bifreiða- trygginga taki menn upp heildarvið- skipti við þau. Víkverja sýnist að minnsta kosti ljóst að ástæðulaust sé með öllu fyrir almenning í þessu landi að sýna íslenskum tryggingafé- lögum hollustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.