Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 68
MCRGUNBLAÐIÐ *68 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 FÓLK í FRÉTTUM SÝNINGIN var glæsileg og gestir fögnuðu ákaft að henni lokinni. Silja er önnur frá hægri. SILJA Schandorff er ættuð frá Islandi. Hún hafði aldrei komið hingað áður né haft samband við ættingja sína. Ein úr hópi konunglega danska ballettsins á ættir að rekja til íslands Fj ölskyldutengsl endurnýjuð ÞAÐ var hjartnæm stund þegar ballerínan Silja Schandorff úr kon- unglega danska hallettinum hitti ís- lenska ættingja sína í fyrsta skipti. Fundum þeirra bar saman eftir sýningu dansflokksins í Þjóðleik- húsinu þann 2. júm'. Móðuramma Silju, Rósa Sveins- dóttir, var íslensk en flutti til Dan- merkur þegar hún var átján ára. Rósa hafði eftir það h'tið sambandi við heimahagana og því hafa fjöl- ^ skyldutengslin aldrei verið sterk milli afkomenda hennar og fjöl- skyldunnar hér heima. I samtali við blaðamann sagðist Silja hafa grafið upp nafn eins ætt- ingja sinna þegar hún fréttj af ferð dansflokksins til Islands. „Eg vissi ekkert um ættingja mína nema bara að ég ætti ættir að rekja hing- að. Amma mín dó þegar ég var mjög lftil og því heyrði ég aldrei neitt um Island,“ sagði ballerínan sem þótti yndislegt að hitta ís- lenska ættingja sína í fyrsta skiptið. Öðruvísi að dansa á Islandi Silja sagði það sérstaka reynslu að koma fram á íslandi. „Ég var full eftirvæntingar yfír að fá að dansa hér vegna upprunans, mér fannst skrítið að vita til þess að í salnum væru ættingjar mínir að fylgjast með sýningunni og sjá mig í fyrsta skipti.“ Hún segist alltaf hafa verið stolt yfir að vera af ís- lensku bergi brotin þrátt fyrir að hafa ekki komið hingað áður.“ Vill koma aftur Silja getur lítið skoðað sig um í ferð sinni hingað, enda verður dansflokkurinn aðeins fáa daga á íslandi. Hún segist vel geta hugsað sér að koma hingað síðar og þá á eigin vegum. Ættingjar Silju sögðust ekki hafa vitað af tilvist hennar fyrr en hún hafði nýverið samband, en þær voru ákveðnar í að halda fjöl- skyldutengslunum við. ÍA(œturgatinn Smiðjuvegi 14, %ópavogi, sími 587 6080 I kvöld og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Gammel dansk Lifandi tónlist fyrir lifandi fólk - Opið frá kl. 22—3 Morgunblaðið/Jón Svavarsson DANSMÆRIN með frænkum sínum eftir sýninguna, frá vinstri: Hrönn Stefánsdóttir, Margrét Ragnarsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Ingunn Stefánsdóttir, Helga Ragnarsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Silja Schandorff og Kristín Stefánsdóttir. KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga nýjustu mynd Woody Allens, Celebrity, með Kenneth Branagh og Judy Davis í aðalhlutverkum KENNETH Branagh fer með hlutverk rithöfundar- ins Lee. JUDY Davis og Joe Mantegna sem Robin og Tony. Frægð í fyrirrúmi Lí Frumsýning EE Simon (Kenneth Branagh) er rithöfundur sem I hefur ekki átt miklum vin- sældum að fagna. Hann hefur því snúið sér að greinaskrifum í tímarit sem fjallar um heim fræga og fallega fólksins. I gegnum starf sitt á tíma- ritinu og með kvikmyndahandrit í farteskinu er Lee kominn með annan fótinn inn í heim fræga fólksins og hann dreymir um að komast í hóp stjarnanna. Fyrrverandi kona Lee, Robin (Ju- dy Davis), er ein taugahrúga eftir skilnaðinn og tilbúin í hvað sem er ef hún getur komið lífi sínu í fyrra horf. Þegar hún íhugar fegrunar- aðgerð hittir hún sjónvarpsframleið- andann Tony Gar- della (Joe Man- tegna) sem veitir henni aðra sýn á til- veruna og CARLIZE Theron í hlutverki frægrar fyrirsætu sem heillar Lee. vegur hennar til frægðar og frama virðist vera í augsýn. Velgengni fyrrverandi eiginkonu er Lee óskiljanleg, enda telur hann að þeir frægu hljóti að vinna meira og vera miklum mun hæfileikaríkari en hinn venjulegi meðaljón. Hann telur því að ef hann geti aðeins kom- ið sér örlítið nær frægðinni muni hans tími renna upp. En angistar- fullar tilraunir hans til að baða sig í frægðarljósinu vekja upp aðrar til- finningar hjá glæsibúnum stjörnu- fansi en upphaflega var til ætlast. Celebrity er 31. mynd leikstjórans Woody Allens sem fyrir löngu hefur skapað sér nafn sem einn athyglis- verðasti leikstjóri aldarinnar. I gam- anmyndinni Celebrity veltir Allen upp spurningum um frægð og frama og persóna hans sjálfs er aldrei langt undan eins og sjá má í tilvistar- kreppu aðalpersónu myndarinnar, rithöfundarins Lee, sem er hvergi hlíft frekar en öðrum persónum myndarinnar undan hárfínu háði leikstjórans. Eftirsókn persónanna og hamagangurinn við að öðlast sína fimmtán mínútna frægð verður í höndum Allens gamansöm en hár- beitt samfélagslýsing á bandarísku þjóðfélagi. Allen teflh- fram heilum stjörnu- skara af frægum leikurum, enda vel við hæfi í mynd sem hefur frægðina að yrkisefni. Kenneth Branagh hefur skilið Shakespeare eftir heima í Bretlandi og leikur Lee sem líkist talsvert höfundi sínum, Allen. Leik- konan Judy Davis hefui- oft unnið með Allen áður og leikur veigamikið hlutverk eiginkonunnar Robin. Auk þeirra eru þau Hank Azaria, Melanie Griffith, Leonardo DiCaprio, Famke Janssen, Joe Mantegna, Bebe Neuwirth, Winona Ryder, Charlize Theron í smærri hlutverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.