Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ um í Tveim tvöföldum. Síðustu sýningar Þjóðleikhúsið Tveir tvöfaldir SÝNINGUM á gamanleiknum Tveir tvöfaldir fer að ljúka og verða síðustu sýningar á morgun, laugar- dag, og laugardaginn 12. júní. Leikritið er eftir Ray Cooney, og hefur gengið fyrir fullu húsi á Stóra sviði Þjóðleikhússins í vetur. Þessi farsi er þýddur og staðfærður af Arna Ibsen og lýsir því hvað gerist þegai’ einn af þingmönnum þjóðar- innar leigir sér hótelherbergi til þess að gamna sér þar einn eftir- miðdag með starfsstúlku úr heil- brigðisráðuneytinu. I helstu hlutverkum eru Hilmir Snær Guðnason, Örn Amason og Edda Heiðrún Backman en með önnur stór hlutverk fara Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson, Kjartan Guðjónson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Randver Þorláksson, Halldóra Bjömsdóttir og Anna Kristín Amgrímsdóttir. Nýjar bækur • „RING of Seasons“er eftir Terry G. Lacy. Bókin kemur nú út í kiljuformi en var áður til inn- bundin. I bókinni fléttar höfundurinn saman frásögn af daglegu lífí í ís- lensku samfélagi samtímans og yf- irgripsmikilli lýs- ingu á jarðfræði, sögu, trúarlífi, stjórnmálum og menningu þjóðar- innar frá upphafi byggðar. Höfundi tekst einnig að Terry G. Lacy flétta saman sjón- arhomi á mannlíf á Islandi séð með augum útlend- ings og þess sem hér þekkir vel til og veita þannig dýpri innsýn í líf og tilvem íslendinga en gengur og gerist. Höfundurinn Terry G. Lacy er frá Bandaríkjunum, en hún hefur verið búsett hér á landi um árabil. Útgefandi er Háskólaútgáfan í samvinnu við bókaútgáfu Michig- an-háskóla. Bókin er 297 bls. Verð 1.980, kilja en innbundin 3.822. _______LISTIR____ Kaldalónskvöld TONLIST Víðistaðakirkja SÖNGTÓNLEIKAR Bergþór Pálsson, Þórunn Guðmunds- dóttir, Garðar Cortes, Signý Sæ- mundsdóttir og Borgarkórinn sungu tónlist eftir Sigvalda Kaldalóns, kór- stjóri var Sigvaldi Snær Kaldalóns og píanóleikari Ólafur Vignir Alberts- son. Miðvikudagskvöld kl. 20.30. ÞAÐ er sjaldgæft, en áhugavert, að eiga þess kost að heyra mörg sönglög eins tónskálds á einum tón- leikum. Þannig gefst heilsteyptari sýn yfir höfundarverk tónskáldsins og betri möguleiki á að skynja sam- hengi og samfellu í verkunum og bera þau saman. Óhætt er að full- yrða að sönglög Sigvalda Kaldalóns séu meðal vinsælustu sönglaga sem nokkurt íslenskt tónskáld hefur samið, og af fjölmenninu á Kalda- lónskvöldi í Víðistaðakirkju á mið- vikudagskvöldið má ráða að vin- sældir þeirra séu talsverðar enn, meir en hálfri öld eftir andlát tón- skáldsins. I kynningu á tónleikunum sagði Júlíus Vífill Ingvarsson stuttlega frá ferli Sigvalda, meðal annars því, að honum hefði á sínum tíma verið boð- in staða dómorganista. Júlíus Vífill velti þeirri spurningu upp hvað orð- ið hefði úr tónskáldinu Sigvalda ef hann hefði þegið starfið, lagt læknis- töskuna á hilluna og farið að helga sig tónlistinni eingöngu. Það er erfitt um slíkt að spá; - eflaust hefði hann sankað að sér meiri þekkingu á tónlist og orðið færari tónlistarmað- ur, en ekki er víst að hann hefði endilega farið að semja fleiri og betri verk. Sönglög Sigvalda Kalda- lóns eru mörg, og eins og eðlilegt er, eru þau misjöfn að gæðum; - sum einfóld og rislítil, meðan önnur eru afbragð annarra sönglaga. Bestu lög Sigvalda eru þau sem eru eins og sprottin af augnablikinu, þau sem samin eru við ljóð sem í er óþreyja, harmur, á_st eða önnur knýjandi dramatík. I slíkum kveðskap virðist náðargáfa tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns hafa fundið sér far- sælasta farveginn. Lög af þessu tagi eru ótalmörg og öll elskuð og marg- sungin. Þar eru Stormar og Heimir, Kveldriður, Á Sprengisandi, Fjallið eina, Leitin, Ég lít í anda liðna tíð, Leiðsla, Þú eina hjartans yndið mitt, Svanasöngur á heiði, Ave María og Ásareiðin. Þetta eru engar kyrralífs- myndir heldur miklar sögur, hlaðn- ar tilfinningum, dulúð og litríku myndmáli, og þetta eru lög sem hvert skólabarn ætti að læra að þekkja sem vörður á leið íslendinga til nútíma menningar. Fjórir einsöngvarar sungu á Kaldalónskvöldinu, þrjú til fjögur lög hver, að viðbættu aukalagi. Þetta úrvalslið söngvara, Bergþór Pálsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Garðar Cortes og Signý Sæmunds- dóttir, söng lög Sigvalda tilgerðar- laust og af einlægri tilfinningu. Á ekkert þeirra er hallað þótt Garðar Cortes verði nefndur sem maður kvöldsins. Kveldriður var hreinlega frábært í flutningi hans og Ólafs Vignis Albertssonar, og sömuleiðis Heimir. Garðar hefur þann hæfí- leika að heilla heilan sal á auga- bragði með músíkgáfu sinni. Auka- lag hans, Kata litla í Koti, var sömu- leiðis stórskemmtilegt í kómískri og stílfærðri útfærslu Garðars. Berg- þór Pálsson söng fjögur vorlög, Vor- ar samt, Vorvísur, Vorsins frið og Vorvind. Fágun og elegans ein- kenndi flutning Bergþórs, - en best- ur var hann er hann brá sér í tenór- hlutverkið og söng Stoma með miklum stæl. Þórunn Guðmunds- dóttir söng tvær vögguvísur, Sofðu, sofðu góði og Sofðu unga ástin mín, Mánann og Fjallið eina. Það er erfitt fyrir marga að hugsa sér Fjallið eina án Sigurðar Ölafssonar sem söng fast í þjóðarsálina á sínum tíma. Þórunni Guðmundsdóttur tókst þó að syngja það „upp á nýtt“ og gera það stórvel. Signý Sæ- mundsdóttir hlaut í sinn hlut lögin Svanurinn minn syngur, Ég gleymi því aldrei, Ég lít í anda liðna tíð og Leitina. Ég lít í anda liðna tíð var hennar stóra númer, - ákaflega fal- lega sungið, með hlýju og angurvær- um trega. Signý söng ennfremur einsöng með Borgarkórnum í síðustu atrið- um dagskrárinnar. Fyrst söng þó kórinn einn lagið Reykjavík, sem er ekki meðal bestu laga Sigvalda, - fremur einsleitt, hómófónískt og „hljóðfærinu" kór lítið sem ekkert beitt til að auka á fjölbreytnina í út- setningunni. Kórlög Sigvalda um Dansinn í Hruna úr samnefndu leik- riti Indriða Einarssonar eru viða- meiri tónsmíðar og litríkari að öllu leyti. Þar er teflt saman andstæðun- um í dynjandi dansi hinna feigu kirkjugesta í Hruna og mjúkum rómi hreinleikans og sakleysisins í gervi heimasætunnar sem bjargast frá öllu saman. Kórinn undir stjórn Sigvalda Snæs Kaldalóns, Signý og Ólafur Vignir gerðu þetta ljómandi vel og drógu skýrt fram þessar dramatísku andstæður. Eftir mikið klapp tónleikagesta í tónleikalok, sungu allir viðstaddir saman eitt þekktasta lag Sigvalda Kaldalóns, Island ögrum skorið. Bergþóra Jónsdóttir DA Camera ásamt stjórnandanum, Sigursveini Magnússyni. s Da Camera til Italíu STRENGJASVEIT Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar, Da Ca- mera, heldur tónleika í Selijarnar- neskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 og eru tónleikamir loka- hnykkurinn á undirbúningi og fjáröflun sveitarinnar fyrir Italíu- ferð laugardaginn 5. júnf. Þar verður leikið á þremur stöðum og flutt verk eftir Hafliða Hallgríms- son, Johann Svendsen, Benjamin Britten, Béla Bartók, Georg Friedrich Handel og Thomaso Al- binoni. Stjórnandi hljómsveitarinn- ar er Sigursveinn Magnússon. Málverk og leir í Norska hiísinu Stykkishdlmur. Morgunblaðið. SUMARSTARF Norska hússins í Stykkishólmi er hafið. Boðið verður upp á sýningar og eins er byggða- safnið til sýnis. Fyrsta sýning sum- arins var opnuð 30. maí s.l. Þar sýna Kristín Geirsdóttir og Bryndís Jónsdóttir en þær eru báðar með vinnustofur á Korpúlfsstöðum. Kristín útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskólanum, málara- deild, árið 1989. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga. Hún var bæj- arlistamaður Kópavogs árið 1995 og er nú á sex mánaða starfslaunum myndlistarmanna. Kristín sýnir níu verk sem eru máluð á þessu og síð- asta ári. Verkin eru máluð í mörg- um lögum til að fá fram í myndirnar víðáttu og dýpt. Bryndís útskrifaðist úr sama skóla, leirlist, árið 1978. Hún hefur einnig haldið einkasýningar. Hún hefur verið virk í sinni listsköpun. Á síðasta ári dvaldi hún á gesta- vinnustofu myndlistarmanna á Sveaborg í Finnlandi. Á sýningunni í Norska húsinu eru fimm leirverk eftir Bryndísi, sem eru gerð á síð- Morgunblaðið/Gunnlaugur BRYNDIS Jónsdóttir og Kristín Geirsdóttir við verk sín í Norska húsinu. ustu árum. alla daga frá kl. 11-17 fram til 6. júlí Sýningin í Norska húsinu er opin en þá tekur önnur sýning við. Gluggasýn- ing í Meist- ara Jakob GUÐNÝ Hafsteinsdóttir sýnir í glugga Meistara Jakobs dag- ana 5.-19. júni. Nýverið var Guðný með einkasýningu í Sverrissal Hafnarborgar. Guðný hefur verið að skoða gömul mynstur og form frá fyrri tíð og færa í nýjan búning. Verkin í glugga Meistara Jak- obs eru nytjahlutir úr gleri og postulíni. Guðný lauk kennaraprófi frá KHÍ 1981 og námi frá leirlist- ardeild MHI 1995. Hún var við nám í Danmörku einn vetur. Einnig var hún gestanemandi við Listiðnaðarháskólann í Helsinki og á alþjóðlegum leir- listarvinnustofum í Ungverja- landi. Guðný hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Meistari Jakob er rekinn af 11 lista- mönnum og er til húsa að Skólavörðustíg. Sumardjass á Jdmfrúnni HIN árlega sumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu hefst á morg- un, laugardag, kl. 16. Þá koma fram söngkonan Andrea Gylfa- dóttir og Eðvarð Lár- usson gítar- leikari, en þau munu flytja djass- og blús- tónlist af ýms- um toga. Tónleikai’nir fara fram utandyra, á Jómfrúar- torginu, ef veður leyfir, annars inni á Jómfrúnni. Sumardjass verður síðan á Jómfrúnni alla laugardaga í sumar á sama tíma, kl. 16-18. Dagskráin verðm- kynnt í hverri viku. Þetta er fjórða árið sem Jómfrúin heldur útidjasstón- leika. Umsjónarmaður sumar- djassins er Sigurður Flosason. Davíð Örn sýnir í Galleríi Geysi DAVÍÐ Örn Halldórsson opnar sína fyrstu einkasýningu í Gall- eríi Geysi - Hinu Húsinu v/Ing- ólfstorg á morgun, laugardag, kl. 16. Davíð var að ljúka námi við myndlistardeild Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og mun hefja nám í grafíkdeild Listahá- skóla Islands í haust. Sýningin hefur yfirskriftina „Fallnir fé- lagar“ og er Davíð í verkum sínum að varpa fram þeirri hugmynd að grenitré séu fórn- arlömb jólahátíðarinnar. Sýningin stendur til 20. júní og er opin alla virka daga frá kl. 8-18. Einsöngstón- leikar á Flúðum GUÐRÍÐUR Júlíusdótth’ sópransöngkona heldur ein- söngstónleika í Félagsheimilinu Flúðum í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20.30. Undirleikari á píanó er Agnes Löve. Tónleik- arnir eru haldnir í tilefni þess að Guðríður hefur lokið 8. stigs- prófi frá Tónlistarskóla Rang- æinga. Á efnisskránni eru bæði ís- lensk og erlend sönglög ásamt ítölskum aríum. Andrea Gylfaddttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.