Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 31 Höfðu ná- kvæmar veður- upplýsingar Little Rock, Washington. AP. FLUGSTJÓRI MD-80-þotu Amer- ican Airlines, sem fórst við Little Rock í Bandaríkjunum á þriðju- dagskvöld, hafði nákvæmar upplýs- ingar um versnandi veður þegar hann lenti, að því er haft var eftir öryggismálafullti-úa í gær. „Pað er undir flugstjóranum komið hvort hann lendir eða ekki, en hann verður að taka ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem hann hefur,“ sagði George Black, talsmaður Samgönguöryggisnefnd- ar Bandaríkjanna. „Við vitum að aðstæður voru mjög erfíðar, veðrið var sífellt að breytast.“ Black sagði að talið væri að flugumferðarstjóri hefði látið flugmönnum MD-80-þot- unnar í té nákvæmar veðurupplýs- ingar meðan á aðflugi stóð. Sjö enn í lífshættu Níu manns fórust er vélin brot- lenti skömmu fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld í gífurlegri úr- komu, eldingaveðri og miklum vindi, allt að 39 m/s. Rúmlega átta- tíu slösuðust, og í gær voru sjö enn í h'fshættu. Um borð voru 145 manns, en flugstjórinn, Richard Buschmann, var meðal þeirra sem fórust. Hann hafði starfað lengi hjá American Airlines og flogið MD-80- vélum í um 5.500 stundir. Þeir sem rannsaka orsakir slyss- ins biðu í gær leyfís lækna að fá að tala við aðstoðarflugmanninn um atburðinn. Rannsakendur lögðu áherslu á það í gær, að auk veðurs- ins kæmu margir aðrir þættir til greina. Meðal þess sem rannsakað verður er langur vinnudagur flug- mannanna, þeir höfðu verið að störfum í 13 og hálfa klukkustund er vélin fórst, en hámarkslengd vinnudags hjá flugmönnum Amer- ican Airlines er 14 klukkustundir. Bandaríska loftferðaeftirlitið (FAA) takmarkar vinnudag flug- manna við 16 klukkustundir, þar af átta á flugi. Brautin rannsökuð Athugað verður hvort flugmönn- unum kunni að hafa legið á að koma vélinni á áfangastað um kvöldið, til þess að forðast tafír daginn eftir, og hvort það kunni að hafa átt þátt í því að slysið varð. Black sagði enn- fremur að athugaðar verði raufir, sem liggja þvert á flugbrautina og eiga að koma í veg fyrir að flugvél- AP FLAK MD-80-þotu American Airlines við flugvöllinn í Little Rock. Varkár viðbrögð við samþykkt Serba á friðartillögum vesturveldanna og Rússa NATO-herinn í Makedóníu til- búinn að halda inn í Kosovo AP SLOBODAN Milosevic Júgóslavíuforseti á fundi með Martti Ahtisaari og Viktor Tsjernomyrdín í gær. Skopje, Belgrad, Köln. Reuters, AFP. ÞÆIt hersveitir Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) sem staðsettar eru í Makedóníu gætu verið komnar inn í Kosovo innan tveggja daga frá því samkomulag næst um að binda enda á átökin í Júgóslavíu, jafnvel þótt fjöldi hermanna á svæðinu sé alls ekki jafn mikill og NATO myndi vilja, að sögn hernaðarfull- trúa hjá bandalaginu. Yfírmenn NATO reikna með að hermennirnir muni þurfa að vara sig á jarð- sprengjum og litlum skæruhópum en að ekki þurfí að hafa miklar áhyggjur af öflugri mótspyrnu í héraðinu. „Hin opinbera afstaða er sú að við gætum verið komnir inn í Kosovo innan 48 klukkustunda frá því vopnahlé er boðað," sagði ónafngreindur fulltrúi hjá NATO í Makedóníu. „Staðreyndin er þó sú að ef nauðsyn krefur getum við ver- ið komnir á staðinn enn fyrr.“ Hermannanna bíður sannarlega ekki létt verk því Kosovo er sem sviðin jörð, heilu þorpin hafa verið lögð í rúst, brýr yfir ár í héraðinu eru ónýtar, fjallgöng teppt, járn- brautarlínur eyðilagðar og sjálfsagt mun vanta vatn, mat, húsaskjól og föt þegar flóttafólk tekur að streyma aftur til síns heima. Jafnframt er ljóst að ýmsar hættur bíða flóttafólksins því ör- uggt er talið að Serbar hafi komið fyrir fjölda jarðsprengna í Kosovo og reynslan sýnir mönnum að óbreyttir borgarar fara sjaldnast nægilega gætilega við slík skilyrði. „Við óttumst að flóttafólkið komist í návígi við jarðsprengjurnar áður en okkur tekst að gera þær skáðlaus- ar,“ sagði yfirmaður í NATO-hem- um sem staðsettur er í Makedóníu. Gengið að skilmálum NATO? Það hefur verið eitt erfíðasta úr- lausnarefnið í Kosovo-deilunni að Serbíustjórn hefur ávallt neitað að sætta sig við að NATO færi fyrir þeim friðargæslusveitum sem hleypt yrði inn í Kosovo. Svo virðist sem Serbar hafí nú loks sætt sig við hið óumflýjanlega og látið af andstöðu við þetta skil- yrði NATO. Segir í þeim samkomu- lagsdrögum, sem Slobodan Milos- evic Júgóslavíuforseti samþykkti í gær, og sem Serbíuþing síðan lagði blessun sína yfir, að „öflugt lið borgaralegra og hernaðarlegra friðargæslusveita" verði sent inn í Kosovo undir yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna. Þessar friðargæslusveitir myndu hafa innanborðs „umtals- verðan“ fjölda NATO-heimanna og þeirra verkefni væri að tryggja ör- yggi íbúa Kosovo og sjá svo um að flóttafólk geti snúið til síns heima án erfiðleika. Jafnframt er tekið fram að allt herlið Serba verði að hverfa á brott frá Kosovo. Þarf að vera hægt að sannreyna með skýrum hætti þessa liðsflutninga, að því er segir í tillög- unum. Þótt ekki sé tekið fram hvenær þessi brottflutningur eigi að hefjast er gert ráð fyrir að hon- um ætti að ljúka á innan við sjö dögum. í tillögunum er enn fremur gert ráð fyrir að sett verði á laggirnar bráðabirgðahéraðsstjórn í Kosovo sem starfa myndi með borgaraleg- um starfsmönnum KFOR og tryggja Kosovo umtalsverða sjálf- stjóm innan Júgóslavíu. Hart deilt við atkvæðagreiðslu í serbneska þinginu Serbneska þingið hafnaði 23. mars kröfum vesturveldanna um að al- þjóðlegt friðargæslulið kæmi inn í Kosovo til að standa vörð um frið í héraðinu og daginn eftir hóf NATO loftárásir á Júgóslavíu, sem nú hafa staðið í sjötíu og tvo daga. I at- kvæðagreiðslu í þinginu í gær voru friðartillögur Rússa og vesturveld- anna hins vegar samþykktar með 136 atkvæðum gegn 74. Serbíustjórn segir samkomulagið staðfesta fullveldi og landamörk Júgóslavíu en fullyrt er að hart hafi verið deilt um það á þingfundinum í gær. Einn þingmanna lýsti því sem „uppgjöf1 en aðrir gengu af þing- fundi brosandi út að eyrum, hróp- andi „stríðinu er lokið“. Þingmenn Róttæka flokksins, sem er næststærstur flokkanna á serbneska þinginu, með 82 af 250 þingsætum, greiddu atkvæði gegn tillögunum og stormuðu af fundi þegar ljóst var að þær höfðu verið samþykktar. „Það upphófust hörð orðaskipti," sagði einn heimildar- manna The Washington Post. „Meirihlutinn greiddi atkvæði með tillögunum, en Róttækir á móti,“ sagði þingmaðurinn. „Það var mik- ill hávaði í Róttækum og þeir hót- uðu jafnvel að berja nokkra fulltrúa Endurnýjunarhreyfingar Serba,“ bætti hann við. Ekki öll kurl komin til grafar Athyglisvert er að viðbót fylgir til- lögunum - sem þeir Viktor Tsjern- omyrdín, samningamaður Rússa í Kosovo-deilunni, og Martti Ahtisa- ari, samningamaður Evrópusam- bandsins, náðu einingu um í fyrra- kvöld - og af henni má ráða að ekki ríki enn sátt um hver fer með yfir- ráð friðargæslusveitanna, sem sendar verða til Kosovo. Er tekið fram í viðbótinni að vesturveldin geri sér grein fyrir því að afstaða Rússa sé sú að þær sveitir, sem þeir munu leggja til, lúti ekki yfir- stjórn NATO. Fulltrúar serbneska þingsins munu ekki hafa séð þessa viðbót áð- ur en þeir greiddu atkvæði í gær en fréttaskýrendur áttu í gær erfitt með að meta hver áhrif það gæti haft. Fulltrúar vesturveldanna voru aukinheldur afar varkárir í yfirlýs- ingum sínum í gær, og ljóst er af öllu að þótt sannarlega hylli loks undir lok átakanna í Júgóslavíu eru ekki öll kurl komin til grafai’ ennþá. „Þessu er ekki lokið enn,“ sagði heimildarmaður Reuters í höfuð- stöðvum NATO í Brussel í gær, og vísaði til þeirrar tilhneigingar Milosevics að samþykkja í orði kveðnu að gefa eftir og ganga til samninga, en hafa á sama tíma allt aðrar áætlanir í smíðum. ar renni til á brautinni í úrkomu. Einnig verði frárennsli á brautinni athugað. Farþegar hafa greint frá þvi, að svo hafi virst sem ekki hefði hægt á vélinni þótt hemlað væri. Flugritar vélarinnar hafa verið teknir til rannsókna, en engar nið- urstöður hafa enn fengist úr þeim. Viðkvæmar í lendingu I nýlegri rannsókn sem Boeing- flugvélaverksmiðjurnar gerðu kom vel í Ijós að flugvélar eru viðkvæm- astar þegar þær eru að lenda. Flug- ferðir voru að meðaltali 90 mínútna langar á ámnum 1988-1997, og þar af tók lendingin einungis 1% tím- ans. En 36% allra flugslysa í heim- inum urðu í lendingu. Flugmenn segja vélarnar við- kvæmar í lendingu vegna þess hve þær fari þá hægt, hætta sé á snögg- um vindhviðum og einnig, auðvitað, vegna nálægðar við jörðina. Ný tækni, til dæmis tæki sem vara við hættulegum vindhviðum, dragi ein- ungis lítillega úr hættunni. Þegar allt komi til alls séu hæfni og dóm- greind flugmannanna það sem mestu skipti. „Það er þetta sem flugmenn eru í rauninni ráðnir til að gera, að koma henni niður á jörðina," sagði Mich- ael Barr, yfirmaður flugöi’yggis- deildar Háskólans í Suður-Kali- forníu og fyrrverandi orrustuflug- maður í Víetnam. Súrefnisvörur Karin Herzog Kynning í dag frá kl. 14-18 Borgarnes Apótekí — Borgarnesi Húsavíkur Apóteki — Húsavík Vesturbæjar Apóteki Hagkaup Skeifunni Hagkaup Smáratorgi - Kynningarafsláttur - U.G.lil. LBin/arningar hreinsa og móto ollonn likamo þinn ón strangrar megrunar eöo aefingo og gerir húðina ofor stinno og silkimjúko. lítnvmsh hellsullnð Ármúla 17a • Sími 553 8282 Helgar dlboð ij ijí 10 tfma Ijósahait 8.K00. |i 5. - 6. júni. >£. Kfnversh heilsulind Ármúla I7a ■ Sími 553 8282 Nuddpottar Amerískir rafmagnspottar fyrir heimili og sumarhús. Stærð ca 2x2 m, 1.100 Itr. Kr. 450 þús. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogi, sími 554 6171, fars. 898 4154.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.