Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Reykingar og hjartasjúkdómar Á NORRÆNU hjartasjúkdómaþingi sem haldið verður í Reykjavík 9.-11. júní nk. verður íjallað um hjartasjúkdómafræði frá ýmsum sjónarhól- um, nýjan og vaxandi skilning á meingerð og meinþróun hjartasjúk- dóma, ný eða endurbætt meðferðarúrræði, hjúkrun, endurhæfingu og svo má lengi telja. Ekkert umræðuefni verður þar íyrirferðar- meira en ýmislegt er lýtur að afleiðingum æðakölkunar, einkum í kransæðum. I öllum hinum vestræna heimi vega hjarta- og æðasjúkdómar þyngst í dánartöl- um. Og í öðrum heimshlutum, m.a. hinum fjölmennu Asíulöndum, ryðj- ast þessir sjúkdómar fram af auknum þunga. Það er því þyngra en tárum l^taki að einn helsti orsakavaldur þess- arar heimsfarsóttar skuh vera sjálf- skaparvíti reykinga og er þó ógetið fjölmargra annarra sjúkdóma sem reykingamar beinlínis valda eða kynda undir. Áætlað er að spænska veikin hafi árið 1918 lagt að velh um 20 milljónir manns í þeim löndum sem hún geisaði. Flokkast hún því með stórum drepsóttum í sögu mann- kyns. Áætlað hefur verið að u.þ.b. 18% þeirra sem nú eru uppi í þróuð- um löndum heims muni láta lífið . vegna tóbaksreykinga eða 200 rnihj- " ónir manna, tíu sinnum fleiri en dóu úr spænsku veikinni. Um það bil helmingur þessara dauðsfalla hrífur fólk á aldrinum 35-69 ára, sem að meðaltali mun glata 23 árum af ævinni. 38% munu deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum. Það er sorgleg staðreynd að fómarlömbum tóbaks- reykinga mun enn fjölga á næstu árum vegna þess sem er að gerast í þróunarlöndunum. Áhrif reykinga á æðakerfið Tóbak er eina löglega söluvaran sem er banvæn þegar hún er notuð ná- kvæmlega á þann hátt sem til er ætlast. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Reykingar valda 50% allra þeirra dauðsfalla sem segja má að séu óþörf, þ.e. unnt hefði verið að koma í veg fyrir þau, og helmingur þeirra dauðsfalla er af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Hin vefjaskemmandi áhrif reykinga eru í réttu hlutfalli við hversu mikið og hversu lengi hefur verið reykt. Skaðlegu áhrifin verka bæði á menn og konur en ýmsar rannsóknir, m.a. rannsókn Hjartavemdar, benda til að reykingar valdi æðakerfí kvenna jafnvel enn meiri skaða en æðakerfi karla og eyðileggi hina náttúralegu vernd sem konur fá í vöggugjöf gegn æðakölkunarsjúkdómum. Sýnt hefur verið fram á að hættan á slíkum sjúkdómum meðal beggja kynja er sérstaklega mikil ef reykingar hefj- ast fyrir 15 ára aldur. Hjartasjúkdómar Það er sorgleg staðreynd, segír Guðmundur Þorgeirsson, að fórn- arlömbum tóbaks- reykinga mun enn fjölga á næstu árum í hverju eru hin skaðlegu áhrif reykinga á hjarta- og æðakerfí fólg- in? Við því er ekkert einfalt svar, enda hefur verið áætlað að í sígarett- ureyk séu um 3.800 mismunandi efni sem mörg era þekkt að því að valda stökkbreytingum og vera krabba- meinsvaldar. Að auki eru fjölmörg sindurefni eða stakefni í tóbaksreyk sem stuðla að oxunarhvörfum sem líklegt er að hafi víðtæk framu- og vefjaskemmandi áhrif. M.a. er talið að oxun hinna kólesterólríku LDL- sameinda (LDL stendur fyrir „low density lipoprotein" eða eðlislétt líp- óprótein) gegni lykilhlutverki í æða- kölkun. Eftir slíkt efnahvarf verka LDL-sameindirnar þannig á æða- þelsfrumur að þær fara að tjá viðloð- unarsameindir á yfirborði sínu fyrir einkjarna hvít blóðkorn sem dragast þannig inn í slagæðaveggina, virkj- ast sem átframur og byrja að taka upp hinar oxuðu og þar með um- breyttu LDL-sameindir. Það er upp- haf kólesterólsöfnunar í æðaveggn- Guðmundur Þorgeirsson um en margir fletri mikilvægir at- burðir eiga sér stað áður en æða- kölkunarmeinsemdin nær fullum þroska og fer að ógna lífi og heilsu eigandans. Nikótínið sjálft kemur þar við sögu, m.a. vegna þess að það lækkar HDL („high density lipoprot- ein“ þ.e. eðlisþungt lípóprótein) sem stundum er nefnt „góða kólester- ólið“. Það er hluti af varnarkerfi lík- amans af því það tekirn þátt í flutn- ingi kólesteróls frá æðaveggjum til lifrai’innar sem nýtir kólesteról á margvíslegan hátt. Nikótín veikir þetta kerfi og stuðlar þar með að því að kólesterólið hlaðist upp í innlagi slagæðanna, sem er grandvallarþátt- ur í meinþróun æðakölkunar. Þótt ekki liggi fyrir fullkominn skilningur á því hvemig reykingar auka hættu á æðakölkun og afleiðingum hennar er ljóst af ofansögðu að reykingarn- ar kynda bæði undir æðakölkuninni sem slíkri sem og blóðsegamyndun í æðunum, en það gerist með því að örva blóðflögur til samloðunar og kekkjunar og knýja áfram storku- kerfið. Margt bendir til að áhrifin á blóðsegamyndun séu sérstaklega mikilvæg og gefi reykingunum vissa sérstöðu meðal annarra áhættuþátta kransæðasjúkdóms. Þannig eru greinileg „akút“ eða bráð áhrif af reykingunum. Þegar kransæðasjúk- lingar sem reykja hætta þeirri iðju minnka líkur á síðari kransæðaáfóll- um tiltölulega hratt þannig að innan 2-3 ára frá því reykbindindi hefst jafnast áhætta kransæðasjúklinga sem áður reyktu og kransæðasjúk- linga sem aldrei hafa reykt. Hafa óbeinar reykingar áhrif á kransæðar? Vegna þess hve margir þurfa að anda að sér tóbaksreyk í umhverfinu er spurningin um óbeinar reykingar sem orsakavald kransæðasjúkdóms augljóslega mikilvæg en jafnframt er ljóst að veraleg aðferðafræðileg vandamál koma upp við mat á slíkum þætti. Ahrifin á hvern einstakling era að sjálfsögðu miklu veikari en áhrif beinna reykinga og ruglandi þættir („confounding factors“) erfið- ir viðfangs, t.d. tengsl við erfðir, hreyfingu eða hreyfingarleysi eða aðra þætti í lífsstíl sem tengjast tó- baksreyk í andrúmslofti. Sannfær- andi upplýsingar liggja nú fyrir um áhrif óbeinna reykinga á starfshæfni æðaþels og nýlega var sýnt fram á afgerandi áhrif þessa umhverfisþátt- ar til lækkunar á HDL meðal barna sem af erfðafræðilegum ástæðum hafa hátt kólesteról. Rannsóknir af þessu tæi renna stoðum undir það faraldsfræðilega mat að óbeinar reykingar auki líkur á kransæða- sjúkdómi um 20%. Vegna þess hve margir þurfa að anda að sér reyk- menguðu lofti er ljóst að 20% áhættuaukning er í reynd gríðarlegt heObrigðisvandamál. Betra er heilt en vel gróið Ekki þarf að fjölyrða um þá aug- ljósu staðreynd að betra er heilt en vel gróið og árangursríkasta for- varnarstarfið er það sem kemur í veg fyrir sjúkdóminn á hinum íyrstu stigum. Með þeirri staðhæfmgu er að sjálfsögðu ekkert dregið úr mikil- vægi þess að beita öllum tiltækum ráðum nútíma læknisfræði til að greina og meðhöndla kransæðasjúk- dóm. Á því sviði hafa orðið gífurlegar framfarir sem hafa gerbreytt horf- um kransæðasjúklinga. Þess ber þó að minnast að skyndidauði er enn talinn fyrsta (og eina) vísbending um kransæðasjúkdóm í u.þ.b. 20% þeirra sem fá kransæðastíflu og dán- arlíkur þeirra sem lifa af kransæðaá- fall era miklu hærri en dánarlíkur þeirra sem aldrei hafa orðið fyrir slíku áfalli. Árangursríkt forvarnar- starf hefur því gífurleg og víðtæk heilsubætandi áhrif og þar vegur ekkert þyngra en tóbaksvarnir á öll- um stigum. Höfundur er sérfræðingur í hjarta- og æðasjúkdómum, prófessor í klfnískri lyfjafræði við læknadeild Háskóla Islands og formaður rann- sóknarstjómar Hjarta vern dar. OTRULEGT URVAL AF HJOLUM YFIR 150 GERÐIR OG STÆRÐIR VIVI Barnahjól með fótbremsu og hjálpardekkjum. Létt, sterk og meðfærileg. ■ DIAM0ND og BR0NC0 Vönduð fjallahjól á frábæru veröi. Brúsi, standari, gír- og keðjuhlíf fylgir hjólunum. Elnnig fáanleg með brettum og bögglabera. SC0TT Mjög vönduð og glæsileg fjallahjól. 21 og 24 gíra. Herra og dömu. Einnig fáanleg með dempara. GIANT Fjallahjól frá einum stærsta framleiðanda ( heimi. Sigurvegari í fjölda fjallahjóla- keppna. förAR'iORD EUROSTAR ■l»IIÍÍÉ*l' 'I viví m .“ Dömuhjól Með fótbremsu, 3 og 7 gíra. Fjalladömuhjói 21 gíra, einnig fáanleg með brettum og bögglabera. Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, vandlega samsett og stillt. Árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Útsölustaðir: Hafnarfjörður: Hjá Ása Keflavík: Útisport Selfoss: Hjólabær Höfn, Hornafirði: Kf. A-Skaftfellinga Neskaupstaður: Verslunin Vík Egilsstaðir: Verslunin Skógar Akureyri: Skíðaþjónustan Olafsfjörður: Valverg Slglufjörður: Bensínstöðin Siglufirði Sauðárkrókur: Hegri Skagaströnd: Kf. Húnvetninga Blönduós: Kf. Húnvetninga ísafjörður: Þjótur Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Hrannarbúðin Akranes: Pípulagningaþjónustan ITALTRIKE Vönduð og endingargóð þríhjól, margar gerðir meö og án skúffu á góðu verði. Símar 553 5320 568 8860 Ármúla 40 Alvöru sportvöruverslun: Reiðhiól-Sportvörur-Golfvörur-Utivistarfatnaður-Rólur |lferslunin rA/m D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.