Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 13 FRÉTTIR Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra 40 ára Aherslan fyrst og fremst á kjara- og réttindamál Morgunblaðið/Golli í SUNDLAUG Sjálfsbjargar fer fram þjálfun og endurhæfing fatlaðra. ARNÓR Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, framan við Sjálfsbjargarhúsið við Hátún. „ÁHERSLAN hefur fyrst og fremst verið lögð á iqara- og rétt- indamál fatlaðra í þau fjörutíu ár sem liðin eru frá stofnun Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra, og að skapa þann skilning hjá ráðamönnum þjóðarinnar að fatl- aðir geti lifað með sæmilegri reisn,“ sagði Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, iands- sambands fatiaðra, en í dag er þess minnst að fjörutíu ár eru lið- in frá stofnun iandssambandsins. Fyrsta Sjálfsbjargarfélagið var stofnað á Siglufirði árið 1958 og eins og segir í ávarpi Sigursveins D. Kristinssonar tónskáids í fyrsta blaði Sjálfsbjargar má rekja stofnun félagsins til þess að tveir menn hittust á tröppum hússins við Gránugötu 14 á Siglu- fírði, annar handvana en hinn með bilaða fætur. Þeir ræddu um hvort ekki væri rétt að koma á fót samtökum til að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks. Nú, fjöru- tíu árum síðar, eru aðiidarfélögin 17 sem mynda landssambandið og félagsmenn rúmlega þrjú þúsund. Tvíþætt starf „Starf Sjálfsbjargar er tví- þætt,“ sagði Arnór. „Sjálfsbjörg er verkalýðsfélag fatlaðra sem sinnir kjarabaráttu félagsmanna og svo er það félagslegi þáttur- inn, en hjá okkur í Sjálfsbjargar- húsinu starfa félagsráðgjafar sem sjá um að aðstoða og leiðbeina fólki um vöiundarhús kerfisins." Á fyrstu árum Sjálfsbjargar og aiit til þess að Sjálfsbjargarhúsið við Hátún í Reykjavík var byggt, var algengt að fatlaðir og aðrir sem áttu erfitt með að sjá um sig væru vistaðir á sjúkrahúsum eða elliheimiium jafnvel þegar ungt fólk átti í hlut. í Sjálfsbjargarhús- inu eru 32 leiguíbúðir og fímm gestarými til skemmri dvalar og þar er dagvist fyrir fatlaða til húsa, auk dvalarheimilis fyrir langlegusjúklinga, endurhæfing- arstöð og sundlaug. Þar eru og skrifstofúr sambandsins, aðstaða ungliðahreyfíngar Sjálfsbjargar, unglingastarf og Hjálparlið Sjálfsbjargar. Brautry ðj andi Af þessari upptalningu má sjá að starfsemi Sjálfsbjargar hefur vaxið og dafnað á þeim 40 árum sem liðin eru frá stofnun lands- sambandsins. „í þessu húsi sem ekki var til þá búa sjálfsagt um 100 manns í dag,“ sagði Arnór. „Þetta var í raun fyrsta stofnunin ef nota má það orð, fyrir utan eiliheimilin sem sett var á lagg- irnar. Sjálfsbjörg var því braut- ryðjandi á þessu sviði og einnig að efla þann skilning meðal al- mennings að fatlað fólk væri ekki eins og óhreinu börnin hennar Evu. Við höfum barist fyrir að koma því til skila að fatlaðir ættu tilverurétt og að þeir geti lifað eðlilegu lífí í samfélaginu væri þeim sköpuð aðstaða til þess. Það er sérstakt að fyrsta ályktunin sem samþykkt var á stofnfundi fyrsta félagsins á Siglufírði árið 1958 var um það að örorkumat ætti að byggja á læknisfræðileg- um forsendum. Þetta hefur verið eitt helsta baráttumál okkar síð- an og varð Ioks að lögum á Al- þingi í vor.“ Arnór sagðist á þessum tíma- mótum vilja koma á framfæri þakklæti til stuðningsmanna og hollvina Sjálfsbjargar, sem í gegnum árin hafa stutt félagið með kaupum á happdrættismið- um. „Hollvinirnir og happdrættið hafa í raun borið uppi starfsemi landssambandsins," sagði hann. Græni herinn í Reykjanesbæ um helgina HERFÖR Græna hersins hefst nú um helgina, 4. og 5. júní, en Græni herinn er sjálfboðaliðaher stofnaður með það að markmiði að sameina krafta áhugasamra sjálfboðaliða til að rækta og fegra byggðir og ból með samstilltu átaki. Hvert byggð- arlag tekur sinn „gestasprett" þar sem liðsmenn Græna hersins ein- beita sér að gróðursetningu, hreins- un og málun. Verkefnin sem ráðist verður í á hverjum stað verða valin í samráði við viðkomandi bæjar- og sveitarfélög. í tilkynningu segir að fyrsti við- komustaður sé Reykjanesbær, en Efling mótmæl- ir hækkunum STJÓRN Eflingar - stéttarfélags mótmælir harðlega hækkunum tryggingafélaga á iðgjöldum vegna bifreiðatrygginga. í frétt frá Eflingu segir: „Telur félagið þessar hækkanir tilefnis- lausar með hliðsjón af verulegum hagnaði tryggingafélaga mörg und- anfarin ár og digrum og sístækk- andi bótasjóðum. Þá gefa útreikn- ingar tryggingafélaganna á afkomu vegna bifreiðatrygginga ekki rétta mynd af afkomunni þar sem fjár- magnstekjur af bótasjóðum vegna umferðarslysa eru aðeins að hluta til bókaðar sem tekjur vegna bif- reiðatrygginga. Ennfremur mótmælir félagið ein- dregið hækkunum á bensíngjaldi. Stjórnin telur það sérstaklega ámælisvert að ríkisstjórnin gangi fram fyrir skjöldu um þessa hækk- un sem óhjákvæmilega mun bitna fyrst og fremst á láglaunafólki. staðimir sem heimsóttir verða eru 28 talsins um allt land. Dagskráin í Reykjanesbæ á fóstudaginn hefst á hádegi með herkvaðningu, en þá mæta hermenn Græna hersins í sal Iðnsveinafélags Suðurnesja og þiggja súpu og brauð áður en haldið er til vinnu. Þar verður Baldvin Jónsson, frá Áformi, með fyrirlestur um vistvænt ísland árið 2000, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mætir á staðinn kl. 13 og framkvæm- ir liðskönnun. Síðan skundar Græni herinn til vinnu og er að störfum til 16 en þá er tekið kaffíhlé þar sem boðið verður upp á veitingar og glens og gaman á torginu fyrir framan Sparisjóðinn í Keflavík. Að fengnu kaffi skundar Græni herinn aftur til vinnu og er að störf- um til 19 en þá er grillveisla fyrir hermennina. Úm kvöldið er síðan hermönnunum boðið á Stuðmanna- ball í Stapanum, en þar er aldurstak- markið 16 ára á fóstudeginum en 20 ára á laugardeginum. Dagskráin verður með svipuðu sniði á laugardeginum, með þeirri undantekningu að kl. 17 skundar Græni herinn frá Vatnsholtinu að Rósaselstjörnum þar sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti, gróðursetur fyrsta tréð af 3.400 trjám sem Helga Ingimundardóttir gaf Skógræktarfélagi Suðurnesja. Um kvöldið heldur síðan gleðin áfram í Stapanum þar sem Stuð- menn halda uppi fjöri langt fram á nótt. Hægt er að skrá sig í Græna her- inn á heimasíðunni www.graeniher- inn.is sem og hjá samstarfsaðilum hersins, en það eru Islandsflug, Toyota, Landssíminn, Sparisjóðirnir, Olís, Samskip og Ríkisútvarpið/Sjón- vai*p.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.