Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 33 LISTIR Lífsins reikningsskil Kjörið til söngs og leikrænnar túlkunar LEIKLIST Strengjaleikhúsið MAÐUR LIFANDI Leikstjórn: Auður Bjarnadóttir. Tónlist: Kar- ólína Eiríksdóttir. Handrit: Árni Ibsen. Leik- mynd, búningar, leikbrúður, grímur og gervi: Messíana Tómasdóttir. Leikarar og söngvarar: Ásta Arnardóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, John Speight, Sólrún Bragadóttir og Sverrir Guðjónsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóm- sveitarsijóri: Oliver J. Kentish. Hljóðfæraleikar- ar: Guðrún S. Birgisdóttir, Einar Kristján Ein- arsson, Guðný Guðmundsdóttir og Hrafnkell Orri Egilsson. Borgarleikhúsið, Litla svið 3. júni HVERNIG BREGST maðurinn við and- spænis dauðanum? Hvað er það sem gefur líf- inu gildi og stendur með manni allt til endalokanna óumflýjanlegu? Slíkum spurningum og öðrum álíka er velt upp í óperuleiknum Maður lifandi sem Strengjaleikhúsið frumsýndi á litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Hér er um að ræða sígildar spurning- ar og vangaveltur um líf og dauða, gildismat og sjálfsþekkingu, spurn- ingar sem í sjálfu sér eru hvorki ný- stárlegar né bjóða upp á ný svör. Sterkur siðrænn tónn er ríkjandi í verkinu enda mun það byggt á siða- boðunarleikritinu Everyman frá mið- öldum. En þótt efni verksins og hinn sterki móralski boðskapur þess sé gamalkunnugur er uppsetning Strengjaleikhússins að mörgu leyti bæði nýstárleg og athyglisverð. Sér- staklega á það við þá vönduðu sam- fléttun margra listgreina sem sýning- in byggist á. Maður lifandi er samið af þeim Árna Ibsen, Karólínu Eiríksdóttur og Messíönu Tómasdóttur í sameiningu og að flutningi þess koma hljóðfæra- leikarar, söngvarar og leikarar. Um- gjörð sýningarinnar er að mestu leyti verk Messíönu Tómasdóttur sem set- ur sterk höfundareinkenni sín á upp- færsluna með einfaldri en fallegri leikmynd og sérstökum búningum, auk skemmtilegra leik- brúða og gríma. Hér verður ekki fjallað um hinn stóra tónlist- arþátt verksins, heldur hugað að leikrænum þætti þess fyrst og fremst. I verkinu er um flmm hlutverk að ræða, þar af þrjú söngvara- hlutverk sem þau John Speight, Sólrún Braga- dóttir og Sverrir Guðjónsson fara með. Mest hvílir á John Speight þar sem hann fer með hlutvérk hins dauðlega manns sem skyndilega stendur frammi fyrir dauðanum, smár og hræddur. Hlutverkið er nokkuð erfitt þar sem það krefst blæbrigðaríkrar túlkunar á tilfinn- ingum eins og t.d. stærilæti, reiði, ótta og ör- væntingu. Þrátt fyrir marga góða spretti náði túlkun John Speights ekki þeim hæðum sem óskandi hefði verið og kom það nokkuð niður á áhrifamætti sýningarinnar í heild. Ég held að þar megi reyndar nokkuð sakast við tónlistina en rödd Johns virtist skrifuð inn á nokkuð þröngt svið sem bauð ekki upp á miklar tilfinn- ingasveiflur. Gervi Sverris Guðjónssonar, sem leikur og syngur hlutverk dauðans, var einstak- lega skemmtilegt uppbrot á hefðbundinni hug- mynd um dauðann sem sláttumanninn slynga með ljáinn og var Sverrir allt að því ísmeygilega tælandi og fráhrindandi í senn í hlutverkinu. Sólrún Bragadóttir er greinilega sviðsvön og sýndi fína kómíska takta þegar slíkt átti við - en slíkar stundir voru meh'a áberandi fi'aman af sýningu en hinn siðferðilegi þungi færðist í auk- ana eftir því sem á leið. Þau Þröstur Leó Gunnarsson og Asta Arnar- dóttir brugðu sér í ýmis gervi og fóru fagmann- lega og af öryggi með sinn hlut. Nærvera þeirra kryddaði mjög framvindu verksins og spannaði túlkun þein-a allt frá trúðslátum til þöguls lát- bragðsleiks. Samleikur þeirra tveggja og söngv- aranna var með mestu ágætum og má nefna í því sambandi tvö sérlega vel heppnuð atriði, 4. vers þar sem maðurinn hugar að jarðneskum eigum sínum og 5. vers þegar dauðasyndirnar sjö fara á kreik. Auður Bjarnadóttir getur verið sátt við sinn hlut í sýningunni því samspil hinna ólíku þátta hennar er vel heppnað og uppstill- ingar á sviðinu bæði fallegar og áhrifaríkar. Texti Arna Ibsens er vandaður og vel tekst honum að virkja Ijóðræna hlið tungumálsins um leið og hann kemur til skila háðslegum undir- tóni. Margt í þessari sýningu gleður augað, mik- ill stíll er yfir búningum Messíönu, litanotkun mjög smekkleg og lýsing Lárusar Björnssonar setti punktinn yfir sjónrænan þátt uppfærslunn- ar. Sýningin í heild geldur þess hins vegar hversu langdregin hún er, sérstaklega þegar síga fer á seinni hlutann og gerir hún miklar kröfur til óskiptrar athygli og innlifunar áhorf- enda. Soffía Auður Birgisdóttir TQ]\LIST Strengjaleikhúsið MAÐUR LIFANDI Óperu- og dæmisöguleikverk eftir Árna Ibsen, Karólínu Eiríksdóttur og Messíönu Tómasdótt- ur. Leikstjóri Auður Bjarnadóttir. Flytjendur voru Sólrún Bragadóttir, John Speight, Sverrir Guðjónsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Ásta Arnardóttir. Hljóðfæraleikarar voru Guðný Guðmundsdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Einar Kr. Einarsson og Hrafnkell Orri Egilsson. Hljómsveitarstjóri Oliver J. Kentish. Borgarleikhúsið 3. júní, 1999. ÓPERAN, eða dæmisöguleikverkið, Maður lifandi eftir Árna Ibsen, Karólínu Eiríksdótt- ur og Messíönu Tómasdóttur, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu í gærkveldi, er byggt á katólskri sið- fræði frá mið- öldum en slík verk voru oft andsvar katól- skra gegn hug- myndum lúth- erskra siðbót- armanna. Þessi verk voru bæði til kennslu og skemmtunar og höfðu mikil áhrif á gerð leikverka fyrir 1600 og ekki síður á efnis- tök óperunnar eftir 1600. Maður lifandi er skipt niður í sjö vers, með Prolog og Epilog. Sam- kvæmt venju voru áheyr- endur ávarp- aðir í forspjall- inu og efnið kynnt en eftirmálinn var samantekt á niður- stöðu efnisins. Til að skilja þennan leik um siðgæði er rétt að hafa í huga að Biblían var ekki tiltæk katólskum almenningi og því gegndu trúarleikir miðalda mikilvægu hlut- verki í kennslu trúarlegra gilda en slík kennsla var þá fyrst mikilvæg er kristin kirkja klofnaði í tvær andstæðar kirkjudeild- ir. Tilkoma óperunnar um aldamótin 1600 var algjör bylting en samt í raun framhald þess sem um langan tíma hafði verið iðkað í sam- skipan tónlistar og leiklistar. Helgileikirnir „sacra rappresentazione“ höfðu tíðkast frá því á 10. öld en fyrir gagnrýni kirkjuyfirvalda á 13. öld voru uppfærslur á þessum leikjum bannaðar i kirkjum en þeir voru þess í stað framkvæmdir utan dyra og þá á máli viðkom- andi áheyrenda og urðu smátt að dulspeki og kraftaverkaleikjum sem enn í dag eru iðkaðir. Svo nefnd „intermedii" voru viðhafnarmikil tónlistaratriði sem uppfærð voru á milli þátta alvarlegra leikverka og var efni þeirra venju- lega trúarlegs eðlis. Þessi „intermedii“ eru fyrirmynd „opera buffa“ en auk þessa voru „pastoral“ söngvarnir frá því á 15. öld taldir vera eiginleg fyrirmynd óperunnar. Allt fram á 19. öld voru pastoralþættir notaðir í óperum og óratoríum og jafnvel í tengslum við jólahá- tíðina. Skilin á milli áhorfenda og leikenda voru ekki eins skörp og síðar gerðist með til- komu óperunnar því í leikverkum fyrri alda voru gestir ávarpaðir og talað til þeirra. Þá var sviðið ekki afmarkað, eins og í óperunni, svo að það var meira en söngurinn og tónlistin sem aðgreindi óperuna frá öðrum leikhús- verkum á þessum tíma. Inn í þetta spilar svo „atvinnuleikhúsið“, sem gekk undir nafninu „Commedia dell’arte“, og voru slík leikverk að mestu „improviseruð" af leikurunum sjálfum sem aðeins voru bundnir af ákveðnum formúl- um um persónugerðir. Um aldamótin 1600 semur Emilio de Cavalieri (1550-1602) fyrstu óratoríuna, „Rappresentazione di anima e di corpo“, sem uppfærð var með undirleik þriggja eða fjögurra hljóðfæra og voru sálin, líkaminn og ýmis sálræn fyrirbrigði pesónu- gerð í þessu mjög svo katólska verki. I óperunni Maður lifandi er aðalhlutverkið, Maðui' lifandi, sungið og leikið af John Speight. Hann var allan tímann inni á sviðinu og átti þarna oft glimrandi góða spretti og það sem mest er um vert, að í söngnum, og einnig leik, var framburður hans sérlega skýr. Dauð- inn er ekki sá miskunnarlausi ægivaldur, sem hann var túlkaður á miðöldum, heldur hæglát- ur og góðlátlegur en þó ósveigjanlegur og var söngur Sverris Guðjónssonar góður og sömu- leiðis framburður en hans hlutverk var sam- felldur söngur. Þriðji söngvarinn var Sólrún Bragadóttir er söng með glæsibrag en stund- um nokkuð á kostnað skýrleika textans. Tónlist Karólínu er oft eins og „intermedii“ og féll á stundum jafnvel í skuggann af leik- umsvifum. í heild er hljóðfæratónlistin fallega hljómandi, á ofaát nærri því að vera tón- lesundirleikur og að því leyti til, eins og sjálf sönglínan, vel sniðin að textanum. Nokkur samsöngsatriði voru mjög fallega hljómandi, sérstaklega tríóið og kórþátturinn í „Sjöunda versi“. Fyrir undirritaðan hefði söngurinn mátt vera fyrirferðarmeiri, eins og t.d. í þátt- unum um „vandamennina“ og Jarðnesku eig- urnar“ sem eru aldeilis stórkostlegt efni í ekta „buffa“ samsöngsatriði. Sýning Dauðans, þ.e. söngur Sverris og Sólrúnar í „Fimmta vers- inu“, á ýmsum mannlegum veikleikum, eins og t.d. „stærilætinu, ágirndinni, öfundinni, reiðinni, græðginni og saurlífinu“, var frábær og „Sjöunda versið“, þar sem Maður lifandi sættist við dauðann, er sérlega áhrifamikið. Tónflutningur allur, bæði af hálfu söngvara og hljóðfæraleikara, var mjög góður en það sem helst mætti finna að, varðandi tónlistina, er að hún hefði mátt vera meiri að vöxtum og minna um talaðan texta, eða nær því sem hreinlega má kalla óperu, enda efnið aldeilis kjörið til söngs og leikrænnar túlkunar. Jón Ásgeirsson Ungviði í útrýmingarhættu LEIKLIST Ili'úðubíllinn BEÐIÐ EFTIR MÖMMU Höfundur: Helga Steffensen. Leik- stjóri: Harpa Arnardóttir. Tónlistar- og upptökustjóri: Vilhjálinur Guð- jónsson. Brúðugerð: Helga Steffen- sen. Búningar: Ingibjörg Jónsdóttir. Sviðsmynd: Þorvaldur Böðvar Jóns- son. Brúðuleikarar: Helga Steffensen og Aðalbjörg Árnadóttir (auk þess sein Skarphóðinn Sverrisson aðstoð- ar í einu atriði). Raddir: Bríet Héð- insdóttir heitin (sem sýningin er til- einkuð), Helga Steffensen, Sigríður Hannesdóttir, Sigrún Edda Björns- dóttir, Steinn Ármann Magnússon, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Fimmtudaginn 3. júní. TITILL brúðusýningarinnar, Beðið eftir mömmu, er í raun heiti á umgjörð um tvær sögur. Sú fyrri er um Unga litla sem klekst úr eggi og lendir í ýmsum hættum áður en hænan finnur hann og sú síðari er ævintýrið sígilda um kiðlingana sjö og baráttuna við úlfinn. Áður en frumsýningin hófst fræddi Helga Steffensen áhorfendur á því að aldrei hefði komið til þess að fella hefði þurft sýningu Brúðubíls- ins niður vegna veðurs. Það er aðdá- unarvert þegar hugsað er til þess að þetta er nítjánda starfsárið. Áhorf- endur létu rigningarsuddann ekkert á sig fá - enda flestir klæddir í pollagalla - heldur sökktu sér ofan í það sem fyrir augu bar. Sögurnar eru einfaldar en línurn- ar skýrar, atriðin stutt og brotin upp með vísum sem börnin sungu með hárri raust. Hlutfallið milli gamal- kunnra persóna (kynningin var að sjálfsögðu í höndum Lilla) og nýrra brúða var hæfilegt og framvindan hröð og spennandi. • Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson KIÐLINGARNIR berjast hetjulegri en vonlausri baráttu fyrir lífí sínu. Aðalbjörg Árnadóttir lék ýmis hlutverk íklædd búningi og grímum, látbragð hennar var skýrt og per- sónurnar hver með sínu lagi. Helga stýrði flestum handbrúðunum, ftrna- snögg að skipta frá einni til annarr- ar, fumlaus og örugg. Ýmsir leikarar léðu brúðunum raddir sínar. Þar var kannski veikasti punktur sýningarinnar: Greinilegt er að meira er lagt upp úr raddbeitingunni og persónusköpun með röddinni en eiginlegum leik. Það vantaði gjai'nan upp á að leikararnir legðu meira í eiginlegan leik og kæmu því á framfæri sem á sviðinu gerðist. Sérstaklega varð þessa vart í at- riðum þar sem hætta steðjaði að hinu viðkvæma ungviði þegai' móðir- in skrapp af bæ. Ef til vill er þetta með ráðum gert þar sem taka þai'f tillit til ungs aldurs áhorfendanna, en undirritaður saknaði meiri ógnar í uppsetningunni. I heildina er sýningin mjög ánægjuleg og greinilegt að áhorfend- m* voru með á nótunum. Það er ekki að efa að þessi sýning mun falla jafn vel í kramið og aðrar sýningai' Brúðubílsins til þessa. jjyi lainioa ui». Sveinn Haraldeson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.