Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra um kæru Skógræktar ríkisins Gerning'ur fyrrverandi ráðherra stendur GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að gerningur fyrr- verandi landbúnaðarráðherra sé staðreynd og hann geti ekki rift honum. Pama vísar landbúnaðar- ráðherra til samnings milli Lands- síma og Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem felur í sér að Landssíminn fær 60 hektara lands úr Skriðufelli í Þjórsárdal í skiptum fyrir um 3.400 hektara lands á jörðinni Gufuskál- um á Snæfellsnesi. Skógrækt ríkis- ins kærði samninginn til landbún- aðarráðherra. Landbúnaðarráðherra segir að málið sé til umfjöllunar í hrepps- nefnd Gnúpverjahrepps og jarða- nefnd Árnessýslu. Síðar eigi það eftir að koma til endanlegrar ákvörðunar Alþingis. „Mér sýnist að markmið forvera míns hafi verið að ná því fram að Gufuskálar verði þjóðgarður. Það land sem látið er í skiptum í Skriðu- felli, 60 hektarar af 380 hektara jörð, er ekki skógurinn heldur óræktað land, túnin og húsin á Skriðufelli. Mér skilst að starfs- mannafélag Landssímans ætli að byggja þarna tíu sumarhús og hefja samstarf við Skógræktina um að halda áfram ræktun skógar á þessu landi,“ sagði Guðni. Hann kvaðst ekki vilja fullyrða neitt um það hvort framhald gæti orðið á samningum af þessu tagi. „Þarna þarf auðvitað að marka skýra stefnu. Það hefur verið til fyrirmyndar á síðustu árum hjá Skógræktinni að opna skógarsvæð- in, sem alltof lengi voru lokuð, þannig að almenningur eigi aðgang að þeim. Eg mun skoða svona mál á næstunni. En þetta er gjörningur sem stendur,“ sagði Guðni. Tekið fyrir úthlutanir úr þjóðskógum Jón Loftsson skógræktarstjóri kveðst hafa frétt af málinu í gegn- um fjölmiðla. Málið hafi verið nefnt á fundi í landbúnaðarráðuneytinu 17. nóvember sl. og þá sem hug- mynd. „Eg taldi öll tormerki á því að þetta væri hægt. Það hefur ver- ið stefna skógræktarinnar, og ég hef í minni tíð sem skógræktar- stjóri, tekið fyrir það að úthluta úr þjóðskógunum lóðum undir sumar- bústaði. Einhver dæmi eru um þetta frá tíð fyrri skógræktar- stjóra. Ég tók alveg fyrir þetta og menn hafa síðan verið að vinna að því að opna þjóðskógana og gera þá aðgengilegri fyrir almenning. Þannig ættu þjóðskógarnir að vera. Hluti af jörðinni Skriðufelli hefur verið í ábúð í marga áratugi. Fyrir nokkrum árum fékk Skóg- rækt ríkisins umráð yfir jörðinni og höfum við verið að skipuleggja hvernig nýta ætti það land sem er miðbik jarðarinnar. Það hefur al- farið verið okkar skoðun og hreppsnefndar líka að þarna ætl- uðu menn ekki að leyfa sumarbú- staðabyggð. Þessi gjörningur er því þvert gegn okkar vilja,“ segir Jón. Hreppsnefnd Gnúpverjahrepps hafi samþykkt aðalskipulag með öðrum skilmálum og gera yrði breytingar á því. Einnig þurfi jarðanefnd að fjalla um málið og Al- þingi að samþykkja gjöminginn. „Ef við ætlum að fara að skipta upp þjóðskógunum í sumarbústaðalóðir þá er það alveg ný stefna sem menn hafa tekið og ég veit ekki hvar það mun enda,“ segir Jón. Ekki innan þjóðskógar Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu- maður kynningar- og upplýsinga- mála Landssímans, segir að maka- skiptasamningurinn feli í sér að Landssíminn fær 60 ha úr landi Skriðufells en það sé rangt að land- ið tilheyri þjóðskóginum, eins og komið hafi fram í Morgunblaðinu. „Þetta er tún og lítt gróið land, svo- Höfum uppfyllt kröf- ur V egager ðarinnar Nýtt sneiðmyndatæki fyrir Landspítalann GÍSLI Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir að öllum kröfum sem ríkið og Vegagerðin hafa gert um ör- yggi í Hvalfjarðargöngum hafi verið fylgt og gott betur. Síðan hafi slökkvi- liðsstjórinn í Reykjavík lýst því yfir að slökkviliðið skorti tækjabúnað til að fást við eld í göngunum. „Hvað Spöl varðar þá hefur það beinst að því ágæta slökkviliði að gera grein fyrir hvaða búnaður það er og hvort það sé ekki eðlilegt að hvert slökkvilið eigi slíkan búnað,“ sagði Gísli. „Það hefur verið í gegnum fjölmiðla sem slökkvi- liðsstjórinn hefur verið að senda okk- ur tóninn þannig að við höfum ekki ennþá fengið tækifæri til að ræða við hann beint um það hvemig þessir hlutir liggja. Við höfum mestan áhuga á því að menn treysti því öryggi sem er í Hvalfjarðargöngunum og þess vegna höfum við lagt okkur fram um að hafa hlutina í lagi og betri en áskil- ið er í þeim kröfum sem til okkar eru gerðar. Þess vegna höfum við sagt að þetta sé rangur vettvangur fyrir starfsmann Reylgavíkurborgar að senda okkur kveðjur því hagsmunim- ir fara vissulega saman um að hafa hlutina í lagi.“ Gísli segir það rétt sem borgar- stjóri hefur bent á að göngin séu stofnbraut eða hluti af þjóðvegi. „Þess vegna hafa verið óskýr mörk á milli annars vegar þess sem Vega- gerðin telur heyra til sín og Bmna- málastofnun hins vegar," sagði hann. „Vegagerðin er sammála okkur um að öryggiskröfum sé fullnægt en Brunamálastofnun hefur rætt við okkur um ákveðna hluti sem við vilj- um skoða. Menn deila því einnig um það í stjómsýslunni hvar þetta mann- virki eigi heima. Það skiptir okkur Spalarmenn að sjálfsögðu miklu máli að við gjöldum þess ekki og að það sé alveg skýrt. Við höfum alla tíð lagt áherslu á öryggismál og munum gera það áfram og meðal annars með ný- legri samþykkt um að akstur með olíu og hættuleg efni verði takmarkaður enn frekar. Það er almenningur sem á að hafa forgang og á að geta treyst því að við séum að reyna að tryggja þeirra hagsmuni eins og mögulegt er.“ Spumingunni um það hvort bætt- um búnaði yrði komið fyrir í göngun- um sagði Gísli að of snemmt væri að segja til um það. Það væri í skoðun og niðurstaða stjómar lægi ekki fyrir ennþá. SKRIFAÐ hefur verið undir kaupsamning um kaup á nýju fjölsneiðmyndatæki á röntgen- deild Landspitalans frá General Electric Medical Systems. Hekla hf. er umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi og er kaupverðið rúmlega 91 milljón. Sitjandi frá vinstri eru; Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri Landspítal- ans og Sigfús R. Sigfússon, for- stjóri Heklu hf. Standandi frá vinstri eru Kristján Antonsson, innkaupastjóri Rikisspitala, Ólafur Kjartansson, yfirlæknir röntgendeildar Landspítalans, Gísli Georgsson, yfirverkfræð- ingur heilbrigðistæknideildar, Guðmundur Hreiðarsson, sölu- stjóri lækningatækja Heklu hf. og Helgi Bogason frá Rikiskaup- um. Vigdís Finnbogadóttir kynnir „bryggju Norður-Atlantshafsins“ Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. TENGING Norður-Atlantshafs- svæðisins í stofnun, sem hýsi starf- semi er snertir sögu, vísindi og at- vinnulíf íslands, Færeyja og Græn- lands, er draumur, sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, vonar að geti orðið að raunvem- leika í gömlu pakkhúsi, sem áður var miðstöð verslunar Dana við svæðið. Vigdís er stjórnarformaður nefndar, sem starfar að því „Den nordatlantiske brygge“ geti hafið störf í ársbyrjun 2002, ef allt geng- ur vel. Nefndin hélt blaðamanna- fund í vikunni og í viðtali við Morg- unblaðið segir Morten Meldgaard, framkvæmdastjóri dönsku heim- skautsstofnunarinnar, Dansk pol- arcenter, að danska stjómin hafi þegar lýst stuðningi við stofnunina með því að láta eftir gamla pakk- húsið undir stofnunina. Auk Vigdísar sitja í stjóminni Ole Stig Andersen, skrifstofustjóri danska þingsins, sem er varafor- maður, Soren Haslund-Christensen hirðmarskálkur, Soren Langvad, forstjóri Pihl & Son, en alls eru tuttugu«.manns i stjói-ninni, emb- Hus yfir norð- lægar hugsjónir ættismenn og aðrir frá íslandi, Danmörku, Færeyjum og Græn- landi. Gömul miðstöð verður ný Danska heimskautsstofnunin er til húsa við hliðina á pakkhúsinu og því fékk Meldgaard þá hugmynd að húsið væri vel til þess fallið að hýsa starfsemi er tengdist þeim löndum, sem húsið hafði þjónað áður. Hann bendir á sögulegt gildi hússins, sem þjónaði gömlu Grænlandsverslun- inni, er einnig stundaði viðskipti við Færeyjar og ísland. Heimskauts- stofnunin er til húsa þar sem áður var tunnuverkstæði verslunarinnar. „Hingað komu menn frá þessum löndum á leið hingað eða út í heim, eða fóru hér um á leið norður og sama var með vörur til og frá þeim. Hér fór lýsið um, sem um langan aldur var notað til að lýsa upp Kaupmannahöfn," segir Meld- gaard. Hann segir að alþjóðleg sambönd Vigdísar og áhugi hennar hafi skipt miklu máli fyrir undir- búninginn, sem komst á gott skrið er danska stjórnin ákvað nýlega að láta hinni nýju stofnun húsið eftir. Opnir fyrir hugmyndum Ætlunin er að hin nýja stofnun verði tengiliður margvíslegrar starfsemi er varðar Island, Færeyj- ar og Grænland. Meldgaard segir að hugmyndin sé að húsið verði hægt að nota til kynninga af ýmsu tagi Þannig geti söfn tekið sig sam- an og haldið þar sýningar. Ætlunin er að þar verði verslanir, sem selja afurðir og vörur frá svæðinu, veit- ingahús og kynnt verði vísinda- starf, sem tengist svæðinu, auk þess sem gestaíbúðir eigi að vera þarna fyrir fræði- og vísindamenn. „Starfsemi hússins á að vera eins og gluggi að svæðinu," segir Meld- gaard. „Við vonumst til að húsið og starfsemin þar verði aðdráttarafl fyrir borgarbúa, ferðamenn og aðra gesti, sem koma til Kaupmanna- hafnar." Þó húsið sé nú fyrir hendi þarf 100-120 milljónir danskra króna til að gera það upp og koma því í það horf að það geti þjónað þessari starfsemi. Meldgaard segir að ná- kvæm áætlun um starfsemina muni liggja fyrir um áramótin. „Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður hægt að opna húsið í ársbyrjun 2002. Við leggjum áherslu á að sem flestir verði með og erum opnir fyr- ir góðum hugmyndum.“ Þeir sem vilja kynna sér betur hvað þarna er á ferðinni og miðla hugmyndum geta farið inn á heima- síðuna: www.dpc.dk/bryggen. kallaður Moldarás, og hvoiugt er innan þjóðskógar,“ segir Ólafur. Varðandi það að samningurinn hafi verið gerður án vitundar Jóns Loftssonar og skógarvarðar og að Skógrækt ríkisins hafi ekki verið tilkynnt um samninginn, segir Ólaf- ur að samskipti landbúnaðarráðu- neytisins við þessa aðOa varði ekki Landssímann. „Það er hins vegar ljóst að skóg- ræktarstjóri sat fund þar sem mál- ið var rætt og skógarvörðurinn sýndi fulltrúum Landssímans jörð- ina. Það kemur okkur því spánskt fyrir sjónir að skógræktarstjóri hafi ekki haft pata af samningn- um,“ segir Ólafur. Landssíminn ætli að byggja þarna í mesta lagi tíu sumarhús. Sumarhúsin séu hugsuð til afnota fyrir 1.200 starfsmenn Landssím- ans og svæðið verði skipulagt í nánu samstarfi við hreppsnefnd og vonandi einnig við Skógræktina. „Við ætlum að starfa þarna að uppgræðslu og skógrækt og leggja til þess bæði fé og vinnu starfs- manna Landssímans. Það hefur aldrei verið til umræðu að girða þetta land af og meina almenningi aðgang að því,“ segir Ólafur. Samið við sjúkra- flutninga- menn í Hornafírði BÆJARYFIRVÖLD í Hornafirði hafa gengið frá sérkjarasamningi við Verka- lýðsfélagið Jökul, vegna starfa sjúkraflutningamanna í héraðinu og mun það vera í fyrsta skipti sem samið er við almennt verkalýðsfélag um þessi störf. Bærinn er aðili samningsins á grundvelli reynsluverkefnis um heil- brigðis- og öldrunarmál, en samkvæmt því hefur sveitar- félagið með höndum umsjón þeirra málaflokka. Helstu atriði samningsins eru þau, samkvæmt fréttatil- kynningu frá Hornafjarðar- bæ, að sjúkraflutningamenn eru ekki á föstum launum, en fá greitt fyrir bakvaktir, tvo yfirvinnutíma fyrir hvern sól- arhring sem vakt er staðin. Fyrir útköll er greitt í yfir- vinnu, skv. gildandi launa- töflu aðalkjarasamnings bæj- arins og félagsins. Sjúkrabíl- stjórar eru þar í 5. flokki en þeir sjúkraflutningamenn sem lokið hafa námskeiði í 8. flokki. Lágmarksútkall telst fjórir yfirvinnutímar. Gildir til loka ársins Vegna ákvæða þjónustu- samnings við ríkið um heil- brigðis- og öldrunarþjónust- una gildir sérkjarasamning- urinn einungis til 31. desem- ber 1999. Sérkjarasamning- urinn verður þó framlengdur til sama tima og aðalkjara- samningur, verði um áfram- hald á reynsluverkefninu að ræða. Kjör eru að öðru leyti samræmd því sem mælt er fyrir um í gildandi kjara- samningum milli bæjarins og Jökuls. „Sérkjarasamningurinn tekur mið af þeirri þróun sem orðið hefur á undanförnum árum varðandi störf sjúkra- flutningamanna á lands- byggðinni,“ segir í fréttatil- kynningu Hornafjarðarbæj- ar. ___________i________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.