Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 48 ELSA GUÐRUN STEFÁNSDÓTTIR + EIsa Guðrún Stefánsdóttir var fædd 14. janúar 1949. Hún lést á heimili sínu Loga- landi 28, Reykjavík, hinn 26. maí síðast- liðinn. Foreldi-ar hennar voru Stefán Lyngdal, kaupmað- ur í Hljóðfæraversl- uninni Rín, og kona hans, Herdís Sigurð- ardóttir Lyngdal. Elsa giftist hinn 28. júlí 1972 Magn- úsi Eiríkssyni, tón- listarmanni og núverandi framkvæmdastjóra í Hljóð- færaversluninni Rín. Þau eign- uðust þrjá syni: 1) Stefán Már, f. 28. júlí 1971, háskólanemi, sambýliskona hans er Elma Lísa Gunnarsdóttir, leiklistar- nemi. 2) Andri, f. 27. október 1978, tölvufræðinemi, unnusta hans er Sigrún Halldórsdóttir, nýstúdent. 8) Magnús Örn, f. 21. ágúst 1983, nemi. Nú er hún farin, elsku mamma mín, eflaust komin á betri stað núna. Hún á það svo sannarlega skilið af því að hún var frábær mamma og eiginkona. En maður veit aldrei hver er næstur, og ég bjóst síst við því að mamma hyrfi á braut svona fljótt. Hún fékk 50 ár og afrekaði margt á þeim tíma. Dauði hennar er mikill missir íyrir okkur feðgana, sérstaklega pabba því hann bjó með henni og elskaði í rúm 30 ár. Hún var frábær mamma, alltaf til staðar og elskuleg við alla. En þegar svona gerist á víst að hugsa um góðu minningarn- ar, sem eru margar. Mér eru efst í minni öll ferðalögin sem við fórum í með henni. En eins og pabbi segir, þá fer sársaukinn ekkert, maður verður bara að læra að lifa með honum. Magnús Örn. Mig langar í örfáum orðum, að minnast hér elskulegrar mágkonu minnar, sem skyndilega var kvödd á annað tilverusvið, þann 26. maí síðastliðinn. Margt kemur upp í hugann, þegar svona áfall dynur yf- ir, en sterkust er þó vanmáttartil- finningin fyrir þessu valdi, sem bara er sterkara en við öll og legg- ur okkur línumar, sem eftir sitjum. Eg kveð hér í dag yndislega mann- eskju, sem ég hef oft litið upp til, enda hefur Elsa Gunn verið með- limur í fjölskyldu minni, svo lengi sem ég man, þar sem Magnús bróð- ir minn og Elsa voru ung er þau hétust hvort öðru og ég á þeim tíma varla vaxin upp úr bleyjunni. Svo ein af fyrstu minningum mínum um Elsu er frá þeim tíma er þau hófu byggingu á húsi sínu, að Logalandi 28 í Reykjavík, og hvernig þau hjónin samhent stóðu að því að gera heimili sitt sem veglegast og notalegt heim að sækja. Elsa hafði á þeim tíma unnið sem flugfreyja og ferðaðist mikið og var mikil heimskona í mínum augum þá, sem nú. Hún skreytti heimili sitt með ýmiskonar erlendum skrautmunum og man ég vel eftir því, hve mér urðu víð augun yfir öllu þessu fíner- íi, því allt passaði þetta svo vel sam- an og gæddi heimili hennar hlýju og yl. A þessum árum eignuðust þau hjónin fyrsta barn sitt, Stefán Má, og sóttist ég mikið í að fá að passa hann á kvöldin, enda þá vaxin úr grasi og tók starfið mjög alvar- lega, enda alltaf gaman að koma til Magga og Elsu. Tónlist var sameiginlegt áhuga- mál þeirra hjóna og var Elsa alltaf til í að taka lagið í góðra vina hópi, hún var söngelsk og lagviss, einnig spilaði hún á píanó og fylgdist vel með. því semivar að gerast í tónlist- Systir Elsu: Svala Thorlacius, hæstaréttarlög- maður, gift Gylfa Thorlacius hæsta- réttarlögmanni. Hálfsystir sam- feðra: Hulda Stef- ánsdóttir, húsmóðir í New York, gift John Yodice sak- sóknara. Elsa var stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík vorið 1969. Hún var flugfreyja hjá Loftleiðum nokkur sumur, vann um nokkurra ára skeið sem læknaritari á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítala og á lögmannsstofu en hefur um langt árabil rekið Hljóð- færaverslunina Rín ásamt eig- inmanni si'num og Guðna Ágústssyni. Útför Elsu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. arlífinu, bæði innan heimilis, sem utan. Hefur þessi tónlistai-ást borið góðan ávöxt, því allir þrír synir þeirra hjóna hafa erft þennan eld- móð og næmi fyrír tónlistinni og var Elsa mjög hrifin og stolt af „köllunum" sínum og gerði sitt besta til að styðja þá og hvetja, er þeir hófu feril sinn innan tónlistar- innar. Elsa var glæsileg kona, gædd mikilli smekkvísi og hæversku og gerði sitt besta til að öllum gæti lið- ið vel í námunda við hana, hún var gestrisin kona og rausnarleg, hafði skemmtilega kímnigáfu og yndis- legan hlátur, sem enginn gat stað- ist, maður varð bara að hlæja með henni. Hún vildi öllum vel og var henni mikið í mun að fylgjast med öllum fjölskyldumeðlimum, hvernig fólkinu vegnaði í lífsins ólgusjó, sem eins og gengur og gerist sveifl- ast bæði upp og niður. Hún átti sjálf á tíðum erfitt vegna hrakandi heilsu, en hafði þó ekki í sinni að gefast upp, þegar almættið tók af henni völdin og tók hana til sín, langt um aldur fram. Eg skil vel, að almættið sækist eftir konu eins og Elsu, en verð þó að segja að við hin dauðlegu, hefðum alveg þegið að hafa hana hjá okkur örlítið lengur. Það er undarlegt til þess að hugsa, að í næsta sinn er ég kem heim til íslands, geti ég ekki hitt Elsu mína, með sitt blíða fas og sitt fallega rauðbrúna hár, er ég kíki í heim- sókn í Logalandið. Eg vil biðja Guð að styrkja bróð- ur minn í hans miklu sorg og votta honum og sonum þeirra, Stefáni, Andra og Magnúsi, mína innileg- ustu samúð. Þeir hafa misst meira en nokkur orð fá tjáð. Samúðar- kveðjur til fjölskyldu Elsu og til allra þeirra er unnu þessari sóma- konu. Helga Eiríksdóttir og synir, Odense, Danmörku. Nú er farin af þessu tilverusviði kær mágkona mín Elsa Guðrún Stefánsdóttir. Fyrstu kynni mín af Elsu voru þegar hún sextán ára kom eitt kvöldið heim með elsta bróður mínum, Magnúsi, sem þá var tvítugur og var hún kynnt fyrir þeim heimilismönnum sem voru vakandi og þar á meðal var undir- rituð. Daginn eftir var ekki talað um annað á heimilinu en þessa gull- fallegu og glæsilegu stúlku sem Magnús kom svona óvænt með heim. Nú upp frá þessu kvöldi fór hún að koma í sunnudagsmatinn til okkar, sem var á þessum árum lambalæri eða hryggur, ávaxta- gi’autur með rjóma og skolað niður með appelsín- og maltblandi. Við ; fjölskyldan urðuru rnjög hrifin af Elsu og voru þau Magnús afar glæsilegt par. Elsa varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1969 og síðan gerðist hún flugfreyja. Hún og Magnús bjuggu fyrst hjá móður Elsu en síðan byggðu þau sér hús í Logalandi 28 hér í borg. Fluttu þau þar inn árið 1972 með elsta soninn, Stefán Má, sem fæddist 1971, síðan komu synirnir Andrí 1978 og Magnús Orn 1983. Eg man að á þessum fyrstu árum fannst mér Elsa vera mikil heims- dama, hún flaug út um allan heim og bar með sér ferskan blæ heims- menningarinnar. Þetta fannst mér reyndar alla tíð. Elsa og Magnús voru samrýnd hjón og bættu hvort annað upp á ýmsan hátt og studdi hún hann dyggilega í hans tónlist- arstörfum. Þau hjónin ráku hljóð- færaverslunina Rín. Heimboðin til fjölskyldunnar í Logalandi 28 eru minnisstæð en þá var Elsa búin að elda dýrindis framandlega rétti, en hún var frábær kokkur og bakari. Var heimili þeirra alla tíð glæsilegt. Eg á svo margar góðar og hlýjar minningar um Elsu, en hún var ár- inu eldri en ég, hún aðstoðaði mig oft og var mér alltaf góð vinkona. Elsu var margt til lista lagt, hún spilaði t.d. á píanó, hún var hlý manneskja og vildi öllum vel. Hún var elskuleg tengdadóttir foreldra minna og þótti þeim mjög vænt um hana en þau eru nú bæði látin. Hún var trygg eiginkona bróður míns, sem sér nú á bak elskulegri eigin- konu og móður þriggja drengja þeirra. Synirnir eru nú 27, 20 og 15 ára gamlir og syrgja þeir nú móður sína, en hún varð bráðkvödd á heimili sínu langt um aldur fram, nýlega fimmtug. Vottum við fjölskylda mín þeim feðgum, ásamt móður hennar, systrum og öðrum vandamönnum innilega samúð. Megi Elsu vel farnast Guðs í góð- um heimi. Með kærri kveðju og þökk íyrir allt gott á nærri ævi- langri kynningu. Guð geymi þig, kæra mágkona. Inglbjörg Eirfksdóttir. Síminn hringir að morgni dags. Eg var staddur á ísafirði. Magnús bróðir flytur mér þær sorgarfréttir að hún Elsa hans hafi látist skyndi- lega þá um morguninn. Hann og drengirnir þeirra voru hjá henni á kveðjustundinni. Eftir sit ég fullur afneitunar en að endingu rennur upp fyrir mér napur veruleikinn. Elsa mágkona mín er ekki lengur á meðal vor. Minn kæri stóri bróðir hefur misst sína heittelskuðu konu og vin og frændur mínir kæru Stef- án, Andri og Magnús Örn sjá á eftir elskulegri móður sem reyndi allt hvað hún gat til að láta þeim líða vel. Eg minnist þess er Maggi undir- leitur kynnti kærustuna sína fyrir okkur fjölskyldunni fyrir rúmum þrjátíu árum. Elsa var þá rétt að verða 17 ára. Hún var fremur há og björt yfirlitum, bar sig vel, hafði léttar og fágaðar hreyfingar og var þroskuð eftir aldri. Hún var falleg stúlka. Við meðlimir fjölskyldunnar tók- um henni opnum örmum enda ekki annað hægt þar sem Elsa var hlý og ljúf að vera samvistum við og manna fyrst að bjóða aðstoð eða rétta fram hjálparhönd. Elsa og Maggi voru glæsilegt par og fram- tíðin var björt. Þegar ég nú hugsa til baka standa fyrir hugskotssjónum mín- um margar myndir þar sem við bræðurnir áttum góðar stundir saman ásamt konum okkar og drengjum. Við og drengirnir okkar minn- umst rausnarlegra fjölskylduboða þar sem gleðin ein ríkti. Elsa og Maggi bróðir reiddu fram allt það besta sem hugsast gat. Drengirnir okkar léku sér saman og allt var svo hlýtt, bjart og fagurt. Við að veiða í lítilli á eða vatni. Sameigin- legar sumarbústaðaferðir og göngutúrar. Eftir því sem tíminn leið og drengirnir uxu úr gitasiifækkaði því miður samverustundunum. Allir uppteknir við að draga björg í bú og sinna ólíkum þöríúm ungviðis- ins. Tíminn rann frá okkur en lífið reyndist ekki einungis dans á rós- um. Það er huggun harmi gegn að í huga okkar merla góðar minningar um Erlu. Missir Herdísar móður Elsu er mikill svo og systra hennar, þeirra Svölu og Huldu. Við vottum þeim og fjölskyldum þeirra og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúð. Elsku Maggi og synir, megi góður Guð hugga ykkur, styrkja og leiða. Elsku mágkona, þökk fyrir samfylgdina. Fátæklegum kveðjuorðum lýk ég með að vitna í orð Michaelangelo: „Dauðinn og ástin eru þeir vængir sem bera góðan mann til himins.“ Axel, Stefanía og synir. í dag verður Elsa Guðrún Stef- ánsdóttir kvödd. Eg minnist þessarar mágkonu minnar fyrst þegar hún var 13 ára gömul og varð strax mjög kært með okkur. Stuttu síðar missti hún föður sinn, Stefán Lyngdal, sem lést fyrir aldur fram, aðeins 48 ára gamall, og var það henni mikið áfall enda voru þau feðgin mjög náin. Elsa var alla ævi sína nátengd tónlist og lærði á píanó í nokkur ár. Faðir hennar, sem stofnsetti HJjóð- færaverslunina Rín árið 1943, var gæddur ríkum tónlistarhæfileikum enda þótt hann hefði aldrei stundað tónlistarnám. Þurfti hann ekki að heyra lag nema einu sinni til að geta leikið það á píanóið og var oft gestkvæmt og glatt á hjalla og mik- ið spilað og sungið í foreldrahúsum Elsu. Sautján ára gömul kynntist hún Magnúsi Eiríkssyni tónlistarmanni og má þá segja að örlög þeirra beggja hafi ráðist. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á lífsleið þeirra eins og flestra annarra var mikil ást og væntumþykja milli þeirra og mörg fallegustu lög Magnúsar, sem öll þjóðin þekkir og þykir vænt um, samdi Magnús til eiginkonu sinnar. Þau gengu í hjónaband á sól- björtum júlídegi árið 1972 og eign- uðust þrjá mannvænlega syni sem allir hafa fengið tónlistarhæfileika föður síns og móðurafa í arf. Elsa var glæsileg stúlka og góð- um gáfum gædd. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 en lagði ekki stund á annað framhaldsnám. Hún var flugfreyja í nokkur sumur og læknaritari en aðalstarf hennar ut- an heimilis var að vinna við Hljóð- færaverslunina Rín ásamt Magnúsi og Guðna Agústssyni. Fjölskylda hennar, einkum eigin- maður, synir og öldruð móðir eru harmi slegin við fráfall hennar en við munum ætíð varðveita minn- ingu hennar. Gylfi Thorlacius. Hún Elsa æskuvinkona mín er látin. Hvílík harmafregn, hvílíkur missir. Eiginkona og móðir hrifin burt langt um aldur fram. Við Elsa kynntumst fyrst þegar við vorum aðeins sex ára gamlar, báðar að heQa nám við ísaksskóla. Við settumst hlið við hlið strax fyrsta daginn og þegar ég horfi til baka finnst mér sem Elsa hafi allt frá fyrsta degi tekið mig undir sinn verndarvæng og þar hafi ég verið allt fram að stúdentsprófi. Við sát- um alla tíð saman og ekki man ég eftir því að okkur hafi nokkru sinni orðið sundurorða. Við Elsa bjuggum aldrei í ná- grenni hvor við aðra, en það hindr- aði ekki að við gætum verið saman eftir skólatíma. Elsa átti gott æsku- heimili og góða foreldra. Foreldrar hennar Herdís og Stefán Lyngdal ráku hljóðfæraverslunina Rín við Frakkastíg og þótti okkur mikið ævintýri að fá að koma þangað og skoða hljóðfærin. Elsa varð fyrir þeirri sorg að missa föður sinn Stefán eftir erfið veikindi aðeins tólf ára gömul. Þetta varð henni erfið reynsla, en hún átti góða móður og Svölu syst- ur og saman tókust þær mæðgurn- ar á við sorgina og það sem framundan beið. Mér þótti alltaf gott að koma á æskuheimili Elsu, bæði var það hlýlegt og ég alltaf > velkomin. Æskuárin liðu hratt og við lukum farsællega námi við Isaksskóla hjá hinum góða kennara Björgvini Jó- steinssyni. Þá tók við Æfingadeild Kennaraskólans og vorum við fyrstu árin í gamla Valsheimilinu. Aðstæðurnar vom ansi fnimstæð- ar, en kennarinn, sem var séra Helgi Tryggvason, gerði þessa skólavist að hreinu ævintýri, svo skemmtilegur og uppátækjasamur var hann. Seinni tvö árin í Æfinga- deildinni vorum við í kjallara gamla Kennaraskólans. Þar var líf og fjör og aftur fengum við frábæran kennara. Það var Hallgrímur Jón- asson, sem hreif okkur með sér og gaf okkur innsýn í íslendingasög- urnar og aðrar íslenskar bók- menntir með frásagnarlist sinni. Þá tóku við unglingsár og Kvennaskól- inn. Þetta var strangur en skemmtilegur skóli, þar sem margt spaugilegt gerðist og voru þau ár liðin fyrr en varði. Að lokum tóku svo menntaskólaárin við með öllum sínum litbrigðum: námi, skemmt- unum, ást og ástarsorg. Elsa var vel af Guði gerð, glæsi- leg, vel gefin og hæfileikarík. Hennar beið framtíðin. Hún kynnt- ist eiginmanni sínum, Magnúsi Ei- ríkssyni, á menntaskólaárunum. Þau giftu sig og stofnuðu heimili í Logalandi 28. Þar hafa þau búið alla tíð síðan og drengirnir þeirra þrír, Stefán Már, Andri og Magnús Órn, alist upp. Um þessar mundir fagnar ár- gangur okkar 30 ára stúdentsaf- mæli. Þvi er enn meira skarð fyrir skildi að missa Elsu á þessum tíma- mótum. Góðar kveðjur eru frá ár- ganginum, en sérstaklega frá bekkjarsystrunum í 6. C. Megi Guð styrkja ykkur öll, eisku Maggi, Stefán Már, Andri og Magnús Om, Herdís, Svala, Gylfi og fjölskyldur ykkar. Ég kveð Elsu með trega og þakka fyrir allar góð- ar stundir sem við áttum saman. Jafnframt syrgi ég þær stundir sem ég óskaði svo heitt að við gæt- um átt saman, en verða ekki fyrr en í eilífa lífinu. Minningin um Elsu mun lifa áfram í hjörtum okkar. Dagný Guðmundsdóttir. Hjartkær vinkona mín er látin langt um aldur fram. Sælt er að minnast skólaáranna þar sem Elsa spilaði stórt hlutverk. Við komum hvor úr sínu hverfinu, Elsa úr Hlíðunum en ég úr Smáí- búðahverfínu. Einhvem veginn var maður svo, 13 ára, lentur í Kvenna- skólanum niður við Tjörn og þekkti engan. Við tókum sama strætis- vagninn á morgnana í skólann og smám saman myndaðist sterk vin- átta milli okkar. Það var einstaklega ánægjulegt að heimsækja Elsu í Bogahlíðina, en þangað fóram við oft eftir skóla. Þá var mikið brallað og spjallað og hlustað á músík, man ég eftir að við hlustuðum löngum stundum á West Side Story og „dönsuðum" Svana- vatnið. Og Herdís, mamma hennar Elsu, tók manni opnum örmum og af mikilli gestrisni. Elsa var fæddur foringi að mér fannst. Hún var gullfalleg, ríkum gáfum gædd, lífsglöð og sjálfsör- ugg. Hún varð þvf að vissu leyti fyrirmynd mín á þessum árum. Eg hafði í raun ekki haft nein áform um að halda áfram námi, en Elsa ætlaði í landspróf og menntaskóla, og að sjálfsögðu gerði ég það þá líka. Eftir að menntaskóla lauk og mennirnir okkar vora komnir inn í * myndina áttum við öll saman dýr- *- mætar samverastundir. Ég vildi óska núna að þær hefðu verið svo miklu fleiri. Ég vil þakka minni bestu vin- konu allar góðu samverastundirnar sem við áttum saman á viðkvæmu skeiði unglingsáranna. Blessuð sé minning hennar. m Beta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.