Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ort í Foldaskóla NEMENDUR 10. bekkjar Folda- skóla tóku sér fyrir hendur þegar samræmdum prófum var lokið að nota tímann til að setja saman og gefa út ljóðabók. Umsjón hafði kenn- ari þeirra, Ragnar Ingi Aðalsteins- son. Kennarinn segir í formála um ár- angurinn: „Efnið er margbreytilegt, hér má bæði lesa tilfmningarík sorg- arljóð og galgopalegar ferhendur sem minna á öfugmælavísur Bjarna Borgfirðingaskálds. Og það má finna allt þar á milli. Einhverjum kann að virðast að yrkisefnin risti stundum ekki djúpt. En ef betur er að gáð má oft skynja að baki sakleysislegrar ferskeytlu eða stöku undir fomyrðislagi aðra merk- ingu orðanna en sést á yfirborðinu.“ Ljóðin era bæði hefðbundin og óhefðbundin. Nöfn þeirra sem að útgáfunni standa koma fram í Ijóði Rósu Jóns- dóttur og Eydísar Bjömsdóttur en nokkrir fleiri vom meðal þátttakenda: Thelma, Björgvin, Helgi, Hildur,Helena, Daði, Astrún, Sigríður, Rósa, Sigga, Baldur, Sólveig, Steinar, Kristrún. Jóhanna, Fanney, Frank, Ivar, Friða, Steinunn, Eydís, Helena, Freyr, Már, Auður, Eva, Ólafur, Sigga, Hafdís. Kverið er 31 síða unnið í Prent- húsinu. Útgefandi er ÍSL 1106 01 í Foldaskóla. RIMMUGÝGUR nefnist kver með ljóðum nemenda úr Folda- skóla. Hluti kápu eftir Hildi Björk Yeoman. Höggmyndir og þrívíð verk í Safnasafninu Morgunblaðið/Gunnlaugur ELISA Vilbergsdóttir sópran og Þórhallur Barðason baríton héldu tónleika í Stykkishólmskirkju. Ungt fólk með tónleika í Stykkis- hólmskirkju Stykkishólmur. Morgunblaðið. ELÍSA Vilbergsdóttir sópran og Þórhallur Barðason baríton héldu söngtónleika í Stykkishólmskirkju 26. maí s.l. Þau luku 8. stigs prófi í söng frá Söngskólanum í Reykja- vík í maímánuði og buðu Hólmur- um að hlusta á efni það sem þau fluttu við útskriftina. Elísa er Hólmari og stundaði nám við Tónlistarskóla Stykkis- hólms sem bam og unglingur. Síð- ustu fimm árin hefur hún numið söng í Söngskólanum undir hand- leiðslu Þuríðar Pálsdóttur. Þórhallur er ættaður frá Kópa- skeri og hefur lært söng við Söng- skólann síðustu fimm árin. Fyrstu fjögur árin var aðalkennari hans Guðmundur Jónsson og í vetur var það Bergþór Pálsson. Elísa fékk viðurkenningu að loknu prófi, farandgrip sem veitt- ur er nemanda sem nær hæstu einkunn á 8. stigs prófi. Elísa hef- ur sótt um framhaldsnám við tón- listarháskóla í Liibeek í Þýska- landi og mun í júní þreyta inn- tökupróf, þar sem 500 nemendur sóttu um en aðeins fáir nýliðar komast að. Efnisskrá þeirra Elísu og Þór- halls var fjölbreytt. Undirleik á pí- anó önnuðust þau Ingibjörg Þor- steinsdóttir hjá Elísu og Hólmgeir Sturla Þorsteinsson hjá Þórhalli, en þau starfa bæði við Tónlistar- skóla Stykkishólms. Það vakti at- hygli hvað söngvaramir stóðu sig vel. Þau virtust vera sviðsvön, með ljúfa framkomu og náðu vel til áheyrenda. Fjölmenni var á tón- ieikunuBk' liUuK vm. ui TVÆR sýningar verða opnaðar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd á morgun, laugardag; útisýning á höggmyndum eftir Hálfdán Bjömsson bónda frá Hlégarði í Aðaldal og sýning á verkum Ragn- heiðar Ragnarsdóttur inni í safn- inu. Ragnheiður sýnir þrívíð verk í homstofu Safnasafnsins. Verkið er hluti innsetningar sem sýnd var í Nýlistasafninu 1994 undir yfir- skriftinni „Fréttir og tilfinningar". Verk hennar era hugverk í mis- munandi búningi. Hún nýtir sér nærtækan efnivið og byggir upp andrúmsloft sem vísar út fyrir form og efni. Ragnheiður starfar sem fram- kvæmdastjóri Nýlistasafnsins en hún stundaði nám í myndlist og hönnun við Listaskóla í Suður- Frakklandi á áranum 1971-74 og lauk námi í myndlist frá Fjöl- tæknideild Myndlista- og handíða- skóla Islands 1991. Tíu áram áður lauk hún prófi frá Arkitektaskól- KÓRAR Vídalínskirkju í Garðabæ og Álftaneskórinn tóku í gærkvöld þátt í heimsframflutningi í Royal Albert Hall. Framflutningurinn var á „African Cathcart Concerto" eftir Paul Hart og var sungið á lat- ínu og ensku. En verkið var samið fyrir hljómsveit, kór og bamakór. íslensku kórarnir komu fram á Proms vortónleikaröðinni og sagði Jóhann Baldvinsson, stjórnandi kóranna, miklar æfingar liggja að baki flutningnum. En kóramir sem komu fram á tónleikunum ásamt Lundúnakómum vissu að sögn Jóhanns ekki af þátttöku NÚ stendur yfir myndlistarsýning Amars Inga Gíslasonar í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafirði. Til sýnis era pastel- og oMumyndir af landslagi og náttúra og hefur yfirskriftina Smávinir ferðamannsins. Öm Ingi hefur haldið 28 einka- .sýningar. víða um Jand og eipnig er- anum í Kaupmannahöfn og starf- aði við það fag í nokkur ár. Hún á að baki nokkrar einkasýningar. Auk þess hefur hún tekið þátt í litlum og stórum samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 2. júlí. Höggmyndir úti og inni Hálfdán Bjömsson hefur frá unglingsáram tálgað ýmsa fín- gerða gripi s.s. endur, kindur og hesta. Hann lærði að leita að hrísl- um sem höfðu orðið fyrir áföllum í Aðaldalshrauni, sneri þeim við og dró fram hreyfingar þeirra sem höfðu verið bældar af illviðram og snjó. Stærri verkin era sýnd í skjóli fyrir sunnan garð en þau minni í glerskáp á norðurstafni safnsins. Þessi sýning stendur í allt sumar. A sama tíma era átta aðrar sýn- ingar í Safnasafninu. Safnið er opið frá kl. 10-18 dag- lega. sinni í verki Harts fyrr en um hvítasunnuna. Strangar æfingar stóðu því yfir vikumar fyrir tón- leikana og sagði Jóhann kórana hafa æft verkið baki brotnu upp á hvem einasta dag og að fólkið hafi lagt á sig ómælda vinnu við æfing- amar. Að sögn Jóhanns er „African Cathcart Concerto" mjög spenn- andi stykki með afrískum takti og hljómum. En þetta er fyrsta kór- verk Harts, sem áður hefur samið hljómsveitarverk fyrir bæði Royal Albert Hall og Proms tón- leikana. lendis og tekið þátt í mörgum sam- sýningum. Undanfarin ár hefur hann einnig fengist við leikstjóm og blönduð form. Öm rekur listaskóla á Akureyri og víðar. Verk hans era í eigu Listasafns Islands og margra bæjarfélaga. Hann hefur hlotið starfslaun ríkisins nokkrum sinnum. Sýningin stendur til 15. júní. ísafoldarkdrinn Heimsfrumflutningur í Royal Albert Hall Pastel- og olíumyndir í Galleríi Sölva Helgasonar Kharms og Hafliði TöfVUST Iðnó SÖGUR OG LJÓÐ Caput-hópurinn flutti sagnatón- verkið Örsögur op. 25 eftir Hafliða Hallgrímsson og Danííl Kharms. Flytjendur voru Jóhann Sigurðar- son, Signý Sæmundsdóttir, Guðni Franzson, Zbigniew Dubik, Hávarður Tryggvason, Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Steef van Oosterhout. Miðvikudagurinn 2. júní, 1999. FJARSTÆÐAN er ekki ávallt fjarri sannleikanum og sannleikurinn er oft mjög fjar- stæðukenndur, því skopstæling- in ber í sér eigindir og er jafn- vel orðin til vegna sannleikans, sem ávallt er óvæginn og hömlulaus. Skopið og fáránleik- inn í sögum Danííl Kharms byggist frekar á sérkennilegri framsetningu en að sjálft inni- haldið sé nokkuð annað en sannleikanum samkvæmt og jafnvel ósköp hversdagslegt. Þetta getur átt við um mikið af nútímatónlist, sérstaklega þá sem er lagræn að byggingu, og að hugsanlega megi færa til ein- staka tóna í þessum svonefnda nútímalega rithætti svo að tón- málið verði ómblítt og jafnvel hljómfræðilega árekstralaust. Það gæti verið fróðlegt að um- rita eitthvert kammerverka Schönbergs og færa tónmálið til þess sem venjulega er nefnt hefðbundið. í raun er þetta samstofna þeirri aðferð sem Stravinskí beitti í umritun tón- listar eftir Pergolesí, aðferð sem oftlega hefur verið beitt af ýmsum nútímatónskáldum, með alls konar umritunum og út- færslum á eldri tónverkum. Örsögurnar eftir Danííl Kharms era á margan hátt skemmtilegar og tónlist Hafliða Hallgrímssonar fellur vel að sög- unum. Eins og verkið er hugsað af hálfu Hafliða verða sögurnar þó þungamiðja verksins og á köflum nær tónlistin því aðeins að vera millispil, nema í söngat- riðunum og látbragðsleiknum með kertaljósin, sem Signý Sæ- mundsdóttir útfærði mjög vel. Lengri millikaflarnir náðu þó at- hygli frá leiknum og þar mátti heyra sérlega lifandi tónlist, sem var mjög vel flutt af Caput-fé- lögunum. Til að nefna dæmi var leikur Þorsteins Gauta mjög góður í söngtímanum og loka- þættinum, sem var nútímaleg út- færsla á boogy-woogy. Þá er ekki úr vegi að geta leiks Dubiks og Guðna, sem báðir áttu skemmtilegar og vel leiknar strófur, ásamt Hávarði og Oosterhout. Hugsanlega mætti tónsetja all- ar sögumar og þar með yfirvinna þau skil sem era á texta og tón- list. Hvað sem þessu líður era Ör- sögurnar skemmtilegai- í þýðingu Áma Bergmanns, tónlistin mjög vel unnin og tónlistarflutningur- inn einstaklega góður. Leikur Jó- hanns Sigurðarsonar var í einu orði sagt frábær, svo að á stund- um stal hann senunni frá tónlist- inni, án þess þó að rjúfa samfellu verksins. Þrátt fyrir að verkið sé gott og vel gert af hálfu tón- skáldsins, vaknar sú spuming hvort þessi skringitexti gæti ekki orðið enn fyndnari sunginn en hann er lesinn og leikinn. Jón Ásgeirsson NEMENDURNIR eru einbeittir á svip. í lok námskeiðsins munu þeir sýna listir sínar. Gunnhildur Una sýnir í galleríi Nema hvað GUNNHILDUR Una Jóns- dóttir opnar sýningu í galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í kvöld, fiistudag, kl. 20. A sýningunni era verk sem unn- in era út frá ferðalagi um As- íu. Einnig geta gestir horft á myndbönd sem byggjast á asískri bardagahefð. Gunnhildur Una er nemi í Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Galleríið er opið kl. 14-18, fimmtudaga til sunnudaga. Sýningunni lýkur 13. júní. 60 unglingar á námskeiði í nútíma- dansi ÞESSA dagana stendur yfir nám- skeið í nútímadansi í húsakynnum Listdansskóla íslands við Engja- teig. U.þ.b. 60 nemendur sækja námskeiðið og eru það kennaramir Tommi Kitti og Maria Littow frá Finnlandi og Ana Luisa Moura frá Brasilíu sem hingað em komnir sérstaklega til að kenna listir sínar. Unglingarnir sem taka þátt í námskeiðinu hafa aliir æft dans f lengri eða skemmri tíma í dans- skólum landsins. I lok vikunnar sýna nemendur hvað þeir hafa lært af dönsurunum. ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.