Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýjar verðbólguspár frá f]ármálafyrirtækjum Hækkun trygginga iðgjalda vegur þyngst Morgunblaðið/Kristinn SAMKVÆMT nýrri verðbólguspá Kaupþings hf. er gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,6-0,7 prósent milli mánaða. Stærsti liður- inn í þessari hækkun er hækkun ábyrgðartrygginga ökutækja um 38% en aðrar hækkanir sem áhrif hafa eru bensínverðshækkun um 3,45% frá 1. júní, hækkað verð á áfengi og hækk- un húsnæðisverðs, sem hefur hækkað um að meðaltali 1,1 prósent á mánuði það sem af er þessu ári. I spánni er ekki gert ráð fyrir gjaldskrárhækkunum Veitustofnana Reykjavíkur sem taka munu gildi frá fyrsta júlí og hækka verð á rafmagni um 3% og hita um 4,6%. Miðað við 6 fyrstu mánuði ársins er framreiknuð verðbólga 5,2% á ársgrundvelli, samkvæmt útreikn- ingum Kaupþings. I verðbólguspánni kemur fram að rétt sé að hafa í huga að aðstæður séu sérstakar nú vegna þess hve mikið ábyrgðartryggingar ökutækja hækka. Að sögn Eiríks M. Jensson- ar, hjá greiningadeild Kaupþings, býst hann við að verðbólguhraðinn verði nokkru minni á seinni hluta ársins en hingað til, þannig að verð- bólga verði um þrjú og hálft prósent á árinu. Launahækkanir þrýsta á verðlag Ný spá FBA um verðbólgu á árinu hljóðar upp á 3,6-3,9% hækkun á vísitölu neysluverðs frá upphafí til loka ársins. Gert er ráð fyrir öllu meiri verðbólgu á árinu nú en í spá sem FBA birti í byrjun maí en þá var gert ráð fyrir 3,0-3,3% hækkun. I samtali við Almar Guðmunds- son hjá FBA kom fram að hækkun iðgjalda trygginga veldur mestu um að bankinn reiknar nú með því að vísitala neysluverðs hækki um 0,8-0,9% milli mánaða, sem er nokkru meiri hækkun en Kaupþing spáir. „Ef við tökum innlenda liði í hækkuninni, þá hafa laun hækkað mikið að undanförnu og það veldur þrýstingi á verðlag sem er að koma fram nú, t.d. í opinberri þjónustu. Við gerum annars ráð fyrir að krónan eigi eftir að styrkjast eitt- hvað, með tilliti til hugsanlegra vaxtahækkana, sem þýðir að eitt- hvað mun draga úr verðbólguhrað- anum á seinni hluta ársins,“ segir Almar. íslandsbanki spáir tæplega 4% verðbólgu í ár íslandsbanki - F&M birti á þriðju- dag endurskoðaða verðbólguspá en F&M hafði í maí spáð því að verð- bólga yrði 3,4% á árinu. I endurskoð- aðri spá er tekið mið af bensínverðs- hækkunum og hækkun á trygginga- iðgjöldum og veldur það því að bank- inn spáir nú 3,6-3,9% verðbólgu á ár- inu eins og FBA. f spá F&M í maí var þess getið að óvissa væri um gengi krónunnar og taldi bankinn að vaxtahækkanir hefðu ekki styrkjandi áhrif á gengi krónunnar nú vegna áhrifa lausafjár- reglna á fjárstreymi til landsins. f spánni var raunar birt önnur spá til vara þar sem reiknað var út hvaða áhrif 2% gengislækkun krónunnar kæmi til með að hafa á verðbólgu. Miðað við þær forsendur var útkoma F&M 4,1% verðbólga á árinu. „Við erum ekki að spá því að geng- ið muni lækka en ef krónan veikist þá er Ijóst að verðbólgan mun vaxa. Að vísu hefur verð á olíu og hrávöru verið að lækka og gæti komið á móti gengislækkun ef af verður,“ segir Omar Örn Tryggvason hjá F&M og bætir við að útkoma nýrra launa- samninga muni hafa mikið að segja um þróunina á næsta ári. Landsbankinn spáir „hóflegri" verðbólguaukningu ísak S. Hauksson hjá Viðskipta- stofu Landsbankans segir að þar sé gert ráð fyrir að verðbólga verði 3,9- 4,2% og er þá tekið mið af síðustu hækkunum á orku- og eldsneytis- verði og iðgjöldum trygginga. „Reyndar gerum við ekki ráð fyrir að hækkanir iðgjalda verði alveg í samræmi við boðaðar hækkanir nú heldur verði eitthvað minni vegna samkeppni tryggingafélaganna,“ segir hann. Landsbankinn gerir ráð fyrir „hóflegri“ verðbólguaukningu á síðari hluta ársins en Isak bendir á að erfítt sé að spá lengra en einn mánuð fram í tímann. Breytingar hjá Skeljungi hf. Shellmark- aðurinn lagður niður Undanfarna mánuði hefur Skeljung- ur hf. haft rekstur Skeljungsbúðar- innar og Shellmarkaðarins til endur- skoðunar. Akveðið hefur verið að Skeljungsbúðin flytji úr núverandi húsnæði að Suðurlandsbraut 4 í haust og hefur Penninn hf. tekið húsnæðið á leigu frá og með 1. sept- ember næstkomandi. Að sögn Mar- grétar Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs smá- sölu hjá Skeljungi, hefur ekki verið ákveðið hvert Skeljungsbúðin mun flytjast eða hvernig starfseminni verði háttað í framtíðinni. „Við erum með þessa hluti tU skoðunar, við höf- um góð vörumerki og gott fólk og spurningin er bara hvar og hvernig við höldum þessu áfram,“ segir hún. Shellmarkaðurinn hefur verið rekinn sem heildsölumarkaður í Reykjavík og á Akureyri og hóf hann starfsemi fyrir tveimur árum sem tilraunaverkefni á vegum fé- lagsins. Nú hefur verið ákveðið að loka honum í haust á báðum stöðum og mun hluta af vöruframboði mark- aðarins verða dreift í gegnum sölu- deild Skeljungs. „Við höfum verið að dreifa vörum í gegnum okkar heild- sölu og sjáum okkur fært að geta þjónað viðskiptum okkar í gegnum hana,“ segir Margrét. Hún segir að starfsfólki Shell- markaðarins verði boðin ný störf hjá Skeljungi. „Eg vil taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að á Akur- eyri er ætlunin að vera áfram með sölustarfsemi, þó ekki verði það undir nafninu Shellmarkaðurinn." Llfeyrissjóður Vestmannaeyja Mánaðarskýrsla Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Keypti í Vinnslustöðmni á genginu 2,35 EINS OG sagt var frá í blaðinu keypti Lífeyrissjóður Vestmanna- eyja 9% hlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og á því 11,5% í félaginu. Viðskipt- in fóru fram á genginu 2,35 og námu tæpum 242 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var ekki um einn stóran seljanda að ræða, heldur safnaði verðbréfafyrirtæki hlutabréfum úr ýmsum áttum. Lífeyrissjóðurinn Framsýn seldi 0,8% eignarhlut í íslands- banka í gær og er eignarhlutur sjóðsins í bankanum nú kominn Reuters. SVISSNESKA lyfjafyrirtækið Roehe á 65% hlut í líftæknifyrirtæk- inu Genentech og ætlar nú að kaupa þau 35% sem eftir eru. Til þess að Genentech haldi sjálfstæði sínu mun Roche setja 19% hlutabréfanna á markað. Islendingar þekkja Roche fyrir- tækið vegna samvinnu þess við Is- lenska erfðagreiningu. Fyrirtækið á óverulegan hlut í íslenskri erfða- greiningu en með því að leggja fram 200 milljónir dollara, eða 15 milljarða íslenskra króna, tryggðu Roche- menn sér niðurstöður úr rannsókn- niður í 9,6%. Hann er því ekki lengur stærsti hluthafi Islands- banka. Eftir því sem Morgunblað- ið kemst næst er Lífeyrissjóður verslunarmanna nú stærstur, með 10,1% hlut. Viðskipti á Verðbréfaþingi í gær námu annars 1.017 milljónum króna, mest með húsbréf fyrir 475 m.kr. og bankavíxla 159 m.kr. Við- skipti með hlutabréf námu alls 77 m.kr. Mest viðskipti voru með bréf FBA, fýrir 25 m.kr., og Samherja, fyrir 18 m.kr. Urvalsvísitala Aðall- ista lækkaði um 0,34% og er nú 1.160 stig. um íslenskrar erfðagreiningar með fimm ára samstarfssamningi. Roche kaupir hvern hluta á 82,5 dollara en verðið var síðast komið í 86,75 dollara hlutinn. Meirihlutann setja Roche-menn svo aftur á mark- að. Forstjóri Genentech, Arthur Levinson, er ánægður með að Roche setji 19% hlutabréfanna aftur á markað og gefí Genentech þannig tækifæri til að halda sínum markaðs- áætlunum. Roche mun eftir sem áð- ur verða stærsti hluthafi í Genentech. MIKIL útlánaaukning veldur því að upptöku nýrra lausafjárreglna verður frestað, segir í peninga- markaðskafla nýrrar mánaðar- skýrslu Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins fyrir júní. Lausafjár- reglumar eru að mestu tilbúnar og stefnt var að því að þær tækju gildi í júlí nk. en nú er ljóst að þær taka ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi í september. Undanfarið hefur verið rólegt á millibankamarkaði með krónur því bankarnir hafa haldið að sér hönd- um meðan beðið var eftir nýjum lausafjárreglum. Þegar reglurnar taka gildi munu bankarnir líklega standa misvel að vígi til að uppfylla lausafjárkvaðir og bil á milli kaup- og sölutilboða getur breikkað meira en nú er. Lán frá bindiskyld- um aðilum geta haft áhrif á lausa- fjárstöðu samkvæmt núverandi skilgreiningu Seðlabankans og því mættu bankarnir stundum ekki við því að lána, að því að fram kemur í skýrslu FBA. Skiptar skoðanir eru um hvort Seðlabanldnn hækki vexti og þá hvenær, segir ennfremur í mánað- arskýrslu FBA. Seðlabankamenn hafa lýst áhyggjum af útlánaþenslu og verðbólguhættu og eykur það líkurnar á vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum. Stjómendur Seðlabankans horfa líklega til áhrifa lausafjárreglna en verðstöð- ugleiki er aðalmarkmiðið og til að viðhalda því gæti Seðlabankinn hækkað vexti. Lítil viðskipti voru á milli- bankamarkaði í maí, segir í mán- aðarskýrslu FBA. Undir lok bindiskyldutímabilsins um miðjan maí var óvenju mikið af lausum peningum í kerfinu og lækkuðu þá eins dags vextir. Nokkur viðskipti urðu með bankavíxla eftir langt hlé og námu viðskipti með banka- víxla á Verðbréfaþingi tæplega fjórum milljörðum króna í maí. A sama tíma námu viðskipti með ríkisvíxla tveimur milljörðum króna. Roche lyfjafyrir- tækið fjárfestir í Genentech Frekari vaxtahækk- un Seðlabanka líkleg I MANAÐARSKYRSLU Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins kemur fram að bankinn telur frekari hækkun skammtímavaxta Seðla- bankans líklega á næstunni. Að mati bankans spoma vaxtahækkun í febrúar og setning lausafjár- reglna gegn útlánaaukningu og munu gera það áfram. Vaxtahækk- anir viðskiptabanka sýni það. „Hins vegar er ljóst að ýmsir innlendir þættir, s.s. hækkun launa umfram verðlag, húsnæðishækkan- ir og opinberar hækkanir, setja þrýsting á verðlag. í því ljósi er það mat FBA að líkleg viðbrögð Seðlabankans séu hækkun vaxta, sem mun styrkja gengi krónunnar og hafa þannig dempandi áhrif á verðlag í gegnum innflutta Uði,“ segir í skýrslunni. Krónan gæti styrkst Þá segir að verði ekki um að ræða breytingar á vöxtum Seðla- bankans muni gengi krónunnar tæplega styrkjast, þótt mildll vaxta- munur hamU gegn veikingu krón- unnar. „Vaxtahækkun mun hins vegar, að mati FBA, þýða að krón- an gæti styrkst og að vísitala krón- unnar nálgist 112 á nýjan leik,“ seg- ir í mánaðarskýrslu bankans. FBA segir að aukið framboð rík- istryggðrá skuldabréfa frá lána- stofnunum, vegna aðlögunar þeirra að . lausafjáiTeglum Seðlabanka, hafí leitt til hækkandi langtíma- vaxta að undanfömu. Sú þróun geti haldið áfram tímabundið, ásamt mögulegum skammtímaáhrifum af vaxtahækkun Seðlabanka. „Til lengri tíma Utið skapar minnkandi framboð ríkistryggðra bréfa for- sendur fyrir lækkun langtímavaxta. Hins vegar mun aukið framboð frá öðram aðilum, s.s. fjármálastofnun- um, sveitarfélögum og fyrirtækj- um, geta valdið auknum vaxtamun milU ríkis og annarra skuldara, en sú þróun er þegar farin af stað.“ Nýjar lausafjárreglur í fyrsta lagi í september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.