Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 45 MINNINGAR SIGRUN BJÖRNSDÓTTIR + Sigrún Björns- dóttir fæddist á Efstu-Grund, Vest- ur-EyjaíjöIlum, 31. maí 1916. Hún lést 26. mai siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði 2. júní. Elsku amma mín. Mig langar að skrifa smákveðjuorð til þín. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér. Hjartahlýrri manneskja var ekki til, og máttir þú ekkert aumt sjá. Alltaf var gott að koma til ykkar afa á Álfaskeiðið. Þar var tekið á mótin okkur krökkunum með hlýju. Glamur í prjónum, ilmur af nýsteiktum kleinum, spila- mennska, allt þetta og margt fleira kemur upp í hugann á þessari stundu. Minningar sem ég kem til með að eiga um þig, elsku amma, um alla tíð. En nú ertu loksins komin til hans afa og ég kveð þig með einni af mörgum bænum sem þú kenndir mér. Vertu yfír og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Sigrún Graham. Þetta er bara ég, amma! „Jæja, ert þetta þú karlinn minn,“ varstu vön að svara mér þegar ég kom heim. Heim? Já Alfaskeiðið 37 sá ég alltaf sem heimili mitt, afi og þú, amma, vor- uð mér ávallt sem faðir og móðir og því er ég ykkur ávallt þakklátur. Eg var ekki alltaf barnanna bestur, en þið voruð alltaf þar fyrir mig, sama hvað á gekk. Það var sárt að heyra fyrir rúmri viku að þú lást á banabeði þínum, tárin voru mörg niður vanga mína þann dag, ég bað til guðs að taka á móti þér með opnum faðmi, og ekki lengja tíma þjáningar. Þegar ég var hjá þér í nóvember sagði ég að ég vonaðist til þess að geta hitt þig aftur. Matti bróðir var með mér og þegar við vorum komnir út skammaði hann mig fyrir að taka svo til orða, en ég sá í augum þínum að það var skammt eftir, og að þú vissir það jafn vel og ég að þetta var okkar síðasta stund saman. Þegar ég kvaddi þig þennan dag fylltust augun mín tárum, ég mun aldrei hitta hana ömmu aftur, kom upp í huga mér. Aidrei? Jú en ekki í bráð, tími okkar allra kemur fyrr eða seinna og þá munum við mæt- ast á ný, en þangað til, amma: Megi guð vera með þér og varð- veita þig í ríki sínu. Megi sál þín fá að hvíla í friði og sæld. Megir þú á fund afa fara. Megið þið að eilífu saman vera. Megi ég á fund þinn koma þó að árin mörg munu verða. Megir þú með guði ganga veginn langa, amen. Þakka þér fyrir allt, elsku amma, ég mun sakna þín og og hugur minn og bænir munu vera hjá þér alla tíð. Vertu blessuð, amma. Þinn Ómar Hólm. Ungur má en gam- all skal voru orð sem veittu mér mikla huggun þegar afi minn dó fyrir mörgum árum. Þessi orð veita mér líka huggun núna. Við vitum öll að sá tími kemur að við verðum að kveðja. En söknuðurinn er samt sár og stundum er hvíldin kær- komin eftir mikil og löng veikindi. Nú kveðjum við Sigrúnu Bjöms- dóttir, áður til heimilis í Hafnar- firði. En síðustu ár hefur hún dval- ið að Sólvangi. Vegna búsetu er- lendis hef ég ekki séð hana í fjölda ára, en minninguna um hana mun ég samt ávallt geyma í hjarta mér. Hugurinn leitar til baka, til allra stundanna sem við höfum átt sam- an, hún og ég. Sigrún opnaði heim- ili sitt fyrir mér og þáverandi sam- býlismanni mínum, barnabarni hennar. Ég man öll kvöldin sem við sátum, hún og ég, í eldhúsinu í Hafnarfirði og töluðum saman. Þess tíma minnist ég með gleði; hversu mikið við gátum hlegið saman. Hún var ávallt svo ung i anda svo að ég gat talað við hana um allt bæði sorgar- og gleðiefni. Sigrún hafði svo stórt hjarta, hún var yndisleg kona sem gaf mikið af sjálfri sér. Hún hafði mikla ánægju af því að hafa fólk í kringum sig og aldrei kem ég til með að gleyma minni óvæntu afmælisveislu. Til að gleðja mig og koma mér á óvart tók hún á móti vinum mínum og ættingjum heima hjá sér. Þetta vís- ar til góðvildar hennar og hversu mikið hún vildi gera fyrir alla. Ég hafði sjálf misst ömmu mína fyrir allmörgum árum en þrátt fyrir mikinn aldursmun var Sigrún ekki bara amma fyrir mig, hún var líka trúðnaðaryinkona mín frá fyrstu stundu. Ég man eftir hlátrinum sem alltaf ómaði í eldhúsinu þegar hún bakaði því ávallt voru til pönnukökur eða annað gott að gæða sér á, og kaffi á könnunni ef gestir skyldu koma. Ég man ástúð hennar þegar hún talaði um bama- bömin sín og hversu glöð hún var yfir bamabamabörnunum. Vegna flutnings til útlanda gafst syni mín- um því miður ekki tækifæri að kynnast henni, nema sitt fyrsta ár. Við foreldrar hans höfum bara okkar minningar um Sigrúnu til að gefa honum. Ég veit að áður en veikindi hennar komu í ljós gladd- ist Sigrún yfir bréfunum og mynd- um sem ég sendi henni héðan, á þann hátt fékk hún að minnsta kosti að kynnast syni mínum sem ég veit að henni þótti svo vænt um. Lífið var ekki alltaf létt hjá henni og sorgin hefur líka fyllt hjarta hennar gegnum árin, en hún var sterk kona með eiginleika sem gerðu hana að sérstakri persónu. Síðustu ár hennar var hún mikið veik og ég veit að það hefur verið erfiður tími fyrir alla aðstendendur bæði á Islandi og hérna í Svíþjóð. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Ég vil með þessum fáum línum þakka Sigrúnu fyrir allar þær gleðistundir sem hún gaf mér og vona að henni líði vel þar sem hún er núna. Guð blessi minningu hennar. Jónína Skaftadóttir, Svíþjóð. GUNNAR GUÐMUNDSSON + Prófessor Gunn- ar Guðmunds- son dr. med. fædd- ist í Reykjavík 25. desember 1927. Hann lést á Land- spítalanum 6. mai síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 14. maí. Kæri vinur. I marga daga hef ég ætlað að skrifa til þín nokkur orð. En ég á enn erfitt með að trúa því að þú sért allur. Fáa menn hef ég þekkt sem voru eins lifandi og þú. Fyrir 24 árum var ég svo hepp- in að kynnast vinkonu minni og dóttur þinni og varð heimagangur á heimili ykkar Rósu á Laugarás- veginum. Margs er að minnast, við Oddný að lesa undir próf í kjallar- anum, þið Rósa að fara í sund, komuð við í bakaríinu og síðan var sest við eldhúsborðið, bragðað á kræsingunum og spjallað saman um heima og geima. Við vinkonumar að fara í Oðal og oftar en ekki byrjaði skemmtunin á Laugarásveginum. Þér fannst kannski við stúlkurnar ekki leggja okkur fram við námið eins og skyldi, hafðir þó ekki mörg orð um það en gerðir stundum góðlátlegt grín að okk- ur, ávallt reiðubúinn að aðstoða ef á þurfti að halda. Stundum fannst þér við fara of geyst í sak- imar, en þið Rósa alltaf tilbúin að hlusta og ræða málin þannig að öll sjónarmið komu fram og oftar en ekki var hið kómíska dregið fram í dagsljósið. Og stoltur varstu þegar vel gekk hjá bömunum og vinun- um líka. Heimili ykkar stóð fjöl- skyldu og vinum ykkar og bam- anna alltaf opið og það var gest- kvæmt. Þú varst svo mikill mið- ÁSTA FRIÐRIKSDÓTTIR f + Ásta Friðriksdótt- ir fæddist á Svert- ingsstöðum í Eyja- firði 18. ágúst 1911. Hún lést 14. maí síð- astliðinn. Asta bjó á Svertingsstöðum þar til 1921 að hún flutti með foreldrum smum og sjö systrum til Akureyrar. Ásta var gift Leon- ard Albertssyni vega- vinnuverkstjóra frá Halllandsnesi, f. 15. júní 1901, d. 16. nóv- ember 1976. Böm Ástu og Guðjóns Sigurfinnsonar, fyrri sambýlismanns hennar, em: Björg Alice Guðjónsdóttir, f. 26.8. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund og langar mig í nokkrum línum að þakka fyrir þær stundir sem við átt- um saman. Minningamar sækja á mig og er mér efst í huga er ég fékk að gista hjá ykkur afa. Seint virtistu þreytast á að lesa fyrir mig um þá Salómon Svarta og Bjart. Þú varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda og alltaf hafðir þú nægan tíma til að hlusta og veita góð ráð. Þú varst í raun minn besti vinur og ég vil þakka þér alla hlýjuna og hug- ulsemina í gegnum árin. Það er mín huggun í sorginni að ég gat verið hjá þér þína síðustu stund eins og þú varst hjá mér er ég fæddist. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. 1932, d. 21.8.1935, og Halldór Grétar Guð- jónsson, f. 9.9. 1933. Með Leonard átti Ásta: Björgvin Leon- ardsson, f. 25.2. 1939, Guðrúnu Lóu Leon- ardsdóttur, f. 8.7. 1943, og Albert Leon- ardsson, f. 7.6. 1949. Ásta átti 15 bama- böm og 31 bama- bamabam. Ásta starfaði lengi sem ráðskona í vega- vinnu. Síðastliðið ár bjó Ásta á dvalarheim- ilinu Kjamalimdi, þar sem hún lést. Útför Ástu fór fram frá Akur- eyrarkirlqu 3. júní. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin mín ég trúi og huggast læt (Kristján Jónsson) Ásthildur Albertsdóttir. Mig langar í fáum orðum að kveðja Ástu móðursystur mína, sem var mér góð og elskuleg frá því f ég var unglingur. A þeim tíma sem ég átti mjög erfitt veitti hún mér skjól á heimili sínu og var mér sem besta móðir. Slíkt gleymist aldrei. Það þarf ekki að lýsa Ástu fyrir þeim sem hana þekktu. Öllum sem minna máttu sín vildi Ásta hlúa að og hjálpa og gerði það af alúð. Af sömu alúð sinnti hún gróðrinum í fallega garðinum sínum. Hjá henni átti ég góðar stundir, bæði á Sigur- hæðum og að Möðruvallastræti 8. Ef mismunandi góðar vistarverur eru í húsi Guðs mun Ásta gista þá bestu. Daisy. punktur í tilveru fjölskyldu þinnar, alltaf þessi heimsmaður, glaður og reifur. Þú hafðir svo gaman af að ræða málin og ekki kom maður að tómum kofunum hjá þér hvort sem um þjóðmálaumræðu var að ræða eða menningu og listir. Hvað veisl- umar hjá ykkur voru skemmtileg- ar, þú kunnir að njóta þess góða í lífinu og kenndir samferðafólkinu þínu þá list áfram. Svo varst þú svo mildll læknir og mannvinur, þú sagðir okkur frá áhugaverðu fag- legu efni og alltaf stóð uppúr virð- ingin fyrir manneskjunni, það að líta á manneskjuna í heild sinni, hlusta á sjúklinginn og gefa honum tíma. Vísindaverk þín voru heims- fræg og það var sóst eftir þér út um allan heim að halda fyrirlestra. Ég er þakklát því að hafa átt þig að, mikið hef ég lært af þér og fjöl- skyldunni þinni um virðingu, ástúð og opin samskipti. Fá feðgin hef ég hitt sem voru jafn náin og Oddný og þú, enda voruð þið líka bestu vinir og vinnufélagar. Eftir að ég eignaðist sjálf fjölskyldu voru þau jafn velkomin til ykkar og ég og þeim finnst jafiigott og mér að heimsækja ykkur. Það er haft að orði á heimili mínu að maður komi alltaf út frá ykkur í góðu skapi. Elsku Gunnar, þrátt fyrir veik- indin kemur andlát þitt á óvart, söknuðurinn er mikill en þó mestur hjá Rósu, bömunum, tengdaböm- unum og bamabömunum. Það er fátt hægt að segja til að sefa sorg- ina en þó er gott að vita að góðar minningar og samheldnin sem ein- kennir ykkur munu verða ykkar styrkur áfram. Guðbjörg Sveinsdóttir (Gugga). Formáli mmningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Islenska vátryggingamiðlunin ehf. óskar eftirtilboöum í flugvélina TF-BAB, sem er Cessna C-140A, árg. 1951. Flugvélin er skemmd eftir óhapp. Flugvélin verður til sýnis í flugskýli 22B á Reykjavíkurflugvelli laugar- daginn 5. júní 1999 milli klukkan 13.00-17.00. Tilboðum er hægt að skila á staðnum eða á skrifstofu íslensku vátryggingamiðlunarinnar ehf. á Suðurlandsbraut 4a, 6. hæð, fyrir kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 8. júní 1999. UPPBOÐ SMAAUGLÝSIMGAR Uppboð Uppboð munu byrja ó skrifstofu embættisins að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Blöndubyggð 9, Blönduósi, þingl. eig. Skafti Fanndal Jónasson, gerð- arbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 8. júní 1999 kl. 11.00. Fellsbraut 1, efri hæð og ris, Skagaströnd, þingl. eig. Sigurbjörn Ing- ólfsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild og Lífeyrissjóður sjómanna, þriðjudaginn 8. júní 1999 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 3. júní 1999. Kjartan Þorkelsson. DULSPEKI Sálarrannsókna- félag Suðurnesja Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, verður með skyggnilýs- ingafund í húsi félagsins, Víkur- braut 13 i Keflavík, fimmtudaginn 10. júní kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20.00. Allir velkomnir. Stjórnin. i.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.