Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR látthagi Öl(u$borgir Hveragerði ◄ Reykjavík kynna vörur sínar í dag og á morg- un. Pá verður flugdrekasýning við verslunina föstudag og laugardag. Ráðstefna um mat á arðsemi hálendissvæða UMHVERFISVERNDARSAMTÖ K íslands halda ráðstefnu þann 5. júní kl 10-16 um mat á arðsemi há- lendissvæða. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum. Málefni hálendisins hafa mikið verið í um- ræðunni síðustu mánuði. „Óhætt er að segja að vakning hafí orðið meðal landsmanna um verndun hálendisins. Undanfarin ár hefur verið tilflnnanleg vöntun á tækjum til að mæla huglægt gildi náttúrunnar til jafns á við efnislegt. í umræðunni nú upp á síðkastið hef- ur verið rætt um hvort tilfinninga- leg rök eigi rétt á sér og menn ekki á eitt sáttir. En víst er að nútíma- maðurinn er ekki í rónni nema hann geti sett mælistiku á alla hluti, því er það mjög mikilvægt að eiga að- ferð til að meta arðsemi'náttúrunn- ar á sem flestum sviðum," segir í fréttatilkynningu. Ráðstefnustjóri er Gunnar G. Schram. Dagskráin er á þessa leið: Vigdís Finnbogadóttir flytur setningará- varp, fyrirlestur fulltrúa frá Um- hverfismálastofnun Bandaríkjanna EPA, Geir Oddsson auðlinda- og umhverfísfræðingur, framkvæmda- stjóri Umhverfisstofnunar Háskóla íslands, Stefán Gíslason umhverfis- skipulagsfræðingur, Staðardagskrá 21, Sigríður Asgrímsdóttir raf- magnsverkfræðingur og hagfræð- ingur, kennari við Menntaskóiann við Hamrahlíð, pallborðsumræður sem Júlíus Sólnes stjómar og Stein- grímur Hermannsson tekur saman efni ráðstefnunnar og slítur henni. Mikilvægl að viðhalda sátt um uppbyggingu lífeyrissjóða Á FUNDI miðstjórnar Alþýðusam- bands íslands, í dag, miðvikudaginn 2. júní, var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Miðstjóm Alþýðusambands Is- lands ítrekar mikilvægi þess að við- halda þeirri sátt um uppbyggingu lífeyrissjóða launafólks á almennum vinnumarkaði sem ríkt hefur frá stofnun þeirra. Hluti af þessari sátt er sá kynslóðasáttmáli sem ríkt hef- ur um að allir ávinni sér jöfn rétt- indi fyrir sömu greiðslu, óháð aldri eða félagslegum aðstæðum. Mið- stjóm ASÍ bendir á að jöfn rétt- indaávinnsla er mikilvægur hluti þeirrar samábyrgðar sem lífeyris- sjóðakerfið er reist á. Á vettvangi ASÍ hefur sérstakur lífeyrishópur farið ofan í saumana á reglugerðum lífeyrissjóða þar sem boðið er upp á aldurstengda ávinnslu réttinda. Samvinnulífeyris- sjóðurinn tók upp slíkar reglur fyrir um ári síðan og á aðalfundi Samein- aða lífeyrissjóðsins þann 17. maí sl. var tillaga að breyttri reglugerð samþykkt. í umræðum lífeyrishóps- ins hafa komið fram mörg viðvöran- arorð vegna þessara breytinga og vill miðstjórn ASÍ taka undir þau. Starfsumhverfi lífeyrissjóða launafólks hefur verið að taka mikl- um breytingum og það er mikilvægt að sjóðirnir leggi áherslu á styrk sinn og samfélagslegt hlutverk. Hlutverki sínu sem ein af stoðunum í samfélagslegu öryggisneti þjóðar- innar geta almennu lífeyrissjóðirnir sinnt vegna þeirrar samábyrgðar sem þeir grandvallast á. Miðstjórn ASÍ ítrekar því þessi sjónarmið samábyrgðar og hvetur til þess að sjóðimir slái skjaldborg um þau. í gildi er samningur aðila á vinnu- markaði um almennu lífeyrissjóðina sem sátt hefur ríkt um. Til að við- halda þeirri sátt og þeim leikreglum sem gilt hafa er ekki síst mikilvægt að þeir aðilar sem standa að lífeyr- issjóðunum vinni saman og samein- ist, í áhprslnm sínnm.“ Sýningar á þjóðminj- um sumarið 1999 ÞJÓÐMINJASAFN íslands við Suðurgötu er lokað vegna viðgerða á húsinu. Á meðan svo er sýnir Þjóðminjasafnið valda muni í sam- vinnu við önnur söfn, bæði 1 Reykja- vík og úti á landi. I fréttatilkynningu frá safninu kemur eftirfarandi fram: „Sýning um Eggert Ólafsson, Undir bláum sólarsali, verður opnuð í Þjóðarbók- hlöðu laugardaginn 5. júní og stend- ur til 31. ágúst. Sýningin er í sam- vinnu Landsbókasafns, Háskóla- bókasafns og Þjóðminjasafns ís- lands. Eggert Ólafsson (1726-1768), skáld og náttúrufræðingur, ferðað- ist um ísland ásamt Bjarna Páls- syni, síðar landlækni, á vegum Vís- indafélagsins danska á árunum 1752 til 1757. Áttu þeir að kanna landið allt, náttúra þess, þjóðlíf og at- vinnuhætti. Þeir viðuðu að sér mikl- um heimildum sem Eggert vann úr og birtust í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem fyrst kom út í Danmörku 1772. Á sýningunni gefur að líta teikning- ar úr Ferðabók Eggerts og Bjama í fullri stærð, fáeina muni sem tengj- ast Eggerti, handrit að verkum hans, útgáfur Ferðabókarinnar á ýmsum tungum og fleiri bækur Eg- gerts. Sýningin er opin á sama tíma og Þjóðarbókhlaðan, kl. 9-17 mán,- fóst. og kl. 10-14 á laugardögum. Fjórar sýningar á kirkjugripum haldnar í tengslum við kristni- hátíðir í pófastsdæmum 5. júní verður Byggðasafn Vest- mannaeyja opnað. Þar verða sýndir í sumar gripir úr Landakirkju sem varðveittir era i Þjóðminjasafni og Byggðasafninu. Úr Þjóðminjasafni era þar altarisklæði frá 17. öld, út- skorin dýrlingalíkneski frá miðöld- um og oblátubakstursjám. Sunnudaginn 6. júní verður opn- uð í Húsinu á Eyrarbakka sýningin Ljós yfir land. Ljósfæri úr kirkjum í Amessýslu. Hún er liður í kristni- hátíð í Ámessýslu og stendur til 5. september. Hlutur Þjóðminjasafns- ins í þeirri sýningu er m.a. kertastjakar úr Þingvalla- kirkju, Skálholtskirkju, Stóra-Núpskirkju og Hraungerðiskirkju og ljós- beri úr kirkjunni í Bræðra- tungu. Ljósberar era litlar luktir sem voru notaðar til að bera ljós milli bæjar og kirkju . Sýningin Gersemar - fomir kirkjumunir úr Eyja- firði í vörslu Þjóðminja- saftisins - verður opnuð í Minjasafninu á Akureyri 17. júní og stendur til loka sept- ember. Sýningin er liður í hátíðahöldum Eyjafjarðar- prófastsdæmis, Kristni í 1000 ár. Á sýningunni verða 14 merkir gripir, þar á meðal silfur- kaleikurinn frá Grand sem er elsti gripurinn í Þjóðminjasafninu sem ber ákveðið ártal, þ.e. árið 1489 og Grandarstóllinn svonefndi sem Þór- unn dóttir Jóns Arasonar Hólabisk- ups gaf Grundarkirkju snemma á 16. öld en hún giftist að Grand og bjó þar stórbúi til dauðadags. Einnig gefur að líta fágætt líkneski af Maríu guðsmóður úr Möðravallakirkju og fleiri gersemar. 3. júlí til 15. ágúst verður á Hólum í Hjaltadal sýning Þjóðminjasafns íslands og Byggðasafns Skagfirð- inga á kirkjugripum úr Skagafirði. Miðhúsasilfur í heimahögum Miðhúsasilfrið svonefnda, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni, verður í sumar til sýnis á Minjasafni Aust- urlands á Egilsstöðum. Þetta er silf- ursjóður frá 10. öld sem fannst árið 1980 við bæinn Miðhús í Eiðaþinghá. Þetta er langstærsti sjóður foms silfurs sem fundist hefur hér á landi, 44 silfurhlutir, stórir og smáir, brotasilfur ætlað til greiðslu og skartgripir eða hlutar af þeim. Sýning í Leifsstöð Þjóðminjasafnið hefur sett upp litla sýningu í Leifsstöð í samvinnu við Kristnihátíðarnefnd. Sýningunni er ætlað að minna á þúsund ára af- mæli kristni í landinu. Á sýningunni eru stækkaðar ljósmyndir og eftir- gerðir merkra gripa, m.a. eftirgerð biskupsbagals er fannst á Þingvöll- um og er talinn vera frá því um 1000, og kristslíkneskis af Úfsum í Svarfaðardal frá 12. öld. Sýningin er í ganginum sem liggur út í flug- vélarnar og blasir við farþegum sem þar eiga leið um.“ Ný 11/11 versl- un opnuð á Selfossi 11/11 opnar í dag nýja verslun á Selfossi í hjarta bæjarins. Verslun- arhúsnæðið er um 300 fm og eru innréttingar uppbyggðar á þann hátt að viðskiptavinir hafa yfirsýn varðandi vöraúrval verslunarinnar. I tilefni af opnun hinnar nýju verslunar á Selfossi býður 11/11 upp á tilboð í öllum verslunum fyr- irtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Við nýju verslunina á Selfossi verð- ur grillhátíð þar sem matreiðslu- meistarar kynna grillkjöt sem við- skiptavinum stendur til boða í versl- uninni. Boðið verður upp á SS pyls- ur og Coke, ís og svala fyrir bömin, rjómatertu og kaffí. Trúður verður á svæðinu og 100 fyrstu viðskipta- vinir verslunarinnar fá frítt Macin- tosh. Þá mun fjöldi fyrirtækja Harðgerðar garðpíöntur, skógrœktarplöntur, limgerðis- og skjólbeltaplöntur, dekurplöntur, fjölœr blóm og sumarblóm. Sterkar og saltþolnar víðitegundir á vindasama og erfiða staði. -ttu-j U ÞEIR eru vígalegir karftakarl- arnir, þegar þeir hafa klæðst skoska þjóðbúningnum. Hálandaleikar að hefjast HÁLANDALEIKAR að skoskri fyrirmynd hefjast í Stakkó í Vest- mannaeyjum á laugardag kl. 15.30. Leikarnir standa svo áfram í sumar um hverja helgi á hinum ýmsu stöð- um úti á landi. Þeir Hjalti Ámason og Andres Guðmundsson hjá Hálandaleikun- um á Islandi segja að undanfarin þrjú sumur hafi slíkir leikar verið haldnir .hér á landi við töluverðar vinsældir. Leikarnir hafí aflað sér virðingar erlendis og verði bestu keppnismenn heims meðal þátttak- enda. Dagskráin hefst með hjólreiða- keppni fyrir yngstu kynslóðina og síðan verður skrúðganga inn á keppnissvæði við undirleik harmon- ikkuleikara. Sex til átta keppendur mæta til leiks í skotapilsum. Bæjar- stjórinn flytur stutta ræðu og setur mótið með fyrsta kasti. Milli keppn- isgreina geta áhorfendur spreytt sig á léttum aflraunum, auk þess sem boðið verður í leiktæki fyrir börn og fullorðna. Keppnisgreinar Hálandaleikanna verða þessar: 1.16 punda steinkast. 2.28 punda lóðkast. 3.16 punda sleggjukast. 4. 28 punda lóðkast yfir rá. 5. Staurakast. Frítt verður inn á leikana. Þeir sem vilja afla sér frekari upplýsinga um Hálandaleikana geta farið inn á vefslóð www.isholf.is/ursus. Morgunganga Hafnargöngu- hópsins HAFNARGÖNGUHÓPURINN bryddar upp á nýjung í starfi sínu með morgungöngu laugardaginn 4. júní. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 8 í fyrramálið og gengið með höfninni út í Örfirisey og til baka. Gunnar Marel, skipasmiður og eigandi langskipsins íslendings, verður heimsóttur um borð í skipið í Suðurbugt. Rifjað er upp hvernig umhorfs var við sjávarsíðuna í Reykjavík fyrir byggingu hafnar- garðsins og hafnarbakkanna og rifj- uð upp ömefni sem mörg era gleymd og grafin eða sjórinn hefur máð burt. Þá verður skoðað í botn- dýragildru sem er í höfninni. Að lokum verður horfið inn í dagskrá Hátíðar hafsins á Miðbakka. Allir velkomnir. Skógardagur Skógræktarfé- lags Mosfells- bæjar SKÓGARDAGUR Skógræktarfé- lags Mosfellsbæjar verður í Hamra- hlíð (austan Vesturlandsvegar gegnt Blikastöðum) laugardaginn 5. júní n.k. Mæting kl. 13. Gróðursetning og grillað á eftir. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.