Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 65 1 - I DAG BRIDS Umsjón (>uðmundur l'áll Arnarsun KUNNÁTTUMENN í ör- yggisspilamennsku komast nú í feitt: Suður gefur; allir á hættu. Norður AÁ62 V 653 ♦ 109 * KG983 Suður *K54 VÁKD ♦ ÁKDG + Á52 Vestur Norður Austur Suður - — — 21auf Pass 2tíglar Pass 3 grönd Pass 6grönd Allirpass Útspil: Spaðagosi. Hvemig myndi lesand- inn spila? Lítum fyrst á lauflitinn. Þegar nægur samgangur er á milli handanna er hægt að tryggja sig gagnvart DlOxx(x) í austur með því að taka fyrst á kónginn, spila svo áttunni (eða ní- unni) og láta hana rúlla ef austur fylgir með smáspili. Það gerir ekkert til þótt austur sé með einspil, því þá er drepið á ás og spilað að gosanum. En þetta spil býður því miður ekki upp á slíka ör- yggisspilamennsku, því slemman gæti þá hæglega tapast í þægilegri legu. (Segjum að suður taki fyrsta slaginn heima, spili laufi á kóng og áttu úr borði yfir til vesturs, sem fær slaginn. Hann spilar þá spaða og nú þvælist laufás- inn illilega fyrir!) Samt sem áður er ekki besta íferðin að leggja nið- ur laufás. Best er að drepa fyrsta slaginn í borði og fara af stað með gosann (eða millispil) og láta hann fara yfir, ef austur leggur ekki á. Þá tapast spilið vissulega ef vestur hefur byrjað með drottninguna bíanka (eða tíuna blanka, ef millispilið er valið), en það myndi flokkast undir óheppni. Norður *Á62 V 653 ♦ 109 + KG983 Vestur Austur * G1098 * D73 V G842 V 1097 ♦ 8765 ♦ 432 + 4 +D1076 Suður + K54 V ÁKD ♦ ÁKDG + Á52 Hvers vegna? Sjáum til; vestur gæti átt fimm ein- spil: D, 10, 7, 6 og 4. Spilið vinnst með því að taka fyrst á ásinn þegar vestur er með D eða 10, sem eru tvö tilfelli af fimm, en með því að húrra út gosanum fyrst fær sagnhafi alltaf þrjá slagi á litinn þegar vestur á 10, 7, 6 eða 4, eða í fjórum tilfellum af fimm. * Ast er... ...aðútskýra af hverju þú segir nei. TMR+fl. U.s. P»t. on.—m ,n-iföi?rrr'rsrrM Árnað heilla Q /\ÁRA afmæli. O U Fimmtudaginn 3. júní varð áttræður Páll Eyþórsson, Víkurbraut 14a, Grindavík. Hann tekur á móti gestum í Verkalýðshúsi Grindavík- ur laugardaginn 5. júní frá kl. 15. rrpTÁRA afmæli. Á I Omorgun, laugardag- inn 5. júní, verður sjötíu og fimm ára Guðmundur Kristjánsson, Lýsuhóli í Staðarsveit. Eiginkona hans er Margrét Halls- dóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum í Fé- lagsheimilinu á Lýsuhóli á morgun frá kl. 16. J^/VÁRA afmæli. í dag, I vlfóstudaginn 4. júní, verður sjötug Hulda Val- gerður Jakobsdóttir, hús- móðir, Austurbrún 6, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í kvöld kl. 18-22 í sal Strætisvagna Reykjavík- ur, Borgartúni 35. £^/\ÁRA afmæli. í dag, 0 V/fóstudaginn 4. júní, er fimmtug Steinunn Guðnadóttir, Suðurgötu 35, Keflavík. Eiginmaður hennar er Neville Young. Þau hjónin munu taka á móti gestum í KK-salnum, Vesturbraut 17, Keflavík, frá kl. 20-23 í kvöld. GULLBRUÐKAUP. í dag, föstudaginn 4. júní, eiga 50 ára hjúskaparafmæli heiðurshjónin Stella Lange Sveinsson og Haraldur Sveinsson. í tilefni dagsins verða þau með opið hús á heimili sínu að Bláhömrum 4 eftir kl. 19 í kvöld. Þætti þeim vænt um að sjá sem flesta úr fjölskyldunni, vini og vandamenn. LJOÐABROT Vilhjálmur Guðmundsson frá Skáhoitl (1907/1963) Brot úr Ijóðinu Stríð STRIÐ í minni sál er margt eitt stríðið háð, um myrkur þessa heims, og göfgar listir, sem fegra líf og hins, sem helsár ristir á hjarta mitt, sé nokkur von um bráð. í herfór þeirri ei hermann nokkurn sérð, hve hart og mikið sem er fellt og barizt, og sótt á víxl í sálu minni, og varizt, og svívirt það, sem var mín dýrsta erfð, að vera barn, með barnsins mildi og þrá, sem blessar allt hið fagra í veröldinni, í slíkum hug á mannleg elska inni, sé einhvers staðai- kærleik hægt að fá. Sjá, þetta stríð var háð af hörku í gær í hjarta mínu, - likt og stundum áður. Ó, hvflíkt stríð, - minn styrkur færðist fjær, og féll að lokum einn og smáður. í þetta stríð hinn vondi sigur sækir, en sá hinn góði tapar oftastnær. STJÖRNUSPA eftir Frances Urake TVIBURAR Þú ert gæddur ríku sjálfsAfmælisbarn dagsins: Þú ert jákvæður og glað- lyndur og átt auðvelt með að sætta menn og hafa milligöngu um málefni. Hrútur — (21. mars -19. aprfl) Þú stendur á tímamótum og ættir ekki að líta um öxl. Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu alla þá í lið með þér sem þú mögulega getur. Naut (20. apríl - 20. maí) Mundu að grasið er ekki grænna handan hornsins. Skoðaðu vandlega hvað þú hefur sjálfur og lærðu að meta það. Gefðu öðrum af sjálfum þér. Tvíburar t ^ (21.maí-20.júní) ‘AA Segðu ekkert nema að vand- lega athuguðu máli þvi ann- ars gætirðu sært fólk sem þér þykir vænt um. Taktu þig á og farðu vel með sjálfan þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Einhver óánægja hefur kom- ið upp meðal starfsfélaga þinna og það er á þínu færi að koma á sáttum svo þú skalt ekki slá því á frest. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Þú ert á góðri leið með að koma hugmynd þinni í fram- kvæmd og skalt ekki láta hugfallast þótt ekki séu allir jafnánægðir með hana og þú. Meyja (23. ágúst - 22. september) 4B(L Vertu ákveðinn og stattu fastur á þínu þegar menn reyna að tala um fyrir þér. Þú hefur fengið tækifæri sem þú skalt ekki láta renna þér úr greipum. ZZ (23. sept. - 22. október) é '4) Það hefur verið mikið álag á þér að undanfomu svo þú hefðir gott af því að komast út úr bænum um helgina. Sjáðu til þess að svo geti orðið. Sporðdreki „ (23. okt. - 21. nóvember) Þú ert vinsæll meðal vina þinna og þeir leita skjóls hjá þér þegar þeir þurfa á að halda. Nú þegar þú þarft sjálfur stuðning máttu ekki loka þig af. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. desember) MLr Ýmis tækifæri standa þér op- in og það er erfitt að velja. Leitaðu ráða þér eldri og reyndari manna og þá áttu auðveldara með að taka af skarið. Steingeit (22. des. -19. janúar) dSÍ Þú hefur haft mikið að gera í félagslifinu í vetur svo það er kominn tími til að draga sig í hlé og fara að sinna vorverk- unum í garðinum. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Þú hefur lofað upp í ermina á þér og sérð nú fram á að geta ekki staðið við orð þín nema biðja um aðstoð. Lærðu af reynslunni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert óánægður með að fá ekki til baka það sem þú hefur lánað. Gakktu ákveðinn fram í að fá hlutina til baka svo að ekki skapist leiðindi á mflli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Heimsókn í Ffla- delfíu frá Noregi HINGAÐ til lands eru komnir 6 nemendur frá Troens Bevis biblíu- skólanum í Noregi ásamt einum kennara skólans, Richard Lundgren. Hópurinn mun dvelja á íslandi í fjór- ar vikur og ferðast um og halda sam- komur. Hópurinn verður í Reykjavík til 6. júní og verður með trúboð í miðbæ Reykjavíkur yfir daginn. M.a. verður samkoma á Ingólfstorgi á morgun, laugardag, ki. 12 og þar mun lofgjörðarhópur Fíladelfiu einnig taka þátt. Samkomur verða í Ffladelfíu frá 3.-6. júní kl. 20 hvert kvöld. Allir hjartanlega velkomnir. Laugameskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Landakirlga Vestmannaeyjum. Vor- dagar 7-10 ára krakka í Landakirkju kl. 9-12. Samverunni lýkur með grill- veislu í hádeginu fyrir þátttakendur. Hvftasunnukirkjan Ffladelffa. AI- menn samkoma kl. 20 með þátttöku gesta frá Troens Bevis biblíuskólan- um í Noregi. Lofgjörðarhópurinn syngur, ræðumaður Richard Lund- gren, kennari við skólann. Allir hjartanlega velkomnir. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Sjöunda dags aðventistar á íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Lokað - allir fara í Hafnarfjörð. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Lokað - allir fara í Hafnarfjörð. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Lokað - allir fara í Hafnarfjörð. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Söngstund kl. 10.45. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður Jim Huzzey. Fjölskyldumál kl. 14.30. Ræðumaður Jim Huzzey. TILBOÐ FYRIR SJÓMANNADAGINN Stuttar og síðar kápur Dæmi: Áður kr. 19.900, nú kr. 9.900. Opið laugardaga frá kl. 10 — 16 \o<ÝHþl5ID Mörkinni 6, simi 588 5518, bílastæði við búðarvegginn Fundur lánadr'ottna Kaupfélags Þingeyinga Kaupfélag Þingeyinga svf., kt. 680169-2099, Garðabraut 5, Húsavík, hefur verið veitt heimild til greiðslustöðvunar með úrskurði héraðsdóms Norðurlands eystra sem kveðinn var upp 21. maí sl. Með vísan til 13. gr. laga nr 21/1992 eru lánadroftnar Kaupfélags Þingeyinga boðaðir til fundar á Hótel Húsavík þriðjudaginn 8. júní nk. kl. 13.00. Þinghald um heimild Kaupfélags Þingeyinga til greiðslustöðvunar verður háð í dómshúsinu í Hafnarstræti 107, Akureyri, föstudaginn 1 1. júní 1999 kl. 14.00. Gísli Baldur Garðarsson, h Fyrir konur sem vilja klæðast vel Man kvenfatciverslun Hverflsgötu 108, s: 551-2509,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.