Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Þórunn Þor- kelsdóttir fædd- ist í Reykjavík 24. júní 1926. Hún lést á heimili sínu í Reylqavík 30. maí síðastliðinn. Þói-unn var einkadóttir kjörforeldra sinna, Þórunnar Einars- dóttur Clementz, f. 7. nóvember 1894, d. 9. maí 1991, og Þorkels Clementz vélfræðings, f. 10. apríl 1880, d. 22. september 1955. Þórunn átti átta alsystkini, börn hjónanna Auðbjargar Árnadótt- ur, f. 22. október 1889, d. 25. júní 1926, og Ingimundar Ög- mundssonar, f. 16. aprfl 1881, d. 28. maí 1968, og þrjár hálfsyst- ur samfeðra. Auðbjörg lést af barnsförum þegar Þórunn var aðeins dags gömul og tóku kjör- foreldrar hana þá þegar að sér. Alsystkinin eru Árni klæðskeri og húsasmiður, f. 26.7. 1911, d. 9.6. 1994, Sigurbjörg, f. 21.6. -X 1913, d. 29.5. 1923, Erlingur ketil- og plötusmiður, f. 13.8. 1914, d. 5.1. 1993, Ingvi Jens vélstjóri, f. 21.6. 1917, d. 12.8. 1948, Oddgeir, f. 9.4. 1919, d. 19.5. 1923, Haukur klæðskeri, f. 9.1. 1921, Sigurgeir verkstjóri, f. 12.6. 1924, og Auðbjörg Pét- ursdóttir, f. 24.6. 1926, d. 8.9. 1997, en hún var tvíburi við Þórunni. Hálfsysturnar eru Halldóra, f. 22.9. 1930, Magda- lena, f. 30.12. 1932, og Auð- björg, f. 27.1. 1934, Ingimund- í dag kveðjum við elskulega tengdamóður okkar, Dússu, sem er látin eftir skamma og erfíða sjúk- dómslegu. Dússa hafði ávallt verið mjög heilsuhraust kona og því urðu veik- indi hennar öllum þungbær dómur. Erfítt er að sætta sig við að hún fái ekki að fylgjast með barnabörnun- um sínum sem henni þótti afskap- lega vænt um og erfítt að sætta sig við að fá ekki að hafa hana lengur hjá okkur. En gott er að vita að öll eigum við dýrmætar minningar um margar góðar stundir og tilefni. Það eru ófáar stundirnar sem við s. höfum átt með fjölskyldum okkar í Stigahlíð 75 hjá Dússu og Tómasi eða ömmu og afa. Dússa var mjög dugleg að fínna tilefni til að bjóða í mat eða kaffi og hélt alltaf upp á alla merkisdaga í fjölskyldunni eins og afmælisdaga, giftingardaga, helgi- og hátíðisdaga og ekki má gleyma gamlaárskvöldi en það var hennar kvöld. Þessi kvöld hafa alltaf verið okkur sér- lega minnisstæð en allt borðhald var mjög smekklegt og maturinn ákaflega góður. Börnunum þótti gaman þegar amma dró fram skrautlegu pappírshattana sem all- ir settu upp og svo voru knöllin sprengd með miklum gauragangi og látum. Dússa var mjög heimakær kona. Hún hugsaði einstaklega vel um heimilið og lagði mikla natni í allt sem gera þurfti þar enda einkennd- ist það af mikilli snyrtimennsku og smekkvísi. Sama má segja um sumarhúsið í Hagavík en þar þótti henni gott að vera í góðu veðri. Dússa var mjög vel menntuð kona. Hún var vel lesin og hafði gaman af að fylgjast með hvort heldur var á sviði vísinda, stjórn- ■^iriála eða lista. Hún hafði gaman af að ræða um allt mögulegt og ekki síst málefnin sem efst voru á baugi. Dússa naut þess að fara á leiksýn- ingar og hún hafði ekki síður gam- an af ballett. Hún hafði sem barn æft ballett og hreifst alla tíð síðan af þeirri list. ^ Dússa var mjög trygg og velvilj- tið sínum nánustu og bar hag fjöl- skyldunnar ávallt fyrir bijósti. ardætur. Þórunn giftist 8. aprfl 1951 eftirlif- andi manni sínum, Tómasi Helgasyni prófessor, dr. med., f. 14. febrúar 1927. Synir þeirra eru: 1) Helgi fil.dr., töl- fræðingur, dósent við Háskóla Islands, f. 20. september 1955, kvæntur Önnu Sigurmunds- dóttur kennara, f. 2.11. 1959, og eiga þau þijú börn, Tómas, Einar og Alfheiði; 2) Þór efnaverkfræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins, f. 17. ágúst 1958, kvæntur Gunnhildi Þórðardóttur kennara, f. 13.10. 1958. Þau eiga þijú börn, Hall- dóru, Þórunni og Ólaf; 3) Krist- inn dr. med., læknir á Landspít- alanum, f. 21.11. 1959, kvæntur Þorbjörgu Jóhönnu Gunnars- dóttur hjúkrunarfræðingi, f. 18.2. 1961. Þau eiga einnig þrjú börn, Ögmund, Þorkel og Ragn- hildi. Þórunn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1946 og prófi í tannlækning- um frá Háskóla íslands í febrú- ar 1951. Hún var aðstoðartann- læknir hjá Skúla Hansen 1951- 1955. Eftir það helgaði hún sig uppeldis- og heimilisstörfum og aðstoðaði jafnframt eiginmann sinn við rannsóknir og ritstörf. títför Þórunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Um leið og við þökkum henni fyr- ir samfylgdina langar okkur að kveðja hana með eftirfarandi ljóð- línum sem okkur finnst eiga vel við á þessari stundu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Anna, Gunnhildur og Þorbjörg. Líklega hefur það verið einhvem tíma nálægt stríðslokum, að sá sem þetta skrifar fékk fyrst fréttir af mæðgunum við Njálsgötu. Það voru Þórunn eldri og Þórunn yngri, sem báðar nefndu sig Clementz, en síðar Einarsdóttur og Þorkelsdótt- ur. Þórunn yngri var skólasystir mín en á undan í skóla. Hún hafði verið ættleidd af Þórunni eldri og manni hennar Þorkeli Clementz vélfræðingi eftir að móðir hennar dó eftir fæðinguna. Þorkel kannast margir við af Ijósmynd af Thom- sens-bílnum svokallaða, en með því farartæki hófst bílaöldin hérlendis. Á þessari mynd, sem er í mörgum upplýsingabókum, er Þorkell með fleiri mönnum, en hann hefur vafa- laust átt að sjá um að vélin gengi og öll smíðin héngi saman. En í stríðs- lok var hann úti í heimi og mæðgurnar við Njálsgötu. Þær höfðu víðar verið, norður á Siglu- firði og úti í Danmörku. En svo hafði Þórunn yngri, sem nú er kvödd, snúið sér að skólanámi. Hún varð stúdent 1946 á miklu hátíðar- vori Menntaskólans í Reykjavík þegar minnst var aldarafmælis Reykjavíkurskóla. Eftir stúdentsprófið hóf Þórunn nám í tannlækningum við Háskóla íslands og lauk því 1951. Kennsla í þessari grein hófst á styrjaldarár- unum og fyrsti kandídatinn var út- skrifaður 1947. Þórunn var áttundi tannlæknirinn frá Háskólanum og fyrsta konan sem lauk þessu námi hér á landi. Áður höfðu milli 5 og 10 konur sem tengdust Islandi orðið tannlæknar erlendis og sumar hafíð störf hér á landi. Fyrir hálfri öld voru miklu færri konur við háskóla- nám en nú er, og kjark og áræði hefur þurft til að vera í hópi braut- ryðjenda í tannlæknadeild Háskól- ans. Þórunn stundaði námið af kostgæfni og lauk því með sóma. Síðan starfaði hún um fjögurra ára skeið á tannlæknastofu Skúla Han- sen við Tjarnargötu. Vorið 1955 sneri hún við blaðinu. Snemma árs 1951 höfðu þau gengið í hjónaband, Þórunn og mágur minn Tómas Helgason, en hann var þá við nám í læknisfræði sem hann lauk 1952. Þegar Þórunn átti von á hinum fyrsta af þremur sonum þeirra ákvað hún að hætta störfum í sérgrein sinni, og hún tók þau ekki upp að nýju heldur sinnti búi og börnum til hins síðasta. Hún var fyrst húsmóðir í Reykjavík, þá í New York, síðan í Árósum og loks á ný í Reykjavík og þá í 37 ár. Er- lendis voru þau hjón vegna fram- haldsnáms Tómasar. Þórunn kunni þar vel við sig, ekki síst í Dan- mörku þar sem hún hafði verið sem barn. Heimili þeirra hjóna var fyrst við Laugaveg, síðar í Stigahlíð 2, en lengstum í Stigahlíð 75. Synirnir hafa fyrir löngu stofnað eigin heim- ili. Þórunn eldri var til æviloka hjá dóttur sinni og tengdasyni. Víst má spyrja, hvort það sé rétt ákvörðun, þegar kona hverfur frá starfi, sem hún hefur búið sig undir með margra ára háskólanámi og þjálfun. Svar Þórunnar var afdrátt- arlaust og mótaðist af hennar skiln- ingi á starfsfrelsi kvenna. Hún leit svo á að konur ættu ekki að telja sig til þess knúnar að fara út á vinnumarkaðinn, sem svo er kallað, ef aðstæður leyfa annað val sem þær sjálfar telja þarfara. Hún var ekki þeirrar skoðunar að hún hefði fært fórn, heldur að hún hefði farið að eigin frjálsum vilja. Árangur þessa var sá sem mestu skiptir, að hún var hamingjusöm 1 lífi sínu. Störf Þórunnar voru helguð heimilinu og uppeldi sonanna og að auki stuðningi við eiginmanninn. Tómas sinnti í áratugi erfiðu og annasömu prófessors- og yfirlækn- isembætti. Beint og óbeint átti Þór- unn hlut að þeim árangri sem náð- ist, til dæmis við uppbyggingu geð- deildar Landspítalans, en fram til þess tíma höfðu geðlækningar ekki verið hluti af starfsemi aðalspítala landsins. Þórunn mótaði heimili sitt og all- an þess brag af rósemi og festu. Hún vildi að maður hennar kæmi góðu til leiðar og synir hennar nytu góðrar menntunar. Þegar þeir kvæntust og eignuðust börn .gladd- ist hún innilega og studdi tengda- dætur sínar í þeirra önnum. Eg kveð svilkonu mína, vinkonu og grannkonu eftir áratuga vináttu. Fyrir öll okkar kynni þakka ég á útfarardegi hennar eins og ég veit að þeir allir gera sem hana þekktu. Minningin lifir í hugum okkar. Þór Vilhjálmsson. Þegar við Þórunn Þorkelsdóttir, eða Dússa, hittumst í janúar síðast- liðnum, er ég var í heimsókn á Is- landi, grunaði mig ekki að það yrði okkar síðasti fundur. Seinna frétti ég að hún hefði greinst með ólækn- andi sjúkdóm. Tómas gaf sig allan að hjúkrun hennar og hún fékk þá ósk uppfyllta að vera heima þar til yfir lauk. Dússa varð hluti af heimsmynd minni fyrir þrjátíu og fjórum árum þegar ég var fjögurra ára. Þá flutt- um við inn í nýbyggð hús hlið við hlið, fjölskylda mín og svo Dússa, Tómas móðurbróðir minn og synir þeirra ásamt Þórunni Clementz móður Dússu. Garðarnir voru sam- liggjandi og nýttust sem einn stór garður sem kom okkur krökkunum sérlega vel. Það var gott að vera barn í Stigahlíðinni á þessum tíma, athafnasvæði okkar var stórt og þar voru óbyggð svæði; Kringlu- mýrin og „móinn“. Á þessum árum var Dússa í mínum huga fyrst og fremst mamma þeirra frænda minna, Helga, Þórs og Kristins. Hún sá þeim fyrir nesti þegar við fórum í könnunarleiðangra, setti plástra á sárin og gaf þeim og leik- félögum þeirra hressingu við eld- húsborðið. Seinna fór ég að sjá aðra þætti í fari hennar. í fyrrnefndum húsum við Stigahlíð bjuggu um ára- bil þrjár kynslóðir og átti Dússa stóran þátt í að andrúmsloftið þar einkenndist af tillitssemi og virð- ingu fyrir öllum, sama á hvað aldri þeir voru. Dússa var vel menntuð og starfaði við sitt fag þar til elsti sonurinn fæddist. Hún fór ekki aft- ur í launaða vinnu utan heimilis. En húsmóðurstörf sín og allt annað vann hún af fagmennsku. Hún var nákvæm, vandvirk, traust. Hún var líka hlý manneskja og ræktaði alla tíð af alúð sambandið við fjölskyldu og vini. Dússu verður sárt saknað af mörgum en minningin um góða konu lifir. Við Þórir vottum Tómasi, Helga, Þór, Kristni, tengdadætrum, barnabörnum og öðrum aðstand- endum Dússu og vinum, okkar inni- legustu samúð. Þegar sorgin knýr dyi-a getur verið gott að muna að: Hver lítil stjama, sem lýsir og hrapar, er ljóð, sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífmu fagnar, er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar. (Davíð Stef.) Kristín. Nú er látin kona sem aldrei brást. Eins traust og sól og tungl. Þórunn Þorkelsdóttir, Dússa, hafði sérstaka eiginleika og gerði þá jafnvel að hlutverki sínu. Hún var natin og nákvæm. Hæglát og jafn- lynd. Kannski dálítið ströng, hélt lítil frænka mannsins hennar, en vissi líka að Dússa las mikið og hugsaði margt. Miklu fleira ábyggi- lega en hún sagði að óþörfu. Þó sagði hún ýmislegt sem öðr- um kann að virðast óþarft. Hún sagði alltaf, á alveg réttum tíma, til hamingju með afmælið eða gleðileg jól eða gangi þér vel. Hún mundi alla merkisdaga í lífi þess stóra hóps af fólki sem þau Tómas þekktu. Það er ekki langt síðan ég fékk kort frá henni með bestu ósk- um. Mig langar að senda móður- bróður mínum jafngóðar óskir og bræðrunum þremur úr Stigahlíð. Sjálf var ég nánust Þórunni Clementz, móður Dússu, sem var eins konar amma mín í næsta húsi. Og Dússa var þar líka líkt og engill eða stormsveipur, bakhjarl eða framherji, eftir því sem þurfti. Eg held hún hafi helgað líf sitt fólkinu í kringum sig. Minning hennar lifir með okkur, við sýnum henni sömu natni og við nutum. Þórunn Þórsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Héðan skal halda, heimili sitt kveður heimilis prýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skiija, en heimvon góð í himininn. (V. Briem.) Þessi sálmavers hafa sótt á huga minn eftir þá hátíðlegu kveðjustund er við áttum þegar Þórunn Þorkels- dóttir var kvödd hinstu kveðju að heimili sínu síðast liðinn sunnudag. Kistan stóð í fallegri stofunni um- kringd nánustu fjölskyldu og vin- um. Helgi stundarinnar var einstök og jafnvel yngstu ömmubörnin sátu kyrr og þögul á meðan presturinn flutti kveðjuorð og bæn. Umgjörðin bar högum húsmóðurhöndum og listfengi Þórunnar fagurt vitni og inn um gluggana sendi sólin geisla sína eins og til að minna okkur á að ætíð kemur skin eftir skúr. Þótt Þórunn væri háskólamenntuð til starfa helgaði hún heimili og íjöl- skyldu stærstan hluta lífs síns. Eig- inmaður og fjölskylda var það sem ÞÓRUNN < ÞORKELSDÓTTIR henni var kærast og hún vildi lifa og starfa fyrir. Þórunn bjó yfir heil- steyptum persónuleika og var tryggur vinur vina sinna. Því fékk ég og mínir nánustu að kynnast vel eftir að við tengdumst fjölskyldu- böndum. Fyrir það viljum við þakka á kveðjustund. Áhugi Þór- unnar fyrir velferð barnabarnanna var einstakur og seint mun mér líða úr minni er hún fársjúk kom til að hlýða á tónleika sem eitt af barna- börnum okkar tók þátt í. Hún bar höfuðið hátt og engan gat grunað að inni fyrir byggi vitneskja um að leiðarlok væru svo nærri sem raun hefur borið vitni um. Þórunn og Tómas voru samrýnd hjón og gagnkvæm ást og um- hyggja þeirra fyrir hvort öðru leyndi sér ekki í öllu þeirra fasi. Það er því sárt að hugsa til þess að þeim skyldi ekki auðnast að eiga lengri samvistir eftir að Tómas hef- ur látið af umsvifamiklum störfum sínum, hans er missirinn mestur. Skarð Þórunnar verður ekki fyllt en ljúfar minningar lifa og verða ekki frá okkur teknar. Ég bið henni og ástvinum hennar blessunar. Þeim sendi ég samúðarkveðjur með orðum sálmaskáldsins góða: Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: „Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.“ (Helgi Hálfdánarson.) Edda Krisljánsdóttir. Við mannanna börn sjáum stöðugt hina eilífu hringrás lífsins að verki. Dagur fylgir nótt og sum- ar vetri. Nýjar rósir vaxa í ljáfari dauðans. Sl. sunnudag horfum við hjónin á lífið losna úr viðjum vetrar vestur við Breiðafjörð. Þangað ber- ast okkur tvær óvæntar fregnir. Hvorug kom þó alveg á óvart. Sú fyrri gleðifrétt, fætt er hraust barnabarn. Hin síðari sorgarfregn, fi-ú Þórunn C. Þorkelsdóttir, eigin- kona prófessors Tómasar Helga- sonar, er látin eftir skammvinna en hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Gleðin víkur fyrir sorginni. Okkur setur hljóð. Dauðinn hefur knúið dyra og við sjáum á bak kær- um vini. Hin volduga hringrás lífs- ins hefur enn einu sinni minnt á sig. Örlögin höguðu því svo, að mér hlotnaðist sá heiður og sú ánægja, að fá að starfa um þrjátíu ára skeið að sérgrein minni undir leiðsögn og forustu prófessors Tómasar Helga- sonar. Með okkur tókst ágætt sam- starf, kunningsskapur og vinátta, er m.a. leiddi til þess, að við hjónin áttum ýmsar ánægjulegar stundir með þeim Tómasi og Þói-unni. Minningar frá þessum kynnum munu lifa áfram með okkur. Við munum frú Þórunni sem greinda og mikilhæfa konu. Engum verður að fullu í fáum orðum lýst. Öðnim kostum fremur einkenndu hana festa, rósemi, látleysi og virðuleiki. Þótt hún hefði sjálf lokið námi í tannlækningum, hafði frú Þórunn kosið sér það hlutskipti að standa við hlið eiginmanns síns, í hljóðlátri reisn, styðja hann í erfiðu og krefjandi starfi og búa honum, börnum þeirra og aldraðri móður, friðsælt, hlýlegt og fallegt heimili. Frá því hvikaði hún hvergi og var eiginmanni sínum alla tíð traustur og tryggur lífsförunautur. Engum, er til þein-a hjóna þekktu, gat dulist hversu samrýnd þau voru, samband þeirra náið og traustið gagnkvæmt. Tómas mat Þórunni að verðleikum mikils og tók í hvívetna fullt tillit til og treysti á öragga dómgreind hennar og glögg- skyggni. Okkur er ljóst að missir Tómas- ar, bama þeirra Þórunnar, tengda- barna og barnabarna er mikill og söknuðurinn sár. Fá og fátækleg orð fá þar lítt um bætt. Við hjónin viljum þó með þessum línum flytja þeim og frú Ragnheiði Brynjólfs- dóttur innilegar samúðarkveðjur á hinum erfiðu stundum sorgarinnar. Auður og Jóhannes Bergsveinsson, yfirlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.