Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 49 SIGRIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigríður Ólafía Guðmundsdóttir fæddist að Vífíls- mýrum í Önundar- firði hinn 22. nóv- ember 1917. Hún lést 26. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- jóna B. Jónsdóttir ljósmóðir og Guð- mundur Ágúst Jónsson, bóndi á Vífilsmýrum. Hún ólst þar upp með átta systkinum sem voru: Kristinn, Guð- mundur, Kjartan, Birgir, Mál- fríður, Steingrímur, Jón og Gunnar. Af þeiin systkinum er Steingrímur einn eftir á lífi. Auk þess ólst upp með þeim bróðurdóttirin Birgitta Jóns- dóttir, búsett í Bandaríkjunum. Sigríður giftist 1942 eftirlifandi manni sínum Þór Jóhannessyni frá Þórisstöðum á Svalbarðs- strönd. Þau byggðu upp nýbýlið Þórsmörk á Svalbarðsströnd og bjuggu þar til 1967 er þau fluttu að Hálsi í Fnjóskadal. Ár- ið 1979 létu þau af búskap og fluttust þá til Svalbarðseyr- ar. Börn Sigríðar og Þórs eru: 1) Árni Valdimar, læknir í Reykjavík, fyrri kona Kristúi Blön- dal sem er látin. Þau eignuðust 3 syni, Lárus, Þór og Jóhannes. Seinni kona hans er Ragna Eysteinsdóttir. 2) Nanna Brynhildur, kennari á Ákureyri, börn: Sigríður, Hrafnhildur og Einar Þór 3) Hjörvar Þór, kerfísfræðingur, búsettur í Bandaríkjunum, kona hans Andrea, börn þeirra: Bryn og Daniel, 4) Ásdís, bóndi, gift Benedikt Arnbjörnssyni, Bergs- stöðum Aðaldal, sonur þeirra: Örlygur, 5) Gunnur Petra, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík5 sonur: Jóhann Arnar. Utför Sigríðar Guðmunds- dóttur fer fram frá Svalbarðs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma, engan grunaði að þú værir á fórum, eins frísk og hress og þú varst alla tíð. Alltaf þegar við hittumst var glatt á hjalla og þú hlóst og spaugaðir með okk- ur. Það var alltaf gott að koma til ykkar afa í heimsókn og svo gott að vita af ykkur þegar við vorum ekki hjá ykkur. En nú þegar þú ert farin viljum við þakka þér, elsku amma, fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman og þær góðu minningar sem þú skilur eftir hjá okkur. I huga okkar verður þú alltaf glöð og brosandi. Fyrst hljótt er vindsins vængjablak „ogvökustjaman skín“ ég kveð í friði kvelds og húms eitt kveðjuljóð til þín, - ei harmi þyngt, en hlýtt og traust afhinnigömlutrú. - Pað ætti að vera létt og ljóst, eins létt og bjart og þú. um á eftir með söknuði. Guð geymi þig- Þór Árnason. Hún kom eins og reiðarslag frétt- in um andlát Sigríðar frá Hálsi. Já, við kenndum hana ætíð við Háls. Þar kynntumst við þeim hjónum Sigríði og Þór fyrir næstum 25 ár- um eða þegar við síðla sumars 1974 settumst að á prestssetrinu á Hálsi. Þau bjuggu þá á jörðinni og höfðu byggt sér fallegt hús og stunduðu myndarbúskap með sauðfé. Þangað höfðu þau flutt nokkrum ánim áður af Svalbarðsströndinni þar sem þau höfðu líka búið myndarbúi. Við vor- um ung og reynslulítil, nýskriðin frá prófborði. En Sigríður og Þór tóku okkur afar vel og við áttum mörg sporin yfir í húsið til þeirra meðan við áttum heima á Hálsi. Þau reynd- ust okkur góðir nágrannar, hjálp- uðu okkur að kynnast fólki í sveit- inni og voru okkur í hvívetna sem bestu vinir, greiðvikin og hjálpfús. Þau voru mjög samhent og fannst okkur aldrei hægt að nefna annað án þess að nefna hitt um leið. Þarna kynntumst við fulltrúum íslenskrar bændamenningar eins og hún gerist best, fjölfróðum, vellesnum og vel heima í öllu. Börn þeirra voru flutt að heiman og höfðu öll hlotið góða menntun. Þór var af þingeyskum ættum en Sigríður fædd og uppalin í Önundarfirði. Hann var bóndi af lífi og sál og hún mikil húsfreyja, myndarleg, afar þrifin. Sum húsráð- in sem hún kenndi okkur reynast enn vel. Það var alltaf gott að sækja þau heim og ræða við þau. Þau voru gestrisin og mjög glaðsinna og áttu gott með að sjá spaugilegu hliðarn- ar á tilverunni. Að heyra þau greina frá atburðum og fólki var mikil un- un því þau voru ágætir sögumenn, en allt var það græskulaust. Það er okkur einnig mikils virði að hafa fengið að vera samvistum við þau og kynnast sauðfjárbúskap eins og hann gerist bestur. Sigurbjörn son- ur okkar, þá þriggja ára, hændist fljótt að Sigríði og Þór og sótti mjög til þeirra. Honum var alltaf vel tekið í húsunum hjá Þór og eldhúsinu hjá Sigríði þar sem hann fékk oftast eitthvert góðgæti og þó að það væri hollustunammi fannst honum það ævinlega sætara hjá Sigríði en heima hjá okkur! Já, þær eru marg- ar minningamyndirnar frá Hálsi og allar dýrmætar. Samfundum fækk- aði vissulega síðustu árin en tengsl- in rofnuðu aldrei alveg. Fyrir þær stundir allar þökkum við. Við biðj- um Guð að blessa Þór, börn þeirra, tengdabörn og alla afkomendur. Blessuð sé minning Sigríðar Guð- mundsdóttur. Guðrún Edda og Einar. AÐALHEIÐUR GUÐMUNDA Á himni sínum hækkar sól. Um heiðblá loft og tær hún lýsir enn þitt land í náð, og ljóma sínum slær um hina mjúku, hljóðu gröf. Og hljóta loks þú skalt eitt kveðjuljóð, svo litla gjöf, að launum fyrir allt. (Guðmundur Böðvarsson.) Með kveðju og þökk íyrir allt. Sigríður Hafberg (Agga), Hrafnhildur Hafberg (Dysta) og Einar Þór Hafberg. „Elsku hjartans Þór. Mikið líður tíminn fljótt. Mér finnst svo stutt síðan að þú varst pínulítill og ég stór, nú er þetta öðruvísi, ég svo lítil en þú svo stór. Jæja, vinur, þetta er gangur lífsins. Guð veri með þér, vinur. Þín amma.“ Svona skrifaði amma mér á af- mæli mínu fyrir fáeinum árum. Það er rétt hjá ömmu að hún var stór. Hún lagði ætíð á sig mikla fyrirhöfn við að gleðja þá sem henni þótti vænt um án þess nokkurn tímann að telja það eftir sér. Birtist þetta í ýmsum myndum svo sem í því hversu vel hún tók á móti öllum er sóttu þau afa heim og í hnoðuðu tertunni sem hún sendi okkur alltaf á jólunum. Amma tók alltaf velferð og gleði annarra fram yfir sína eig- in. Þetta fremur en annað gerir ömmu stóra í mínum augum. Okkur ömmu kom mjög vel sam- an, og oft ræddum við. um heima og geima í símann þar sem við hitt- umst ekki oft. I síðasta samtali okk- ar sagði amma mér hversu stolt hún væri af því að eiga mig. Á sama hátt er ég stoltur af að hafa átt hana og fengið að njóta hennar leiðsagnar og nærveru. Nú siglir þú út Eyjafjörðinn og inn í eldrautt Sólarlagið ógyið horf- ÞÓRARINSDÓTTIR OG PÉTUR ÞÓRARINSSON Aðalheiður Guðmunda Þór- arinsdóttir fæddist á Hrauni í Keldudal við Dýrafjörð 29. október 1923. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Norðfirði 5. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Reyðarfjarðar- kirkju 12. maí. Pétur Kristinn Þórarinsson fæddist á Hrauni í Keldudal við Dýrafjörð 16. nóvember 1922. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 7. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópa- vogskirkju 14. maí. Þegar ég hugsa til Hraunfólksins frá Keldudal koma þessar ljóðlínur eftir Örn Arnarson í hugann: Þótt djúpir séu Atlantsálar er átthaga þránni stætt. Það tekur tryggðinni í skóvarp sem tröllum er ekki vætt. Svo sannarlega áttu þessi systkin tryggðina í ríkum mæli. Svo lengi sem ég man mína tíð hafa þau tengst mér á mismunandi tímum. Fyrst lék ég mér sem barn við Heiðu, Jórunni og Elías. Hin síðari ár hitti ég Pétur oft á Húsatúni hjá Unni og Valda. Heiða bjó sín fyrstu hjúskaparár á Hverfisgötunni og kom ég oft þangað sem ung stúlka og var ávallt tekið opnum örmum. Fyrir tveimur árum lögðum við Pétur tvö upp í Vestfjarðaferð, sem ég held við höfum bæði haft gaman af. Þá fuku kviðlingar á báða bóga. Pétur var vel hagmæltur eins og all- ir sem hann þekktu vita. Það munu hafa verið tveir sólar- hringar á milli andláts þeirra, svo þau urðu svo til samferða yfir móð- una miklu, þótt ekki hafi þeim auðn- ast að alast upp saman. Ég gat því miður ekki fylgt Heiðu til grafar, sendi ég dætrum hennar og öðrum aðstandendum mínai- bestu kveðjur. Mín fátæklegu orð eru þakklæti fyrir genginn veg. Ég bið öllum ættingjum þeirra systkina Guðs blessunar. Blessuð sé minning systkinanna frá Hrauni. Andrea Helgadóttir. KRISTIN GRÍMSDÓTTIR + Kristín Gríms- dóttir fæddist á Melaleiti í Melasveit 8. apríl 1911. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavik 20. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 28. maí. Að setja minningu um hana ömmu á blað er ekki auðvelt en að muna hana og minnast gerist einhvem veginn af sjálfu sér. Lyktin af birkinu nýbrumuðu og lyngi að lifna við eftir veturinn, það er amma. Spriklandi fjörugur sil- ungur og skondnar veiðisögur, það er amma. Rjúkandi heitt og sterkt kaffi, grípa í spil og spjalla um allt og ekk- ert, svindla jafnvel pínulítið og gleðja með því yngstu spilamennina sem verða Ólsen-kóngar og -drottn- ingar. Þetta og svo ótalmargt annað í daglega lífínu heldur minningu ömmu hátt á loft. Flýgégogflýg yfir furuskóg yfir mörk og mó yfir mosató. Yfir haf og heiði yflr hraun og sand yfirvötnogvídd inn á vorsins land. Flýgégogflýg yfir fjallaskörð yfir brekkubörð yfir bleikan svörð. Yfir foss í gili yfir fuglasveim yfir lyng í laut inn í ljóssins heim. Að bera virðingu fyrir Ufinu og því sem það hefur upp á að bjóða, það kenndi hún amma mín mér, þakka þér fyrir það og allt hitt sem ég mun geyma í huga mér. Sæunn. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. * t Minningarathöfn um ástkæran föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, FRIÐGEIR ÞORSTEINSSON frá Stöðvarfirði, verður í Fossvogskirkju laugardaginn 5. júní kl. 10.30. Útförin verður gerð frá Stöðvarfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. júní kl. 14.00. Örn Friðgeirsson, Víðir Friðgeirsson, Þórólfur Friðgeirsson, Guðríður Friðgeirsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Hallbera ísleifsdóttir, Nanna Ingólfsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Björn Pálsson, Björn Reynir Friðgeirsson, Ásta Gunnarsdóttir og aðrir afkomendur. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA BJÖRGVINSSONAR, Þrastarhlíð, Breiðdal, fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn 5. júní kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Ásdís Gísladóttir, Sigurður Kristinsson, Bergþóra Gísladóttir, Erling Ólafsson, Snjólfur Gíslason, Steina Kristín Þórarinsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR, Hólmgarði 50. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, (austurbæ). Gísli Gunnlaugsson, Sólveig Ingvadóttir, Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Klemenz Egilsson, Magnús Jóhannesson, Jófríður Jóhannesdóttir, Friðrik Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.