Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLANI, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Hæstiréttur snýr við dómi héraðsdóms vegna 107 milljóna króna kauptilboðs í Eldborgu SH Norskt fyrirtæki hafði keypt skipið Nauðganir kærðar r eftir Net- samskipti Á SÍÐASTLIÐNUM tveimur árum hafa komið upp nokkur kærumál hjá lögreglunni í Reykjavík vegna nauðgana og kynferðisbrota gegn ungum stúlkum, sem rekja má bein- línis til samskipta þeirra við eldri karlmenn á spjallrásum á Netinu. Rannsókn sumra mála hefur leitt til handtöku nokkurra aðila og opin- berrar ákæru á hendur þeim sem síðan hafa leitt til dómsmeðferðar. Að sögn lögreglunnar er líklegt að aðeins brot af þessum málum komi til kasta lögreglunnar og telur -•^.hún að ein ástæðan geti verið sú að þolendur fmni fyrir sektarkennd og skammist sín þegar málavöxtum sé lýst fyrir lögreglu og foreldrum. Lögreglan segir að gott sé fyrir foreldra að átta sig á því við hverja börn þeirra spjalli á Netinu og gæta sérstaklega að því við hverja dætur þeirra séu að spjalla og athuga hvaða gælunafn spjallvinirnir nota. Tengist gælunöfnin kynlífí ættu for- eldrar að athuga betur hvað sé á seyði. ■ Spjallrásirnar/6 HÆSTIRÉTTUR sneri í gær við dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli norska fyrirtækisins Norberg A.S. gegn K.G. hf., vegna sölumeðferðar á skipinu Eldborgu SH í byrjun árs 1997. Féll dómur Hæstaréttar á þann veg að kaupsamningur hefði komist á um Eldborgu SH í janúar 1997 með Norberg A.S. og K.G. hf. og að K.G. hf. bæri að greiða norska fyrirtækinu eina milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. í Héraðs- dómi Vesturlands féll sá dómur í september síðastliðnum að kaup- samningur hefði ekki komist á og KG. hf. var sýknað af kröfum Nor- bergs A.S. Kváðust ekki hafa skilið tilboðið Helstu málavextir eru þeir að fé- lagið K.G. hf. átti fiskiskipið Eld- borgu SH og sátu þrír menn í stjóm félagsins. Skipið var auglýst til sölu, meðal annars í norskum blöðum, og kom framkvæmdastjóri norska fyrir- tækisins Norberg A.S. hingað til lands til að skoða skipið. Norberg A.S. gerði nokkur tilboð í sldpið með aðstoð milligöngumanna en þeim til- boðum var haíhað og gagntilboð gerð. Nokkrum dögum síðar sendi skipamiðlari sem gætti hagsmuna Norbergs símbréf til verkfræðistofu sem gætti hagsmuna K.G. hf., og innihélt það tilboð í skipið og ítarlegri skilmála en í fyrri tilboðum. Hljóðaði tilboðið upp á 11,5 milljónir norskra króna eða um 107 miUjónir íslenskra króna. Verkfræðistofan sendi bréfið áfram til K.G. hf. og barst um klukkustund síðar eintak af tilboðinu með undirskrift tveggja stjómar- manna félagsins. Norberg A.S. taldi þar með að líta bæri á undirritanim- ar sem samþykki á tilboðinu en K.G. hf. taldi að ekki hefði komist á bind- andi kaupsamningur, meðal annars vegna þess að stjómarmenn K.G. hf. hefðu, vegna tungumálaörðugleika, ekki skilið að um tilboð væri að ræða. Greinilega tilboð Hæstiréttur komst að þeimi niður- stöðu í gær að símbréfið hefði greini- lega borið með sér að um tilboð væri að ræða og að Norberg A.S. hefði ekki getað skilið áritanfr stjómar- manna KG. hf. öðmvísi en svo að með þvi væm þeir að taka tilboðinu. Fyrir vikið var talið að með undirrit- unum meirihluta stjómar K.G. hf. hefði komist á samningur um kaup á Eldborgu SH. Málið dæmdu hæstaréttardómar- amir Markús Sigurbjömsson, Am- Ijótur Bjömsson og Gunnlaugur Cla- essen. Stolt unga- móðir UNGAMÓÐIRIN stendur stolt á Tjarnarbakkanum í Reykjavík og svo virðist sem hún sé að reka liðið upp úr. Víst er að þessir ungar munu alast upp á mölinni en vonandi munu þeir þó verða sendir í sveit þegar þeir stálpast. M ÁL..A. Starfsfólk Rauðsíðu enn án launa Vinnslu brátt hætt vegna hrá- efnisskorts STARFSFÓLK fiskvinnslufyrir- tækisins Rauðsíðu ehf. á Þingeyri og dótturfélaga þess, Rauðfelds ehf. á Bíldudal og Bolfisks í Bol- ungarvík sem kallast sameiginlega „Rauði herinn", hefur ekki enn fengið laun sín greidd síðan á föstu- dag í síðustu viku. Verkalýðsfélagið á Þingeyri hefur veitt því fólki lít- ilsháttar stuðning sem ekki hefur fengið greidd laun. Hátt í 70 manns nýttu sér þetta tilboð verkalýðsfé- lagsins, einkum erlendir verka- menn. Þrátt fyrir engar launagreiðslur hefur vinnslu verið fram haldið í fyrirtækjunum en starfsfólki hefur verið tilkynnt að vinnsla verði lögð niður eftir helgi vegna skorts á hrá- efni. Rauðsíða ehf. hefur í höndunum vilyrði frá Byggðastofnun um lán- veitingu en að sögn framkvæmda- stjóra fyrirtækisins er óljóst hvenær lánið verður greitt út og á þeirri ákvörðun strandi launa- greiðslur til starfsmanna. Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, kvað sér, í sam- tali við Morgunblaðið, vera óheimilt að tjá sig um lánveitingar stofnun- arinnar til einstakra fyrirtækja. ■ Vinnslu verður hætt/26 Yerðmæti afla Arnars HU yfír 100 milljónir króna fímmta túrinn í röð Yfír 1.300 tonn upp úr sjó á 33 dögum Hvítir kollar HVÍTIR kollar nýstúdenta setja nú svip sinn á mannlífið um land allt. en útskriftum framhaldsskólanna lýkur brátt. Menntaskólinn í Reykja- f^.Tk útskrifaði stúdenta í gær og stilltu þeir sér upp til myndatöku á tröppum Háskól- ans að venju. Einn þeirra, Jóel Karl Friðriksson, náði þeim árangri að hljóta 9,88 í aðal- einkunn. Morgunblaðið ræddi við hann og fleiri efnilega |^túdenta. ■ Ósköp venjulegur/10-11 „ÞAÐ HEFUR gengið mjög vel og lestamar fullar af fiski,“ sagði Ámi Sigurðsson, skipstjóri á frystitogar- anum Amari HU, í gær en þá var skipið á leið til heimahafnar á Skaga- strönd. Verðmæti aflans eftir 33 daga að veiðum er að sögn Áma um 106 milljónir króna eða samtals um 1.325 tonn upp úr sjó. Þetta er fimmti túr Arnars HU í röð þar sem aflaverðmætið fer yfir 100 milljónir króna. Uppistaða aflans að þessu sinni er úthafskarfi af Reykjaneshrygg eða um 1.200 tonn. Að auki em um 70 tonn af grálúðu og um 50 tonn af þorski. Árni segir mikla breytingu hafa orðið á grálúðumiðunum. „Það verður miklu meira vart við grálúðu en undanfarin ár og aflabrögðin em eins og þau vora best á ámm áður. Engu að síður leggja fiskifræðing- amir okkar til samdrátt á grálúðu- kvótanum. Reyndar var ástandið orðið ansi slæmt í hittiíyrra og árið þar áður og sóknin þess vegna minnkað talsvert. Það er samt sem áður greinileg aukning í grálúðu á slóðinni." Blóðugt ef skera á niður karfakvótann Mjög góð karfaveiði hefui- verið á Reykjaneshrygg undanfamar vikur og segir Ami ekkert lát þar á. Hann segir veiðina einkum innan 200 mílna landhelgislínunnar en mun minna fá- ist utan h'nunnar þar sem nú séu á milli 50 og 60 erlend skip að veiðum. „Það er því blóðugt ef skera á niður karfakvótann á svæðinu vegna þess að veiðin er ekki nærri eins góð utan landhelginnai'. Karfinn sem við fáum upp að 150 mílna línunni er vitanlega af sama stofni og karfinn innan henn- ar. En menn hafa bara ákveðið að þessi karfi heiti úthafskarfi og því verði ekki breytt. Um leið fáum við lakara verð fyrir fiskinn," segir Ami. Amar HU heldur til veiða á ný eft- ir helgina en Ami segir karfakvótann nú á þrotum og eins sé grálúðukvót- inn langt kominn. Útgerðin sé hins- vegar vel sett með þorskkvóta. „En núna ætlar mannskapurinn að fagna sjómannadeginum og eflaust era margir hvíldinni fegnir," segir Ámi skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.