Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR % > t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Mávabraut 11c, Keflavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 25. maí sl. Útförin hefur farið fram. Eyjólfur Hafsteinsson, Anna Soffía Pórhallsdóttir, Rakel Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Margit Lína Hafsteinsdóttir, Magnús Hjálmarsson, Ragnar Hafsteinsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ESTHER MAGNÚSDÓTTIR hjúkrunarkona, Hofteigi 38, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 3. júní. Gunnar Haugen, Svanhildur Svavarsdóttir, Axel Haugen, Sigurður Magnússon, Hrefna María Magnúsdóttir, Svavar Berg Gunnarsson, Birkir Gunnarsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA B. SVEINSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur mánudaginn 31. maí. Fyrir hönd annarra vandamanna, Pétur Jakobsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Boðahlein 23, Garðabæ, lést á St. Jósefsspítala Hafnarfirði þriðjudaginn 25. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Ólöf Guðnadóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Þrúður Guðnadóttir, Svavar Jónsson, Dagný Guðnadóttir, Halldór Ellertsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Frændi minn, SIGURVALDI S. BJÖRNSSON frá Gauksmýri f Línakradal, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 30. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Hilmar Björgvinsson. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÁSTU SIGRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Helga Valtýsdóttir, Björn Björnsson, Jóhanna Valtýsdóttir, Brynjar Þórðarson, Georg Sigurðsson, Sveinn Valtýsson, Rósa Jónasdóttir, Guðbrandur Valtýsson, Hrefna Jónsdóttir, Ástvaldur Valtýsson, Halldóra Sigurðardóttir, Margrét Óskarsdóttir, Kristfn Valtýsdóttir, Gunnar Árnason, Ásta Marfa Jónasdóttir, Hallgrímur Júlíusson, Jón Valtýsson, Þórhildur Guðmundsdóttir, Óskar Valtýsson, Jóhanna Þórðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. EINAR GUÐMUNDSSON + Einar Guð- mundsson var fæddur að Svarta- gili í Norðurárdal í Borgarfirði 13. júní 1915. Hann Iést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 25. maí síðast- liðinn. Einar var sonur hjónanna Ingigerð- ar Þórðardóttur, ljósmóður frá Glit- stöðum í Norðurár- dal og Guðmundar Einarssonar, bú- fræðings frá Munaðarnesi á Ströndum. Alsystkini Einars voru: Gerður, hjúkrunarkona í Reykjavík; Þórður, sem lést ungur og Petrína Ólöf, húsmóð- ir í Reykjavík. Þau eru öll látin. Hálfsystkini Einars samfeðra voru Ólafur Haukur, sem lést barn að aldri og Guðrún, hús- móðir á Lundi í Þverárhlíð og Reykjavík. Hún er látin. Einar ólst upp hjá foreldrum sínum í Norðurárdal til sex ára aldurs, er fjölskyldan fluttist að Móakoti á Vatnsleysuströnd. Fimmtán ára gamall fluttist Einar aftur í Norðurárdalinn, en þá voru foreldrar hans báð- ir látnir. Þar var Einar í vinnu- mennsku og bjó lengst að Há- reksstöðum. Einar lauk prófi frá héraðsskólanum í Reyk- holti og fékkst við barnakennslu í Þverárhlíð um skeið. Um þrítugsaldur- inn fluttist Einar til Reykjavíkur. I meira en fjörutíu ár vann hann á skrif- stofu Olíufélagsins hf. eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Einar giftist eftir- lifandi konu sinni Láru Pálsdóttur f. 14. september 1916 frá Svínafelli í Óræfum árið 1948 og bjuggu þau í Kópavogi í meira en fimmtíu ár. Börn þeirra eru 1) Guðmundur, líf- fræðingur búsettur í Brussel, kvæntur Dröfn Ólafsdóttur, fóstru og eiga þau tvö börn, Ólöfu og Einar. 2) Sigríður, mannfræðingur og sérkennari gift Jóni Barðasyni, sagnfræð- ingi. Þau eiga eina dóttur, Láru Jóhönnu. Synir Jóns og fóstur- synir Sigríðar eru Skúli Björn og Barði Már. 3) Lárus, efna- fræðingur, búsettur í Stokk- hólmi. Hans kona er Sólveig Brynja Magnúsdóttir kerfis- fræðingur. Þau eiga eina dótt- ur, Þóru. Útför Einars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Fyrir nokkrum árum urðum við hjónin sammála um að betri föður og tengdaföður en Einar Guð- mundsson væri ekki hægt að óska sér. Hann var hlýr, greindur og skemmtilegur og alltaf nærstaddur án þess að vera afskiptasamur um annarra mál. En það var ekki ein- ungis í þessum hlutverkum sem hann var svo ágætur. Hann var það líka sem afi. Sem ráðgjafi. Sem upp- fræðari. í öllu sem hann gerði. Hann studdi börn sín og fjölskyldur þeirra með ráðum og dáð, skóf með þeim mótatimbur, málaði íbúðir og flutti búslóðir. A sunnudagsmorgn- um bauð hann börnum og barna- börnum í sund. Barnungum í fjöl- skyldunni liðsinnti hann við lestur, skrift og reikning og þegar röðin kom að dönsku og ensku var hann Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar f samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað i líkhús. - Aöstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorö. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað I kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Llkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstéin. - Flutning á kistu út á land eða utan af landl. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa (slands - Suðurhllð 35 - 105 Reykjavlk. Sfmi 581 3300 - alian sólarhringinn. betri en enginn. Hann og Lára Páls- dóttir, eiginkona hans og móðir okkar og tengdamóðir og amma barnabarnanna, vöktu yfir velferð okkar. Saman gáfu þau okkur allt sem þau áttu. Á langferð um ísland fyrir nokkrum árum kom í ljós að Einar þekkti auðvitað dali, fljót og fjöll svo og bæi fornkappa. Ekki ein- göngu í Borgarfirðinum þar sem hann ólst upp að hluta og þekkti hvem stein og þúfu. Heldur einnig fyrir vestan þar sem hann átti ætt- menni en hafði aldrei komið og fyrir norðan þar sem einu tengslin voru áhuginn á landi og sögu. í tveggja vikna bílferð okkar um Bret- landseyjar upplýstist að hann kunni ekki síður á þær söguslóðir nor- rænna manna, svo og sitthvað um sjálfstæðishreyfingu Skota. Hvemig verða menn svona þús- undþjalasmiðir til hugar og handa? Fyrst er að telja gott vegamesti frá bemskuheimilinu og síðan það að hafa haft augu og eyru opin, hugs- að, skilið og munað, fordómalaus og umburðarlyndur um menn og mál- efni. Og aldrei sagðist Einar Guð- mundsson ekki nenna einhverju. Hann nennti að sinna samferðafólki sínu, fjölskyldu og vinum; hann nennti að lesa bókmenntir og að hlusta á tónlist og hann nennti að hugsa um flókna hluti. Þegar lifað er hvem dag af slíkri óleti verður afrakstur heillar ævi stór. Það er menning. Einar Guðmundsson eign- aðist sjóð, bæði í eigin brjósti og annarra. Sjálfur átti hann mannvit og þroska sem hjálpaði honum í gegnum erfíðan síðasta áratuginn. Þar naut hann líka þrotlausrar um- hyggju Láru konu sinnar sem er sömu kostum búin og hann. Við njótum leiðsagnar þeirra til æviloka og verðum að muna að nenna að vera manneskjur eins og þau. éfi£ Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEINAK 564 3555 Við þökkum starfsfólki Sunnu- hliðar fyrir að annast um hann. Það er erfitt að ímynda sér síðustu árin án þess góða framlags. Guðmundur Einarsson og Dröfn Ólafsdóttir. Einar Guðmundsson lærði að lesa á Islendingasögur, einhvem tíma sagði hann mér hvaða saga það var en ég man það ekki lengur, senni- lega hefur það verið Egilssaga. Egilssaga vgna þess að hann var fæddur í Borgarfírði, þá sögu kunni hann eins og reyndar aðrar íslend- ingasögur. Þar lágu hans rætur, í Borgarfirði og íslenskri menningu. Á unga aldri flutti hann ásamt foreldrum sínum og systkinum suð- ur á Vatnsleysuströnd. Hófu for- eldrar hans búskap í Móakoti. Þar hlaut hann nokkra menntun, álíka og flestir af hans kynslóð, en var að mestu sjálfmenntaður. Einar var ekki nema 15 ára gamall þegar for- eldrar hans féllu frá með skömmu millibili. Systkinahópnum var sundrað. Leið Einars lá aftur upp í Borgarfjörð þar sem hann dvaldi þar til hann var tæplega þrítugur. Þar vann hann við sveitastörf en náði jafnframt að nema við Reyk- holtsskóla. Formleg skólaganga var ekki löng en Einar ávaxtaði hana þeim mun betur. Leiðir okkar Einars lágu saman er ég hóf sambúð með Sigríði dóttur hans. Það sem vakti athygli mína í fari hans var fjölbreytilegt áhuga- svið hans. Hann var auðvitað síles- andi eins og hann hafði gert frá unga aldri, íylgdist með í stjórnmál- um, innlendum sem erlendum, menningarviðburðum, sótti skák- mótin á Loftleiðahótelinu, kynning- ar á nýjungum í tölvuheimunum og var áhugasamur um það nýjasta sem Kvikmyndahátíð kynnti lands- mönnum. Það segir mikið um hans opna hug, hann hafði svo mikinn áhuga á mannlífinu að honum nægðu ekki lýsingar fornbókmennt- anna eða íslensks samtíma, heldur vildi hann einnig sjá túlkun kvik- myndagerðarmanna úr öllum heimsálfum. Lengst af okkar vináttu átti Ein- ar við alvarleg veikindi að stríða. Á nýársdag 1988, tveimur dögum eftir brúðkaup okkar Sigríðar, fékk hann heilablæðingu og var því á tólfta ár hnepptur í fjötra hjólastóls. Líkamskraftar voru takmarkaðir og áfallið mikið, en andlegri heilsu hélt hann til síðasta dags. Nú gat Einar ekki lengur sótt viðburði að eigin ósk. En hann fýlgdist með fjölmiðlum af áhuga. Hugmyndin um göng undir Hvalfjörð heillaði, hann skildi ekki úrtölumenn, hafði kynnst þessum farartálma á unga aldri. Hann var maður framfara og Iokaði ekki augum fyrir þróuninni, hann hafði jafnvel lengi verið þeirr- ar skoðunar að tími íslenskunnar væri senn liðinn. í veikindunum leitaði hann æ meira á vit bókanna. Það var sú hlið sem yngstu barnabömin kynntust, afi með bók í hendi. Á jólum átti hann sömu ósk um jólapakka og þau yngstu, harðan pakka, afi vildi bók, bömin leikföng. Og eftir að afi hafði opnað sínu hörðu pakka þá var erfitt að ná sambandi við hann. Afi, afi, ekkert svar; afi var horfinn inn í heim bókarinnar. Nú er Einar Guðmundsson horf- inn frá okkur inn í annan heim. Síð- ustu misserin hafði heilsu hans hrakað og þrekið dvínað. Einari er vel lýst með mannlýs- ingu úr Njálssögu, vitur og forspár, heilráður og góðgjam, hógvær og drenglyndur, langsýnn og lang- minnugur. Jón. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.