Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ kr Hnattvætt áhrifaleysi Þetta nýja efnahagsumhverfí hefur mikil áhrif á íslenskt samfélag og minnkar möguleika stjórnmálamanna á að hafa áhrif. Halldór V' ' t sast segir það sitt um íslenska stjórnmála- umræðu að athyglis- verðustu ummælin í tengslum við kosning- arnar í maí skyldu falla tveimur dögum eftir að lýðurinn í landinu hafði skundað á kjörfund. Skort- ur á rökræðuhefð er enda löngu tekinn að standa nauðsynlegri þjóðmálaumræðu fyrir þrifum, sem fyrir bragðið einkennist af stöðnun og vaxandi áhugaleysi al- mennings. I samtali við Morgunblaðið sem birtist þriðjudaginn 11. maí sagði Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins m.a: „Síðan hefur mér fundist í kosn- ingabaráttunni að stjórnmála- menn falli mjög VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson í þá gryfju að ræða um ís- lenskt samfélag án tillits til hinna gífurlegu breytinga, sem hafa orðið hér á síðustu árum. Við erum komnir inn í sameiginlegt efnahags- og viðskiptaumhverfi þar sem mikið frelsi ríkir í flutningum á fólki, fjármagni, þjónustu og vörum. Þetta nýja efnahagsumhverfi hef- ur mikil áhrif á íslenskt samfélag og minnkar möguleika stjóm- málamanna á að hafa áhrif. Mér finnst umræðan einkennast af því að þetta hafi ekki gerst og stjóm- málamennimir hafi miklu meiri völd en þeir í reynd hafa til að hafa áhrif á gang mála.“ Halldór Asgrímsson hefur áður sýnt að hann í hópi þeirra tiltölu- lega fáu stjómmálamanna á ís- landi, sem hafa glöggan skilning á þeim djúpstæðu breytingum sem orðið hafa og í vændum eru á Vesturlöndum. Takist að rjúfa kyrrstöðuna og naflaskoðunina, sem einkennir þjóðmálaumræður hér, verður það með tilvísun til þróunar stjórnmála og þjóðlífs í öðrum löndum. Ummæli formanns Framsókn- arflokksins um hnattvæðingu efnahagslífsins og þverrandi áhrif - stjómmálamanna eru rétt og lýsa íslenskri stjómmálaumræðu vel. Stjómmálamenn hafa einfaldlega ekki sömu áhrif og áður á sviði efnahagsstjómunar; um margt hafa alþjóðlegir samningar og hinn frjálsi markaður tekið af þeim ráðin. Grípi stjómvöld í tilteknu ríki til einhliða og heftandi ráðstafana á sviði efnahagsmála raskast samkeppnisstaða atvinnulífsins. Fjármagnið leggur á flótta og finnur sér stað þar sem hagstæð- ari skilyrði ríkja. Fylgja slíkum umskiptum oft miklar hörmungar en breytingin er ekki síst fólgin í þeim mikla hraða, sem einkennir rafræna fjármagnsflutninga nú- tímans. Sogkrafturinn í efnahags- lífi alþjóðavæðingar og netteng- ingar er gífurlegur. Ef til vill má segja íslenskum • stjómmálamönnum til hróss að flestir þeirra hafi ekki alvarlega reynt að standa í vegi þessarar þróunar þótt við blasi að Islend- ingar hefðu aldrei getað leitt hana hjá sér. Þeir tímar eru alltjent vænt- anlega liðnir er svonefndu „handafli“ var beitt við stjórn efnahagsmála, oftar en ekki til hagsmunagæslu á pólitískum forsendum. Þær stjómunarað- ferðir voru framsóknarmönnum fortíðarinnar jafnan tamar þótt því fari fjarri að þeir hafi einir íslenskra stjórnmálaflokka nýtt sér það miðstýrða kerfi tilflutninga á fjármagni. Það er í ljósi þessarar sögu sem nokkra tortryggni vekur að kveðið skuli á um það í stefnuyfirlýsingu rfk- isstjórnarinnar nýju að Byggða- stofnun verði færð undir iðnað- arráðuneytið, sem framsóknar- menn nú stýra. Þótt tilvitnuð ummæli Halldórs Asgrímssonar séu til marks um að hann geri sér fyllilega grein fyrir þeim að- stæðum, sem nú ríkja er jafn- Ijóst að hið nýja samhengi efna- hags og viðskipta er mörgum ís- lenskum stjórnmálamönnum framandi. Þessum umskiptum fylgja óhjákvæmilega erfiðleikar og þeir eru auðfundnir, sem telja að það megi teljast hæpnar framfar- ir að færa völdin úr höndum stjórnmálamanna og afhenda þau hinum frjálsa markaði. Það er ekki síst af þessum sökum, sem svo mikilvægt er að skýrar og einfaldar leikreglur ríki á þessum sviðum m.a. til að koma í veg fyr- ir einokun og uppsöfnun við- skiptavalds. Reynslan kennir hins vegar að skömmtunarhyggja og handaflsstýring stjómmála- manna á vettvangi efnahagsmála er ekki fallin til að bæta afkomu almennings þegar til lengri tíma er litið. Stjómmálamenn hafa ekki lengur sömu völd og áður og „áhrif á gang mála“. Þótt „hnatt- væðingin" svonefnda sé mikið tískuhugtak nú um stundir verð- ur ekki um það deilt að gjör- breyttar aðstæður ríkja nú á efnahags- og viðskiptasviðinu. Ætla verður að enn örari breyt- ingar séu í vændum og þá eink- um í tengslum við hinn nettengda veruleika. Eðlilegt er að menn horfi jafn- framt til næstu skrefa, sem telja má rökrétt framhald þessara breytinga. Þetta á ekki síst við um þróunina í átt til beins lýð- ræðis, sem víða er tekin að gera vart við sig. Forsendur hafa skapast, m.a. með tilkomu tölvu- tækninnar, til að gera fólki kleift að hafa mótandi áhrif á umhverfi sitt og þjóðlífið með mun beinni hætti en áður hefur þekkst. Krafa nútímans er einfaldlega sú að almenningur sé ekki ofurseld- ur ákvörðunum stjórnmála- manna og á það við um öll svið þjóðlífsins. Með þessu er ekki sagt að stjórnmálamenn séu al- mennt til óþurftar í samtíman- um. Verksvið þeirra þarf hins vegar að skýra og skilgreina upp á nýtt. Einhverjum kann að þykja slíkt umbótatal undarlegt og jafnvel draumórakennt. Þeir hin- ir sömu ættu þá ef til vill að leiða hugann að þeim gífurlega öru breytingum, sem orðið hafa á vettvangi viðskipta og efnahags- mála á Islandi á allra síðustu ár- um. Þótt kyrrstaðan sé löngum stundum kæfandi hér á landi liggur þróunarferlið nokkuð Ijóst fyrir. Alþjóðavæðingin snýst ekki að- eins um fjármagn, vaxtastig og viðskipti. Henni fylgja ný viðmið, aukinn og beinn samanburður við önnur lönd og breyttar kröfu - sem íslenskir stjómmálamenn munu ekki fá hundsað. STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR + Stefanía Guð- mundsdóttir var fædd á Syðra-Lóni á Langanesi 23. nóv- ember 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur 25. maí síðastiiðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Herborg Friðriksdóttir hús- freyja, f. 19.4. 1889, d. 28.7. 1958, og Guðmundur Vil- hjálmsson bóndi, kaupfélagsstjóri og oddviti, f. 29.3. 1884, d. 1.2. 1956. Systkini Stef- aníu eru: Sigríður, Vilhjálmur (látinn), Anna, Jón Erlingur (látinn), Friðrik, Árni (látinn), Þuríður (látin), Baldur (látinn), Þorgeir Sigtryggur (látinn) og Herdís. Stefanía giftist Reyni Ár- mannssyni póstfulltrúa 19. aprfl 1951 og eignuðust þau fjögur börn; Astu handavinnu- Elsku amma mín. Nú er þitt lífsins ljós brostið og himnaljósið þér birtist. í hjarta mér mun minning þín lifa. Állar þær stundir sem átti ég með þér. Öll sú hlýja sem faðmur þinn geymdi og sú ást og kærleikur sem þitt stóra hjarta bjó yfir. Og kossamir fimm á hvora kinn þegar þú heilsaðir og kvaddir. Amma þú varst einstök kona. Þú barst hag fjölskyldunnar fyrir brjósti, hvattir okkur til náms og studdir á allan þann hátt sem þú gast. Ekki skal gieyma að þú kunnir svo sannarlega að taka á móti gest- um. Á svipstundu dekkaðir þú upp veisluborð með hvítum dúk, kertum, heitu súkkulaði með rjóma og ógleymanlegu pönnukökunum. Og litli Gylfi Steinn, langömmugull, fékk svo sannarlega að njóta alls þess sem þú hafðir að gefa. Hann mun sakna þess að hitta þig ekki vikulega. En hann mun sjá til þess að pönnukökumar verði eins og hjá þér því hann spurði ömmu sína um daginn er hún var að baka pönnsur hvort hún ætlaði ekki að rúlla eins og amma lang. Elsku amma og langamma, allar þær góðu minningar sem áður fylltu hjörtu okkar af gleði, fylla þau nú af sorg og söknuði. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir afa Reyni og allri fjölskyldunni. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Lilja Dögg og Gylfi Steinn. Stefanía Guðmundsdóttir frá Syðra-Lóni á Langanesi, fyrrver- andi matráðskona á Veðurstofu Is- lands, lést á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur, eftir stutta legu, aðfaranótt 25. maí sL, á 77. aldursári. Að leiðarlok- um minnist ég fáeinum orðum ánægjulegra kynna og þakka hlýju hennar í minn garð og fjölskyldu minnar. Mikilhæfur og eftirminni- legur samferðamaður er horfinn af sjónarsviðinu, missir vinum, og ást- vinum. Stefanía mótaðist af uppeldi sfnu á mannmörgu og gestkvæmu menn- ingarheimili í Þingeyjarsýslu. Það er ekki ofsögum sagt að þar í sýslu hafi risið hæst endurreisnarmenn- ing síðustu aldamóta á íslandi. For- eldrar Stefaníu, Guðmundur Vil- hjálmsson bóndi og Herborg Frið- riksdóttir húsfreyja á Syðra-Lóni, voru sannir fulltrúar aldamótakyn- slóðarinnar marglofuðu, dugleg og framtakssöm heima og heiman. Samhent hjónin byggðu smám sam- an upp jörðina þar sem þau hófu bú- kennara í Hafnar- Firði, f. 20.1. 1949, gifta Gylfa Sig- urðssyni trésmíða- meistara; Berg- þóru hjúkrunar- fræðing á Laugar- vatni, f. 3.1. 1950; Ármann fram- kvæmdastjóra í Reykjavík, f. 2.12. 1951; og Halldór prest í Reykjavík, f. 10.11. 1953, kvæntan Guðrúnu Þ. Björnsdóttur kennara. Barna- börn Stefaníu eru tíu og barnabarnabörn orðin þrjú. Stefanía stundaði nám í hús- mæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði 1940-1941. Þá vann hún ýmis störf, var með smur- brauðsgerð um árabil og síðan matráðskona á Veðurstofu ís- lands 1973-1992. Útför Stefaníu fór fram frá Fossvogskirkju 28. maí. skap, en í landi jarðarinnar var kauptúnið Þórshöfn. Sístækkandi barnahópur krafðist dugnaðar og útsjónarsemi, en við sjálfan búskapinn bættist erill gestagangs á heimili frumkvöðuls og forystumanns í sýslunni. Guð- mundur var ötull málsvari nýrra viðhorfa, studdi samvinnuhugsjón- ina með ráðum og dáð og hafði ráð- ist í að stofna kaupfélag í sveit sinni. Hann var kaupfélagsstjóri og odd- viti um áratuga skeið. Bömin tólf, og fósturböm nokkur að auki, ólust því upp við fjölbreytni mannlegra samskipta, en þrátt fyrir annríki foreldranna fóra bömin ekki var- hluta af kynnum við þá menningu sem felst í listum, bókmenntum og söng. Herborg var náfrænka Jóns Trausta og mat hann mikils. Stefanía hleypti heimdraganum tæplega tvítug en bjó alla sína ævi að ljúfum minningum æsku- og mótunarára í heimaranni. Og minn- ingar einar urðu þær ekki, heldur safaríkt veganesti í annað lands- horn og traustur grundvöllur þess sem koma skyldi. Segja má með sanni að Stefanía hafi ekki látið sér neitt mannlegt óviðkomandi. Eðlis- læg ást hennar á fólki og ást á bók- um blandaðist arfleifð úr fóðurhús- um. í höfuðstaðnum vann Stefanía fyrir sér og kynntist lífi og listum þéttbýlisins. Hún minntist eitt sinn með ánægju þess tíma er hún bjó hjá þeim mætu hjónum Sólveigu og Eysteini Jónssyni ráðherra, föður- bróður mínum, en þeir faðir Stefan- íu vora samherjar í samvinnuhreyf- ingunni og landsmálum. Stefanía giftist ung Reyni Ármannssyni póstfulltrúa og eignuðust þau fjögur vel gefin böm. Syrgja þau nú ást- kæra eiginkonu og móður. Efnileg- um barnabörnum hverfur ástrík amma og skilur hvert það sínum skilningi, eftir aldri og þroska. I inngangi eru rakin æviatriði Stefaníu og skal hér einungis getið aðdraganda ævistarfs hennar utan heimilis, sem var á Veðurstofu ís- lands. Stefanía hóf störf hjá smur- brauðsfyrirtæki og setti síðar á laggirnar eigin slíka þjónustu sem hún sinnti með heiðri og sóma í heimahúsum. Hún var því vel undir- búin er hún varð matráðskona á Veðurstofu Islands í nýjum húsa- kynnum stofnunarinnar snemma á áttunda áratugnum. Því kröfumikla starfi gegndi hún af miklum dugn- aði um tveggja áratuga skeið, þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. List og vinna felst í að sinna mat- arþörf hálfs hundraðs manna yfir daginn hvem virkan dag árið um kring. Vinnan felst í skipulagningu, innkaupum, tilreiðslu, afgreiðslu og frágangi. Listin felst í að gera fjölda manns til geðs eins og kostur er og bregðast við mismunandi þörfum sökum veikinda neytenda, sérvisku eða matvendni. Og sitt útheimtir að gera mönnum dagamun, gleðja með gómsæti ef svo ber undir og halda upp á merkisdaga og hátiðir. Þetta þykist ég nú sjá fyrir mér er ég hugleiði sjálfsagða tilvist Stefaníu á Veðurstofunni, þótt mér hafi ekki verið gefin skilningsrík eftirtektin á sínum tíma. Að leiðarlokum kveður samstarfsfólk á Veðurstofu íslands húsfreyju sína um tvo áratugi með hlýhug og þakklæti. í brjósti hinnar lágvöxnu konu sló stórt hjarta. Henni þótti vænt um mannfólkið. Og þar sem saman fara ríkar tilfinningar og sterkur vilji er engin lognmolla. Til vitnis um sjálfstæði Stefaníu snemma er sú ákvörðun hennar að fylgja ekki Framsóknarflokknum að málum. Hún komst að þeirri niður- stöðu að hann ætti ekki erindi á mölina. Nú á dögum þykir slík ákvörðun ekkert tiltökumál. Menn slaga milli flokka án þess að blikna. Jafnvel þingmenn gerast liðhlaupar og er fagnað með blómum hinum megin. Fyrr á tíð var baráttan í al- gleymingi, nánast upp á líf og dauða. Það krafðist hugsunar og kjarks að leita annað í þeim efnum en fólkið í kringum mann, fólkið sem manni þótti vænst um. Jafnvel vináttu var teflt í hættu. í minningargrein um Guðmund Vilhjálmsson, fóður Stefaníu, er sagt að hann hafi verið ákveðinn í skoðunum og látið þær hispurslaust í ljós. Um margt virðist sú sem hér er kvödd hafa verið lík föður sínum, höfðingjanum á Syðra-Lóni. Hins fórnfúsa starfs eiginkonu og móður innan veggja heimilis er nú einnig minnst, svo og stuðnings Stefaníu við bónda sinn, Reyni, bæði í ævistarfi hans í póstþjónust- unni og við fórnfúsa iðju hans að margvíslegum félagsmálum. Á kveðjustund er mér þökk í huga fyrir ánægjuleg samskipti við Stef- aníu innan og utan vinnustaðar, fyrir áhuga hennar á velgengni bama minna allt frá því er þau unnu í sum- arleyfum í póstinum hjá Reyni, og fyrir visku og vexti bamabama minna frá því þau komu til sögunnar. Reyni, bömum þeirra hjóna og bamabömum vottum við Jóhanna kona mín samúð í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Stefaníu Guð- mundsdóttur. Þór Jakobsson. Við afgreiðsluborðið stendur mat- ráðskonan. Hún er miðja stofnunar- innar. Hún fylgist með öllum. Hún sér hvort þeim líður illa, hvort þeir hafa nýlega staðið í einhverjum stórræðum eða erfiðleikum, eða hvort allt gengur bara sinn vana- gang. Hún spyr þá í þaula, leggur sitt mat á málið. Svo ýtir hún að þeim einhverju góðmetinu til að róa öldur hugans. Kannski er þeim þungt í geði og þeir eru viðskotaill- ir, þá tekur hún það svolítið á sig, en samt allt með jafnaðargeði, að minnsta kosi á ytra borði. Það er ekki bara að hún fylgist með öllum. Allir fylgjast með henni og verða kannski undrandi þegar þeir skynja að hún hefur líka sínar áhyggjur, sínar vonir, sínar sorgir. Hún er eins og móðir á stóra heimili, og þótt hún sé kannski ekki jafn blíð við öll börnin sín lætur hún sér annt um þau öll, ekki síður um þau sem eru erfiðari en önnur. Ég þekkti Stefaníu ekkert fyrir utan það sem ég kynntist henni á vinnustað. Það var gaman að tala við hana. Hún var svo skemmtilega ágeng og spural um persónulega hagi, að það var ekki um annað að ræða en segja henni allt af létta. Reynir, eiginmaður hennar, kom oft með henni til vinnu á morgnana og sótti hana í vinnulok. Þá var oft set- ið og rabbað. Þau héldu tryggð við vinnustaðinn löngu eftir að Stefanía lét af störfum, komu við til að rifja upp kynnin og styrkja þau. Við Ingibjörg vottum Reyni og börnum þeirra innilegustu samúð og innilegustu samúð allra þeirra sem unnu með henni og kynntust henni á Veðurstofunni. Ragnar Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.