Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGU NBLAÐIÐ ERLENT Umræða um hverjir voru í raun fyrstu íbúar Ameríku skýtur upp kollinum Nýjar rannsóknir stangast á við fyrri kenningar Snyrtileg kenning NÝJAR rannsóknir á beinagrindum sem fundist hafa í Norður-Ameríku gefa ástæðu til að draga í efa að fyrstu íbúar álfunnar hafi komið frá Asíu, eirís og áður var talið. Ýmis- legt bendir til að þeir hafi siglt á bátum frá Evrópu, meðfram ís- breiðunni er lá yfir norðurhluta Atl- antshafs, og komið að landi á aust- urströnd Norður-Ameríku fyrir allt að 17 þúsund árum, samkvæmt grein í nýjasta hefti bandaríska vikublaðsins Newsweek. Hin viðtekna kenning um fyrstu íbúa Amerfku gerir ráð fyrir að ætt- bálkar af Mongólakyni hafí farið frá heimkynnum sínum í Norðaustur- Asíu yfir ísilagt Beringsund fyrir um það bil 11 þúsund árum. Ætt- bálkar þeirra hafi breiðst út frá nú- verandi norðvesturströnd Banda- ríkjanna, inn í miðríkin og suðvest- anverða álfuna og loks til austur- strandarinnar. Talið er að þessir ættbálkar hafi verið forfeður indjána í Ameríku. Ellefu þúsund ára gamlir spjótsoddar úr steini fundust í Clov- is í Nýju Mexíkó á fjórða áratugn- um, og voru þeir taldir marka upp- haf elstu byggðar í álfunni. Þessi kenning var svo snyrtileg í augum fornleifafræðinga að þeir litu lengi vel framhjá beinagrindum sem komu ekki heim og saman við hana. Þegar fundust verkfæri úr steini sem virtust eldri en 11.000 ára, var því borið við að mælingamar væru vitlausar. Árið 1990 voru sett alríkislög sem kváðu á um að söfnum bæri skylda til að skila jarðneskum leyfum indjána til ættbálka þeirra. Kallaðir voru til sérfræðingar til að skera úr um hvaða ættbálkum beinagrind- umar tilheyrðu, og komst þá skrið- ur á rannsóknir. I flestum tilfellum hefur verið auðvelt að greina bein manna af ólíkum ættbálkum sund- ur, en nokkrar beinagrindur skera sig algjörlega úr. Elsta beinagrindin 11.500 ára Elsta beinagrindin sem fundist hefur í Ameríku er af manni sem lifði fyrir 11.500 ámm á því svæði sem nú er miðhluti Brasilíu. Rann- sókn leiddi í ljós að hún var líkust beinagrindum manna frá Suður-As- í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvelli 5. júní kl. 16 Hólf C, F og G í eldri stúku og M, N, 0 og P í nýrri stúku Fullt verð: 2.000 kr. • Safnkortsverð: 1.800 kr. Öll sæti númeruð* Hólf A, B, H og I í eldri stúku og K, L, R og S í nýrri stúku Fullt verð: 1.500 kr. • Safnkortsverð: 1.200 kr. Öll sæti numeruð* HÓIf J og T í nýrri stúku (Börn eðafullorðnirmeð börn) Fullt verð, fullorðnir: 1.500 kr. • Safnkortsverð: 1.200 kr. Fullt verð, börn 16 ára og yngri: 500 kr. • Safnkortsverð 400 kr. Ónúmeruð sæti Tryggið ykkur uppáhaldssætin í tíma! Eftir fyrri umferð í riðlinum eru Frakkland og Úkraína efst með 11 stig ísland með 9, Rússland með 6, Armenía með 4 og Andorra með 0. VIÐ MINNUM A að bannað er að taka með sér dösir og fföskur inn á vöilinn Notkun áfengis er bönnuð. Oiíufélagið hf www.esso.is Dularfullt dauðsfall í París Lamaði sam- göngur í borginni París. AFP. ALMENNINGSSAMGÖNGUR í höfuðborg Frakklands voru lamað- ar í gær, annan daginn í röð, í kjöl- far verkfalls starfsmanna sam- göngukerfis Parísarborgar sem stafar af því að fulltrúi neðanjarð- arlestakerfis borgarinnar, Metro, fannst látinn á Barbes-Rochechou- art lestarstöðinni í norðurhluta Parísar. Aðstæður á staðnum þóttu grunsamlegar og starfsmenn neð- anjarðarlestakerfisins óttast um ör- yggi sitt. Þá hefur verkfallið orðið tií þess að samgöngur til Lyon og Marseille hafa raskast verulega. Fyrst var talið að Eric Douet, starfsmaður Metro-kerfisins, hefði látist af völdum áverka sem tveir auðnuleysingjar, sem seldu ólögleg- an varning og voru í lestarstöðinni í trássi við reglur þar að lútandi, höfðu valdið honum. Málið er hið dularfyllsta því í gær lýsti fulltrúi saksóknaraembættisins í París því yfír að ekki hefðu fundist nein merki um barsmíðar á líkama Dou- ets. Hann hefði líklega látist af völdum heilablóðfalls eða blóð- tappa. Þá sagði í yfirlýsingunni að vitni að atburðinum hefðu sagt að ekki hefði komið til neinna ryskinga milli Douets og auðnuleysingjanna. Enn fremur er talið að starfsfélag- ar Douets, sem farið hafa fram á nafnleynd, geti vottað að Douet hafi ekki verið heill heilsu áður en hann lést. 290 kílómetra langar bflalestir Gerard Ballais, talsmaður CGT, verkalýðsfélags starfsmanna sam- göngukerfis Parísar, sagði í gær að yfirlýsing saksóknaraembættisins breytti engu um verkfall starfs- manna. Leitað yrði allra leiða til að tryggja öryggi starfsmanna sam- göngukerfisins. Samningaumleitanir hafa ekki náð að leysa deiluna og hefur Ballais lýst því yfir að stjóm- endur Metro-kerfisins hafi enn ekki sýnt vilja til að koma til móts við ör- yggiskröfur starfsmannanna. Roger Poletti, formaður CGT, sagði í gær að harmleikurinn í Barbes- Rochechouart hefði enn á ný varpað ljósi á bágt öiyggi starfsmanna. I gærmorgun urðu borgarbúar að ganga, hjóla eða ferðast á línu- skautum til vinnu sinnar. 290 km langar bflalestir mynduðust inni í miðborginni, sem og fyrir utan París, og var talið að umferðin mjakaðist að jafnaði um 10 km á klst. Um miðjan dag voru hins veg- ar lestir gangsettar á nokkrum leið- um og léttu þær eitthvað af umferð- arþunganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.