Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 35 BJARNI Jónsson listmálari á vinnustofu sinni. Bjarni Jóns- son sýnir í Grindavík BJARNI Jónsson listmálari opnai’ málverkasýningu í Kvennó í Grindavík á morgun, laugardag, kl. 14, sýningunni lýkur að kveldi sjó- mannadagsins, 6. júní. A sýningunni eru olíumálverk og vatnslitamyndir sem margar hverj- ar lýsa lífi og störfum forfeðra okk- ar til sjós og lands. Bjami gerði flestar skýringateikningar í ritverk Lúðvíks Kristjánssonar, íslenskir sjávarhættir, og vann við það í 27 ár. Hann hefur haldið fjölda sýn- inga hér heima og tekið þátt í sýn- ingum erlendis. Einnig hannaði hann minnismerki, sem reist var að Hnjóti við Patreksfjörð, til minning- ar um sjóslys og björgunarstörf. Síðastliðin ár hefur hann unnið við gerð 50 málverka sem eru af öllum þekktum gerðum íslenskra áraskipa og því sem þeim tilheyrði. Kl. 16 á laugardag mun Bjarni flytja erindi um þessa árabáta á sýningunni. Sýningin er opin frá kl. 14-19 báða dagana. ---------------- Tónar úr um- hverfínu í Slunkaríki EYGLÓ Harðardóttir opnar sýn- ingu í Slunkaríki, ísafirði, á morg- un, laugardag, kl. 16. Sýningin er sýn inn í heim lita þar sem listamaðurinn dregur fram tóna úr umhverfinu. Eygló hefur haldið nokkrar einkasýningar, síðast í Nýlistasafn- inu í október 1998, einnig hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum. Hún stundaði riám við Myridlista- og handíðaskóla íslands 1983-1987 og framhaldsnám við listaakademí- una Aki í Hollandi frá 1987-90. Sýningin er opin fímmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18 og lýkur sunnudaginn 20. júní. ------♦-♦-♦----- Leikhúsnám- skeið í Mögu- leikhúsinu MÖGULEIKHÚSIÐ efnir nú í fímmta sinn til leikhúsnámskeiðsins „Leikhús möguleikanna". Haldin verða tvö námskeið fýrir böm á aldr- inum 9-12 ára og hefst fyrra nám- skeiðið 7. júní en hið síðara 28. júní. A námskeiðunum er unnið með flest þau atriði sem tengjast hefð- bundinni leikshúsuppsetningu. Meðal þess sem fengist er við má nefna gerð handrits, æfingar, leik- mynd og búninga, lýsingu o.fl. -Allir þessir þættir eru síðan nýttir til að vinna leiksýningu frá grunni, sem sýnd verður í Möguleikhúsinu í lok námskeiðsins. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru leikhúslista- menn, sem hafa reynslu af að vinna í barnaleikhúsi. Námskeiðin fara fram í Möguleikhúsinu við Hlemm. Kossinn á sinn stað London. Morgunblaðið. KOSSINN, höggmynd Rodin, snýr nú aftur á fómar slóðir, þar sem hún var bannfærð fyrir 85 árum. Höggmyndin, ein af skrautfjöðrum Tate-listasafnsins í London, hefur verið lánuð á sýningu í Lewes í austurhluta Sussex og nú verður tekið á móti henni með pompi og pragt. Höggmyndin verður til sýnis í ráðhússalnum, en 1914 var hún úthrópuð þar úr húsi af ótta við skaðleg áhrif á hugi ungra hermanna. Það var bandaríski auðmaðurinn Ed- ward Warren, sem keypti stytt- una af Rodin fyrir 1.000 pund, en Warren þessi vakti sterk viðbrögð íbúa í Lewes með því að sanka að sér listmunum og ungum karlmönnum. Hann var eigandi rómansks silfurbikars með myndum af ástarleik karla, sem British Museum festi ný- lega kaup á fyrir röskar 230 milljónir króna. Warren lánaði Kossinri til sýn- ingar í ráðhússalnum 1914, en fyrir forgöngu sómakærrar skólastýru var höggmyndin fyrst hulin, en síðan skilað heim til Warren aftur og geymdi hann hana næstu 15 árin úti í hlöðu. Að honum látnum var hún boðin upp en tilskilin 5.000 pund feng- ust ekki. Hún var þá lánuð Cel- tenham-safni og síðan Tate, sem keypti hana 1953 á 5.500 pund. Síðan þá hefur verðgildi Rodin rokið upp og nú er þessi högg- mynd hans talin ómetanleg til fjár, en tryggð fyrir 10 milljónir punda. Sýningin í ráðhúsinu í Lewes stendur út októbermánuð. KOSSINN eftir Rodin. VIND- OG REGNHELDIR GALLAR í SUMARVINNUNA Á AÐEINS 5.964- - EINNIG STAKAR BUXUR Á 1.895- GRANDAGARÐI 2, RVÍK, SÍMI 552 8855 0PIÐ LAUGARDAGA 10-14 HÖRKUGÓÐIR GALLAR FRÁ SÆNSKA FYRIRTÆKINU DIDRIKSONS. RENNDIR VASAR, HETTA í KRAGA, RIFLÁS Á ERMUM OG SKÁLMUM, LÉTT FÓÐRAÐIR. STÆRÐIR XS-XXL. Gúmmískór í unglingastærðum. Verð 1.414- og 1.701- VIKING-stígvél í unglingastærðum. Verð 2.846- og 3.518-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.