Morgunblaðið - 04.06.1999, Page 35

Morgunblaðið - 04.06.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 35 BJARNI Jónsson listmálari á vinnustofu sinni. Bjarni Jóns- son sýnir í Grindavík BJARNI Jónsson listmálari opnai’ málverkasýningu í Kvennó í Grindavík á morgun, laugardag, kl. 14, sýningunni lýkur að kveldi sjó- mannadagsins, 6. júní. A sýningunni eru olíumálverk og vatnslitamyndir sem margar hverj- ar lýsa lífi og störfum forfeðra okk- ar til sjós og lands. Bjami gerði flestar skýringateikningar í ritverk Lúðvíks Kristjánssonar, íslenskir sjávarhættir, og vann við það í 27 ár. Hann hefur haldið fjölda sýn- inga hér heima og tekið þátt í sýn- ingum erlendis. Einnig hannaði hann minnismerki, sem reist var að Hnjóti við Patreksfjörð, til minning- ar um sjóslys og björgunarstörf. Síðastliðin ár hefur hann unnið við gerð 50 málverka sem eru af öllum þekktum gerðum íslenskra áraskipa og því sem þeim tilheyrði. Kl. 16 á laugardag mun Bjarni flytja erindi um þessa árabáta á sýningunni. Sýningin er opin frá kl. 14-19 báða dagana. ---------------- Tónar úr um- hverfínu í Slunkaríki EYGLÓ Harðardóttir opnar sýn- ingu í Slunkaríki, ísafirði, á morg- un, laugardag, kl. 16. Sýningin er sýn inn í heim lita þar sem listamaðurinn dregur fram tóna úr umhverfinu. Eygló hefur haldið nokkrar einkasýningar, síðast í Nýlistasafn- inu í október 1998, einnig hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum. Hún stundaði riám við Myridlista- og handíðaskóla íslands 1983-1987 og framhaldsnám við listaakademí- una Aki í Hollandi frá 1987-90. Sýningin er opin fímmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18 og lýkur sunnudaginn 20. júní. ------♦-♦-♦----- Leikhúsnám- skeið í Mögu- leikhúsinu MÖGULEIKHÚSIÐ efnir nú í fímmta sinn til leikhúsnámskeiðsins „Leikhús möguleikanna". Haldin verða tvö námskeið fýrir böm á aldr- inum 9-12 ára og hefst fyrra nám- skeiðið 7. júní en hið síðara 28. júní. A námskeiðunum er unnið með flest þau atriði sem tengjast hefð- bundinni leikshúsuppsetningu. Meðal þess sem fengist er við má nefna gerð handrits, æfingar, leik- mynd og búninga, lýsingu o.fl. -Allir þessir þættir eru síðan nýttir til að vinna leiksýningu frá grunni, sem sýnd verður í Möguleikhúsinu í lok námskeiðsins. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru leikhúslista- menn, sem hafa reynslu af að vinna í barnaleikhúsi. Námskeiðin fara fram í Möguleikhúsinu við Hlemm. Kossinn á sinn stað London. Morgunblaðið. KOSSINN, höggmynd Rodin, snýr nú aftur á fómar slóðir, þar sem hún var bannfærð fyrir 85 árum. Höggmyndin, ein af skrautfjöðrum Tate-listasafnsins í London, hefur verið lánuð á sýningu í Lewes í austurhluta Sussex og nú verður tekið á móti henni með pompi og pragt. Höggmyndin verður til sýnis í ráðhússalnum, en 1914 var hún úthrópuð þar úr húsi af ótta við skaðleg áhrif á hugi ungra hermanna. Það var bandaríski auðmaðurinn Ed- ward Warren, sem keypti stytt- una af Rodin fyrir 1.000 pund, en Warren þessi vakti sterk viðbrögð íbúa í Lewes með því að sanka að sér listmunum og ungum karlmönnum. Hann var eigandi rómansks silfurbikars með myndum af ástarleik karla, sem British Museum festi ný- lega kaup á fyrir röskar 230 milljónir króna. Warren lánaði Kossinri til sýn- ingar í ráðhússalnum 1914, en fyrir forgöngu sómakærrar skólastýru var höggmyndin fyrst hulin, en síðan skilað heim til Warren aftur og geymdi hann hana næstu 15 árin úti í hlöðu. Að honum látnum var hún boðin upp en tilskilin 5.000 pund feng- ust ekki. Hún var þá lánuð Cel- tenham-safni og síðan Tate, sem keypti hana 1953 á 5.500 pund. Síðan þá hefur verðgildi Rodin rokið upp og nú er þessi högg- mynd hans talin ómetanleg til fjár, en tryggð fyrir 10 milljónir punda. Sýningin í ráðhúsinu í Lewes stendur út októbermánuð. KOSSINN eftir Rodin. VIND- OG REGNHELDIR GALLAR í SUMARVINNUNA Á AÐEINS 5.964- - EINNIG STAKAR BUXUR Á 1.895- GRANDAGARÐI 2, RVÍK, SÍMI 552 8855 0PIÐ LAUGARDAGA 10-14 HÖRKUGÓÐIR GALLAR FRÁ SÆNSKA FYRIRTÆKINU DIDRIKSONS. RENNDIR VASAR, HETTA í KRAGA, RIFLÁS Á ERMUM OG SKÁLMUM, LÉTT FÓÐRAÐIR. STÆRÐIR XS-XXL. Gúmmískór í unglingastærðum. Verð 1.414- og 1.701- VIKING-stígvél í unglingastærðum. Verð 2.846- og 3.518-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.