Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGU NBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæsta aðaleinkunn sem gefín hefur verið í 153 ára sögu Menntaskólans í Reykjavík „Ósköp venju- legur strákur“ JÓEL Karl Friðriksson náði þeim einstæða árangri á stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík að hljóta 9,88 í meðaleinkunn. Þannig bætti Jóel árangur Gylfa Zoega, sem náði einkunninni 9,68 árið_1983, um 0,2. „Ég var lægstur í leikfimi og ís- lenskum stíl, fékk 9,5 í prófs- og kennaraeinkunn í þeim fögum“ sagði Jóel í samtali við Morgun- blaðið. Hami segist hafa stefnt að því að gera sitt besta í prófunum en árangurinn hafi vissulega farið fram úr björtustu vonum. Einkunn- ir Jóels hafa farið stighækkandi frá því hann hóf nám í Memitaskól- anum, hann hefur þó hlotið hæstu einkunn skóians öll árin. Góðir kennarar mikilvægir „Ég hef alltaf reynt að vinna vel og samviskusamlega og þegar grunnurinn er góður er auðvelt að byggja ofan á hann,“ sagði Jóel. Hann leggur ríka áherslu á að hann hafi verið heppinn með kennara frá fyrstu tíð og það eigi stóran þátt í árangrinum. Jóel tiltekur sérstaklega Sól- veigu Karvelsdóttir, kennara í ísaksskóla, og Gylfa Guðnason, sem kenndi honum stærðfræði siðustu árin í MR, „góðir kennar- ar kenna manni margt og kveikja áhuga á náminu“. Jóel segpr Menntaskólann í Reykjavík hafa á að skipa einstöku kenn- araliði. Eins og gefur að skilja er Jóel jafnvxgur á flestar greinar, hann hefur þó mestan áhuga á raun- greinum og hyggst hefja nám í eðlisfræði í haust og sjá hvemig sér líkar. Hann hefur þó ekki alltaf stefnt á raungreinanám, á tímabili velti hann því jafnvel fyr- ir sér að leggja stund á dönsku í Háskólanum. Jóel mun veija dxjúgum tíma sumars í iðkun raungreina, því hann heldur í lok júlí á Ólympíu- leikana í eðlisfræði. I ágúst vinn- ur hann svo fyrir Háskólann og heldur í september til Grikklands ásamt félögum sfnum úr MR til að taka þátt í úrslitum hugvísinda- keppni á vegum ESB. Dúxaímyndin leiðinleg Jóel segist sinna ýmsu öðm en náminu þótt það taki vissulega mikinn tfma. Honum finnst til að mynda gaman að fara í bíó og gott að lesa góðar bækur. Honum leiðist sú ímynd sem dúxar virðast hafa, hann telur að hún eigi í það minnsta ekki við um sig, „ég er ósköp venjulegur strákur". Jóel stundaði nám við eðlisfræðideild I í MR og hrósar henni mjög. „Námið í MR á eftir að gagnast mér frábærlega vel, bæði í frekara námi og lffinu sjálfu," sagði Jóel að lokum. Morgunblaðið/Golli Jöel Karl Friöriksson Semidúx þrátt fyrir baráttu við krabbamein Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Rúnar Örn Hafsteinsson Morgunblaðið/Jim Guörún Erla Jónsdöttir Dúx Kvennaskólans Mikilvægt að sinna fleiru en náminu GUÐRÚN Erla Jónsdóttir, sem náði hæstu einkunn á stúdentsprófi frá Kvennaskólanum nú í vor, var að vonum ánægð með árangurinn þegar Morgunblaðið hafði samband við hana. Hún telur vænlegast til árangurs í námi að vinna jafnt og þétt en gefa sér jafnframt tíma til að sinna öðru. Guðrún hefur til að mynda unnið í Body Shop með námi sínu við Kvennaskólann. Tungumálakunnáttan nýtist í viðskiptum Guðrún Erla útskrifaðist af málabraut og fékk fjölda verðlauna íyrir frammistöðu í tungumálum, enda segist hún mikil málakona. Hún stefnir þó á nám í viðskipta- fræði í haust og langar að leggja áherslu á sölu- og markaðsmál. Að- spurð um ástæðuna fyrir því sagði hún reynslu sína af verslunarstörf- um eiga þátt í ákvörðuninni og miklu skipti að hún getur nýtt • tungumálakunnáttuna í viðskiptum. „Ef ég ætla mér eitthvað framkvæmi ég það“ RÚNAR Öm Hafsteinsson náði einstæðum árangri á stúdents- prófi frá Verslunarskólanum í vor, hann var í erfiðri lyfjameð- ferð vegna krabbameins meðan á prófum stóð en hlaut engu að síður næsthæstu einkunn nem- enda. Rúnar greindist með krabba- mein þegar hann var á öðm ári í Verslunarskólanum, þá var tekinn úr honum hnjáliður og títan sett í staðinn. Veikindin urðu til þess að Rúnar missti ár úr námi. Læknar töldu sig hafa komist fyrir krabbameinið og Rúnar hóf nám að nýju með næsta ár- gangi. „Fyrir veikindin var ég bara meðalskussi í námi,“ sagði Rúnar í samtali við Morgun- blaðið. Veikindin efldu með honum áhuga og dugnað í nám- inu og hann lauk verslunarprófi með mjög góðum árangri. Bakslag í vor í fyrravor, að loknum prófum í 5. bekk, greindist Rúnar með hnút í lunga, hnúturinn var fjarlægður og læknar vom von- góðir um að krabbameinið dreifðist ekki víðar. Þeir fylgd- ust þó náið með heilsu Rúnars í vetur. „Um mánaðamótin febrú- ar/mars kom svo í Ijós að eitt- hvað var í ólagi,“ sagði Rúnar, í framhaldinu varð Ijóst að krabbameinið hafði tekið sig upp aftur. Beðið var með lyfjameðferð þar til í páskafrnnu og hlé gert á henni að því loknu, svo Rúnar segist litið hafa misst úr skóla. Hann var hins vegar í meðferð meðan á prófum stóð og var því boðið að sleppa þeim. Rúnar ákvað hins vegar að þreyta próf í stærðfræði og eðlisfræði og stóð uppi með verðlaun fyrir bestan árangur í báðum fögun- um. „Svekktur ef ég fæ ekki það sem ég vil“ Margir voru hissa á Rúnari að taka prófin. „Ef ég ætla mér eitthvað þá framkvæmi ég það,“ sagði Rúnar og hann var ákveðinn í að Ijúka prófunum, hann segist verða svekktur ef hann fær ekki það sem hann vill. „Ég vissi að mér myndi dauðleiðast í meðferðinni," sagði Rúnar og hann kveðst hafa viljað undirbúa sig fyrir háskólanám sem hann hyggst heija í haust. Rúnar hafði hugsað sér að fara í verkfræðinám til Þýska- lands áður en veikindin tóku sig upp en stefnir nú ótrauður á nám við verkfræðideild Háskóla íslands í haust. Hann segist bara fara til Þýskalands seinna. Rúnar ætlar að veija sumrinu til þess að undirbúa.sig frekar > fyrir verkfræðina, enda eru lík- ur á að lyfjameðferðin trufli nám hans í haust. Hann hélt hins vegar í fjögurra daga ferð til New York ásamt kærustunni í gær til að halda upp á stúd- entsáfangann. Skotspónn skólablaðanna Þótt Rúnar sinni náminu af krafti gaf hann sér líka tíma til að reka sjoppuna í Verslunar- skólanum í vetur og var „Sam- búðarstjóri“. Rúnar náði að skila því verki af sér áður en lyfjameðferðin hófst og kveðst afar ánægður með það. Góður hagnaður varð af rekstrinum og Rúnar virðist hafa rekið sjoppuna af mikilli ákveðni og hörku ef marka má viðurnefnin sem honum voru gefin í skóla- blöðum í vetur. „Eg var kallað Litli Hitler, Napóleon og fleira í þeim dúr,“ sagði Rúnar og kímdi. „Ætli skólablöðin telji sig ekki eiga einkarétt á um- fjöllun um mig,“ sagði Rúnar að lokum í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Kristínn Ingvarsson ÞORVALDUR Skúli Pálsson var ánægður að lokinni út skrift. Dúx Menntaskólans að Laugarvatni Hyggur á hnykk- lækningar ÞORVALDUR Skúli Pálsson vakti athygli fyrir frammistöðu sína við útskrift Menntaskólans á Laugar- vatni nú í vor. Þorvaldur var dúx skólans, jafnframt því sem hann gegndi embætti stallara, yfirmanns félagsstarfs nemenda. „Eg þekki enga töfraformúlu,“ sagði Þorvaldur aðspurður um leiðir til að ná afburðaárangri í námi. „Mér hefur þó gagnast best að fylgjast með í tímum, læra jafnt og þétt og gæta þess að lenda ekki upp á kant við kennarana." Lengi langað að verða læknir Næsta vetri ætlar Þorvaldur að verja við nám á nuddbraut Fjöl- brautaskólans við Armúla. Hann langar að læra hnykklækningar og telm- að nuddið muni reynast sér ágætur undirbúningur. Þorvaldur glímdi við hvítblæði upp úr fimm ára aldri og þekkir því vel starf lækna frá sjónarhóli sjúklings. Áhugi kviknaði fljótt hjá honum á að læra læknisfræði en honum finnst nám við læknadeildina hér ekki bjóða upp á spennandi líf. „Hnykklækningar eru ný og áhugaverð leið, sem opnar skemmtilega möguleika að sam- bærilegu starfi," sagði Þorvaldur. Hann telur að menntaskólanámið geti nýst sér vel í komandi námi og starfi en félagsstörfin komi jafnvel að meira gagni, enda hafi þau kennt honum margt í umgengni við fólk. Morgunblaðið/Jón Svavarsson KAREN Áslaug Vignisdóttir tylltistúdentshúfunni á kollinn fyrir myndatöku. Dúx Verzlunarskóla * Islands Skemmti sér og skipulagði tímann vel KAREN Áslaug Vignisdóttir náði hæstu einkunn á stúdentsprófi frá Verzlunarskólanum í ár. Foreldrar Karenar eru Kolbrún Baldursdóttir og Vignir Jónsson, Clarence E. Glad er stjúpfaðir hennar. Karen segist hafa verið dugleg í vetur, hafa unnið vel og samvisku- samlega í skólanum en. fyrst og £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.