Morgunblaðið - 04.06.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 04.06.1999, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýjar verðbólguspár frá f]ármálafyrirtækjum Hækkun trygginga iðgjalda vegur þyngst Morgunblaðið/Kristinn SAMKVÆMT nýrri verðbólguspá Kaupþings hf. er gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,6-0,7 prósent milli mánaða. Stærsti liður- inn í þessari hækkun er hækkun ábyrgðartrygginga ökutækja um 38% en aðrar hækkanir sem áhrif hafa eru bensínverðshækkun um 3,45% frá 1. júní, hækkað verð á áfengi og hækk- un húsnæðisverðs, sem hefur hækkað um að meðaltali 1,1 prósent á mánuði það sem af er þessu ári. I spánni er ekki gert ráð fyrir gjaldskrárhækkunum Veitustofnana Reykjavíkur sem taka munu gildi frá fyrsta júlí og hækka verð á rafmagni um 3% og hita um 4,6%. Miðað við 6 fyrstu mánuði ársins er framreiknuð verðbólga 5,2% á ársgrundvelli, samkvæmt útreikn- ingum Kaupþings. I verðbólguspánni kemur fram að rétt sé að hafa í huga að aðstæður séu sérstakar nú vegna þess hve mikið ábyrgðartryggingar ökutækja hækka. Að sögn Eiríks M. Jensson- ar, hjá greiningadeild Kaupþings, býst hann við að verðbólguhraðinn verði nokkru minni á seinni hluta ársins en hingað til, þannig að verð- bólga verði um þrjú og hálft prósent á árinu. Launahækkanir þrýsta á verðlag Ný spá FBA um verðbólgu á árinu hljóðar upp á 3,6-3,9% hækkun á vísitölu neysluverðs frá upphafí til loka ársins. Gert er ráð fyrir öllu meiri verðbólgu á árinu nú en í spá sem FBA birti í byrjun maí en þá var gert ráð fyrir 3,0-3,3% hækkun. I samtali við Almar Guðmunds- son hjá FBA kom fram að hækkun iðgjalda trygginga veldur mestu um að bankinn reiknar nú með því að vísitala neysluverðs hækki um 0,8-0,9% milli mánaða, sem er nokkru meiri hækkun en Kaupþing spáir. „Ef við tökum innlenda liði í hækkuninni, þá hafa laun hækkað mikið að undanförnu og það veldur þrýstingi á verðlag sem er að koma fram nú, t.d. í opinberri þjónustu. Við gerum annars ráð fyrir að krónan eigi eftir að styrkjast eitt- hvað, með tilliti til hugsanlegra vaxtahækkana, sem þýðir að eitt- hvað mun draga úr verðbólguhrað- anum á seinni hluta ársins,“ segir Almar. íslandsbanki spáir tæplega 4% verðbólgu í ár íslandsbanki - F&M birti á þriðju- dag endurskoðaða verðbólguspá en F&M hafði í maí spáð því að verð- bólga yrði 3,4% á árinu. I endurskoð- aðri spá er tekið mið af bensínverðs- hækkunum og hækkun á trygginga- iðgjöldum og veldur það því að bank- inn spáir nú 3,6-3,9% verðbólgu á ár- inu eins og FBA. f spá F&M í maí var þess getið að óvissa væri um gengi krónunnar og taldi bankinn að vaxtahækkanir hefðu ekki styrkjandi áhrif á gengi krónunnar nú vegna áhrifa lausafjár- reglna á fjárstreymi til landsins. f spánni var raunar birt önnur spá til vara þar sem reiknað var út hvaða áhrif 2% gengislækkun krónunnar kæmi til með að hafa á verðbólgu. Miðað við þær forsendur var útkoma F&M 4,1% verðbólga á árinu. „Við erum ekki að spá því að geng- ið muni lækka en ef krónan veikist þá er Ijóst að verðbólgan mun vaxa. Að vísu hefur verð á olíu og hrávöru verið að lækka og gæti komið á móti gengislækkun ef af verður,“ segir Omar Örn Tryggvason hjá F&M og bætir við að útkoma nýrra launa- samninga muni hafa mikið að segja um þróunina á næsta ári. Landsbankinn spáir „hóflegri" verðbólguaukningu ísak S. Hauksson hjá Viðskipta- stofu Landsbankans segir að þar sé gert ráð fyrir að verðbólga verði 3,9- 4,2% og er þá tekið mið af síðustu hækkunum á orku- og eldsneytis- verði og iðgjöldum trygginga. „Reyndar gerum við ekki ráð fyrir að hækkanir iðgjalda verði alveg í samræmi við boðaðar hækkanir nú heldur verði eitthvað minni vegna samkeppni tryggingafélaganna,“ segir hann. Landsbankinn gerir ráð fyrir „hóflegri“ verðbólguaukningu á síðari hluta ársins en Isak bendir á að erfítt sé að spá lengra en einn mánuð fram í tímann. Breytingar hjá Skeljungi hf. Shellmark- aðurinn lagður niður Undanfarna mánuði hefur Skeljung- ur hf. haft rekstur Skeljungsbúðar- innar og Shellmarkaðarins til endur- skoðunar. Akveðið hefur verið að Skeljungsbúðin flytji úr núverandi húsnæði að Suðurlandsbraut 4 í haust og hefur Penninn hf. tekið húsnæðið á leigu frá og með 1. sept- ember næstkomandi. Að sögn Mar- grétar Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs smá- sölu hjá Skeljungi, hefur ekki verið ákveðið hvert Skeljungsbúðin mun flytjast eða hvernig starfseminni verði háttað í framtíðinni. „Við erum með þessa hluti tU skoðunar, við höf- um góð vörumerki og gott fólk og spurningin er bara hvar og hvernig við höldum þessu áfram,“ segir hún. Shellmarkaðurinn hefur verið rekinn sem heildsölumarkaður í Reykjavík og á Akureyri og hóf hann starfsemi fyrir tveimur árum sem tilraunaverkefni á vegum fé- lagsins. Nú hefur verið ákveðið að loka honum í haust á báðum stöðum og mun hluta af vöruframboði mark- aðarins verða dreift í gegnum sölu- deild Skeljungs. „Við höfum verið að dreifa vörum í gegnum okkar heild- sölu og sjáum okkur fært að geta þjónað viðskiptum okkar í gegnum hana,“ segir Margrét. Hún segir að starfsfólki Shell- markaðarins verði boðin ný störf hjá Skeljungi. „Eg vil taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að á Akur- eyri er ætlunin að vera áfram með sölustarfsemi, þó ekki verði það undir nafninu Shellmarkaðurinn." Llfeyrissjóður Vestmannaeyja Mánaðarskýrsla Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Keypti í Vinnslustöðmni á genginu 2,35 EINS OG sagt var frá í blaðinu keypti Lífeyrissjóður Vestmanna- eyja 9% hlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og á því 11,5% í félaginu. Viðskipt- in fóru fram á genginu 2,35 og námu tæpum 242 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var ekki um einn stóran seljanda að ræða, heldur safnaði verðbréfafyrirtæki hlutabréfum úr ýmsum áttum. Lífeyrissjóðurinn Framsýn seldi 0,8% eignarhlut í íslands- banka í gær og er eignarhlutur sjóðsins í bankanum nú kominn Reuters. SVISSNESKA lyfjafyrirtækið Roehe á 65% hlut í líftæknifyrirtæk- inu Genentech og ætlar nú að kaupa þau 35% sem eftir eru. Til þess að Genentech haldi sjálfstæði sínu mun Roche setja 19% hlutabréfanna á markað. Islendingar þekkja Roche fyrir- tækið vegna samvinnu þess við Is- lenska erfðagreiningu. Fyrirtækið á óverulegan hlut í íslenskri erfða- greiningu en með því að leggja fram 200 milljónir dollara, eða 15 milljarða íslenskra króna, tryggðu Roche- menn sér niðurstöður úr rannsókn- niður í 9,6%. Hann er því ekki lengur stærsti hluthafi Islands- banka. Eftir því sem Morgunblað- ið kemst næst er Lífeyrissjóður verslunarmanna nú stærstur, með 10,1% hlut. Viðskipti á Verðbréfaþingi í gær námu annars 1.017 milljónum króna, mest með húsbréf fyrir 475 m.kr. og bankavíxla 159 m.kr. Við- skipti með hlutabréf námu alls 77 m.kr. Mest viðskipti voru með bréf FBA, fýrir 25 m.kr., og Samherja, fyrir 18 m.kr. Urvalsvísitala Aðall- ista lækkaði um 0,34% og er nú 1.160 stig. um íslenskrar erfðagreiningar með fimm ára samstarfssamningi. Roche kaupir hvern hluta á 82,5 dollara en verðið var síðast komið í 86,75 dollara hlutinn. Meirihlutann setja Roche-menn svo aftur á mark- að. Forstjóri Genentech, Arthur Levinson, er ánægður með að Roche setji 19% hlutabréfanna aftur á markað og gefí Genentech þannig tækifæri til að halda sínum markaðs- áætlunum. Roche mun eftir sem áð- ur verða stærsti hluthafi í Genentech. MIKIL útlánaaukning veldur því að upptöku nýrra lausafjárreglna verður frestað, segir í peninga- markaðskafla nýrrar mánaðar- skýrslu Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins fyrir júní. Lausafjár- reglumar eru að mestu tilbúnar og stefnt var að því að þær tækju gildi í júlí nk. en nú er ljóst að þær taka ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi í september. Undanfarið hefur verið rólegt á millibankamarkaði með krónur því bankarnir hafa haldið að sér hönd- um meðan beðið var eftir nýjum lausafjárreglum. Þegar reglurnar taka gildi munu bankarnir líklega standa misvel að vígi til að uppfylla lausafjárkvaðir og bil á milli kaup- og sölutilboða getur breikkað meira en nú er. Lán frá bindiskyld- um aðilum geta haft áhrif á lausa- fjárstöðu samkvæmt núverandi skilgreiningu Seðlabankans og því mættu bankarnir stundum ekki við því að lána, að því að fram kemur í skýrslu FBA. Skiptar skoðanir eru um hvort Seðlabanldnn hækki vexti og þá hvenær, segir ennfremur í mánað- arskýrslu FBA. Seðlabankamenn hafa lýst áhyggjum af útlánaþenslu og verðbólguhættu og eykur það líkurnar á vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum. Stjómendur Seðlabankans horfa líklega til áhrifa lausafjárreglna en verðstöð- ugleiki er aðalmarkmiðið og til að viðhalda því gæti Seðlabankinn hækkað vexti. Lítil viðskipti voru á milli- bankamarkaði í maí, segir í mán- aðarskýrslu FBA. Undir lok bindiskyldutímabilsins um miðjan maí var óvenju mikið af lausum peningum í kerfinu og lækkuðu þá eins dags vextir. Nokkur viðskipti urðu með bankavíxla eftir langt hlé og námu viðskipti með banka- víxla á Verðbréfaþingi tæplega fjórum milljörðum króna í maí. A sama tíma námu viðskipti með ríkisvíxla tveimur milljörðum króna. Roche lyfjafyrir- tækið fjárfestir í Genentech Frekari vaxtahækk- un Seðlabanka líkleg I MANAÐARSKYRSLU Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins kemur fram að bankinn telur frekari hækkun skammtímavaxta Seðla- bankans líklega á næstunni. Að mati bankans spoma vaxtahækkun í febrúar og setning lausafjár- reglna gegn útlánaaukningu og munu gera það áfram. Vaxtahækk- anir viðskiptabanka sýni það. „Hins vegar er ljóst að ýmsir innlendir þættir, s.s. hækkun launa umfram verðlag, húsnæðishækkan- ir og opinberar hækkanir, setja þrýsting á verðlag. í því ljósi er það mat FBA að líkleg viðbrögð Seðlabankans séu hækkun vaxta, sem mun styrkja gengi krónunnar og hafa þannig dempandi áhrif á verðlag í gegnum innflutta Uði,“ segir í skýrslunni. Krónan gæti styrkst Þá segir að verði ekki um að ræða breytingar á vöxtum Seðla- bankans muni gengi krónunnar tæplega styrkjast, þótt mildll vaxta- munur hamU gegn veikingu krón- unnar. „Vaxtahækkun mun hins vegar, að mati FBA, þýða að krón- an gæti styrkst og að vísitala krón- unnar nálgist 112 á nýjan leik,“ seg- ir í mánaðarskýrslu bankans. FBA segir að aukið framboð rík- istryggðrá skuldabréfa frá lána- stofnunum, vegna aðlögunar þeirra að . lausafjáiTeglum Seðlabanka, hafí leitt til hækkandi langtíma- vaxta að undanfömu. Sú þróun geti haldið áfram tímabundið, ásamt mögulegum skammtímaáhrifum af vaxtahækkun Seðlabanka. „Til lengri tíma Utið skapar minnkandi framboð ríkistryggðra bréfa for- sendur fyrir lækkun langtímavaxta. Hins vegar mun aukið framboð frá öðram aðilum, s.s. fjármálastofnun- um, sveitarfélögum og fyrirtækj- um, geta valdið auknum vaxtamun milU ríkis og annarra skuldara, en sú þróun er þegar farin af stað.“ Nýjar lausafjárreglur í fyrsta lagi í september

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.