Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 228. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Szymon Kuran Tónlistarmaður sem talaði frá djúpum hjartans Menning Viðskipti og Íþróttir í dag Viðskipti | Endurreisti orðspor Shell  Blikur á lofti í skipaflutningum Íþróttir | Breiðablik og KR áfram í bikar- keppninni  Leikið um sæti í Meistaradeildinni London. AFP. | Hreyfingar múslíma og mann- réttindasamtök gagnrýndu í gær nýjar reglur bresku ríkisstjórnarinnar um hvernig meta eigi hvort vísa eigi útlendingum úr landi. Charles Clarke, innanríkisráðherra Bret- lands, kynnti nýju reglurnar í gær og sagði að innan fárra daga yrði gripið til aðgerða gegn erlendum ríkisborgurum sem teldust hafa gerst sekir um „ólíðandi hegðun“ eins og hann orðaði það. Reglurnar eru liður í viðbrögðum stjórnar- innar við hryðjuverkunum í London 7. júlí sem kostuðu 52 manns lífið. Mannréttindasamtökin Amnesty Inter- national sögðu að reglurnar væru óljósar og „alvarleg árás á mannréttindi“. Ef bresk yf- irvöld grunuðu erlenda ríkisborgara um glæpi ættu þau að sækja þá til saka í stað þess að „losa sig við þá og senda til annars lands þar sem þeir kunna að sæta pyntingum“. „Árás á mann- réttindi“ Amnesty gagnrýnir nýjar reglur bresku ríkisstjórnarinnar  Hafa skilgreint | 14 ÞAÐ er fallegt við Gróttu, ekki síst á haustin þegar sólin er að setjast og rauð- leitur bjarmi fellur á skýin. Haustið er farið að minna á sig víðs veg- ar um land með fölnuðum laufblöðum og köldum vindi. Dagarnir styttast, börnin veru sinni. Skólar landsins fyllast af lífi og vinnustaðir taka á sig eðlilega mynd eftir lengri og skemmri fjarveru fastra starfs- manna. Með vetrinum koma alþingismenn úr sumarleyfi en mörg mikilvæg verkefni bíða þeirra. komin í skóla og í gærkvöldi var gefin út stormviðvörun á Austfjörðum. Það er þó engin ástæða til bölsýni enda er haustið ekki endalok heldur upphaf. Kvöldsólin er falleg og hver veit nema norðurljósin heiðri okkur brátt með nær- Morgunblaðið/ÞÖK Sólsetur við Gróttu STÖÐVA hefur þurft nýjar innlagnir á Hrafn- istu í Reykjavík og á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund svo vikum skiptir vegna manneklu. Ástandið á hjúkrunarheimilum er víðs vegar mjög slæmt og tala sumir stjórn- endur þeirra um að liggi við að neyðarástand sé að skapast fáist ekki fleira fólk til starfa fljótlega. Á Hrafnistu í Reykjavík vantar fólk í 20–30 stöðugildi og á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund vantar í 15–20 stöðugildi. Bæði vantar hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og umönnunar- fólk. Aðalheiður Vilhjálmsdóttir, hjúkrunar- forstjóri á Skjóli, segir að ástandið hafi verið erfitt. Stöðugt sé verið að biðja það starfsfólk sem fyrir er að taka aukavaktir. Hún segir að lítil viðbrögð hafi komið við auglýsingu sem birst hafi að undanförnu. Búið er að stöðva allar innlagir á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og segir Dagný Hængsdóttir, starfandi hjúkrunarforstjóri, að ástandið hafi verið mjög erfitt. Um 130 séu nú á biðlista hjá Grund en enginn sé lagður inn meðan ástandið sé eins og það er. „Við erum Víða er reynt að bjarga málum með því að fá starfsfólk til að koma fyrr úr fríi eða taka að sér aukavaktir en hjúkrunarforstjórar hafa margir hverjir áhyggjur af því að álag á starfs- fólk verði of mikið og benda á að það sé ekki endalaust hægt að taka að sér yfirvinnu og aukavaktir. Helsta ástæðan fyrir manneklunni er sögð þensla í þjóðfélaginu en þá fer fólk oft úr op- inberum störfum og yfir í einkageirann. Op- inberar stofnanir séu hreinlega ekki sam- keppnishæfar þegar kemur að launakjörum. Sigurlaug Gröndal, þjónustufulltrúi hjá Efl- ingu stéttarfélagi, segir að þegar þenslu- ástandið hjaðni skili fólk sér yfirleitt aftur yfir í opinbera geirann. „Því miður er það svo að þau störf sem lúta að því að hugsa um fólk eru ekki metin nógu mikils. Og það á við hvort heldur við erum að tala um faglærða eða ófaglærða starfsmenn. Það þarf að meta þessi störf meira,“ segir Sigurlaug Gröndal, þjónustu- fulltrúi hjá Eflingu stéttarfélagi. náttúrlega að missa skólafólkið á þessum tíma, auk þess sem fólk hefur verið að segja störfum sínum lausum þar sem því býðst betur launuð störf annars staðar.“ Launin of lág Birna Svavarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Eiri, segir nauðsynlegt að hækka laun starfs- fólksins. Þessi umönnunarstörf séu ekki metin miðað við þær kröfur sem gerðar séu til starfs- ins. Lokað á innlagnir á hjúkrunarheimilum  Erfitt ástand | 10 Morgunblaðið /Arnaldur ÁTTRÆÐUR myndhöggvari, Bill Mitchell, af- hjúpaði í gær bronsstyttu af Díönu Breta- prinsessu og elskhuga hennar, Dodi Fayed, tæpum átta árum eftir að þau létu lífið í bíl- slysi í París. Mohamed al-Fayed, faðir Dodis, fól Mitchell að gera styttuna og hyggst hafa hana til sýnis í stórverslun sinni í London, Harrod’s. Höggmyndin sýnir Díönu og Dodi horfast í augu og dansa með albatros sem hefur sig til flugs. Mitchell, sem er vinur al-Fayeds, kvaðst hafa viljað hafa albatros í verkinu vegna þess að hann væri „rómantískasti og dularfyllsti sjófuglinn, tákn eilífðar og hamingju“. Saklaus fórnar- lömb afhjúpuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.