Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er almennt við-urkennt að sjávar-borð er að hækka. Ísland er í einstökum landshlutum að lækka og sjávarborðið hækkar heldur meira en ella þar, svo sem á Reykjavíkur- svæðinu. Annars staðar á landinu er landið að hækka,“ segir Tómas Jó- hannesson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Veðurstofunni. „Gert er ráð fyrir því að á næstu öld hækki yfir- borð sjávar um tugi senti- metra og Siglingastofnun hefur mælt með að víða á landinu sé gert ráð fyrir að þegar kemur fram á öldina geti sjávarflóð orðið kannski hálfum metra hærra upp á land heldur en væri ef allt væri óbreytt. Ef stormur með lágum loftþrýstingi geisar, gæti því orð- ið vandræðaástand við Ægissíð- una, Eyrarbakka og Stokkseyri og víðar þegar sjávarbrimið brýt- ur á ströndinni. Þá er fyrirsjáan- legt að ástandið fari versnandi hér þó okkar vandamál séu ekki lík því sem er í Bangladesh eða Hollandi.“ Íslensku jöklarnir ættu einn sentimetra í hækkuninni Tómas segir að í ýmsum öðrum löndum sé ákveðið jafnvægi milli framburðar á efnum og land- brots. „Þegar sjórinn hækkar um hálfan metra getur það haft áhrif á vatnsborð í ósum marga tugi kílómetra inn í landið þannig að af hljótist stórfelld vandræði. Hér eru eiginlega hvergi aðstæður sem bjóða upp á slíkt, af því land- ið hækkar upp frá ströndinni.“ Við erum því almennt fremur vel sett með það vandamál jarð- arbúa að sjávarborð fer hækk- andi, en talið er að hækkunin nemi 20 sentimetrum síðustu 100 árin. Jöklar eru að bráðna og ef smærri jöklar utan við heims- skautin, s.s. á Íslandi, á Sval- barða og í Suður-Ameríku, bráðna allir, getur það hækkað yfirborð sjávar um hálfan metra. Þeir hopa nú hratt og bráðna víð- ast hvar. Af þeirri hækkun myndu íslensku jöklarnir eiga um einn sentimetra, að sögn Tómas- ar. „En bráðnun jöklanna er að- eins næst mikilvægasta ástæða þess að yfirborð sjávar fer hækk- andi. Mikilvægasta ástæðan er að sjórinn er að hlýna. Yfirborðslög sjávarins, sem eru nokkur hundr- uð metra þykk, hitna og þenjast út og þá hækkar í sjónum.“ Gísli Viggósson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að við byggingu mannvirkja sé tekið mið af hugsanlegri sjávarborðs- hækkun sem spáð er fyrir um í al- þjóðlegum skýrslum um veður- farsbreytingar. „Í hafnargerð er meðallíftími mannvirkja aðeins um 40–50 ár. En varðandi bygg- ingar á lágsvæðum höfum við í meira en tíu ár tekið mið af hugs- anlegri sjávarborðshækkun því þau mannvirki eiga eftir að standa meira en hundrað ár.“ Á næsta ári koma út endur- skoðaðar alþjóðlegar skýrslur. „Þá er kominn tími á okkur að endurskoða matið frá því fyrir tíu til fimmtán árum. Þegar við fór- um af stað þá, settum við upp sjávarborðsmæla víða um land og munum bera niðurstöðurnar saman við alþjóðlegu tölurnar sem birtast á næsta ári. Hér höf- um við verið að mæla landris og landsig og með því að setja öll þessi gögn saman fáum við von- andi endurbættar aðferðir.“ Að- spurður segir hann kostnað ekki umtalsverðan og ekki standi efni til að gera stórmál úr honum. Vissulega sé það þó staðreynd að hækka þurfi hvern fermetra um 65 sentimetra, sem kosti sitt eftir því hversu dýrt efni sé notað. Skoða Básendaflóðið En geta byggðir verið í hættu í framtíðinni? „Jú, í sjálfu sér, svo sem Kvosin í Reykjavík ef hækk- unin heldur fram sem horfir. En þar sem endurbygging á sér reglulega stað, er alltaf tekið mið af hækkuninni,“ segir Gísli. „Það sem veldur okkur meiri áhyggjum eru sjávarflóð, sem geta flætt yfir stór landsvæði og valdið tjóni í briminu. Þær ógnir standa okkur nær í dag. Suðvest- urlandið, frá Dyrhólaey til Snæ- fellsness, er helst viðkvæmt fyrir flóðum. Við þurfum líka að huga að því að þótt ekki verði beint tjón, brotnar ströndin niður. Við höfum því unnið að skipulagsmál- um á Eyrarbakka, Stokkseyri, Seltjarnarnesi, Álftanesi og víð- ar, með sjóvörnum. Ef við lítum til síðustu áratuga, varð mesta flóðið sem orðið hefur suðvestan- lands 9. janúar 1990, við Eyrar- bakka, Stokkseyri, Grindavík og víðar. Þá kom mikið flóð á Akra- nes 1984. En við höfum verið heppin með höfuðborgarsvæðið. Við lítum þó til dæmis á Básenda- flóðið sem varð 9. janúar 1799. Í Básendaflóðinu eyddist heill kaupstaður og mörg býli fóru í auðn. Ein kona drukknaði, mörg hundruð bátar brotnuðu og fén- aður fórst en eyjan Grótta varð m.a. til.“ Raunvísindamennirnir ætla semsagt að leggjast í sagnfræð- ina? „Við verðum að lesa söguna til að átta okkur á framtíðinni,“ segir Gísli Viggósson. Fréttaskýring | Hækkandi sjávarborð hefur áhrif á þróun byggðar í framtíðinni Meiri áhyggjur af flóðum „Ástand gæti versnað þó vandamál jafnist ekki til Bangladesh og Hollands“ Flóð valda miklum skaða. Frá Sviss í gær. Hækkun sjávarborðs hefur áhrif á hönnun mannvirkja  Hækkun sjávarborðs er bein afleiðing af völdum loftslags- breytinga og breytir hönnunar- forsendum mannvirkja hér- lendis. Ef horft er til næstu hundrað ára, þarf að bæta 0,5 m við lágmarksgólfhæð og fimmtán sm að auki þar sem landsig á sér stað, eða samtals 0,65 metrum. Láglendissvæði á borð við Kvos- ina í miðbæ Reykjavíkur geta hugsanlega farið undir sjávar- borð í framtíðinni. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is NÚ iða skólalóðir um allt land af lífi, en skólastarf hófst að loknu sumarleyfi á mánudaginn. Leikir eins og snú- snú eru alltaf vinsælir. Þessi stúlka úr Melaskóla í Reykjavík er greinilega mjög örugg í leiknum og var vel yfir bandinu. Stöllur hennar fylgdust með og áttu greinilega ekki von á neinu óvæntu. Morgunblaðið/Jim Smart Iðandi líf á skólalóðinni í Melaskóla FLEST aðildarfélög Bandalags há- skólamanna (BHM) eru með lausa samninga við sveitarfélögin í lok nóvember nk. Á vefsíðu BHM segir að þeir sem ætli sér að hafa félaga- skipti, þ.e. færa sig á milli stéttar- félaga, þurfi að undirbúa það í þessum mánuði og senda tilheyr- andi tilkynningar á rétta viðtak- endur. Að sögn Halldóru Friðjónsdóttur, formanns BHM, er ekki mikið um slík félagaskipti. Hún segir þetta eiga einna helst við þá sem hafa verið í bæjarstéttarfélögum, eins og t.d. Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar. „Þeir eru þá að sækja í þessi fagstéttarfélög sem eru í okkar röðum,“ segir Halldóra. Hún segir, aðspurð hvers vegna BHM sé að benda launafólki á þenn- an möguleika, að þetta sé einfald- lega ábending til þeirra sem séu á þeim buxunum að skipta um félag, en gera það þremur mánuðum áður en samningar verða lausir. BHM með lausa samninga UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að takmarka innflutning á ákveðnum tegundum af fersku og frosnu grænmeti frá Taílandi. Um er að ræða nokkrar ferskar krydd- jurtir, bananalauf, bambuslauf, rætur og aspas. Ástæðan er að ör- verumengun, m.a. salmonella, greindist í þessum vörum. Vörurnar skulu teknar af mark- aði en það er heimilt að flytja þær inn ef vottorði frá faggiltri rann- sóknastofu er framvísað sem sýnir að varan innihaldi ekki salmonellu og að örveruástand hennar sé í lagi. Má ekki flytja inn frá Taílandi TVÍTUGUR ökumaður var stöðv- aður á 115 km hraða á Fífu- hvammsvegi í Kópavogi í gær. Á þessum stað er 50 km hámarks- hraði og er þetta mesti hraði sem lögreglan í Kópavogi hefur séð á þessum stað. Ökumaðurinn á yfir höfði sér sekt og ökuleyfissvipt- ingu. Tekinn á 115 km hraða í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.