Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 23 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR E N N E M M / S ÍA / N M 13 16 8 VIÐ TÓBAKSREYK SEM HLÍFA ÖÐRUM ÞAKKIR TIL ÞEIRRA HÖLDUM HEILSUNNI Á LOFTI NEYTENDUR m.a. í Bretlandi eru nú farnir að bregðast við auglýs- ingum snyrtivörufyrirtækja á hár- sápum sem sagðar eru einkennast af rangfærslum og innantómum lof- orðum. Í Aftenposten er greint frá því að hópur breskra neytenda hafi kært auglýsingu á Pantene Pro-V sjampói þar sem því er m.a. lofað að hárið öðlist nýtt líf með notkun hár- sápunnar, auk þess að amínósýrur endurnýist. Auglýsingin var sögð villandi og eftirlitsstofnun auglýs- inga í Bretlandi (ASA) hefur fallist á það. Á vegum ASA var rannsakað hvort staðhæfingarnar í auglýsing- unni stæðust og niðurstöðurnar voru þær að ef svo hefði verið, hefði það verið vísindalegt afrek. Enginn vísindalegur grundvöllur hefði hins vegar verið fyrir staðhæfingunum í auglýsingunni á umræddri hársápu. Ráðgjafi hjá embætti umboðsmanns neytenda í Noregi telur að margir séu orðnir leiðir á auglýsingum af þessu tagi en nenni ekki að eyða tíma í að kæra. Að sjálfsögðu eigi auglýsendur að segja sannleikann. Kæra rangfærslur í auglýsingum  NEYTENDUR TÆKNIFRAMLEIÐANDINN Sony ætlar að hætta framleiðslu túbu- sjónvarpstækja (CTR) og einbeita sér að þróun flatra sjónvarpstækja með kristalsskjá. Samkvæmt fréttatilkynningu Sony í Dan- mörku í dag kemur fram að kafla í sögu hefðbundinna sjónvarpa sé lokið í Danmörku. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sú að LCD- skjáir eru með hærri upplausn og umtalsvert meiri myndgæði og því ætlar fyrirtækið að einbeita sér enn frekar að framleiðslu þeirra. Á síðasta ári hófst samstarf Sony og Samsung um að framleiða saman LCD-skjái í stærstu verk- smiðju heims af þessari gerð. Er búist er við að í henni verði hægt að framleiða um 600.000 32 tommu kristalsskjái í hverjum mánuði. Verksmiðjur Sony í Evr- ópu, þar sem hefðbundin túbu- sjónvörp eru framleidd, munu hafa hálft ár til að hætta fram- leiðslu sinni. Búist er við að verð flatra sjón- varpa sem byggja á hágæðakrist- alstækni muni lækka umtalsvert í kjölfarið.  TÆKNI | Sony stígur skrefið til fulls Hætta framleiðslu hefðbundinna sjónvarpa Morgunblaðið/Arnaldur LCD-skjáir eru með hærri upplausn og umtalsvert meiri myndgæði en hefðbundnir skjáir og því ætlar fyrirtækið að einbeita sér enn frekar að framleiðslu þeirra. ENN eitt skólaárið er að hefjast með tilheyrandi undirbúningi. Í sumum skólum eru börnin með nesti með sér og þá er mikilvægt að það sé næring- arríkt en líka skemmtilegt að borða. Á heilsuvef MSNBC var nýlega fjallað um hollt og fjölbreytt skóla- nesti. Þar kom m.a. fram að foreldrar gefast oft of auðveldlega upp þegar kemur að því að halda hollum mat að afkvæmunum og halda að börnin vilji hann ekki. Krakkar vilja góða máltíð sem þeir eru fljótir að borða og foreldrar vilja fljótlegt nesti en næringarríkt. Holl- ur matur þarf að vera oft á boð- stólum og aðgengilegur fyrir börnin þannig að þau byrji að borða hann. Öll börn verða að borða á 2-3 tíma fresti ella hefur það áhrif á náms- hæfni þeirra og líðan og venjulegt 10 ára barn þarf 2.000 hitaeiningar á dag. Nesti í þremur litum Mælt er með því sem þumalputta- reglu að nestið sé í þremur litum, þ.e. náttúrulegum litum. Ekki er nóg að það sé hvítt, ljósbrúnt og brúnt, held- ur þarf líka t.d. appelsínugula gulrót. Góð regla er að börnin hjálpi sjálf til við að kaupa inn fyrir nestið og laga það. Og æskilegt er að leyfa þeim að velja úr hollum valkostum: peru eða ferskju, vínber eða rúsínur? Tortillakökur eða pítubrauð með kjúklingi og grænmeti eru góður kostur. Afgangar frá kvöldmatnum deginum áður einnig. Þar að auki eru þurrkaðir ávextir, dverggulrætur, rúsínur og epli góður biti, auk t.d. heilhveitikex án sykurs. Hollan mat í nestisboxið Morgunblaðið/Eyþór Samlokur, pítur og tortillur með girnilegu og hollu áleggi.  HEILSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.