Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BRESKA ríkisstjórnin gerði í gær grein fyrir þeim reglum sem unnið verður eftir þegar leggja skal mat á hvort vísa eigi útlendingi búsettum í Bretlandi úr landi eða meina fólki að- gang að landinu. Fela reglurnar í sér mat á því hvað telst vera „ólíðandi hegðun“, svo notað sé orðbragð Charles Clarke innanríkisráðherra. Sagði Clarke að „innan fárra daga“ yrði gripið til aðgerða gegn einhverj- um einstaklingum á grundvelli regln- anna. Reglurnar eru liður í viðbrögðum stjórnvalda í Bretlandi við hryðju- verkaárásunum í London 7. júlí sl. sem kostuðu 52 lífið. Reglurnar fela í sér að hægt verði að grípa til aðgerða gegn þeim sem æsa til, réttlæta eða vegsama hryðju- verk. Einnig þeim sem reyna að espa menn til hryðjuverka eða glæpa, eða ala á hatri milli ólíkra þjóðfélags- hópa. Sagði Clarke að með því að skilgreina hvers konar brotum verði brugðist við þá væru stjórnvöld að mæta þeirri „raunverulegu og umtalsverðu hættu“ á hryðjuverk- um sem til staðar væri í Bretlandi. Sagði Clarke að reglunum yrði fram- fylgt af hófsemi en á beinskeyttan hátt, meiningin væri hins vegar ekki að hamla eða kæfa málfrelsi í Bretlandi. Gagnagrunni komið upp Um er að ræða bann við því að skrifa, framleiða eða birta ögrandi efni; predika eða flytja á öðrum op- inberum vettvangi efni sem æsir til hryðjuverka; starfrækja vefsíðu í þeim sama tilgangi eða beita áhrifum sínum á annað fólk, séu menn t.d. í stöðu kennara eða forystumanns í til- teknum samfélagshópi. Sagði Clarke að komið yrði upp gagnagrunni um menn, sem gerst hefðu brotlegir við reglurnar, og innflytj- endayfirvöldum veitt- ur aðgangur að hon- um. „Hvorki stjórn- völd né samfélagið í heild sinni mun um- bera einstaklinga sem gera sér far um að valda ótta, vantrausti og sundrungu í því skyni að espa til hryðjuverkastarf- semi,“ sagði Clarke. „Með því að birta þennan lista í dag þá tek ég af allan vafa um að svona hegðun er ólíðandi og verður hún álitin tilefni til að vísa mönnum úr landi eða meina þeim aðgang að Bretlandi.“ Óttast pyntingar á mönnum Bresk stjórnvöld eru sögð vera að leitast eftir loforðum frá löndum í Norður-Afríku og Mið-Austurlönd- um um að þau misþyrmi ekki eða pynti einstaklinga sem vísað er þang- að frá Bretlandi. En gagnrýnendur segja slík loforð einskis virði og segja að sé einhver grunaður um stuðning við hryðjuverkasamtök eigi einfald- lega að rétta yfir þeim hinum sama í Bretlandi. Inayat Bunglawala, talsmaður Múslímaráðsins í Bretlandi, sagði lista stjórnvalda yfir „ólíðandi hegð- un“ of óljósan. „Við höfum sérstak- lega áhyggjur af því að virtum ísl- ömskum fræðimönnum verði mein- aður aðgangur að Bretlandi á grund- velli einskis annars en galdrafárs sem kann að hafa farið fram í fjöl- miðlum og runnið er undan rifjum stuðningsmanna Ísraels.“ Og Manfred Nowak, sérlegur er- indreki Sameinuðu þjóðanna um pyntingar í heiminum, sagði þá fyr- irætlan breskra stjórnvalda að vísa úr landi berorðum íslamistum til landa þar sem mannréttindi eru ein- att brotin skapa „raunverulega hættu“ á því að viðkomandi yrði dæmdur til dauða. Hafa skilgreint hvað telst „ólíðandi hegðun“ Bresk stjórnvöld kynna eftir hvaða reglum verður unnið þegar lagt er mat á hvort vísa skal útlendingi úr landi eða meina fólki aðgang að því Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Charles Clarke DANSKA stjórnin ætlar að kanna hvort hún geti án atbeina Evrópu- sambandsins bannað öll aukaefni í tóbaki. Er þá sérstaklega átt við efni, sem blandað er í tóbakið bein- línis til að gera fólk enn háðara því en ella. Fyrir slíku banni hefur verið meirihluti á danska þinginu í nokk- urn tíma en nú hefur verið sam- þykkt að vinna að þessu. Kom þetta fram á fréttavef Berlingske Tid- ende í gær. Hingað til hefur verið vísað í, að lög um þetta séu á döf- inni innan ESB en þau geta dregist í allt að 10 ár. Þess vegna finnst henni rétt að hefjast handa upp á eigin spýtur og banna aukaefnin, sem eru fjöldamörg. Aukaefni í tóbaki bönnuð? Líma. AFP, AP. | Að minnsta kosti 37 fórust í flugslysi í Perú í fyrrakvöld en 52 lifðu af. Slysið átti sér stað við afar erfið veðurskilyrði og brotlenti flugvél TANS-flugfélagsins, sem var af gerðinni Boeing 737-200, ör- skammt frá flugvellinum í Pucallpa, þar sem hún átti að lenda. Tala látinna var nokkuð á reiki í gær, Associated Press sagði 41 hið minnsta hafa farist en AFP-frétta- stofan talaði um staðfest 37 fórnar- lömb. 92 farþegar voru í vélinni og 8 manna áhöfn, flestir farþeganna voru Perúmenn en í flugvélinni var einnig að finna ellefu Bandaríkja- menn, tvo Ítali, Ástrala, Spánverja og Kólumbíumann. Flugvélin var að koma frá Líma, höfuðborg Perú. Átti hún að lenda í Pucallpa, borg inni í miðju landi, á Amazon-regnskógasvæðinu um 840 km norðaustur af Líma. Var vélin minna en fimm km frá áfangastað sínum þegar hún brotlenti. Mikið óveður, m.a. öflugar vindhviður, eru sagðar skýra slysið en það skall á með miklum ofsa þar sem flugstjór- inn var að undirbúa flugvélina fyrir lendingu. Mun hann hafa sent flug- umferðarstjórn þau skilaboð skömmu áður en vélin fórst að hann gæti ekki lent vélinni við þessar að- stæður. Haft var eftir vitni að flug- vélin hefði komið til jarðar í miklu mýra- og skóglendi nálægt þjóðveg- inum. Þar hefði hún brotnað í tvennt.            !"!      ###$%  &''     (  )*      + , - ./                 52 komust lífs af úr flugslysi í Perú ♦♦♦ Kabúl. AP. | Stjórnvöld í Afganistan lýstu í gær mikilli gremju með „óvanalega væga“ dóma yfir banda- rískum hermönnum, sem sakaðir voru um að kvelja tvo afganska fanga til dauða. Hyggjast þau taka málið formlega upp við Bandaríkja- stjórn. Bandaríkjaher viðurkenndi á sín- um tíma, að Afganarnir, Dilawar, 22 ára leigubílstjóri, og Mullah Habibullah, þrítugur að aldri, hefðu látist er þeir voru í haldi í Bagram-herstöðinni í Afganistan síðla árs 2002. Var þá sagt, að allt að 28 hermenn yrðu ákærðir en þegar málið kom nú fyrir herrétt í Texas, voru aðeins fjórir dæmdir. Var einn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, annar í tveggja, sá þriðji lækkaður í tign, áminntur og sekt- aður og sá fjórði lækkaður í tign og launum. Karim Rahimi, talsmaður Hamid Karzais, forseta Afganistans, sagði í gær, að dómarnir væru mikið áfall enda um alvarleg brot að ræða. Ah- mad Shah Midad, sem sæti á í óháðri mannréttindanefnd í Afgan- istan, tók enn dýpra í árinni: „Dómarnir eru bara brandari. Mennina hefði átt að dæmi í 20 ára fangelsi eða jafnvel til dauða. Þeir drápu menn og áttu að fá sína refs- ingu.“ Hlekkjaðir við loft og barðir Fram kemur í skjölum Banda- ríkjahers, sem mannréttindasam- tökin Human Rights Watch hafa komist yfir, að afgönsku fangarnir tveir hafi verið neyddir til að standa í fæturna dögum saman. Voru þeir hlekkjaðir við loftið í klefanum, annar með hlekkina um sig miðjan en hinn um úlnliði. Var öðrum misþyrmt reglulega í fimm daga og voru þá allir vöðvar í fótleggjum ónýtir eftir barsmíðar. Fram kemur í skýrslu frá hernum, sem dagsett er 6. júlí 2004, að krufning hefði sýnt, að hefði mað- urinn haldið lífi, hefði orðið að taka af honum báða fætur. Blóðtappar í fótum af völdum barsmíða voru banameinið. „Það er ótrúlegt að heyra um þessa dóma yfir hermönnunum,“ sagði Ahmad Nader Nadey, tals- maður hinnar opinberu mannrétt- indanefndar í Afganistan. „Við krefjumst þess, að Bandaríkja- stjófn gefi á þeim sína skýringu.“ Afganar lýsa yfir gremju í garð Bandaríkjamanna Málamyndadómar yfir hermönnum sem kvöldu tvo afganska fanga til dauða KÍNVERJAR og Rússar hafa síð- ustu daga staðið fyrir sameig- inlegum heræfingum. Hófust þær fyrir átta dögum í borginni Vladi- vostok í Rússlandi og lýkur í dag á Shandong-skaga í austurhluta Kína. Á myndinni sést hvar þriðju lotu æfinganna var hrint í fram- kvæmd í gær með lendingu her- sveita á ströndinni og minna aðfar- irnar nokkuð á lendingu herja Breta og Bandaríkjamanna í Normandí 1944 í síðari heimsstyrj- öldinni. Börðust hermenn í þessum ímynduðu átökum í gær um yf- irráð yfir ströndinni og tók bar- daginn um klukkustund, að því er greint var frá í kínverskum fjöl- miðlum. Varnarmálaráðherrar beggja landa – sá rússneski heitir Sergei Ivanov og sá kínverski Cao Gangchuan – fylgdust báðir með æfingunum í gær og lýsti Cao mik- illi ánægju sinni að þeim loknum, sagði þær hafa opnað nýjan kafla í samskiptum Kína og Rússlands.Reuters Heræfing- ar Kínverja og Rússa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.