Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 39 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Kvöldskóli FB Netinnritun á www.fb.is 135 áfangar í boði Innritun í FB Fimmtudagur 25. ágúst frá 17:00 til 19:00 www.fb.is Námskeið vegna leyfis til að gera eignaskipta- yfirlýsingar. Námskeið í gerð eignaskiptayfirlýsinga hefst 12. september 2005. Kennt verður 12. september til 7. október, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17.00-20.00. Próf verður 28. og 29. október. Námskeiðið er haldið samkvæmt lögum um fjöleignarhús og reglugerð um leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar. Þátttöku ber að tilkynna til Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Íslands, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 525 4444, í síðasta lagi föstu- daginn 2. september 2005. Námskeiðsgjald er kr. 70.000 og prófgjald kr. 30.000. Fyrirvari er gerður um næga þátttöku. Prófnefnd eignaskiptayfirlýsinga. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Skólasetning verður föstudaginn 26. ágúst nk. kl. 17:00 í Háteigskirkju. Skólastjóri. Til sölu Tæki og áhöld fyrir stóreldhús/veitingahús Ýmislegt í stóreldhús til sölu. Til dæmis gaseld- avél með ofni, veltipanna, hakkavél, hrærivél, áleggshnífur, diskarekki, loftræstikerfi, diskar og ýmsir smámunir til eldhússtarfa. Einnig á skrifstofuna stórt L-laga skrifborð með skúffum og lausum skápum og hillum. Til gefins kæli- og frystipressa með viftum. Öll tækin verða til sýnis í dag frá kl. 14.00 til 18.00. Upplýsingar í síma 660 2435. Skrifstofuherbergi Til leigu rúmgott og snyrtilegt skrifstofu- herbergi í Ármúla 29. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sameign. Góður staður. Einnig 1—2 herb. á Suðurlandsbraut. Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760. Félagsstarf Fulltrúaráðsfundur sjálfstæðis- félaganna í Hafnarfirði Boðað er til fulltrúaráðsfundar í Sjálfstæðis- húsinu, Strandgötu 29, fimmtudaginn 1. sept- ember nk. kl. 20. Meginefni fundarins er undirbúningur fram- boðs Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnar- kosninga í Hafnarfirði vorið 2006. Dagskrá fundarins er: 1. Ákvörðun um tilhögun vals framboðslista og samþykkt reglna þar um. 2. Kosning kjörnefndar um val framboðslista. 3. Önnur mál. Fulltrúaráðsfólk er hvatt til að mæta vel og til- kynna forföll til formanna sjálfstæðisfélag- anna. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Hafnarfirði. Kennsla Félagslíf Fimmtudagur 25. ágúst Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Predikun: Samúel Ingimarsson. Mikill söngur og vitnisburður. Allir velkomnir. www.samhjalp.is Raðauglýsingar 569 1100 Fréttir í tölvupósti FRÉTTIR HÓPUR sóknarbarna í Garðasókn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem Garðbæingar eru hvattir til að sækja aðalsafnaðarfund Garðasóknar sem haldinn verður 30. ágúst næstkomandi. Í fréttatilkynningunni segir að síðustu mánuði hafi allt safnaðar- starf í Garðasókn litast af hat- römmum deilum á milli einstak- linga sem þjóna kirkjunni í bæjarfélaginu. „Þessar deilur hafa vakið þjóðarathygli og verið til lítils sóma fyrir bæjarfélagið og ímynd þess út á við. Nokkrir menn í sókn- arnefnd Garðasóknar hafa nú feng- ið vilja sínum framgengt með sam- þykki dóms- og kirkjumálaráðherra um að sóknarpresturinn, sem kos- inn var af íbúum Garðabæjar, skuli láta af störfum sem sóknarprestur Garðasóknar. Jafnframt hafa prest- ur, djákni, formaður og varafor- maður Garðasóknar hlotið skriflega áminningu frá biskupi á meðan sóknarprestur hefur enga áminn- ingu fengið. Í okkar huga er afar ámælisvert að ekki hafi verið hald- inn aðalsafnaðarfundur í sókninni í eitt og hálft ár. Aðalsafnaðarfundur er vettvangur okkar sóknarbarna til að koma á framfæri skoðunum okkar á lýðræðislegan hátt. Með þessu háttarlagi sínu er sóknar- nefndin að setja blett á bæjarfélag- ið og þau lýðræðislegu vinnubrögð sem tíðkast hafa í Garðabæ sem hafa einkennst af virku samráði við íbúana eins og íbúaþingið haustið 2002 sýndi glögglega. Nú hefur loksins verið boðað til aðalsafnaðar- fundar nk. þriðjudag, 30. ágúst, kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli. Afar brýnt er að koma á við- unandi starfsskilyrðum í Garðasókn að nýju þar sem forystusveit kirkj- unnar verði skipuð fólki með óflekkað mannorð. Því hvetjum við alla Garðbæinga að láta sig málið varða og nýta sinn lýðræðislega rétt og sækja aðalsafnaðarfundinn.“ Í fréttatilkynningunni segir að hún sé „frá sóknarbörnum Garða- sóknar“. Skora á Garðbæ- inga að mæta á safnaðarfund AÐSTANDENDUR Hafdísar Láru Kjartansdóttur, sem lést úr arf- gengri heilablæðingu, hafa afhent Tilraunastöðinni á Keldum af- rakstur styrktartónleika sem haldnir voru sumardaginn fyrsta í vor. Tónleikarnir voru haldnir í Vetrargarðinum í Smáralind. Bergþór Már Arnarson, sem var unnusti Hafdísar Láru, skipulagði tónleikana ásamt fjölskyldu henn- ar. Það náðist að safna 1.010.707 krónum og rann féð óskert til Til- raunastöðvarinnar á Keldum. Ást- ríður Pálsdóttir veitti styrknum viðtöku, en hún er ásamt starfs- fólki sínu í fararbroddi rannsókna á arfgengri heilablæðingu. Í tilkynningu um styrkveit- inguna öllum þeim sem komu að tónleikunum og söfnuninni á einn eða annan hátt þakkað. Enn- fremur þeim sem styrktu söfn- unina, listafólkinu sem gaf sína vinnu og þeim fyrirtækjum sem styrktu málefnið. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Milljón til rann- sókna á arfgengri heilablæðingu Fremri-Nýpur Áréttað skal að bæjarheitið Fremri-Nýpur er karlkyns og verð- ur í þágufalli Fremra-Nýpi en ekki Fremri-Nípum eins og sagði í bak- síðufrétt blaðsins á þriðjudag. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Fjárréttir Rangar upplýsingar bárust um fjárréttir á eftirtöldum stöðum og verða þær sem hér segir: Fossrétt á Síðu, V–Skaft. verður föstudaginn 9. september, Fossvallarétt við Lækj- arbotna, (Rvík/Kóp.) verður sunnu- daginn 18. september og Nesmels- rétt í Hvítársíðu verður laugardaginn 10. september. Þá hef- ur Illugastaðarétt í Fnjóskadal, S- Þing. verið bætt við listann og fara fjárréttir fram þar sunnudaginn 4. september. LEIÐRÉTT EINS og fram kom í Morgun- blaðinu sl. mánudag hafa vagn- stjórar hjá Strætó bs. ákveðið að sýna starfsbróður sínum, sem lenti í alvarlegu slysi á mótum Kringlumýrarbrautar, Suðurlandsbrautar og Lauga- vegar sl. föstudag, samhug í verki með fjársöfnun, honum og fjölskyldu hans til styrktar. Reikningsnúmerið er 0537- 14-607300. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá vagnstjórunum að undirtektir við söfnuninni hafi verið mjög góðar og margir at- vinnubílstjórar hafi lagt henni lið. Styrkja vagn- stjórann STJÓRN SUF hefur samþykkt eft- irfarandi ályktun: „Samband ungra framsóknar- manna (SUF) hvetur flokksmenn um allt land að leggja áherslu á sem öfl- ugasta aðkomu ungra að framboðum á vegum flokksins í sveitarstjórnar- kosningum á næsta ári. Ungt fólk í Framsóknarflokknum er tilbúið að taka að sér ábyrgðarmikið starf við að byggja upp flokkinn til framtíðar og standa að hugsjónum flokks- manna. Stjórn SUF hvetur því til að fléttulistar verði sem víðast notaðir við val á frambjóðendum þar sem til dæmis ungir frambjóðendur skipi annað hvert sæti.“ SUF hvetur ungt fólk til forystu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.