Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ „The Island, virkilega vel heppnuð pennumynd, skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“  S.U.S XFM „The Island er fyrirtaks afþreying. Ekta popp og kók sumarsmellur. “ -Þ.Þ. Fréttablaðið. l i i . ll . - . . r tt l i . Frábær Bjölluskemmtun fyrir alla. Skelton Key kl. 5.45 - 8 - 10.10 b.i. 16 Herbie Fully Loaded kl. 6 - 8 - 10 The Island kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 16 Dark Water kl. 10 b.i. 16 Madagascar - enskt tal kl. 6 - 8 Batman Begins kl. 6 - 8.30 b.i. 12 HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ KÆMIST AÐ ÞVÍAÐ ÞÚ VÆRIR AFRIT AF EINHVERJUM ÖÐRUM? -S.V. Mbl.  -dv-  S.U.S. XFM flottur tryllir      „SAMKVÆMT rannsóknum höf- undar Tippatals hefur stór hluti karlmanna reynt að sjúga sinn eigin lim og merkilega margir haft ár- angur sem erfiði,“ segir í frétta- tilkynningu frá aðstandendum leik- sýningarinnar Tippatals, sem frumsýnd verður á veitingastaðnum NASA 26. október. Sýningin er með svipuðu sniði og verk á borð við Hellisbúann og Píkusögur, en þau nutu mikillar hylli landans. Í aðal- og eina hlutverkinu er grínistinn góðkunni Auðunn Blöndal, eða Auddi Blö eins og hann er stundum kallaður. Höfundur verksins er Bretinn Richard Herring, þekktur rithöf- undur, grínisti og sjónvarpsmaður. Við vinnslu verksins kom hann meðal annars til Íslands til að skoða reðursafn Sigurðar Hjartarsonar. Sjálfur hefur hann sett upp Tippa- tal, eða Talking Cock, í Edinborg og Lundúnum en unnið er að upp- færslu verksins víða um heim. Leik- stjóri er Sigurður Sigurjónsson og leikskáldið Jón Atli Jónasson sá um að snara verkinu yfir á íslensku. Vel þýtt Audda líst vel á verkefnið. „Já, ég er búinn að lesa handritið og það er mjög skemmtilegt. Afar vel þýtt. Svo er mikill heiður að fá að vinna með Sigga Sigurjóns,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki verði erfitt að fara með texta um þetta feimn- ismál sem æxlunarfæri karlmanns- ins hefur hingað til verið í samfélag- inu segist hann ekki telja að svo verði. „Nei, þetta er nefnilega ekk- ert dónalegt leikrit. Það verður örugglega ekkert aldurstakmark því það er tekið á umfjöllunarefninu á mjög sérstakan og hressan máta. Enginn dónaskapur, þannig séð,“ segir hann. Auddi segir að málefni tippa sé verðugt umræðuefni. „Fólk á eftir að kannast við ýmislegt í þessu verki, bæði karlmenn og kon- ur. Það á erindi við alla, ekki síður konur en karla.“ Þetta er frumraun Audda á leik- sviði en ekki á sviði yfir höfuð. „Maður hefur verið með uppistand þannig að maður er alveg vanur því að standa einn á sviði. Það verður kannski svolítið skrýtið að þurfa að fylgja handriti, en þetta verður nú aðeins laust í reipunum og svigrúm fyrir ákveðinn spuna,“ segir hann. Hann segir að leikritið verði að hluta til gagnvirkt, með samtölum við áhorfendur. Engin hætta á dónaskap Sýningin fer fram á NASA við Austurvöll og Audda líst glimrandi vel á það. „Já, ég held að það geti myndast skemmtileg stemmning þar. Tilvalið fyrir fólk sem er á leið- inni á pöbbarölt.“ Aðspurður telur hann ekki að hætta sé á að áhorfendur fari í mikl- um mæli að „sjúga sinn eigin lim“ eins og stendur í fréttatilkynning- unni. „Ég efast um það. Þetta er ekkert dónalegt og ef menn ætla að fara að reyna það verður það fljót- lega stöðvað.“ Leiklist | Auddi Blöndal leikur í Tippatali sem frumsýnt verður í októberlok á veitingastaðnum NASA Limir í sviðsljósinu Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Auddi verður einn á sviðinu og ekki með Sveppa og Pétur sér til halds og trausts í Tippatali. SÉRSTAKUR mannréttinda- flokkur er einn sjö flokka Alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem hefst í sept- emberlok. Búið er að staðfesta þær sex myndir, sem sýndar verða í flokknum, sem er skipu- lagður í nánu samstarfi við UNI- FEM á Íslandi. Munu samtökin standa fyrir fyrirlestrum og mál- þingum tengdum efni kvik- myndanna. Aðstandendur mynd- anna eru væntanlegir til landsins og munu taka þátt í fyrirhugaðri ráðstefnu, auk þess sem bíógest- um gefst einstakt tækifæri til þess að spyrja leikstjórana spjör- unum úr að sýningum loknum. Áður var búið að tilkynna að Óskarsverðlaunamyndin Born Into Brothels yrði sýnd á hátíð- inni sem og Turtles Can Fly, handhafi Kristalbjarnarins í Berlín 2005 og Gegen Die Wand, sem hreppti Gullbjörninn í Berl- ín 2005. Nú hafa bæst við mynd- irnar Moolaadé, Lost Children og Zero Degrees of Seperation. „Myndirnar eiga það allar sameiginlegt að varpa ljósi á vandamál sem tengjast mann- réttindum víðsvegar um heim. Hvort sem það eru erfiðleikar innflytjenda í ókunnugu landi eða áhrif hnattvæðingar á efna- hag fátækra þjóða, þá vekja myndirnar upp spurningar um ábyrgð og skyldur þeirra sem fylgjast með úr fjarlægð. Slíkar kvikmyndir eru sannkallaður hvalreki fyrir allt hugsandi fólk og þá sem gera sér grein fyrir mikilvægu hlutverki kvikmynd- arinnar í upplýstu samfélagi,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni. Moolaadé er leikin mynd frá Senegal er hreppti Un Certain Regard-verðlaunin á Cannes 2004 og fjallar um umskurð stúlkna í afrísku þorpi. Lost Children er heimild- armynd frá Þýskalandi sem hreppti Panorama-áhorf- endaverðlaunin í Berlín 2005. Myndin fjallar um börn sem er rænt til að stunda hermennsku og segir sögu fjögurra barna sem sleppa frá hernum og hvern- ig þeim tekst að fóta sig í sam- félaginu á ný. Zero Degrees of Seperation er heimildarmynd frá Kanada og verður leikstjórinn Elle Flanders viðstödd hátíðina. Myndin fjallar um tvo ísraelsk-palestínsk sam- kynhneigð pör en þrátt fyrir að elskast eru pörin óvinir í stríði. Hinir flokkar hátíðarinnar eru Vitranir, Fyrir opnu hafi, Sjón- arrönd, Í kastljósinu, Miðnæt- urmyndir og Noregur. Alls verða yfir 50 myndir sýndar á hátíð- inni. Kvikmyndir | Alþjóðleg kvikmynda- hátíð í Reykjavík Verðlauna myndir í mann- réttindaflokki Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram 29. sept- ember til 9. október. Born Into Brothels hreppti Óskarinn fyrir bestu heimildarmyndina 2005 og Sundance-áhorfendaverðlaunin 2004 en hún fjallar um börn vændiskvenna í Kalkútta á Indlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.