Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 45 MENNING FIÐLUSÓNATAN, sú mikilvæga undirgrein klassískra kammerbók- mennta fyrir fiðlu og píanó sem enn er ástunduð af núlifandi tónskáldum (ekki sízt þökk sé ódauðlegum for- dæmum 18. og 19. aldar), var á boð- stólum á vel sóttum tónleikum Auð- ar og Önnu Guðnýjar í höggmyndasafni Sigurjóns Ólafs- sonar á þriðjudagskvöld. Að þessu sinni með tveimur framúrskarandi verkum frá norrænni síðrómantík og rússneskri nýklassík. Hið fyrra, Sónata Edvards Griegs í F-dúr Op. 8 frá 1865, var æskusmíð og átti sammerkt með snjöllum sönglögum Sigfúsar Einarssonar, Draumalandinu og Gígjunni, að vera samið undir rósrauðum innblæstri tilhugalífsins, því norska tónskáldið hafði þá nýkynnzt konu sinni tilkom- andi, Nínu Hagerup. Glaðværðin var eftir því áþreifanleg í ljómandi flutn- ingi þeirrar Auðar og Önnu, sér- staklega í 3. og síðasta þætti, Allegro molto vivace, er sýnir jafn- framt fyrstu merkin um þann hljómaferlislega ferskleika er vakti síðar athygli Debussys. Sérstaða Griegs hvað þjóðlegu grasrótina snertir kom einna gleggst fram í miðþætti (Allegretto quasi Andant- ino) þar sem tæpir aðeins á sláttar- hætti Harðangursfiðlara. Því miður sjaldnar en nútímamanni þætti til- efni til, enda kannski meira feimn- ismál á tilurðartíma að draga ótínda dreifbýlistakta inn í tónstofur góð- borgara en síðar varð. Raunar fannst mér á sinn hátt eima svolítið eftir af þeim fyrndu fordómum í því hvað flytjendur gáfu sér lítinn tíma í þjóðlegheitunum; nánast eins og bæri að hespa þeim af. Og þó að samspilið væri yfirleitt hið bezta, var eins og hálflokaður og stundum jafnvel nefkveðinn fiðlu- tónninn virtist full stressaður á kostnað viðeigandi þokka, eins og m.a. kom fram í nokkrum valdknún- um afturreigingum. Þó hefði e.t.v. borið minna á þeim í stærri sal með meiri enduróm. Það má eiginlega furðulegt heita, en í seinna verkinu virtist hlýna yfir fiðlutóninum þrátt fyrir mun þung- búnara viðfangsefni. Dytti manni helzt í hug að skrifa það á undan- gengna upphitun, því fjórþætt stríðsárasónata Sergeis Prokofjevs í hinni dimmu tóntegund f-moll gefur ekkert sérstakt tilefni til kátínu um- fram heimsástandið almennt og kúg- un Kremlarbóndans sérstaklega, hverjum Prokofjef var álíka tón- listarhirðfífl og Krússéff pólítískt. Engu að síður tókst hér Prokofjef að semja óumdeilanlegt meistaraverk, er gustar engu minna af sköpunar- legum frjóleika en t.d. píanókvintett Sjostakovitsjar frá sama tímabili. Satt að segja rak andagift höfund- ar mann hvað eftir annað í roga- stanz. T.d. sérkennileg sambúð rétt- trúnaðarmunkabassasöngsins í I við mýsuðandi skalavíravirki fiðlunnar (upprifjað í lok IV), og „demónískt“ þjarkaharkið í II, líkt og gjöreyðari væri genginn af göflunum. Eða hinn ljóðrænt hnitandi álfadraumur í III – að ekki sé talað um rytmískt orku- freka 5/8 borðtennisleikinn í Alle- grissimo lokaþættinum. Allt lagðist á eitt um að sveifla hlustandanum upp í sannkallaða rússíbanaferð lits- prunginna tilfinninga. Hér fóru þær Auður á þvílíkum kostum að jafna mætti við æðsta „svindl“ útvalinna tónlistarmanna – nefnilega það að geta dregið fram jafnvel enn meiri skáldskap en fyrir var. Æðsta svindlið TÓNLIST Sigurjónssafn Fiðlusónötur eftir Grieg og Prokofjev. Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó. Þriðjudaginn 23. ágúst kl. 20.30. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Jim Smart Auður Hafsteinsdóttir og Anna Guðný: „Allt lagðist á eitt um að sveifla hlustandanum upp í sannkallaða rússíbanaferð litsprunginna tilfinninga.“ REKTOR Listaháskóla Íslands hefur ráðið í háskólakennarastörf við tónlistardeild Listahá- skólans. Sérskipaðar dómnefndir fjölluðu um hæfi umsækjenda og var ráðning gerð á grundvelli mats þeirra. Ráðnir voru Gunnar Kvaran selló- leikari sem prófessor í kammertónlist og strengjaleik, Kjartan Ólafsson tónskáld sem pró- fessor í tónsmíðum og Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur sem dósent í tónlistarfræðum. Gunnar Kvaran prófessor Gunnar Kvaran hefur haldið einleikstónleika víða erlendis og hérlendis og oft leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur einnig verið virkur í kammertónlist, fyrst í Danmörku og síðar með Tríói Reykjavíkur. Auk þess hefur Gunnar hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Frá 1980 hefur hann kennt sellóleik og kamm- ertónlist við Tónlistarskólann í Reykjavík og við tónlistardeild LHÍ frá stofnun deildarinnar. Gunnar var auk þess deildarstjóri strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík frá 1985–2004 og hefur verið stjórnandi strengjasveitar LHÍ undanfarin þrjú ár. Kjartan Ólafsson prófessor Kjartan Ólafsson lauk doktorsprófi í tónsmíð- um og tónfræðum frá Síbelíusarakademíunni í Helsinki 1995. Áður hafði hann lagt stund á nám í raftónlist í Hollandi við Utrechts Konservatorium og Institute for Sonologi í tvö ár og lokið þaðan prófi 1986. Kjartan lauk prófi í tónsmíðum frá tón- fræðadeild Tónlistarskólans árið 1984. Tónverk Kjartans teljast tæplega hundrað. Verk hans hafa verið flutt á Íslandi, Norðurlönd- um og í Evrópu og á ýmsum tónlistarhátíðum. Frá 1992 hefur Kjartan starfað við tónlistar- kennslu við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Nýja tónlistarskólann, Tónskóla Sigursveins, Tónmenntaskólann og Tónlistarskólann í Reykja- vík, haldið fjölda fyrirlestra við háskólastofnanir erlendis og unnið að ýmsum rannsóknum á sviði tónlistar. Þá hefur hann starfað að ýmsum fé- lagsmálum, m.a. verið formaður Tónskáldafélags Íslands frá 1998, formaður og varaformaður STEFs, setið í stjórn BÍL og margt fleira. Árni Heimir Ingólfsson dósent Árni Heimir Ingólfsson nam tónvísindi við Har- vard-háskóla og lauk þaðan MA–prófi haustið 1999 og doktorsprófi vorið 2003. Áður hafði hann lokið B.Mus.-prófi í píanóleik og tónlistarsögu frá Conservatory of Music við Oberlin College of Music í Bandaríkjunum. Árni Heimir hefur starf- að sem kennari við tónlistardeild LHÍ frá því að hann kom heim frá námi en auk þess var hann stundakennari við Harvard-háskóla 1999-2002. Hann hefur komið fram á fjölmörgum tón- leikum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Doktors- ritgerð Árna fjallar um sögu og þróun íslenska tvísöngsins og kom geisladiskur með völdum tón- dæmum úr ritgerðinni út fyrir síðustu jól. Nám | Listaháskóli Íslands ræður í háskólakennarastöður við tónlistardeildina Tveir prófessorar og dósent Árni Heimir Ingólfsson Kjartan Ólafsson Gunnar Kvaran SÍMON H. Ívars- son gítarleikari og bæjarlistar- maður Mosfells- bæjar árið 2005 verður með tón- leika í Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru opnun dag- skrár menningar- og útivistardaga í Mosfellsbæ 2005 sem verða haldnir undir yfirskrift- inni „Í túninu heima“ 25.–28. ágúst. Auk Símonar koma fram strengjatríó í tveimur konsertum eftir Vivaldi. Greta Salome Stefánsdóttir leikur á fiðlu, Ernir Óskar Pálsson á selló og Þórunn Harðardóttir á lágfiðlu. Á efnisskrá eru verk eftir spænska tónskáldið Fernando Sor, Gunnar Reynir Sveinsson og ítalska barokk- tónskáldið Vivaldi. Aðgangur er ókeypis. Gítartón- leikar í Mosfellsbæ Símon H. Ívarsson Er löggiltur fasteignasali a› selja eignina flína? sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17 Hjá Heimili fasteignasölu starfa fjórir löggiltir fasteignasalar sem hafa áralanga reynslu af fasteigna- vi›skiptum. fia› er flví löggiltur fasteignasali sem heldur utan um allt ferli›, allt frá flví eignin er sko›u› og flar til afsal er undirrita›. Metna›ur okkar á Heimili er a› vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu- brög› sem tryggja flér besta ver›i› og ábyrga fljónustu í samræmi vi› flau lög og reglur sem gilda um fasteignavi›skipti. Finbogi Hilmarsson lögg. Fasteignasali Einar Gu›mundsson lögg. Fasteignasali Anney Bæringsdóttir lögg. Fasteignasali Bogi Pétursson lögg. Fasteignasali Hafdís Björnsdóttir Ritari Ítalía 1. eða 8. september frá kr. 29.990 Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til Rimini 1. og 8. september. Njóttu lífsins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Gisting á hinum vinsælu íbúðahótelum Residence Fellini og Residence Astoria á einstökum kjörum. Upplifðu einstaka ítalska stemningu á Rimini í byrjun september. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu kr. 29.990 í viku Stökktu kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 1. eða 8. september. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Sértilboð á Rimini Stökktu kr. 34.990 í viku Stökktu kr. 44.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 1. eða 8. september. Residence Fellini Verð kr. 32.095 í viku Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2- 11 ára, í íbúð á Residence Fellini í viku, 1. eða 8. september. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 1. eða 8.september. Residence Fellini Verð kr. 43.690 í viku Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó á Residence Fellini í viku, 1. eða 8. september. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.