Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐSTOÐ VIÐ INNFLYTJENDUR Það er áleitin spurning,hvort ekki sé nauðsynlegtað auka margvíslega að- stoð við innflytjendur. Okkur Ís- lendingum finnst við hafa staðið okkur vel í þeim efnum og höf- um vafalaust gert það í stórum dráttum en þegar skyggnzt er undir yfirborðið eru vandamál þessa fólks sennilega meiri en við höfum gert okkur grein fyr- ir. Margt af þessu fólki kemur frá öðrum heimshlutum, þar sem góð enskukunnátta er ekki jafn- mikil og algengt er á Vestur- löndum. Sem dæmi má nefna að hér eru sennilega búsettir um 250 Kínverjar og verða líklega komnir á sjöunda hundrað eftir nokkra mánuði vegna fjölgunar Kínverja, sem vinna munu við Kárahnjúkavirkjun. Fólk af erlendu bergi brotið, sem kemur langt að og kann lítið í ensku á mjög erfitt með að bjarga sér hér. Eftirspurn eftir þjónustu túlks af kínversku er svo mikil, að það getur tekið nokkrar vikur að fá slíka þjón- ustu. Alþjóðahúsið er mikilvæg þjónustumiðstöð fyrir fólk, sem þarf á leiðbeiningum að halda til þess að komast leiðar sinnar í gegnum opinbera kerfið hér en það gæti ekki annað öllu, sem að því snýr nema með fjölgun starfsmanna. Í lífi þessa fólks, sem hingað hefur flutt skiptast á skin og skúrir eins og hjá öðru fólki og þær stundir geta komið að inn- flytjendum finnst þeir standa hér einir og yfirgefnir, hjálp- arlausir og jafnvel hræddir og vita ekkert hvernig þeir eiga að taka á aðsteðjandi vandamálum, sem snúa að heimilishaldi, hjú- skap og börnum eins og hjá öllu öðru fólki. Þótt margt hafi verið vel gert höfum við ekki gert nóg. Það er tímabært að stjórnvöld kafi dýpra í málefni þessa fólks en gert hefur verið og geri ráðstaf- anir til að auka þjónustu við inn- flytjendur til þess að auðvelda þeim aðlögun að nýjum aðstæð- um, sem oft geta verið ótrúlega erfiðar. Lykilatriði er að gagn- kvæmur skilningur sé til staðar og í því skyni er virk og að- gengileg túlkaþjónusta einna mikilvægust. HETJUDÁÐIR SKOTVEIÐIMANNA Í Morgunblaðinu í fyrradagvar skýrt frá því afreki tveggja skotveiðimanna sl. sunnudag að skjóta á friðlýstu svæði átta tamda æðarunga sem börn höfðu verið að ala upp. Guðmundur Wium Stefánsson, bóndi á Fremra-Nýpi í Vopna- firði, sagði í samtali við Morg- unblaðið: „Þetta er algerlega glórulaust. Barnabörnin mín sem hafa verið að dunda sér við að gefa ung- unum hérna heima horfðu á þessar aðfarir.“ Skýring annars skotveiði- mannsins var sú að þeir hefðu haldið að um endur væri að ræða en þá kemur í ljós að ekki má skjóta endur fyrr en frá og með 1. september nk. Þetta er auðvitað glórulaust eins og bóndinn á Fremra-Nýpi segir. Skotveiðimönnum er gjarnt að flagga hetjudáðum sínum eins og m.a. má sjá á myndum hér í Morgunblaðinu. Hvers konar af- rek er það að skjóta og drepa varnarlaus dýr eins og hreindýr á Austfjörðum eða dádýr í Skot- landi? Er ekki kominn tími til að dýraverndarsamtök láti meira að sér kveða hér? Skotveiðimennirnir sem voru á ferð í Vopnafirði ættu að biðjast opinberlega afsökunar á gerðum sínum. SKIPULAG MIKLATÚNS Það er ástæða til að fagna því aðeinn af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur lagt fram tillögu að skipulagi Miklatúns. Tillögur borgarfulltrúans byggjast á hug- myndum Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts sem er einn af fremstu hönnuðum og hugmynda- smiðum okkar á þessu sviði. Reynir Vilhjálmsson gerði til- lögur að skipulagi Miklatúns fyrir fjórum áratugum en þeim hug- myndum hefur aldrei verið komið í framkvæmd nema að takmörkuðu leyti. Nú er kominn tími til að þar verði breyting á. Miklatún er eitt af stærri grænum svæðum í full- byggðum borgarhverfum. Það býður upp á mikla möguleika, sem samverustaður ungra sem ald- inna. Borgarfulltrúinn á þakkir skild- ar fyrir þetta framtak og vonandi tekst honum að vinna tillögu sinni meirihlutafylgi á vettvangi borg- arstjórnar. Síðustu mánuði og mhafa reglulega boir af stórfyrirtækjhafa borgað einst starfsmönnum sínum óskil fjárhæðir fyrir að hætta að vinnuna sína. Þetta eru jaf ar sem verið hafa í stjórnen störfum og í einu tilfellinu fyrirtæki, raunar að mestu ríkisins, með ekki færri en stjóra á launum þó einungi væri starfandi. Þessar fréttir hafa gert verkum að orðið starfsloka ingur hefur e.t.v. öðlast ný ingu í hugum margra, sem in fallhlíf fyrir fallandi fors ofurlaunum. Þetta virðist a Um st Steinunn Valdís Óskars fjallar um starfslokasa LAUSNIR eignarréttarins á sviði umhverf- ismála og við að varðveita og vernda nátt- úruleg gæði var meðal þess sem rætt var á fjögurra daga ráðstefnu Mont Pelerin-sam- takanna, að sögn Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar, skipuleggjanda ráðstefnunnar, sem hófst á sunnudag. Hannes segir ráðstefn- una hafa heppnast mjög vel og verið góða landkynningu fyrir Ísland. M.a. hafi gestirnir haft á orði hve mikið hafi breyst hér á landi og sérstaklega hafi verið tekið eftir hve fiskveiði- stjórnunarkerfi okkar sé gott. Um 300 fræðimenn í hagfræði, lögfræði, heimspeki og fleiri greinum sóttu ráðstefn- una en auk fræðimanna héldu innlendir og er- lendir stjórnmálamenn erindi á ráðstefnunni, þar á meðal Mart Laar, fyrrverandi forsætis- ráðherra Eistlands og Vaclav Klaus, fyrrum forsætisráðherra Tékklands, auk þeirra Dav- íðs Oddssonar og Geirs H. Haarde. Margir þeirra fræðimanna sem sóttu ráð- stefnuna eru vel þekktir. Meðal þeirra eru Arnold Harberger, sem er prófessor við UCLA-háskólann í Bandaríkjunum og Ha- rold Demsetz, sem hefur skrifað mikið um eignarrétt. Ýmsir Íslendingar tóku til máls á í smár keppni nauðsy V Mon árið 19 ráðstefnunni, þar á meðal Þráinn Eggertsson og Ragnar Árnason auk Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar, sem hélt erindi um Halldór Laxness. Þá ræddi Kári Stefánsson um erfðafræðirannsóknir á Íslandi. Ýmis viðfangsefni voru tekin fyrir á ein- stökum málstofum og má þar nefna frjálsræði Ráðstefnu Mont Pelerin-samtakann Lausnir eign sviði umhve Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Alls sóttu um 300 fræðimenn ráðstefnu Mont Perelin-sa DAVID D. Friedman e gesta á Mont Pelerin-ráðs Það er óhætt að segja að h komið víða við um ævina, e man er doktor í eðlisfræð fessor í lögfræði auk þess vísindaskáldsagnahöfundu fyrrverandi hagfræðiprófe Friedman, sem er so kunna hagfræðings Milton mans, hélt erindi á ráðstefn hvort stjórnvöld séu nau Friedman hefur skrifað tal svokallaðan anarkó-kapíta þegar hann er beðinn um skýra hvað í þeirri stefnu f hann að hún gangi í stuttu að ríkisvald sé ekki lengur heldur séu frjáls viðskipti arréttur það afl sem haldi s inu gangandi. Friedman segir að menn af af ákveðnum lausnum u ig sé hægt að samhæfa sam knýja þau áfram. Í dag ábyrgð í höndum stjórnva sé vissulega ákveðin lausn, sé hvorki spennandi né góð Samkvæmt anarkó-ka eigi hins vegar að sleppa r inu og leggja áherslu á e og viðskipti en í vinstri an sé hins vegar hvorki gert D Eigna HAROLD Demsetz er heiðurspró- fessor í hagfræði við UCLA og einn af þekktari hagfræðingum Banda- ríkjanna. Hann hefur skrifað mikið um eignarrétt og áhrif eignarrétts á hegðun manna og í erindi sínu á mánudaginn fjallaði hann um þró- un á kenningunni um eignarrétt. Demsetz hefur sótt margar ráð- stefnur Mont Perelin-samtakanna gegnum árin og því lá beint við að spyrja hann hve áhrifamikil sam- tökin hafi verið. „Það er erfitt að segja,“ segir hann og bendir á að samtökin hafi á sínum tíma verið mikilvægur vettvangur fyrir þá sem aðhylltust frjálshyggju, sér- staklega á þeim tímum þegar slíkar skoðanir hafi ekki átt upp á pall- borðið. „Frjálshyggjumenn voru ein- angraðir hver frá öðrum og hrædd- ir um að láta á sér bera,“ rifjar Demsetz upp. Hann segir hugmyndir frjáls- hyggju og markaðslausna hins veg- ar hafa orðið vinsælli í seinni tíð og hlutverk samtakanna því breyst að einhverju leyti. „Rökin fyrir áframhaldandi starfsemi samtakanna eru því ekki eingöngu að veita vettvang fyrir umræðu um frjálshyggju, heldur að veita þeim sem aðhyllast frjáls- hyggju tækifæri til að hittast og tala um vandamál samtímans, hvort sem það er alþjóðahagkerfið eða umhverfismál eða hvað annað og fá okkur til að hugsa um þessi mál.“ Ekki mikið í fjölmiðlum Hvað áhrif samtakanna varðar segir Demsetz að þeirri stefnu hafi verið fylgt að opna samtökin ekki mikið fyrir fjölmiðlum og því sé hægt að einbeita sér að málefna- umræðu í staðinn. Hann segir að hvor leiðin um sig hafi kosti og galla en sú leið sem farin er núna, þ.e. að láta lítið á sér bera í fjöl- miðlum, hafi þó þann kost að menn geti tjáð sig óhikað og þannig ein- beitt sér að fræðilegri umræðu. „Samtökin hafa svo sannarlega verið áhrifamikil í heimi hug- myndanna,“ segir Demsetz. Þau hafi hins vegar ekki skipt jafnmiklu máli í alþjóðlegum skilningi, að minnsta kosti ekki jafnmiklu máli og sumir meðlimir samtak- anna haldi stundum fram. Upplýsingaflæðið skipti sköpum Demsetz segir að vitneskja fólks um allan heim um að markaðshag- kerfi veiti betri lífskjör en komm- únismi sé það sem mestu máli skipti. Þetta hafi fyrst og fremst orðið fyrir tilstilli aukins upplýs- ingaflæðis í heiminum, þannig að upplýsingar um hag og kjör fólks annars staðar í heiminum hafi náð að smjúga í gegnum járntjaldið og jafnvel alla leiðina til Kína. Þetta sé í raun það sem mestu máli hafi skipt, en Mont Pelerin-samtökin kunni að hafa lagt eitthvað að mörkum til þessarar þróunar. Uppruni eignarréttarkerfisins Eins og áður sagði hefur Dem- setz ritað mikið um eignarrétt og aðspurður segir hann sitt stærsta framlag vera skrif og rannsóknir á því hvernig eignarréttarkerfið kom til upphaflega. Hann tekur þó fram að erfitt sé að hæla sjálfum sér með þessum hætti. „En flestir horfðu eingöngu í það hver ætti þetta og hvað gerðist ef þessi ætti hitt. Ég ákvað að kanna uppruna kerfisins,“ segir Demsetz. Hann hefur einnig skrifað mikið um fákeppni og lög um auðhringi í Bandaríkjunum og segir hann skrif sín og annarra sem tóku einnig þátt hafa haft áhrif á stefnu sam- keppnisyfirvalda í Bandaríkjunum. „Þetta breytti stefnunni nokkuð,“ segir Demsetz og bætir því við að lokum að Íslandsdvölin hafi verið sér einkar ánægjuleg. Harold Demsetz, prófessor í hagfræði „Samtökin áhrifa- mikil í heimi hugmyndanna“ Harold Demsetz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.