Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsóttur verður þjóðgarðurinn á Snæfellsnesi. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar mun taka á móti hópnum á Hellnum. Þar verður grillað, farið í leiki, sungið og margt fleira skemmtilegt gert. Lagt verður af stað í ferðina frá Valhöll Háaleitisbraut 1, kl. 9.00 og komið til baka um kvöldmatarleyti. Miðaverð er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Innifalið í verði er rútuferðin og grillmatur. Vinsamlega skráið ykkur í ferðina á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 515 1700 fyrir kl. 16.00 föstudaginn 26. ágúst. Allir velkomnir! Stjórnir sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Sumarferð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 27. ágúst Sumarferð ÉG var sjálf í Listdansskóla Íslands og hef því sterkar taugar til skólans. Mér finnst afar sorglegt ef sú verður raunin að leggja List- dansskólann niður,“ seg- ir Brynja Scheving ballettkenn- ari um áform menntamálaráðuneytisins, en hún rekur Ballettskóla Eddu Scheving, einn þeirra sex einkaskóla á höfuðborg- arsvæðinu sem bjóða upp á listdansnám. Aðrir einkaskólar eru Ballettskóli Guðbjargar Björgvins, Ballettskóli Sig- ríðar Ármann, Klassíski list- dansskólinn, Dansskóli Guð- bjargar Arnarsdóttur í Hafnarfirði og Jazzball- ettskóli Báru, sem er með nám í klassískum dansi fyrir nemendur sína á síðasta ári. Í hverjum þessara skóla fyr- ir sig eru frá 150 til 400 nemendur. Brynja segir að enginn einkaskóli geti tekið við nemendum Listdansskólans, og allra síst þeim sem eru lengra komnir og stunda kannski dansnám sitt 4–5 sinnum í viku. Einkaskól- arnir geti þá ekki gert þetta nema með því að hækka skólagjöldin, sem margir foreldrar myndu ekki hafa tök á að greiða. „Ég er hrædd um að við sem rekum einkaskólana þyrftum að fara að huga að nýju og stærra húsnæði. Að auki er fullsetið í alla tíma hjá okkur flestum,“ segir Brynja og telur að ríkið eigi frekar en sveitarfélög að standa á bak við einn styrkt- an skóla. Listdansinn sé mjög sérhæfður og ekki sé hægt að líkja honum við tón- listarnám. Þar séu nemendur kannski í einum einkatíma og einum hóptíma í viku, með tilheyrandi heimanámi, en ballett sé hvergi hægt að æfa eða læra nema innan skólaveggja og undir leið- sögn kennara. „Listdansskól- inn á að vera til staðar og það er hneisa ef þetta verð- ur niðurstaðan, sem vonandi verður ekki,“ segir Brynja Scheving. LISTDANSSKÓLI Íslands er nú að hefja sitt 53. starfsár en jafnframt sitt síðasta í núverandi mynd. Sú ákvörðun hefur verið tekin í menntamálaráðu- neytinu að færa starfsemi skólans inn í framhalds- skólana, á svipaðan hátt og gert hefur verið með annað listnám. Ákvörðunin var kynnt stjórn- endum skólans fyrr í sumar og greint frá henni á fundi með starfsmönnum í síðustu viku. Listdansskólinn er eini sér- skólinn á listasviði sem ríkið starfrækir í dag. Við skólann starfa um 20 manns og á haust- önn innrituðust alls 208 nem- endur, þar af 58 á framhalds- skólastigi en hinir eru í svonefndri grunnskóladeild. Starfsemin fer fram óhindruð í húsnæðinu við Engjateig í vetur en í vor má segja að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Ekki dregið úr stuðningi ríkisins við listdans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra segir við Morgunblaðið að hér sé einfald- lega verið að fylgja þeirri stefnu, sem mótuð hafi verið á undanförnum árum, að ríkið sé ekki að reka skóla í listnámi. Breytingarnar á Listdansskólanum séu í fullu samræmi við aðrar sambærilegar breyt- ingar, t.d. varðandi tónlistarnám. Ríkið sé ekki að draga úr stuðningi við listdans heldur færa fyrir- komulagið í svipað horf og í öðru listnámi. Þorgerður segir að ríkið muni sjá til þess að í gegnum framhaldsskólana standi nemendum til boða nám í listdansi. Í því skyni hafi verið rætt við Menntaskólann við Hamrahlíð, sem hefur verið með listdanskennslu í boði, og möguleiki sé á að fá fleiri framhaldsskóla til samstarfs. „Það kemur tvennt til. Framhaldsskólarnir geta sjálfir séð um kennsluna eða samið við starfandi einkaskóla um einstaka þætti kennslunnar,“ segir Þorgerður. Listdansskóli Íslands hefur árlega fengið tæpar 60 milljónir króna af fjárlögum rík- isins. Hvort sú upphæð haldist óbreytt í nýju fyr- irkomulagi segist ráðherra ekki geta fullyrt neitt um. Ríkið muni aðeins greiða fyrir þær kennsluein- ingar sem verði þreyttar. Þorgerður bendir á að Listdansskólinn hafi glímt við fjárhagsvanda, líkt og margar aðrar ríkisstofnanir, og fari nú um 20 milljónir fram úr fjárlögum. Sú staðreynd hafi þó ekki haft nein áhrif á ákvörðun ráðuneytisins. Fyrst og fremst sé um skipulagsatriði að ræða, að sam- ræma námið við aðrar listgreinar. Námsskrá búin til Varðandi listdans á grunnskólastigi segir ráð- herra að sveitarfélögin komi væntanlega þar til sög- unnar, líkt og gert hafi verið með tónlistarnám og aðrar listgreinar. Einnig séu nokkrir einkaskólar starfandi á höfuðborgarsvæðinu sem hægt verði að leita til. Menntamálaráðherra leggur áherslu á að ekki standi til að draga úr gæðum náms í listdansi. Þar sem námsskrá í listdansi sé ekki til hafi hún skipað sérstakan starfshóp til að semja slíka námsskrá og stefnt sé að því að ljúka þeirri vinnu í desember næstkomandi. „Um leið og við breytum fyrirkomu- lagi á kennslunni ætlum við að halda vel utan um faglega þáttinn í listdansinum og gefum ekkert eftir hvað kröfur varðar,“ segir Þorgerður Katrín. Vonandi til góðs Örn Guðmundsson, skólastjóri Listdansskóla Ís- lands, segir við Morgunblaðið að í raun sé lítið að gera við þessari ákvörðun ráðuneytisins, hún sé lið- ur í breyttri stefnu ríkisins í rekstri sinna sérskóla. Listdansskólinn sé nú síðasti sérskólinn á vegum ríkisins. „Manni bregður alltaf við svona breytingar en vonandi verða þær til góðs. Eins og með aðrar stofnanir sem lagðar eru niður þá þarf að segja fólki upp. Síðan verður það að ráðast hvort nýr rekstr- araðili ráði fólkið aftur,“ segir Örn en vonar að breytingin takist jafn vel og þegar Tækniháskóli Ís- lands rann saman við Háskólann í Reykjavík. Þá hafi allir starfsmenn Tækniháskólans haldið sinni vinnu. Listdansskóli Íslands hóf sitt 53. starfsár í vikunni en líklega sitt síðasta í núverandi mynd Skólinn lagður niður og ball- ettnám til framhaldsskólanna Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir SAGA Listdansskóla Íslands hefst árið 1952 þegar List- dansskóli Þjóðleikhússins er settur á laggirnar. Skólinn hafði átt sér nokk- urn aðdraganda því árið 1948 fékk nýstofnað Félag íslenskra listdansara inngöngu í Banda- lag íslenskra listamanna. Stofnendur þess félags voru Ásta Norðmann, Rigmor Han- sen, Ellý Þorláksson, Sigríður Ármann og Sif Þórz. Unnu þær að því hörðum höndum að innan Þjóð- leikhússins yrði starfræktur listdansskóli. Fyrsti ballettmeistari skólans var Daninn Erik Bidsted og starfaði hann ásamt eiginkonu sinni, Lisu Kæregaard, sem kenndi líka listdans, til árs- ins 1960. Meðal nemenda á þessum árum voru Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi San Fran- cisco-ballettsins, Hlíf Svavarsdóttir, dansskáld og skólastjóri listdansskólans í Arnheim, Ingibjörg Björnsdóttir, dansskáld og fv. skólastjóri List- dansskólans og Nanna Ólafsdóttir, dansskáld og fv. listdansstjóri Íslenska dansflokksins. Ingibjörg skólastjóri í 20 ár Eftir stofnun Íslenska dansflokksins árið 1973 tók ballettmeistari Þjóðleikhússins, þá kallaður listdansstjóri, að auki við stjórn flokksins. Árið 1977 var embætti skólastjóra fyrst stofnað. Ingi- björg Björnsdóttir var ráðin og gegndi starfinu næstu 20 árin. Á starfstíma Ingibjargar urðu þau tímamót árið 1990 að skólinn flutti úr Þjóðleikhús- inu í núverandi húsnæði, ásamt Íslenska dans- flokknum. Um leið breyttist nafn skólans í List- dansskóla Íslands. Skólinn og dansflokkurinn störfuðu áfram sem ein rekstrareining með að- skilda fagstjórnun allt til ársins 1996, þegar þeir voru gerðir að sjálfstæðum stofnunum. Við starfi Ingibjargar árið 1997 tók Örn Guðmundsson, nú- verandi skólastjóri. Heimild: Lesbók Mbl. 17. maí 2003. Skólinn varð til innan Þjóðleikhússins árið 1952 Helgi Tómasson SONY ætlar að hætta framleiðslu túbusjónvarpa og einbeita sér að þró- un flatra sjónvarpa með kristalsskjá. Í fréttatilkynningu sem SONY í Dan- mörku sendi frá sér í gær kemur fram að kafla í sögu hefð- bundinna sjónvarpa sé lokið í Dan- mörku. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sú að LCD-skjáir eru með hærri upplausn og umtalsvert meiri myndgæði og því ætli fyrirtækið að einbeita sér enn frekar að framleiðslu þeirra. Að sögn Kristins Thedórssonar, starfsmanns verslunarinnar Sony Center í Kringlunni, á sér ekki lengur stað nein þróun í gerð túbu- sjónvarpa. Nú verði öll orka sett í að framleiða LCD-skjái (Liquid crystal displays) og svokallaða OLED-skjái (organic light-emitting diode). Hann á von á því að LCD- skjáir verði ríkjandi á næstunni en þeir ásamt plasma-skjám eru í dag orðnir ódýrari heldur en dýrustu túbusjónvörpin voru fyrir tveimur til þremur árum. Algengt verð á slíkum tækjum er á milli 100 og 200 þúsund kr. en það fer eftir stærð og hvort um merkjavöru er að ræða. Getur verðið því farið vel yfir þessa upphæð. Hann bendir á að Sharp raftækjaframleiðandinn hafi gefið út tilkynningu um að þeir væru hættir að framleiða túbutæki fyrir um hálfu ári síðan. Því mætti búast við því að aðrir framleiðendur fylgi í kjölfarið á næstu mánuðum. Aðspurður segir hann sölu á túbutækjum hafa fallið í ár. Ástæð- una sé m.a. að finna í því að LCD- skjáir séu nettari heldur en túbu- sjónvörp og taki þ.a.l. minna pláss á heimilum fólks. Á síðasta ári hófst samstarf Sony og Samsung að framleiða saman LCD-skjái í stærstu verksmiðju heims af þessari gerð. Er búist við að í henni verði hægt að framleiða um 600.000 32 tommu kristalsskjái í hverjum mánuði. Verksmiðjur Sony, þar sem hefðbundin túbu- sjónvörp eru framleidd í Evrópu, munu hafa hálft ár til að hætta framleiðslu sinni. Tími túbusjónvarpa liðinn? Reuters „Afar sorglegt ef þetta verður raunin“ Brynja Scheving Morgunblaðið/Kristinn Frá nemendasýningu Listdansskóla Íslands, sem nú er að hefja sitt síðasta starfsár í núverandi mynd. Haustið 2006 mun listdansnám fara til framhaldsskóla og jafnvel grunnskóla og einkaskóla í listdansi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.