Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES Höfuðborgin | Nýr og endurbætt- ur Ráðgjafi hefur verið tekinn í notkun á vefsíðu Strætó bs. Ráð- gjafinn er hjálparforrit sem veitir nákvæmar upplýsingar um áfanga- staði og ferðir strætó með það að markmiði veita aukna þjónustu og að koma notendum milli staða á höfuðborgarsvæðinu á sem hag- kvæmastan hátt. Ráðgjafinn blasir við notendum þegar slóðin að vefsíðu Strætó bs. (www.bus.is eða www.strætó.is) hefur verið slegin inn. Notandinn skráir inn brottfarar- og áfanga- stað í viðeigandi reiti, nákvæm heimilisföng eða brottfarar- og áfangastaði úr vallista. Þá er sleg- inn inn ákjósanlegur komutími á áfangastað og hvaða dag vikunnar á að ferðast. Þegar smellt er á hnappinn „Finna leiðir“ birtist leitarniðurstaða með allt að fjórum tillögum að ferðatilhögun. Besti kosturinn er efst. Með hverri til- lögu eru síðan krækjur þar sem skoða má kort og sjá strætóleið- irnar nánar. Hver tillaga felur í sér heildar- ferðatíma, þ.e. gönguvegalengd og göngutíma að næstu biðstöð, núm- er leiðar og komutíma, ferðatíma á áfangastað eða skiptistöð, biðtíma á skiptistöð og ferðatíma með næstu leið og loks gönguvegalengd og göngutíma að áfangastað. Hafa verður í huga að göngutími er að- eins til viðmiðunar en fjarlægðir eru miðaðar við loftlínu með nálg- un upp á 10 metra og aðstæður geta verið mismunandi. Vænta má smávægilegra breytinga og fín- stillinga á Ráðgjafanum á grund- velli reynslu. Strætó bs. hvetur viðskiptavini sína til að nota Ráðgjafann svo nýja leiðakerfið nýtist þeim sem best. Hjálparforrit tekið í notkun á vefsvæði Strætó bs. Ráðgjafinn leitar að hagkvæmustu leiðinni Reykjanesbær | Hópur fólks í Reykjanesbæ hefur nú stofnað Samtök gegn ofbeldi í Reykja- nesbæ (SGOR), en hlutverk samtakanna er að vekja athygli á ofbeldi í Reykjanesbæ og fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það beitir of- beldi. Að sögn Önnu Albertsdóttur, starfs- manns félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima og stofnanda samtakanna, berjast samtökin gegn ofbeldi í allri sinni mynd hvort sem um er að ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt of- beldi. „Samtökin munu vekja athygli á ofbeldi í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir þessum veruleika,“ segir Anna. Samtökin munu m.a. starfa með ýmiss konar uppákomum og fyrirlestrum sem ætlað er að opna um- ræðuna um ofbeldi. Anna hefur þegar fengið Svövu Björnsdóttur frá samtökunum Blátt áfram til að halda fyrirlestur bráðlega. „Við höfum líka greiðan aðgang að aðstöðu til tón- leikahalds og fyrirlestra, m.a. í 88 húsinu og Svarta pakkhúsinu,“ segir Anna en hún segir tónleika prýðilega leið til að vekja athygli á málefninu. „Við viljum opna umræðuna um of- beldi, allar útgáfur þess, gera grein fyrir afleið- ingum, opna fólk gagnvart málefninu og ná fram jákvæðu hugarfari í garð fórnarlamba.“ Svartir sauðir smita út frá sér Samtökin munu vekja sérstaka athygli á starfi sínu á Ljósanótt, en þá munu félagar í þeim selja barmmerki til styrktar samtökunum og afhenda fólki pésa með upplýsingum um þau. Hingað til hafa samtökin verið á undirbún- ingsstigi en aðalstofnfundur þeirra verður haldinn í lok september. „Ég veit ekki hvað veldur þessu ofbeldi,“ segir Anna. „Kannski myndast meiri spenna í svona smáu samfélagi. Ef eitthvað gerist þá eru allir svo fljótir að bregðast við. Ef fólk stendur í einhverju rifrildi eru menn fljótari til varnar hver öðrum. Annars veit ég ekki hvernig er hægt að skýra þetta. Það er heldur ekki aðal- atriðið, þetta gerist eflaust á miklu fleiri stöð- um og það eru örfáir sem eru svörtu sauðirnir í hópnum, en þeir smita út frá sér. Aðalatriðið er að hvetja fólk til að hugsa sig tvisvar um og leysa ágreining sinn með betri leiðum.“ Anna segir mikilvægt að byrja á því að fræða unglingana, því forvarnir virki best ef snemma er tekið á fólki. Enda verði ofbeldisfullir ung- lingar að ofbeldisfullu fullorðnu fólki og mun auðveldara sé að koma í veg fyrir þessa þróun snemma en að kenna gömlum hundum að sitja. Þá segir hún mikilvægt að fá íþróttalið bæj- arins, nemendaráð skólanna, eigendur skemmtistaða og fjölmiðla með í starfið, eigi ár- angur að nást. „Þetta er málefni sem ekki er hægt að vera á móti, það vita allir að það er þörf á þessu,“ segir Anna, sem kveðst afar ánægð með undirtektirnar. Samtök gegn ofbeldi í Reykjanesbæ stofnuð Fólk hugsi sig tvisvar um Morgunblaðið/Svavar Gegn ofbeldi Anna Albertsdóttir fer fyrir hópi fólks sem berst gegn hvers kyns ofbeldi. Hafnarfjörður | Vegfarendur sem eiga leið um athafnasvæði við höfn- ina í Hafnarfirði, þar sem gamla bæjarútgerðin áður stóð, reka marg- ir augun í undarlegan klett sem stendur dálítið eins og óboðinn gest- ur innan um rymjandi gröfur, lyft- ara og jarðýtur. Kletturinn, sem nefnist Fiskaklettur, er alls ekki óþekktur meðal Hafnfirðinga, en hann skipar mikilvægan sess í sögu bæjarins frá upphafi byggðar. Fiskaklettur er í raun ysti oddi hraunsins í Hafnarfirði og lá hann dálítið út í sjó. Nú stendur hann í miðju landfyllingar sem bygging- arnar á höfninni voru reistar á. „Fiskaklettur var lengi eins konar útvörður Hafnarfjarðar, á meðan bærinn var lítill kaupmannsbær,“ segir Jónatan Garðarsson, dag- skrárgerðarmaður og ferðamálaráð- gjafi hjá Hafnarfjarðarbæ. „Það var mjög aðdjúpt við klettinn og fiski- göngur áttu það til að lóna við hann og því var hann kjörinn veiðistaður. Þaðan er nafnið dregið.“ Gamalt og merkilegt kennileiti Fiskaklettur er merktur inn í upp- drátt sem gerður var eftir mæling- um sjóliðsforingjans H.E. Minor frá árunum 1776–78. Á uppdrættinum eru merkt inn þau fáu hús sem stóðu við Hafnarfjörð ásamt þeim kenni- leitum sem markverðust þóttu. Fiskaklettur er þar sýndur rétt vestan við verslunarhúsin í Akur- gerði. Þegar stjórnvöld ákváðu að reisa tvo vita í Hafnarfirði árið 1900 var annar þeirra byggður hátt uppi á hraunbrúninni, þar sem Vitastígur er nú, en hinn vitinn settur niður vestur með sjó. Fyrstu árin voru vit- arnir reknir á kostnað landstjórn- arinnar, en eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi, 1. júní 1908, óskaði Stjórnarráð Íslands eft- ir því að bærinn tæki við rekstri vit- anna. 1. janúar 1911 tók bærinn al- farið við rekstri vitanna. Árið 1913 var fyrsta hafskipa- bryggja landsins tekin í notkun í Hafnarfirði, rétt innan við Fiska- klett við Hellyershúsin, en þar höfðu mikil bólvirki verið hlaðin upp og steypt á klettabrúninni. Þá var Frí- kirkjan risin og skyggði hún á ljós- geisla vitans á hraunbrúninni. Þess vegna var ákveðið að stækka hann og færa hinn vitann innar í fjörðinn. Var vitinn endurreistur á Fiska- kletti, en þar stóð hann til ársins 1931 þegar hann var rifinn. Verndaður „óvart“ Um 1960 var hafnarbakkinn í norðurhöfninni gerður og stálþil rekið niður á rúmlega 170 metra kafla. Á næstu árum var haldið áfram með landfyllingar í áttina að Norðurgarði. Á þessum árum komst efsti hluti Fiskakletts á þurrt land. Þrátt fyrir margs konar fram- kvæmdir, byggingu stórra vöru- skemma og að gömlu fiskverkunar- húsin væru rifin í áföngum var Fiskakletti jafnan hlíft, enda talinn náttúrlegur minnisvarði sem bæri að vernda. „Það má segja að Fiskaklettur hafi verið friðaður óvart,“ segir Jón- atan og bætir við að menn hafi ætíð sýnt klettinum mikla nærgætni enda mikil virðing borin fyrir honum. „Þegar menn hafa verið að vinna hér í einhverjum framkvæmdum hafa þeir alltaf gætt mjög vel að því að raska ekki klettinum. Þeir hafa meira að segja raðað gámum í kring- um klettinn til að vernda hann þegar mikið er um að vera. En hann virðist alltaf hafa verið verndaður hér fyrir einhverja meðvitund Hafnfirðinga sjálfra frekar en opinbera friðun. Það var ekki fyrr en fyrir einhverj- um árum sem hann fór inn á deili- skipulag sem friðaður staður. Nú hafa verktakarnir sem byggja hér gert ráð fyrir honum í hönnuninni.“ Fegrunarnefnd Hfj. merkti klett- inn 1981 og lét setja á hann kop- arskjöld sem á stendur: „Þetta er Fiskaklettur einn af framvörðum hafnfirska hraunsins, sem mikil fiskimið voru við hér fyrr á árum.“ Fiskaklettur í Hafnarfirði stendur traustur í hjarta framkvæmda á Norðurbakkanum Einn af framvörðum hafnfirska hraunsins Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Sögustaður Fiskaklettur var forðum góður veiðistaður og segir Jónatan hann upphaf ferils ófárra aflaskipstjóra. Grafarvogur | Vegagerðin hefur nú auglýst útboð Hallsvegar í Graf- arvogshverfi, en hann mun tengja Víkurveg og Fjallkonuveg. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir verk- taka geti hafist í næsta mánuði og að Hallsvegurinn verði opnaður 1. júní á næsta ári, að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Vinnu við al- mennan frágang svæðisins skal vera lokið fyrir 1. ágúst 2006. Talsverð átök stóðu um lagningu Hallsvegar á síðasta ári, sem leiddu m.a. til þess að akreinum á veginum var fækkað úr tveimur í hvora átt í eina. Hallsvegur verður tengdur við Fjallkonuveg með hringtorgi og við það verða undirgöng undir veg- inn. Hallsvegur verður um 860 metrar á lengd með göngustíg sunnan við veginn, að hluta til handan hljóðmanar sem reisa á samsíða Garðhúsum. Framkvæmdir við Hallsveg í næsta mánuði                                                            

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.